Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 6
VIÐTAL Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Sterkasta kaffi sem ég hef drukkið á ævinni fékk ég á skíðasvæði sem ég var að vinna á í Noregi á sínum tíma,“ segir Pétur Kristján Guð- mundsson á meðan hann opnar kaffi- poka upp á gátt við eldhúsborðið heima hjá sér og er nýbúinn að hella hæfilegu magni vatns ofan í könn- una. „Þar var pokinn alltaf gjör- samlega fylltur af kaffi, ekki veit ég af hverju, sama hversu mikið vatn var notað og yfirleitt var þetta eins og að drekka tjöru.“ Fyrir um tveimur vikum var Pét- ur, sem er 25 ára gamall, útskrifaður af göngudeild Landspítalans á Grensási þar sem hann hefur verið í endurhæfingu undanfarna mánuði eftir alvarlegt slys sem hann lenti í á gamlárskvöld í bænum Innsbruck í Austurríki. Þá gekk Pétur upp á skíðasvæði fyrir ofan bæinn með fé- laga sínum til að horfa á flugeldasýn- ingu á miðnætti en á leiðinni til baka féll hann niður kletta og hryggbrotn- aði. Hann lamaðist fyrir neðan mitti við slysið og læknar tjáðu honum að 99,9% líkur væru á því að hann myndi ekki ganga aftur. Pétur var hins vegar staðráðinn í því að „treysta á þetta 0,1%“ með viljann að vopni og nú, hálfu ári síðar, hefur hann náð meiri framförum en nokk- urn óraði fyrir strax eftir slysið. „Ég hef notað sundlaug- ina á Grensás mikið til að æfa mig og get núna gengið svona eins og Pappírs-Pési í sundlauginni. Ég hef jafn- framt verið að æfa mig í því að standa upp í grunnu lauginni og á ekki langt í að ná því markmiði. Það er frá- bært að æfa sig í vatninu.“ Pétur fer nú þrisvar í viku í endurhæfingu og mun halda því áfram á næstunni. Fyrst eftir slysið bjó hann á Grensásspítala og var í stöðugri endurhæfingu þar fram til 1. mars. Eftir það var hann á dag- deild fimm sinnum í viku frá 8-16 á daginn. „Þetta var og er bara dálítið eins og að mæta í vinnuna. Ég er allt- af hjá sama sjúkraþjálfaranum og milli okkar er mjög gott og persónu- legt samband – eins og það á að vera. Ég hef komist að því að það er mjög mikilvægt að fíla sjúkraþjálfarann sinn, annars gengur þetta ekki neitt hjá manni,“ segir Pétur. Hann styðst jafnframt í endurhæfingunni við sér- stakan göngu-róbota sem hjálpar honum að æfa gönguhreyfingar og auka styrk. „Þetta er mögnuð græja; dálítið eins og í einhverri sci-fi-mynd. Svo er maður með línurit fyrir fram- an sig á göngunni sem sýnir manni hversu mikið afl kemur frá manni sjálfum við gönguna. Það er gott að hafa þennan samanburð og mér hef- ur tekist að auka kraftinn í löppunum á mér þrefalt síðan ég byrjaði að nota þetta tæki.“ Samtal blaðamanns og Péturs er rofið þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins ber að dyrum – í ljós kem- ur að Pétur fæst við ljósmyndun og kvikmyndatöku og um stund gleyma hann og Ernir ljósmyndari sér í ít- arlegu og mjög svo tæknilegu spjalli um myndavélar, linsur, linsuvídd, eitthvað sem nefnist time-lapse og margt fleira sem blaðamaður hlustar áhugasamur á en hefur ekki for- sendur til að skilja. Þegar kemur að því að velja stað fyrir myndatöku skima þeir báðir hratt yfir íbúðina; augu þeirra beggja eru eins og ljósop sem opnast í augnablik og þeir stara báðir á tígrisdýrið sem liggur mak- indalega í svörtum bakgrunni á veggnum í stofunni. Framtíðin í kvikmyndagerð Pétur sér fyrir sér að leggja fyrir sig kvikmyndagerð í framtíðinni. „Við byrjuðum í raun nokkrir vinir að fikta við þetta fyrir nokkrum ár- um. Svo vorum við í Austurríki veturinn 2007-2008 og tókum upp snjóbrettamynd og sýndum svo í Laugarásbíói. Síðan þá hef ég hægt og bítandi verið að uppfæra bún- aðinn sem ég nota og er núna orðinn ansi vel græjaður. Ég vinn þessa dagana, á milli þess sem ég er í endurhæfingunni, að verkefni sem ég hef gengið með í kollinum í um það bil ár.“ Pétur segir að hug- myndin sé að taka upp „einhvers konar sjónrænt en orðalaust ferðalag um Ísland“. „Ég hef verið að taka upp hérna í Reykjavík og ætla mér að halda því áfram í júní. Í júlí og ágúst ætla ég svo út á land með vin- um mínum og þar ætlum við að taka upp á stöðum úti í náttúrunni. Það er svo ógurlega mikið af fallegum stöð- um á Íslandi; þeir skipta þúsundum og margir hverjir eru þeir hreinlega guðdómlegir í réttri birtu. En þetta eru staðir sem alltof fáir þekkja, og það á einnig við um Íslendinga. Þess vegna langar mig að festa þá á filmu. Ísland á ekki nóg af svona myndum og mér finnst landið eiga skilið svona mynd.“ Pétur nefnir ennfremur að í ferða- lagi sínu út á land dreymi hann um að framkvæma hluti og heimsækja staði þar sem aðgengi þeirra, sem bundnir eru við hjólastól eins og hann, er ekki beinlínis gott. „Það er t.d. eitt af markmiðum mínum að síga ofan í Þríhnúkagíg. Það væri mikil áskorun og ég væri vafalaust sá fyrsti í heim- inum sem gerði það í hjólastól.