Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Við hlupum ekki einn metra án fylgdar, þetta var al- veg ótrúlegt. Ef þetta er hvatningin sem við fáum þá verður þetta ekkert mál,“ segir Signý Gunnarsdóttir sem ásamt manni sínum Sveini Benedikt Rögnvaldssyni og systur Sveins og mági, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Guðmundi Guðnasyni, lagði upp í hringferð um landið í gær hlaupandi. Er ferðin farin til að safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ætla þau að leggja að baki 100 km á dag í fimmtán daga. Þau lögðu af stað frá Barnaspítala Hringsins kl. 9.30 í gærmorgun og luku fyrsta áfanga ferðarinnar á Hellu kl. 18.45. Í dag hlaupa þau frá Hellu til Víkur í Mýrdal. Fylgjast má með þeim á www.mfbm.is og Facebook. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlupu ekki einn metra án fylgdar Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Við gerum auðvitað engar athuga- semdir út af fyrir sig við það að upp- lýsingar séu aðgengilegar almenn- ingi í svona máli en það er óneitanlega dálítið einkennilegt að saksóknari taki upp á því af sjálfs- dáðum að opna heimasíðu um eitt tiltekið mál,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, um ný- opnaða vefsíðu saksóknara Alþingis um málshöfðun Alþingis á hendur skjólstæðingi hans. Geir var ákærður fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð og hegn- ingarlagabrot til vara og mál hans verður þingfest fyrir Landsdómi hinn 7. júní næstkomandi. Andri segir jafnframt að Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Al- þingis, virðist telja að starf hennar sé í raun sérstök stofnun. „Þetta er einhver misskilningur hjá Sigríði; hún virðist líta svo á að þetta sé eitt- hvert embætti Alþingis sem höfði málið. Saksóknari Alþingis er hins vegar ekki embætti heldur er Sig- ríður einungis kjörin til að fara með þetta tiltekna mál gegn Geir Haarde,“ segir Andri. Áróðurskennd vefsíða Andri segir jafnframt að vefsíðan beri með sér keim af áróðri. „Það hefur ekki tíðkast til þessa að sak- sóknari setji upp heimasíðu utan um mál sem honum þykja spenn- andi og þangað séu sett inn gögn sem henti honum í málinu – þetta er auðvitað dálítið áróðurskennt. Það hefði alveg komið til álita að setja upp einhvers konar heimasíðu í kringum málið, hvort sem það væri á vegum Alþingis eða hvað, en mér finnst svona frekar óeðlilegt að sak- sóknarinn hafi þetta frumkvæði. Einhvern veginn grunar mig þó að þessi vefsíða sé runnin undan rifj- um saksóknarnefndarinnar í þinginu.“ Aðspurður segir Andri að heima- síðan hafi ekki verið sett upp í sam- ráði við hann og hann búist ekki við því að gögn frá honum muni rata inn á síðuna. „Ég hafði ekkert um þessa síðu að segja í raun. Það var heldur ekki boðið upp á að við gætum sett gögn þarna inn enda veit ég ekki hvort það var hugsunin sem lá að baki. Svona tilfelli gætu leitt til þess að ákærði þyrfti hreinlega að opna heimasíðu sjálfur til þess að vega upp á móti upplýsingagjöf saksókn- ara og gæta hlutleysis. Það væri auðvitað dálítið óvenjulegt.“ Heimasíður um öll mál? Andri bætir við að hann geti vel tekið undir með Sigríði að skort- ur hafi verið á upplýsingum um málið og bæta hafi þurft úr þeim skorti. „Að það sé hins vegar hlutverk saksóknara Alþingis að gera það set ég hins vegar stórt spurningarmerki við. Dómstólar eru auðvitað með heimasíður sem geyma upplýs- ingar um mál og jafnframt starf- semi þeirra en saksóknarar hafa ekki opnað síður um einstök mál – það hefur ekki tíðk- ast. Spurningin er jafnframt sú hvort stefnan í þessum „hrunmálum“ sé sú að opna heimasíðu um hvert mál. Einhvern veginn efast ég um að svo sé.“ Vefsíðugerð í verkahring saksóknara?  