Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Næg bílastæði 15% afsl. af Body Wrap föstudag og laugardag Ótrúlegt úrval fyrir • Útskriftina • Brúðkaupið • Sumarveisluna • Sjómannadaginn Laugavegi 54, sími 552 5201 Sumarkjólar Stuttermabolir - margir litir - Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Bolur.Verð1.200kr. Peysa.Verð5.900kr. Sendum í póstkröfu Bikini - Tankini Sundbolir Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 www.selena.is A-FF skálar vatnsmikil og svolítið skoluð. „Al- mennt séð líst mér vel á opnunina, þetta er fallegt vorvatn og maður heyrir að laxinn er að skila sér hér og þar í árnar eins og hefðbundið er. Svo er stórstreymt núna fyrir helgina. Ég held líka að júníveiðin gæti orðið góð,“ segir Bernharð. Þegar hann er spurður spáir hann því að átta laxar veiðist í opn- un Norðurár. „Sumir myndu spá meiru, gæti ég trúað, en átta ætti að vera allra sæmilegasta veiði.“ Gott miðað við kuldann Þrátt fyrir kulda í opnun urriða- veiðanna í Laxá í Þingeyjarsýslu, í Mývatnssveit og Laxárdal, er óhætt að segja að fyrstu hollin hafi veitt vel miðað við aðstæður. Um tvö hundruð voru færðir til bókar í Mý- vatnssveitinni og um sjötíu í Lax- árdal. Blaðamaður hitti á veiðimenn á báðum svæðum og höfðu þeir orð á því að fiskurinn væri vel haldinn og stór. Undir það tekur Bjarni Höskuldsson, umsjónarmaður veiði- svæðanna. „Veiðimennirnir sem byrjuðu í Geirastaðaskurði veiddu þar átta fiska, alla fimm til sjö pund,“ segir hann. „Þeir köstuðu flugum upp strauminn og strippuðu þær til baka; stundum eltu allt að fjórir í einu áður en einn negldi. Það var mikið fjör.“ Víðar lentu stöku veiðimenn í veislu; einn fékk þrettán í beit í Mý- vatnssveitinni í gær en aðrir voru flestir í kroppi. Vestan við Laxárdal, í Reykja- dalsá og Eyvindarlæk, voru íslensk- ir og erlendir veiðimenn í vikunni og létu vel af sér, sérstaklega þegar svolítið tók að hlýna. Þeir fengu væna urriða á kaflanum frá Stóru- laugapolli niður í Illukeldu og einnig á Rafstöðvarbreiðu og Stóra-Foss- polli. Þá skruppu þeir í Arnarvatnsá í Mývatnssveit og fengu þar nokkra fallega fiska. „Það er ekki ástæða til annars en bjartsýni“ Morgunblaðið/Einar Falur Verður þetta gott laxveiðisumar? Þessi stórlax tók flugu í Hafralónsá.  Laxveiðitíma- bilið hefst á sunnu- daginn kemur Veitt á þremur svæðum » Laxveiðin hefst á sunnudag, í Norðurá, í Straumunum og í Blöndu. » Veiðimenn spá góðri byrjun. » „Ég er rosalega spenntur,“ segir Þórarinn Sigþórsson, einn veiðimannanna sem opna Blöndu. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðitímabilið hefst á sunnudag- inn kemur en þá byrja veiðimenn að kasta agni sínu í Norðurá í Borgar- firði, í Straumana, ármót Norðurár og Hvítár, og á neðsta svæði Blöndu. Eins og undanfarin ár er Þór- arinn Sigþórsson tannlæknir einn veiðimannanna sem opna Blöndu. Han er bjartsýnn hvað laxveiðina í sumar varðar. „Ég stend í þeirri trú að þetta eigi eftir að verða gott sumar,“ seg- ir Þórarinn. Hann segir að svo virð- ist sem sjórinn hafi tekið vel við seiðunum og vísbendingar, eins og ágæt loðnuveiði, gefi til kynna að nánasta framtíð laxveiðimanna sé björt. Hann er líka spenntur að hefja veiðar í Blöndu á sunnudag- inn. „Fyrir um viku fóru að sjást laxar í Blöndu, fallegir 14 til 16 punda fiskar,“ segir Þórarinn. „Í fyrra höfðu ekki borist neinar fréttir af göngum þegar við mættum í veiðina en við mokveiddum, fengum rúm- lega fjörutíu stórlaxa á tveimur og hálfum degi. Þá var bullandi ganga allan tímann. Nei, það er ekki ástæða til annars en bjartsýni, enda er vatnsstaðan líka góð í Blöndu núna,“ segir hann og bætir við: „Ég er rosalega spenntur.