Morgunblaðið - 03.06.2011, Page 4

Morgunblaðið - 03.06.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 SVIÐSLJÓS Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Frumvörp sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru „árás á Vestmannaeyjar“, sagði Stefán Friðriksson, formaður Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, á blaðamannafundi í Sjóminjasafninu í gær. Til fundarins boðaði Útvegs- bændafélagið ásamt Útvegsmanna- félagi Austfjarða, en á honum kynntu félögin niðurstöður útreikn- inga sinna á áhrifum boðaðra breyt- inga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Félögin tvö sameinuðu krafta sína þar sem umsvifamesta uppsjávar- vinnsla landsins er á starfssvæðum þeirra og skerðingin mikil á því sviði. Svarar til 150-160 starfa Samkvæmt útreikningunum munu aflaheimildir 14 sjávarútvegs- fyrirtækja í Vestmannaeyjum verða skertar um samtals 15.500 þorsk- ígildistonn á fimmtán árum, þar af um 7.500 tonn á fyrsta ári, þegar fyrirliggjandi stjórnarfrumvörp verða að fullu komin til fram- kvæmda. Útreikningarnir miða við meðaltal aflaheimilda þessara fyrir- tækja undanfarna tvo áratugi, en meðaltalið er umtalsvert hærra en aflaheimildir þeirra á yfirstandandi fiskveiðiári. Það var hins vegar talið rétt að miða við meðaltal yfir lengri tíma, frekar en að miða aðeins við eitt ár. Í máli Stefáns, sem einnig er framkvæmdastjóri Ísfélags Vest- mannaeyja, kom fram að skerðingin svaraði til atvinnu allt að 160 manns við veiðar og vinnslu, sem aftur svar- ar til þess að öll fiskvinnsla Vinnslu- stöðvarinnar hf., stærsta fisk- vinnslufyrirtækis Vestmannaeyja, yrði lögð af eða flutt á brott. Ofan á vænta skerðingu bætist síðan „ofur- skattur“, hið hækkaða veiðigjald. Fimmtungur missi vinnuna Gunnþór Ingvason, formaður Út- vegsmannafélags Austfjarða og framkvæmdastjóri Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað, hafði svipaða sögu að segja. Miðað við 20 ára meðaltals- úthlutun myndu aflaheimildir í Fjarðabyggð skerðast um 13.300 þorskígildistonn á ári þegar lögin verða komin að fullu til fram- kvæmda. Af þeim 500 sem starfa hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í Fjarða- byggð sé fyrirséð að um 100 geti misst vinnuna vegna skerðingarinn- ar, og kjör þeirra sem eftir verði rýrni. Samkvæmt útreikningunum lækka laun starfsmanna í landi um ríflega 150 þúsund krónur á fyrsta ári, og hlutur sjómanna um 575 þús- und. Aflaheimildaskerðingin svari til tvöfaldra aflaheimilda Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði, eins þriggja stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna í Fjarðabyggð. Mikilvægt að ræða saman Auk þeirra Stefáns og Gunnþórs tóku þeir Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, Jens Garðar Helgason, for- maður bæjarráðs Fjarðabyggðar, og Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, til máls á fundinum. Þeir voru á einu máli um það að málsmeðferðin hefði verið óvönduð af hálfu stjórnvalda. Vil- mundur sagði þvertekið hafa verið fyrir það að SA eða Landssamband íslenskra útvegsmanna hefðu nokk- uð um frumvarpsgerðina að segja. „Ég held nú að þegar fólk fer að átta sig á staðreyndum málsins þurfi menn bara að setja niður vopnin og ná farsælli lausn saman,“ sagði Gunnþór. Hann kvaðst vorkenna hinum almenna þingmanni, sem þyrfti, á stuttum tíma, að reyna að komast til botns í raunverulegum áhrifum boðaðra breytinga. Stíf tveggja vikna vinna hefði til að mynda legið til grundvallar útreikn- ingunum sem kynntir voru í gær. „En tölur eru eitt og kjör fólks ann- að. Við þurfum að standa vörð um kjör fólksins okkar og við þurfum að standa vörð um kjör alls fólks í land- inu.“ „Frestur er á illu bestur,“ sagði Stefán spurður að því hvort meðferð frumvarpanna væri komin á það stig að kynning útvegsmanna í gær kæmi of seint. Til stendur að af- greiða „minna“ frumvarpið sem lög áður en Alþingi fer í sumarfrí eftir næstu viku. „Ég vona að minnsta kosti að þingmenn vilji kynna sér málið betur og fara betur yfir það. Það verður enginn heimsendir þó að menn taki upp á því að skoða málið vel áður en þeir afgreiða það,“ sagði Stefán. