Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Ívar Páll Jónsson blaðamaðurskrifar:    Fimmta janúar 2010, fyrir einuog hálfu ári, skrifaði ég fréttaskýringu um að Seðlabank- inn ofmæti erlenda eign þjóðarbús- ins líklega um hundruð milljarða króna.    Ástæðan var ein-föld: Þessar eignir voru ekki í eigu Íslendinga lengur, heldur gömlu bankanna. Þetta voru eignir Baugs, Bakka- varar og fleiri fyrirtækja. Ekki geimvísindi.    Vegna þessa væri erlend staðaþjóðarbúsins að líkindum talin vera þeim mun betri í tölum Seðla- bankans. Á þeim tíma var hún tal- in vera neikvæð um 534 milljarða króna.    Nú, átján mánuðum seinna,birtir Seðlabankinn sitt árs- fjórðungslega yfirlit. Þá hefur hann skyndilega áttað sig á þessari skekkju. Samkvæmt þessu nýja yf- irliti er staðan nú neikvæð um 812 milljarða króna, ekki 434 eins og samkvæmt yfirlitinu um síðustu áramót. Útreikningarnir eru aft- urvirkir, þannig að í ljós kemur að þegar ég skrifaði úttektina var staðan neikvæð um 1.100 millj- arða, ekki 534(!).    Í millitíðinni voru tölur Seðla-bankans um erlenda stöðu þjóð- arbúsins ítrekað notaðar til þess að sýna fram á að ríkið gæti auðveld- lega tekið á sig Icesave-skuldbind- ingu Landsbankans.“    Þarf ekki einhver að afsaka sig?700 milljarðar eru líka pen- ingar. Ívar Páll Jónsson Skekkja? Blekkja? STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.6., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 22 skýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 21 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 19 skýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 21 léttskýjað Barcelona 17 skýjað Mallorca 17 skýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 26 skýjað Winnipeg 17 skýjað Montreal 12 alskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 17 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:18 23:35 ÍSAFJÖRÐUR 2:32 24:30 SIGLUFJÖRÐUR 2:13 24:16 DJÚPIVOGUR 2:37 23:15 Framlag ríkisins nægir ekki lengur til að greiða verktökum fyrir grafar- töku og prestum fyrir þjónustu við útfarir. Málið þykir grafalvarlegt og var til umræðu á aðalfundi Kirkju- garðasambands Íslands nýverið. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, formanns stjórnar KGSÍ, hefur ríkisvaldið lækkað framlög til kirkju- garða um 40%, ef mið er tekið af samningi sem gerður var árið 2005. „Það er eins með kirkjugarðana og flestar opinberar stofnanir, það hef- ur verið skorið niður í fjárframlögum vegna hrunsins. En enginn spyr okk- ur hvort þessir peningar dugi,“ sagði Þórsteinn í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Þórsteinn segir að gröfumenn taki grafirnar í verktakavinnu, rekstrar- kostnaður þeirra hafi hækkað, m.a. vegna hækkana á olíuverði. „Það er svo komið, að það er ekki lengur hægt að jarða þá látnu á kostnaðar- verði.“ Á aðalfundinum var samþykkt að senda ríkisstjórninni nákvæmar upplýsingar um stöðuna, ekki yrði lengur við þetta búið. Framlagið dugir ekki fyrir greftrun Morgunblaðið/Sigurgeir S Garður Framlag ríkisins dugir ekki.  Ríkisframlög til kirkjugarða lækka um 40% Rosabaugur yfir Íslandi, ný bók eftir Björn Bjarnason um Baugsmálið, vermir efsta sæt- ið á metsölulista Eymundsson vik- una 25. maí til 1. júní. Listinn tek- ur mið af bóksölu í verslunum Ey- mundsson um allt land. „Ég get ekki annað en fagnað því að menn taki bókinni svona vel og hún seljist með þessum hætti,“ segir Björn. Hann segir jafnframt að hann hafi fengið afar góð viðbrögð við bókinni. „Ég hef fengið mjög fín viðbrögð við henni og fæ marga tölvupósta frá lesendum sem hafa lesið bókina og vilja láta í ljós ánægju sína.“ Aðspurður segist Björn ekkert hafa heyrt frá forsvarsmönnum Baugs í kjölfar útkomu bókarinnar. „Nei, ég hef ekkert heyrt frá þeim.“ Áhugi á málinu erlendis Björn segist ekki hafa velt því mikið fyrir sér hvort eftirspurn gæti verið eftir bókinni erlendis. „Það þyrfti þá væntanlega að skrifa bókina dálítið öðruvísi og útskýra ákveðna hluti í henni sem ég geri ekki í þessari útgáfu fyrir Íslend- inga. Það gæti hins vegar hugs- anlega verið að hægt væri að koma henni til útlanda. Það er áhugi á þessu máli erlendis, það er alveg ljóst. Ég þyrfti helst að koma henni á bókamessuna í Frankfurt – hún myndi sóma sér vel þar sem hluti af samtímasögu Íslands,“ segir Björn og hlær. haa@mbl.is „Fagna því að bókinni sé tekið svona vel“  Rosabaugur yfir Íslandi efst á lista Björn Bjarnason Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Icelandic Group hefur gengið frá sölu á starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi og Þýskalandi til fjár- festahóps undir forystu sjávarút- vegsfyrirtækisins Pacific Andes frá Hong Kong. Fjárhagslegur ráðgjafi Icelandic Group við söluferlið var Merrill Lynch International, dóttur- fyrirtæki Bank of America Corpora- tion. „Þessi fyrirtæki sem við seldum voru mjög skuldsett; tap á rekstri í Frakklandi með kaupverði er um 10.000 milljónir króna. Þessi sala léttir mjög á efnahagsreikningnum hjá okkur og skuldirnar verða yfir- teknar. Það styrkir okkur mikið við framhaldið að vera lausir við þessa starfsemi,“ segir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Icelandic Group. Hann segir ennfremur að nú sé verið að kanna hver næstu skref fyrirtækisins verða. „Salan gerir okkur kleift að draga nýja víglínu og við munum núna halda áfram við að straumlínu- laga reksturinn og skoða svo fram- haldið.“ Salan er háð samþykki sam- keppnisyfirvalda í viðkomandi löndum og kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. Icelandic Group sel- ur hluta af starfsemi  Forstjóri segir söluna mikilvægt skref Brynjólfur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.