“ „Þetta er bara viljinn“ Pétur sótti um í Kvikmyndaskóla Íslands næsta haust og sér fram á að vinna áfram að áhugamáli sínu, kvik- myndagerðinni, og jafnframt halda áfram í endurhæfingunni. „Það er ein af björtu hliðunum, ef svo má að orði komast, við svona slys eins og ég lenti í. Nú hef ég nægan tíma til að gera hluti og það er afskaplega mikil- vægt í kvikmyndagerð. Það er kostn- aðarsöm iðja að búa til vandaða kvik- mynd en með nægum tíma og þolinmæði getur maður einn og óstuddur gert fagmannlega hluti.“ Pétur er alinn upp á Flúðum en hefur undanfarin ár búið víðs vegar í heiminum, m.a. á Nýja-Sjálandi og í Argentínu og safnað að sér dýrmætri reynslu. „Mitt plan er auðvitað að ná að labba aftur. Ég hef náð miklum framförum og mér kemur ekki til hugar að gefast upp. Þetta er, eins og allt annað, spurning um vilja. Þetta er bara viljinn.“ „Geng eins og Pappírs-Pési í sundlauginni“ Morgunblaðið/Ernir Tígurinn Pétur Kristján Guðmundsson sér framtíð sína liggja í kvikmyndagerð og hann ætlar sér að ganga að nýju.  Tekur stöðugum framförum í endur- hæfingu og fæst við kvikmyndagerð 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Steypugljái á stéttina í sumar SUPERSEAL TOP COAT Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Enginn Íslendingur hefur enn veikst, svo vitað sé til, af kólígerl- unum sem valdið hafa banvænum sýkingum í Þýskalandi að undan- förnu. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segist ekki búast við því að sýkingin komi hingað til lands. „Nei við búumst nú ekki við því nema það sé einhver sem dvelji í Þýskalandi og veikist þar. Ég á ekki von á því að sýkingin berist hingað með matvælum. Hún er líka þannig að það eru litlar líkur á því að smitast frá manni til manns. Það er þá helst þegar um börn er að ræða, sem er lítið í þessu, þetta er mest fullorðið fólk og þá helst konur sem eru að sýkjast.“ Yfir 1.500 manns hafa sýkst hingað til af völdum bakteríunnar. Þá hafa 18 látið lífið, 17 í Þýska- landi og einn í Svíþjóð. „Eigin- lega allir sem smituðust í Sví- þjóð eru með tengsl við Þýskaland þann- ig að þetta kem- ur þaðan. Smit- uppruninn er í Þýskalandi og sýkingin bundin við það fólk sem kemur þaðan.“ Sjaldgæft afbrigði kólígerla Haraldur segir að tilmæli hafi ver- ið send til allra lækna hér á landi um að vera á varðbergi. „Þeir verða að fylgjast vel með því ef einhver einkenni koma fram, taka sýni og grafast fyrir um sögu sjúklingsins, hvort hann er að koma að utan. Síðan viljum við gjarnan að það fólk sem ferðast til Þýskalands, sérstaklega Norður- Þýskalands, fylgi fyrirmælum þar um að forðast að borða hrátt grænmeti núna á meðan menn eru að reyna að greiða úr því hvaðan þetta kemur. Það er engin ástæða til annars en að ferðast, bara hafa það í huga að forðast hrátt græn- meti á ferðalaginu. Svo er alltaf gott að minna á að fólk skoli vel salat og annað grænmeti upp úr hreinu vatni áður en það er borð- að eins og á alltaf að gera.“ Enn er ekki vitað hvar sýk- ingin er upprunnin en talið er ljóst að fólk hafi sýkst eftir að hafa borðað hrátt grænmeti. Af- brigði kólígerlanna er líka afar sjaldgæft. „Þetta er óvenjulegur stofn sem hefur ekki sést í mönn- um áður. Það er talað um að eitt sambærilegt tilfelli hafi greinst áður í Hong Kong árið 2005.“ Reiknar ekki með að sýk- ingin komi hingað til lands  Ráðleggur fólki að forðast hrátt grænmeti á ferðalaginu Haraldur Briem „Það var það fyrsta sem ég fékk að heyra frá lækninum sem skar mig upp eftir tveggja daga dá. Hann sagði við mig að ég myndi ekki labba aftur. Ég spurði hann hvort það væri 100%. Hann svaraði 99,9%,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í janúar síðastliðnum. Hann lét ekki deigan síga enda sagði hann læknana verða að segja slíkt til að byggja ekki upp vonir að óþörfu hjá fólki. „Ég veðja á þetta 0,1%,“ sagði hann. Eftir slysið bjó Pétur á endurhæfingardeild Landspít- alans á Grensási, fyrst í litlu herbergi og síðar í sér- stakri íbúð sem hugsuð var til endurhæfingar, og var í stífri endurhæfingu. Frá 1. mars mætti hann svo fimm skipti í viku og var í endurhæfingu á dagdeild frá klukkan 8-16. Síðustu tvær vik- urnar hefur hann mætt þrisvar í viku og hann stefnir að því að halda endurhæfingunni áfram enda hefur hann tekið miklum framförum. „Það er frábær aðstaða á Grensási til að æfa sig og mér hefur liðið mjög vel þar. Þar er jafn- framt góð sundlaug sem nýtist mjög vel við endurhæfinguna.“ „Veðja á þetta 0,1%“ PÉTUR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.