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf ekki kost á viðtali í gær þrátt fyrir að ítrekað væri leitað eftir því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skerðing Stefán Friðriksson kynnir niðurstöður útreikninga Útvegsbændafélags Vestmannaeyja á blaðamannfundi í gær. Stefán er formaður félagsins. „Frestur er á illu bestur“  Segja breytt fiskveiðistjórnunarkerfi hafa neikvæð áhrif í Eyjum og Fjarða- byggð  Fleiri hundruð gætu misst vinnuna og kjör þeirra sem eftir yrðu rýrnað „Ef við köllum einhvern á fund, sem ég reikna auðvitað með, þá er það eðlilegt að fulltrúar úr sjávarútveginum verði þar efstir á blaði. Það segir sig sjálft,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis. Hún hafði ekki kynnt sér útreikninga út- vegsmanna og vildi því ekki tjá sig um þá. „Eins og sjávarútvegs- ráðherra hefur kynnt er verið að vinna að hagrænni úttekt á þessu frumvarpi af hálfu ráðuneytisins,“ segir Lilja. Sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd mun funda í það minnsta tvisvar í dag, að sögn Lilju, en stefnt er að því að ljúka við að afgreiða „minna“ frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir ólíklegt að kallað verði eftir utanaðkom- andi útreikningum á áhrifum þess. Meðferð beggja frumvarpa sé enn í vinnuferli innan nefndarinnar. einarorn@mbl.is Unnið að meðferð frumvarpa Útvegsmenn fyrstir meðal gesta nefndar Lilja Rafney Magnúsdóttir „Útvegsmenn hafa, alveg frá því að umræðan hófst um breyt- ingar á fisk- veiðistjórn- uninni, hrópað um að sjávar- útvegurinn myndi hrynja ef það væru gerðar nokkrar breyt- ingar. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir reyni að reikna sig til þessarar niðurstöðu,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar. Hún segir spár um at- vinnumissi hins vegar ekki munu rætast. „Ég mæli um og legg svo á að það verði ekki.“ Niðurstöðu sér- fræðingahóps um hagræn áhrif frumvarpsins er að vænta eftir helgi. „Eigum við ekki að sjá hvað sú úttekt leiðir í ljós áður en við fellum einhverja dóma um svona spár?“ spyr Ólína. „Ég held að það sé skynsamlegast.“ einarorn@mbl.is Frá upphafi hrópað að allt mundi hrynja Ólína Þorvarð- ardóttir „Ég skal alveg viðurkenna það að þessar tölur eru miklu verri en ég átti von á. Þær eru mjög slá- andi,“ sagði Vil- mundur Jósefs- son, formaður Samtaka atvinnu- lífsins, þegar hann var spurður hvort þetta væri eitthvað sem hann hefði vitað af við undirbúning kjara- viðræðna. Hann sagði að stjórnvöld hefðu þvertekið fyrir aðkomu SA eða Landssambands íslenskra útvegs- manna að frumvarpsgerðinni. „Ég skil ekki hvernig í ósköpunum mönn- um dettur í hug að vinna svona.“ Úr takti við raunveruleikann Aðilar vinnumarkaðarins fengu ákveðin fyrirheit frá stjórnvöldum til þess að liðka fyrir samningagerð, en Vilmundur segist ekki telja að þau hafi lagst í útreikninga líka þeim sem kynntir voru á fundinum í gær. „Mín tilfinning er einfaldlega sú að þeir hafi ekki reiknað nokkurn skapaðan hlut,“ sagði hann. „Það virðist sem það sé einhver pólitísk hugmynda- vinna sem liggi að baki frumvörp- unum og sé gjörsamlega úr takti við raunveruleikann. Núna, þegar við sjáum hver raunveruleikinn verður, þá hlýtur stjórnin að átta sig á því hverslags bull þetta í raun er.“ Fyrir þann 22. júní næstkomandi munu aðilar vinnumarkarðins meta það hvort nauðsynlegar forsendur séu til staðar þannig að nýir kjara- samningar gildi til þriggja ára. Vil- mundur kveðst ekki vilja fullyrða um það hvort þeim forsendum sé ógnað. „En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að stjórnvöld ætli að eyðileggja frið á vinnumarkaði með svona vinnubrögðum. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld fari að nota skynsem- ina.“ einarorn@mbl.is „Gjörsamlega úr takti við raunveruleikann“  Telur stjórnina ekki hafa reiknað „nokkurn skapaðan hlut“ Vilmundur Jósefsson 15.500 fjöldi þorskígildistonna sem afla- heimildir fjórtán sjávarútvegsfyrir- tækja í Vestmannaeyjum skerðast um á fimmtán árum, miðað við for- sendur sem greint er frá hér til hlið- ar. 13.300 þorskígildistonnin sem aflaheimildir í Fjarðabyggð skerðast um miðað við sömu forsendur. 151.796 kr. launalækkun starfsmanns í land- vinnslu í Fjarðabyggð á fyrsta ári, verði frumvörpin að lögum, sam- kvæmt útreikningum útvegsmanna. 575.965 kr. lækkun hlutar sjómanns í Fjarða- byggð á fyrsta ári, verði frumvörpin að lögum, samkvæmt útreikningum útvegsmanna. ‹ SKERÐING › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.