Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 26
Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Haukur Tómasson hefur samið nýtt kór- og hljómsveitarverk, Fléttu, sem frumflutt verður á Listahátíð Reykjavíkur á laug- ardag. Flytjendur eru Kamm- ersveit Reykjavíkur, Schola Can- torum og Mótettukór Hallgrímskirkju en stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju og hefjast kl. 17:00. Í kynningu segir að verkið sé um ægifegurð náttúrunnar, tengsl okk- ar við hana og ábyrgð okkar á henni. Textinn er samsettur úr ljóðum og ljóðabrotum eftir sex ís- lensk skáld á ýmsum aldri. Að sögn Hauks hefur hann lengi langað að gera verk sem fjallaði um náttúr- una og samband okkar við hana og hann byrjaði á því að lesa ljóða- bækur og leita að ljóðum sem tengdust þessu viðfangsefni. „Þeg- ar ég var kominn með einhverja tugi ljóða reyndi ég að raða þeim saman í heild og búa til þráð sem meðal annars fer í gegnum árstíð- irnar,“ segir hann. „Ég reyndi líka að velja ljóð sem skoða samhengið í náttúrunni frá mismunandi sjón- arhornum, bæði víðum og þröng- um. Það eru kannski sérstaklega ljóðin hans Sjóns sem hafa mikla vídd í þessu sambandi, skoða bæði hið smæsta og stærsta.“ Höfundar ljóðanna auk Sjóns eru Snorri Hjartarson, Þorsteinn frá Hamri, Stefán Hörður Grímsson, Pétur Gunnarsson og Hannes Pét- ursson. „Þetta eru lengri ljóð til skiptis við örstutt, hálfgerðar hæk- ur, eftir Sjón, þrettán ljóð í allt.“ Schola Cantorum syngur nátt- úruljóðin eftir Sjón á móti Mót- ettukórnum sem syngur stærri kórkafla og samkvæmt kynningu spanna ljóðin allt frá lofsöng um vorið yfir í ljótleika, auðn og eyði- leggingu. Uppskera í tónlistinni Haukur segir kórana tvo, Schola Cantorum og Móttettukórinn, hafa æft saman í fyrstu og hljómsveitin seinna bæst við. Hann hafi þó hitt einstaka hljóðfæraleikara og farið yfir verkið með þeim til að spara tíma á æfingum því að mörgu sé að hyggja þegar saman koma áttatíu flytjendur að kljást við nýtt verk. Haukur segir að æfingar hafi geng- ið mjög vel í undirbúningsferlinu en hann segist nota nokkuð óvenju- leg hljóðfæri fyrir verk af þessu tagi á borð við rafmagnsgítar. Að sögn Hauks er mikill upp- skerutími hjá honum. Nýverið var verðlaunverk hans Í sjöunda himni frumflutt við opnum Hörpu og um þessar mundir kemur kammer- verkið Moldarljós í flutningi Ca- put-hópsins út á hljómdiski. Morgunblaðið/Kristinn Uppskera Stjórnandinn Hörður Áskelsson og tónskáldið Haukur Tómasson æfa Fléttu. Í sambandi við náttúruna  Flétta Hauks Tómassonar frum- flutt á Listahátíð 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Jón Ingi Sigurmundsson sýnir nú málverk í Eden, Hvera- gerði, en Eden hefur nú verið opnað aftur eftir nokkurt hlé. Innréttingar og öll aðstaða hef- ur verið endurnýjuð og Lista- mannaskálinn þar fengið nýtt útlit og aðstaða til sýninga bætt. Jón Ingi hlaut nýlega menn- ingarviðurkenningu Árborgar 2011 á hátíðartónleikum í til- efni hátíðarinnar Vor í Árborg, þar sem Kjartan Björnsson, formaður menningarnefndar, og Ey- þór Arnalds, formaður bæjarráðs, afhentu Jóni Inga viðurkenninguna. Sýningu Jóns Inga í Eden lýkur 13. júní. Myndlist Jón Ingi sýnir málverk í Eden Eitt verka Jóns Inga. Fyrir viku kom Vetrarsól, skáldsaga Auðar Jónsdóttur, út á þýsku undir heitinu Jen- seits des Meeres liegt die ganze Welt. Bókinni, sem kom út á ís- lensku fyrir þremur árum, hef- ur verið vel tekið í Þýskalandi og í þýska fréttatímaritinu Der Spiegel segir gagnrýnandinn Gabrielu Seidel-Hollaender að Vetrarsól sé hugvitssamlega skrifuð, spennandi og áhrifamikil bók. Einnig er sérstaklega tekið til þess að lestur bókarinnar hvetji fólk til þess að ferðast til Íslands. Kristof Magnusson þýðir bókina á þýsku, útgef- andi er btb Verlag. Bókmenntir Vetrarsól vel fagnað í Þýskalandi Vetrarsól á þýsku. Næstkomandi laugardag kl. 16:00 opnar Gréta Mjöll Bjarnadóttir grafíksýninguna „Ísland – abstrakt á abstrakt ofan“ í sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu. Sýn- ingin verður síðan opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14.00-18.00 og lýkur 19. júní. Á sýningunni eru stórar tré- ristur skornar með fræsurum og slípirokkum. Gréta lýsir verkunum svo að þau séu abstraktmyndir sem séu eins og útdráttur af flóknum og margvíslegum ís- lenskum veruleika. Í þeim reyni á samspil