Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 5 7 9 4 8 2 4 3 2 9 7 8 4 5 3 2 7 6 8 5 9 7 6 2 4 8 3 1 6 4 5 3 8 9 2 9 1 8 4 2 5 3 1 8 9 3 4 8 1 2 3 9 6 1 4 8 7 8 6 4 3 8 1 6 9 4 5 3 4 9 6 5 3 6 7 1 4 6 8 1 2 7 9 5 3 7 3 5 6 9 4 2 8 1 2 9 1 8 5 3 6 7 4 6 7 2 4 1 8 3 9 5 9 8 3 7 6 5 1 4 2 5 1 4 9 3 2 8 6 7 3 5 6 2 4 9 7 1 8 8 4 9 3 7 1 5 2 6 1 2 7 5 8 6 4 3 9 2 1 6 5 4 3 8 7 9 7 5 8 6 1 9 4 2 3 9 4 3 2 8 7 5 1 6 1 3 5 7 6 8 9 4 2 4 7 9 3 2 5 1 6 8 8 6 2 4 9 1 7 3 5 3 9 1 8 7 6 2 5 4 5 8 4 1 3 2 6 9 7 6 2 7 9 5 4 3 8 1 3 8 7 1 6 4 2 9 5 5 6 9 2 3 8 7 1 4 1 2 4 5 9 7 3 8 6 2 3 1 7 4 9 6 5 8 9 7 8 6 5 1 4 2 3 4 5 6 3 8 2 9 7 1 8 9 3 4 7 5 1 6 2 7 4 2 8 1 6 5 3 9 6 1 5 9 2 3 8 4 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 2. júní, 153. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Í skýrslu Más Mixa um verðtrygg-ingu segir að hún hafi verið tekin upp til að bregðast við óðaverðbólgu á seinni hluta 20. aldar. Á árunum 1973 til 1983 var meðalverðbólga 46,5%. „Þetta gerði það að verkum að sparifjárstofn þjóðarinnar, sem veitti aðeins óverðtryggða vexti, brann að stórum hluta upp,“ segir í skýrslunni. Þar er vitnað í lýsingu greiningardeildar KB-banka frá 2004 á verðtryggingu sem „ákveð- inni brunatryggingu á sparifé“. x x x Víkverja finnst þetta áhugaverðskilgreining, en veltir fyrir sér hvort nú þurfi ekki að end- urskilgreina verðtryggingu – hún sé orðin brennuvargur, sem lagt hafi eld að sparifé landsmanna. Þegar verðtryggingin var tekin upp lyftust allir bátar með verðbólguflóðinu. Reyndar skapaðist vítahringur þar sem launin eltu verðbólguna. Nú á það ekki við lengur. Verðbólgan heldur sínu striki, en launin, kaup- mátturinn og lífskjörin hafa orðið eftir. Því breikkar alltaf bilið á milli upphæðarinnar í launaumslaginu og framfærslukostnaðar. Flestir lands- menn þurfa nú að ganga á sparnað sinn til þess að geta staðið í skilum vegna þess að afborganir eru miklu hærri en gert var ráð fyrir þegar lánin voru tekin og í flestum til- fellum eru tekjurnar lægri eða í besta falli hafa staðið í stað. Ekki má gleyma því að þegar flest þessi lán voru tekin var verðbólgumarkmiðið í kringum 2% þannig að forsend- urnar, sem voru gefnar, voru ekki í neinu samhengi við raunveruleik- ann. Eigið fé íbúa þessa lands brennur upp á altari verðtrygging- arinnar. Hún stendur samt óhögguð í sinni skjaldborg. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að láta verð- trygginguna aðeins eiga við upp að ákveðnu marki og jafnframt hefðu þau getað ákveðið að hækkanir á sköttum og álögum hefðu ekki áhrif á verðtryggingu, en ekki hvarflaði það að þeim. Víkverji verður að viðurkenna að hann skilur ekki hvers vegna ekki stendur meiri styr um verðtrygginguna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skýra rangt, 8 fár- viðri, 9 skrá, 10 illgjörn, 11 glænapast, 13 dagsláttu, 15 óþokka, 18 kom við, 21 snák, 22 fús, 23 þora, 24 athugar. Lóðrétt | 2 ílát, 3 raggeit, 4 kostnaður, 5 hendi, 6 þyrnir, 7 gufu, 12 skaut, 14 hress, 15 fokka, 16 skattur, 17 kven- maðurinn, 18 jurtar, 19 sníkjudýr, 20 spilið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 glæta, 4 hælum, 7 öndin, 8 angan, 9 afl, 11 garm, 13 urgi, 14 úlfur, 15 flár, 17 tjón, 20 enn, 22 lætur, 23 espar, 24 kenna, 25 annar. Lóðrétt: 1 glögg, 2 æddir, 3 asna, 4 hjal, 5 lægir, 6 munni, 10 fíf- an, 12 múr, 13 urt, 15 fölsk, 16 áttan, 18 Japan, 19 nárar, 20 erta, 21 nema. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Verðlaunasagnir. N-NS. Norður ♠K85 ♥K6 ♦KG6 ♣109862 Vestur Austur ♠42 ♠G976 ♥542 ♥G9 ♦Á987 ♦10543 ♣KDG5 ♣743 Suður ♠ÁD103 ♥ÁD10873 ♦D2 ♣Á Suður spilar 6♥. Anna Ívarsdóttir og Guðrún Ósk- arsdóttir hlutu viðurkenningu á NL fyrir vel útfærðar sagnir í spilinu að of- an. Grunnkerfið er Standard, en við- bætur margar og nákvæmar. Ein neð- anmálsgreinin í kerfismöppunni fjallar um framhald eftir kröfugrand. Í þeim efnum styðjast þær við sænska út- færslu, kennda við norn (Hexan). Guðrún passaði sem gjafari, en svar- aði svo hjartaopnun Önnu með 1G. Anna sagði 2♣, sem er annað tveggja: 16+ punktar og allar skiptingar, eða flatneskjuleg lágmarksopnun. Við því sagði Guðrún 2♦ í merkingunni 9-11 punktar. Anna stökk í 3♥ til að sýna sterku handgerðina, Guðrún sagði 3♠ (fyrirstaða), Anna hleraði með 3G og Guðrún sagði 4♦ (fyrirstaða). Allt góð tíðindi fyrir Önnu, sem spurði næst um lykilspil og sagði svo slemmuna. 2. júní 1907 Húsavíkurkirkja var vígð. Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti ís- lenski arkitektinn, teiknaði hana. Kirkjan rúmaði nær alla bæjarbúa og var stærsta kirkja utan Reykjavíkur. Níu- tíu árum síðar var hún valin eitt af þremur fegurstu húsum landsins, ásamt Safnahúsinu og Norræna húsinu. 2. júní 1934 Dalvíkurskjálftinn, einn stærsti jarðskjálfti sem átt hefur upptök nærri þéttbýli, fannst kl. 12.43. Hann var um 6,2 stig og mun hafa staðið í eina og hálfa mínútu. Á Dalvík eyðilögðust 22 hús. Þar og í nágrannabyggðum skemmd- ust á annað hundrað hús. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Það verður engin veisla enda er þetta ekki neitt stórafmæli, stendur á hálfum tug. En ég verð í góðum félagsskap, ætla að fara í þriggja daga hestaferð um Rangárþing með góðum vinum og kunningjum í tilefni dagsins,“ segir Sólmundur Sigurðsson, bóndi í Borgargerði í Ölfusi. Þar rek- ur hann hestaleiguna Sólhesta og er með um 20 hross í leigu. En annars er hann bifvélavirki að mennt, hefur rekið skurðgröfu og stundað verktöku en segist hafa byrjað með hestaleiguna eftir að kreppan fór að herja. Sólmundur er einnig þekktur fyrir að rækta rammíslenskar landnámshænur. Sólmundur á konu og fjögur uppkomin börn, alls 14 barnabörn „ef skábörn eru talin með,“ segir hann hlæjandi en hann er þrígiftur. Sólmundur segist hafa haldið myndarlega upp á bæði fertugs- og fimmtugsafmælin á sínum tíma. „Ég er yfirleitt blessunarlega laus við að elda sjálfur, bjarga mér reyndar heima en reyni að koma þessu á aðra! Fertugsafmælið var í Víkingaskálanum á Efstalandi, hérna rétt hjá mér í Ölfusinu en fimmtugsafmælið í reiðhöllinni á Ingólfshvoli, þetta voru ágætar afmælisveislur.“ kjon@mbl.is Sólmundur Sigurðsson er 55 ára í dag Fer í hestaferð á afmælinu Flóðogfjara 2. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.37 0,6 6.39 3,5 12.43 0,5 18.55 3,9 3.21 23.32 Ísafjörður 2.46 0,4 8.38 1,8 14.48 0,3 20.51 2,1 2.37 24.25 Siglufjörður 4.55 0,2 11.21 1,1 17.02 0,3 23.13 1,3 2.18 24.11 Djúpivogur 3.48 1,9 9.52 0,5 16.13 2,2 22.27 0,6 2.40 23.12 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að leggja þitt af mörkum til þess að vináttan dafni. Betra er að taka eitt skref í einu og vera ánægð/ur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Forðastu að taka þátt í hlutum sem eru einskis virði og því hrein tímasóun. Láttu það umfram allt eftir þér og vertu óhrædd/ur að festa hugsanir þínar á blað. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Aðrir eru sannfærðir um að allt fari eftir þínu höfði. Sumt er bara svona og við því er ekkert að gera nema viðurkenna það. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum er ferð án fyrirheits það sem sálin þarfnast. Gættu þess að bíllinn sé í lagi og gefðu þér góðan tíma á næstu vikum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú kemst hraðar þangað sem þú ætlar þér ef þú leggur á þig að lesa þér til um við- fangsefnið. Haltu áfram á sömu braut því það mun bæði færa þér viðurkenningu og full- nægju í starfi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú kemur öllum á óvart með lausn á gömlu vandamáli. Ef maður á ekki í ástríku sambandi við sjálfan sig á maður ekki mikið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Forðastu rifrildi um trúarleg efni eða stjórnmál í dag. Ef þú færð tækifæri til þess að leggja land undir fót skaltu grípa það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Treystu innsæi þínu í sam- skiptum við aðra í dag. Ekki líður á löngu þar til þú verður fyrirtaks vandamálalausnari. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ýmis tækifæri standa þér opin og það er erfitt að velja. Leyfðu félögum að fljóta með þér en vertu á varðbergi gagnvart vini sem segist hjálpa til, en er bara dragbítur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Allir þekkja manneskju sem velur gáfulegasta kostinn, þegar allir aðrir eru þrautreyndir. Hafðu þitt á hreinu ef þú vilt vera tekin/n alvarlega. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum sam- starfsmanns þíns. Skoðaðu vandlega hvað þú hefur sjálf/ur og lærðu að meta það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er svo sem gott og blessað að æfa skrokkinn og reyna að halda honum í sem bestu formi. Mundu hverjir réttu þér hjálparhönd. Stjörnuspá Guðrún Gísla- dóttir (Dúdda), forstöðumaður Bókasafnsins á Álftanesi og kennari við sama skóla, er sextug í dag, 2. júní. Hún verður með opið hús og afmælisgleði heima hjá sér að Túngötu 27 á Álftanesi annað kvöld, föstudag, frá kl. 20 og vonast eftir því að sem flestir af vinum og vandamönnum mæti. 60 ára 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. Rf3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. g4 h6 7. h4 Rc6 8. Hg1 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxd5 Dxd5 11. Bg2 De5+ 12. Be3 Dh2 13. f4 Rxd4 14. Dxd4 Dxh4+ 15. Bf2 Dd8 16. Dxd8+ Kxd8 17. 0-0-0+ Kc7 18. Hd3 Bd6 19. Bg3 Hd8 20. Hgd1 f6 21. f5 e5 22. Be1 a5 23. Hd5 e4 24. Kb1 e3 25. Bf1 He8 26. Hxd6 e2 27. Bxe2 Hxe2 28. Bg3 Hg2 29. Bf4 Hxg4 30. Hd7+ Kc6 31. H1d6+ Kb5 Staðan kom upp í blindskákarhluta Amber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Aserinn Vugar Gashimov (2.746) hafði hvítt gegn Hollend- ingnum unga Anish Giri (2.690). 32. a4+! Kxa4 svartur hefði einnig orðið mát eftir 32. … Kc5 33. Hc7+ Kb4 34. Hd4#; 32. … Kc4 33. Hc7+ Kb4 34. Hd4#. 33. Hb6! Hxf4 34. Ka2! og svartur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Eyþór Eð- varðsson varð fimmtugur 25. maí síðastliðinn. Af því tilefni býður hann vin- um og vanda- mönnum að fagna með mér áfanganum laugardagskvöldið 4. júní kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. 50 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.