“ Spáir átta löxum í Norðurá Bernhard A. Petersen, gjaldkeri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, opn- ar Norðurá ásamt öðrum stjórnar- mönnum félagsins. „Þetta verður talsvert annað en í fyrra, þegar við byrjuðum í ánni mjög vatnslítilli og í hlýindum,“ seg- ir hann en Norðurá er nú bæði Sjómannadagshelgin hefst með formlegum hætti í kvöld víða um land og standa hátíðarhöldin fram á sunnudag þegar sjómannadagur- inn er haldinn hátíðlegur. Meðal ár- vissra viðburða í Vestmannaeyjum föstudaginn fyrir sjómannadag er Söngkvöld Adda Johnsen í Akóges þar sem kemur fram úrval af tón- listarfólki ásamt Árna Johnsen. „Það er orðinn árlegur viðburður að hefja sjómannadagshelgina í Eyjum með þessum samsöng,“ seg- ir Árni Johnsen um viðburðinn. „Við höfum gert þetta í ein fimmtán ár og þetta hefur alltaf verið vel sótt. Leikar hefjast klukkan tíu í kvöld og svo er spilað og sungið fram á nótt. Það verða sungnir sjó- mannasöngvar og almennir söngv- ar. Þarna mæta helstu jaxlar Eyjanna í spili og söng. Ég stýri þessu og svo koma margir fleiri við sögu. Einnig verður leynigestur og fleiri uppákomur,“ segir Árni fullur tilhlökkunar. Margt er í boði um helgina í Vest- mannaeyjum en auk söngskemmt- unar Akóges verður í dag opnað sjóaramótið í golfi og tónleikar með Todmobile. Helstu jaxlar Eyja saman í spili og söng Morgunblaðið/Sverrir Söngur Árni Johnsen leikur á gítarinn í Eyjum í kvöld. Fylgi ríkisstjórnar Samfylkingar- innar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eykst lítillega milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðar- púlsi Gallup sem greint var frá í fréttum RÚV í gær. Um 37% kjós- enda segjast styðja ríkisstjórnina sem er þremur prósentum meira en í síðasta mánuði. Fylgi einstakra flokka breytist ekki mikið en Samfylkingin bætir þó við sig tveggja prósentustiga fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er þó enn langstærstur flokka og mælist fylgi hans 35%, minnkar um eitt pró- sentustig. Um 23% segjast hins veg- ar myndu kjósa Samfylkinguna. Fylgi Framsóknarflokks og Vinstri grænna mælist það sama, eða sextán prósent, og eykst fylgi VG lítillega milli mánaða. Hreyfingin mælist svo með tæplega fjögurra prósenta fylgi. Þá taka fjórtán prósent aðspurðra ekki afstöðu eða neita að gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kos- ið yrði til Alþingis í dag. Um fimmtán prósent sögðust myndu skila auðu og sex prósent kjósa aðra flokka en nefndir voru hér að ofan. Þá má nefna að stuðningurinn við ríkisstjórnina er nú svipaður og hann var frá desember sl. og fram í febrúar. Ríkisstjórnin bætir lítillega við sig fylgi milli mánaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.