Verjandi Geirs H. Haarde gagnrýnir vinnubrögð saksóknara Alþingis „Svona tilfelli gætu leitt til þess að ákærði þyrfti hreinlega að opna heimasíðu sjálfur“ Andri Árnason Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fimmtán óbirt ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, rituð eigin hendi, voru auglýst til sölu í Finni, aukablaði Morgunblaðsins, í gær. Það er Þorvaldur Þór Maríuson fornbókasali sem auglýsti þau til sölu en þau komu upp í hendurnar á honum þegar hann keypti bóka- safn úr dánarbúi. Það voru ættingjar vinar Dav- íðs sem áttu það. „Þetta var inni í ljóðabók Davíðs, Kvæði, sem kom út 1922. Hann virðist hafa gefið vini sínum þá bók og handskrifar líka eitt ljóð inn í hana. Þetta eru í raun sextán óbirt ljóð, með því sem er í bókinni. Bréfið var geymt inni í bókinni og er það fjögur blöð með fimmtán ljóðum á en skrifað er báðum megin á blöðin og þau merkt 1, 2, 3 og 4. Þetta er bara einkabréf í bundnu máli, ljóð sem Davíð sendi vini sínum og fjalla um dagleg málefni. Hann skrifar undir þetta Davíð frá Fagraskógi. Rithöndin og stíllinn eru dæmigerð fyrir hann,“ segir Þorvaldur um ljóðafundinn. „Ég mundi halda að þetta hefði verið mjög kær vinur Davíðs sem fékk ljóðin. Hann er lát- inn fyrir um hálfri öld, þannig að þetta hefur bara legið inni í bókinni og fólk ekkert spáð í þetta,“ bætir Þorvaldur við. Ekkert umslag var utan um bréfið og segir Þorvaldur ómögulegt að segja til um hvort það hafi verið sent innanlands eða frá útlöndum. „Bréfið er sent 1922. Davíð er svo ungur þarna, rétt um 27 ára gamall. Hann fer út um þetta leyti en það kemur ekkert fram hvaðan bréfið er sent.“ Þorvaldur segist vera nokkuð viss um að þessi ljóð hafi hvergi birst. „Ég er búinn að fara yfir kvæðasöfnin hans og þetta er hvergi þar, svo þetta hefur örugglega aldrei birst neins staðar. Hann biður líka vin sinn í niðurlagi síð- ustu vísunnar að brenna þetta rusl í lokin. Þannig að ég er viss um að þetta hefur aldrei farið neitt fyrir almenningssjónir.“ Þorvaldur hefur ekki látið neinn skoða bréfið. „Ég er búinn að tala við þá hjá Davíðshúsi, þeir eru eitthvað að velta þessu fyrir sér. Þeir hafa áhuga en það hefur enginn séð bréfið. Ég ætla bara að selja það. Ég hef ekkert við þetta að gera. Ég er ekkert mikið fyrir ljóð Davíðs þótt mér lítist ágætlega á hann, með betri skáld- um Íslands,“ segir Þor- valdur kíminn. Óbirt ljóð eftir Davíð fundust  Fimmtán ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi fundust í formi sendi- bréfs  Fjórar síður um dagleg málefni sem hann hefur sent vini um 1922 „Mér þykir þetta ansi merkilegur fundur, ef þetta stenst allt saman. Það gerir þetta líka enn meira spennandi að þetta skuli vera frá yngri árum Davíðs. En ég spurði samt strax: Hver hefur sagt að þetta sé eftir Davíð?“ segir Friðrik G. Olgeirsson, höfundur ævisögu Davíðs Stefánssonar. „Það kemur mér ekkert á óvart að til séu skrif eftir Davíð sem hafa ekki komið fyrir almennings- sjónir áður. Ég veit t.d. að hann kom einu sinni í afmælisveislu og skrifaði ljóð í afmælisbókina. Ég hef ekki enn komist í það að hafa uppi á því ljóði. Auðvitað væri skemmtilegast ef Davíðshús eða ein- hver aðili myndi eignast þetta.“ Merkilegur fundur BRÉF DAVÍÐS Reikna má með að fundur Alþingis sem hefst kl. 10.30 standi langt fram á kvöld en mörg mál bíða afgreiðslu þingsins. Í dag verður m.a. mælt fyrir stærra frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, og hætt er við að sjávarútvegsmálin yfirskyggi alla aðra um- ræðu síðustu þingdaga fyrir sumarfrí – ef ætlunin er að keyra þau áfram á fullum þunga. Er það mat Birgis Ár- mannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir því að mögulega þurfi að semja um að skjóta öðrum mál- um inn á milli. Formenn þingflokkanna funda þó kl. 11 og hugsanlega er von á fregnum eftir fundinn. Þingfundur stóð til tæplega tvö aðfaranótt uppstigningardags þegar minna fiskveiðifrumvarpið var til umræðu. Ekki er óvenjulegt að fundað sé fram á nótt þótt rauður dagur sé daginn eftir, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. „Ég man ekki sérstaklega eftir uppstigningardegi sem slíkum en það hefur oft verið fundað fram á miðnótt aðfaranótt rauðra daga. Við erum svo fornir í skapi að við teljum að nýr dagur hefjist með sólarupprás.“ Ekki var fundað á Alþingi í gær en þinghald heldur áfram í dag og stendur fram eftir næstu viku að sögn Helga. „Áætluð þinglok eru á fimmtudaginn en ég veit ekki nema það geti dregist um dag eða svo.“ Tugir mála bíða af- greiðslu fyrir sumarfrí Safnaðu 5 toppum af Merrild eða Senseo-pökkum og sendu Ölgerðinni fyrir 16. júní. Gullverðlaun að verðmæti 350.000 kr. Tískuráðgjöf í heilan dag með Karli Berndsen, 100 þúsund kr. úttekt í Debenhams, ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi o.fl. Fjöldi aukavinninga m.a. kaffivélar frá Heimilistækjum og ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.