fag- urfræðinnar við Excel-skjalið, dans hægra heila- hvelsins við það vinstra og slípirokksins við tréð. Grafík Ísland – abstrakt á abstrakt ofan Gréta Mjöll Bjarnadóttir Sænski saxófónleikarinn og tón- skáldið Mats Gustafsson hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs 2011. Hann hefur um árabil verið þekkt nafn á sviði spuna- tónlistar eins og rakið er í umsögn dómnefndar. Þar segir meðal ann- ars: „Með nýskapandi saxófónleik leitar hann stöðugt út fyrir ramma þeirra skilgreininga sem við notum til að flokka þá tónlist sem við höf- um ekki heyrt áður. Óháð því hvort hann vinnur í framúrstefnuheimi Peter Brötz- mann Chicago Tentet eða í pönk- tríóinu The Thing er Mats til staðar í afdráttarlausri túlkun, algjörri nærveru, með eftirtektarverða orku og mikla tilfinningu fyrir meðleikurum sínum. Mats endurnýjar ekki eingöngu tjáningarform saxófónsins, hann enduruppgötvar það og skapar nýj- an tónlistarheim milli tónanna og bak við hávaðann.“ Gustafsson lét fyrst að sér kveða um miðjan níunda áratuginn og hefur hefur verið ötull upp frá því, leikið með grúa tónlistarmanna um allan heim og alls hefur hann gefið út ríflega 200 plötur. Nomo michael hoefner / http://www.zwo5.de Verðlaun Sænski saxófónleikarinn og tónskáldið Mats Gustafsson. Mats Gust- afsson verð- launaður Fær Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Næstkomandi sunnudag halda Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari tónleika í Hlöð- unni á Kvoslæk í Fljótshlíð. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem þar eru haldnir. Húsráðendur á Kvoslæk eru tón- listarkonan Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason, fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra. Rut segir að þau hafi fengist við það á und- anförnum árum að gera upp gamla bæinn á Kvoslæk og framundan hafi verið að gera upp útihúsin á bænum þegar þau fuku út í veður og vind í illviðri. „Sem betur fer vorum við búin að mæla þau upp og gátum því endurbyggt þau í sömu mynd, en þá ekki sem hesthús og hlöðu,“ segir Rut. Hún segir að Björn hafi vinnu- aðstöðu sína í Hlöðunni og þar hafi þau líka komið fyrir tónleikaaðstöðu. „Þetta verður söguleg stund fyrir mig því mig hefur alltaf dreymt um að geta haldið tónleika hér. Það er líka gott að byrja að sumarlagi þeg- ar enginn þarf að hafa áhyggjur af færð, en svo dreymir mig líka um að halda tónleika við kertaljós á vet- urna.“ Þau Rut og Richard hyggjast leika verk eftir Pál Ísólfsson, Moz- art, Svendsen, Vieuxtemps og Brahms. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00. Þeir eru hluti af verkefninu Landsbyggðartónleikar, sem Félag íslenskra tónlistarmanna skipulegg- ur með styrk frá menntamálaráðu- neytinu. Kvoslækur í Fljótshlíð er um 10 km frá Hvolsvelli, ekið sem leið ligg- ur inn Fljótshlíðina og framhjá Tumastöðum. Tónleikar í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð Morgunblaðið/Eggert Draumur Richard Simm og Rut Ingólfsdóttir búa sig undir fyrstu tón- leikana í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð.  Fyrstu tónleikarnir sem þar eru haldnir Jazzsumartónleikaröð veitingahúss- ins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst á laugardag og er nú haldin í sextánda sinn. Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis djasstónleika á laugardögum, frá og með næsta laugardegi og til loka júlí. Tónleikar verða haldnir alla laug- ardaga í júní og júlí og alltaf á sama tíma, kl. 15:00-17:00. Alls verða níu tónleikar í ár og fram koma margir helstu djasslistamanna Íslands auk erlendra gesta. Á fyrstu tónleikunum leikur hljómsveitin Sálgæslan, sem skipuð er þeim Sigurði Flosasyni, sem leik- ur á saxófón og leiðir sveitina, Þóri Baldurssyni á Hammond-orgel, Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar og Einari Scheving á trommur. Hljómsveitin blandar saman áhrif- um úr djass- og blúsheimum. Tón- leikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og aðgangur er ókeypis eins og að öðrum tónleikum Jazzsumartónleikaraðarinnar. Jómfrúin í djass- sveiflu í sumar  Djasstónleikaröð hefst á laugardag Morgunblaðið/Einar Falur Sumar Sigurður Flosason er listrænn stjórnandi djasstónleika- raðarinnar. Nú hafi hljómsveitin spilað lengur saman og stíll þeirra þróast27 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.