Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR SKILST AÐ ÞÚ HAFIR STOLIÐ BÓK ÉG STAL EKKI ÞESSARI KJÁNALEGU BÓK! ERU ÞJÓFAR VENJULEGA MEÐ SVONA KRINGLÓTTAN HAUS? AF HVERJU SITUR ÞÚ ÞARNA OG BROSIR Á MEÐAN ÉG LES BÓKINA MÍNA? AF ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM Á STEFNUMÓTI SEGIR HVER? SEGI ÉG BÝRÐU Í ÞESSUM RUSLA- GÁMI? NEI, ÞESSI BÚÐAR- KERRA ER HEIMILI MITT ÞESSI BEKKUR ER RÚMIÐ MITT OG HIMININN SJÁLFUR ER ÞAKIÐ MITT KANNSKI ÆTTI EINHVER AÐ BENDA HONUM Á AÐ ÞAKIÐ HANS LEKUR ÉG FANN MUNNSTYKKI SEM GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR AÐ HÆTTA AÐ HRJÓTA HVAÐ FANNSTU? ÞETTA ER MUNNSTYKKI SEM KEMUR HREYFINGU Á KJÁLKANN SVO ÞÚ HRJÓTIR MINNA MÉR LÍST EKKERT Á ÞAÐ, ÞETTA HLJÓMAR HRÆÐILEGA ÓÞÆGILEGA ÞÁ VERÐ ÉG BARA AÐ FLYTJA DÓTIÐ MITT YFIR Í GESTAHERBERGIÐ ÞÁ ÞAÐ SVO ÞÚ FÉKKST SANDMAN TIL AÐ HJÁLPA ÞÉR VIÐ BANKARÁNIÐ JÁ, ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ FINNA GÓÐAN STARFSKRAFT ÉG VIL EKKI BERJAST VIÐ ÞIG PADDAN ÞÍN VÍST VILTU ÞAÐ MARKO ÞÚ VEIST AF HVERJU JÁ ÆTLI ÞAÐ EKKI! FYRIR- GEFÐU, ÞAÐ VAR ÓVART RÓLEGUR, ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ ÖSKRA Átt þú gamlar myndir úr Þingholtunum? Ég heiti Hildur og er meistaranemi við Háskóla Íslands. Þessa dagana er ég að undirbúa uppsetn- ingu á sýningu sem fjallar um sögu verslunar og þjón- ustu í Þingholtunum á 20. öld. Mig vantar tilfinnanlega ljós- myndir af verslunum (innandyra eða utan) sem stóðu við Bald- ursgötu, Óðinstorg og/eða gatnamót Freyjugötu og Óðinsgötu, einhverntíma á öldinni sem leið. Einnig get ég notað myndir af lífinu á torgunum sjálf- um. Vinsamlegast hafið samband við mig í síma 663-7829 eða með því að senda mér tölvupóst á net- fangið hib1@hi.is. Hvar er hundurinn? Chihuahua- hundur hvarf fyrir utan heimili sitt í Grafarholt- inu 21. maí síðastliðinn. Hundurinn er ljós- brúnn með hvítan blett á enninu. Hann var í rauðri peysu og með blátt beisli utan um sig þegar hann hvarf. Hann er ör- merktur og heitir Tristan, tíu mánaða gamall hreinrækt- aður chihuahua- rakki. Þrátt fyrir að búið sé að tilkynna hvarfið til lögreglu, Dýraeftirlitsins og fleiri aðila hefur ekkert til hans spurst. Ef einhver verður hundsins var eða veit eitthvað um hvarf hans þá vinsamlega hafið samband við Sirrý í síma 772-0604 eða 775- 4661 eða sendið upplýsingar á netfangið sirry.siangma@gmail- .com. Íþróttapoki tapaðist Svartur íþróttapoki með sundföt- um tapaðist síðastliðinn þriðjudag við Fossvogsskóla. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 820- 7438. Ást er… … þegar allt gengur upp Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05, handavinnustofan opin. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Lokað í Jónshúsi. Vorferðalag kirkj- unnar með eldri borgurum, brottför frá Hleinum kl. 9.30, Jónshúsi kl. 9.40, Ví- dalínskirkju kl. 10. Skráningu lokið. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Farið verður um Kjósina með leiðsögn mánudaginn 6. júní. Lagt verður af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skráning í síma 586-8014 frá kl. 13 til 16. Félagsstarf Gerðubergi | Prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30, frá hádegi er spilaslur opinn. Miðvikud. 15. júní er ferðalag ,,hvar er draumalandið?“, um- sjón hefur Jóhann Davíðsson. Uppl. í síma 575-7720. Hraunbær 105 | Handverkssýning kl. 13-16. Kaffiveitingar seldar. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listsýningin opin alla virka daga kl. 9-16 til og með 3. júní. Uppl. í s. 411-2790. Laugarneskirkja | Guðsþjónusta á uppstigningardag sem jafnframt er dagur aldraðra kl. 14. Umsjón sr. Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson. Veitingar á eftir. Skemmtifélag eldri borgara | Ferð í Borgarfjörð miðvikudaginn 8. júní nk. Farið verður frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.50, Hraunbæ kl. 9.00. Nánari upplýsingar í síma 775- 1340. Vesturgata 7 | Handavinna, gler- skurður (Tiffanýs) og ganga kl. 9.15. Kertaskreytingar, kóræfing og leikfimi kl. 13. Hallmundur Kristinsson er ekkisáttur við, hversu mjög sum- arið lætur bíða eftir sér: Vakandi yfir vetrinum veðurguðirnir stumra. Maður fer nú að óttast um andlega heilsu sumra! Friðrik Steingrímsson var ekki sérlega bjartsýnn: Engin hlýnun á sér stað ansi margra þungt er sporið, helstu spámenn halda að hausti snemma þetta vorið. Sigrún Haraldsdóttir benti á að maður yrði að laga sig að að- stæðum: Norðan móðan miður hlý moldar dælir strókum, í sólarbaði sit ég í síðum ullarbrókum. Hallmundur velti fyrir sér orðum Sigrúnar: Áðan Sigrún ylinn fann undir sólu gullinni. Fyrst um sinn þó frestast kann að fari hún úr ullinni. Þá Friðrik Steingrímsson: Þegar loks til sólar sér Sigrún strax úr buxum fer, í sólbaðinu situr í sætu ullarbikiní. Ágúst Marinósson gat ekki á sér setið: Sigrún klæðir húfu haus horfir sólu móti bið er á að brókarlaus birtu sunnu njóti. Sigrún svaraði körlunum í léttum dúr og sagði að það hefði ekki bara verið kuldinn sem hvetti sig til að vera vel klædd í sólbaði: Vetrar er skýst úr skugga og skinnið með feiti nugga þá birtast sé öfugugga óðar við næsta glugga. Friðrik svaraði að bragði: Þó að hvumpin Sigrún sért sorglegt er að fregna, að þú fullklædd sprangir sperrt spéhræðslunnar vegna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vori, ull og sólbaði Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.