Morgunblaðið - 03.06.2011, Page 10

Morgunblaðið - 03.06.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Eyjamenn hafa löngum veriðþekktir fyrir vasklegaframgöngu bæði á sjó og ílandi og sannaðist það eina ferðina enn þegar þeir bræður Daði, Einar Gauti og Sindri Ólafs- synir voru í fríi á Spáni í endaðan maí. Bræðurnir voru nánar tiltekið staddir á ströndinni La Zena, sem er í grennd við Torrevieja, þegar at- burðurinn voveiflegi átti sér stað. Engin strandgæsla var á svæð- inu þar sem mesta ferðamanna- tímabilið var ekki hafið og því engar merkingar á ströndinni sem gáfu til kynna að óráðlegt væri að fara í sjó- inn. Slæmt var í sjóinn þennan dag en bræðurnir létu það ekki á sig fá og syntu út til þess að leita að skeri sem þeir höfðu komið auga á fyrr í ferð- inni. Leitin gekk illa og ákvað elsti bróðirinn, Sindri, að synda til baka á undan bræðrum sínum. Þegar hann nálgaðist land heyrði hann hrópað á hjálp. „Sindri sá höfuð koma upp úr sjónum og sá að þetta var karlmaður og spurði hann hvort hann þyrfti hjálp, sem hann játti. Hann var mjög máttfarinn og hélt sér varla á floti sjálfur. Ég held að Sindri hafi séð fram á að það ætti eftir að reynast erfitt að koma manninum í land út af útstreyminu,“ segir Daði Ólafsson. Fleira fólk í sjónum Nokkrum andartökum síðar komu Daði og Einar Gauti Sindra til hjálpar og komu þeir manninum í land í sameiningu, en hann var orðinn blár og kastaði upp sjó. Eiginkona Sindra, Hildur Sólveig Sigurð- ardóttir, sem er sjúkraþjálfari, hringdi eftir sjúkrabíl og hlúði að manninum. Eyjapeyjar bjarga mannslífum í fríinu „Ég hélt að hún væri dáin. Hún hékk með höfuðið fram á bringu, blá í framan og augun alveg opin og stjörf,“ segir Daði Ólafsson, sem ásamt bræðrum sínum tveimur bjargaði tveimur mannslífum á Spáni í maí síðastliðnum. Ólafssynir F.v. Einar Gauti, Daði og Sindri á góðum degi í Herjólfsdal. Ströndin Það var þarna sem björgunaraðgerðir drengjanna fóru fram. Átt þú í vandræðum með að finna svarið við spurningum sem þú hefur velt fyrir þér í lengri eða skemmri tíma? Vísindavefurinn er tæki sem auðvelt er að nota til að finna svarið. Vísindavefur Háskóla Íslands var stofnaður þann 29. janúar árið 2000. Heimasíðan er með allar tegundir vís- inda og fróðleiks á sinni könnu, hvort sem það er stærðfræði eða sálfræði. Mikið af skemmtilegum fróðleik er að finna á síðunni sem og tenglum á aðrar vefsíður í svipuðum dúr. Á Vísindavefnum er hægt að senda inn spurningar um allt milli himins og jarðar og lesa svör við spurningum sem þegar hefur verið svarað. Á þeim ellefu árum sem síðan hefur verið uppi, hefur þar safnast gríðarlega mikið efni og eru því miklar líkur á því að svarið, við spurningunni sem brennur á þér, sé nú þegar að finna á síðunni. Fólkið sem stendur að síðunni hef- ur mikla reynslu og er það allt há- skólamenntað á mismunandi sviðum. Vefurinn tekur að sér fjöldann allan af verkefnum, fyrir einstaklinga, fyr- irtæki og stofnanir, stærri sem smærri, gegn greiðslu en það kostar þó ekkert að senda inn spurningu. Lendi maður í rökræðum við félaga sinn, þá er mjög auðvelt að nota Vís- indavefinn til að skera úr um ágrein- inginn. Fróðleiksfúsir ættu ekki að láta það ógert að heimsækja þessa frábæru vefsíðu, visindavefur.hi.is. Vefsíðan www.visindavefur.hi.is Albert Einstein Eðlisfræðingur sem vissi svör við mörgum spurningum. Skemmtileg fróðleikssíða Nú þegar allt angar af nývöknuðum gróðri og lífið er svona spriklandi kátt eins og það verður á Íslandi þegar sumarið lætur á sér kræla, þá er um að gera fyrir konur þessa lands að draga fram sumarkjólana og leyfa leggjunum að njóta sín. Það gleður alla að sjá föngulegar konur á öllum aldri spranga um á fislétt- um sumarkjólum í sandölum eða háum hælum, og ekki má gleyma að smæla framan í heiminn af öllum lífs og sálar kröftum. Kasta svo bara yfir sig hlýju sjali eða gollu ef snemmsumargjólan fer að kalla fram kuldabólur. Njóta lífsins, það er málið. Endilega... ...skartið sum- arkjólunum Núna um helgina ætlar Víkingahópurinn Rimmugýgur að halda Vorhátíð í Reykholti í Bisk- upstungum. Þetta verður einhvers- konar upphitun fyrir sumarið og þeir munu tjalda víkingatjöldum, setja upp smiðjur og gera margt fleira skemmtilegt, til dæmis sýna gestum og gangandi hvernig lífið gæti hafa gengið fyrir sig á víkingamarkaði fyr- ir þúsund árum. Einnig munu þeir æfa bardagalist og ýmis tilþrif að hætti víkinga. Víkingarnir verða stað- settir við tjaldsvæðið í Reykholti og eru þangað komnir í samvinnu við veitingahúsið Kaffi Klett. Tjald- Rimmugýgur heldur hátíð í sveitinni Víkingar ætla að berjast og smíða um helgina í Tungunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hún svaraði í símann með þessum málrómi,sem hún hafði þróað með sér í gegnum árin ístarfi og var í senn blíður og ákveðinn, ogbað viðmælendur vinsamlegast um að bíða augnablik meðan hún setti símtalið í bið og sló hratt og örugglega á rétta hnappa á símanum til að áframsenda símtalið til þess aðila sem óskað var eftir að ná sambandi við; t.d. sérfræðings sjávarútvegsráðuneytis á sviði haf- réttar í síma 368 eða umsjónarmanns auðlindaskrifstofu sem var í 270 og hún tók spangagleraugun af nefinu og lét þau hanga í keðjunni um hálsinn á sér, sem enn var mjög jafnt sólbrúnn allan hringinn og í samræmi við andlitslitinn, þrátt fyrir að rúmlega mánuður væri liðinn síðan hún kom heim úr páskaferðinni suður á bóginn – að vísu höfðu sólböðin verið einstaklega skilvirk og vel heppnuð í ferðinni, veður himneskt og jafnframt var húð hennar, í kjölfar skipulagðra og kerfisbundinna sólbaða um áratugabil, loks farin að birtast öðrum sem brún per se, sjálfstætt og óháð árstíð eða veðurfari – og hún svaraði símtölum, náði sér í kaffi og brosti og kannski hefði mátt draga þá ályktun að dagurinn í dag væri sérstakur dagur í augum Fanneyjar Davíðsdóttur vegna þess að hún var óaðfinn- anlega klædd og snyrt eins og hún væri ekki í raun staðsett í móttöku ráðuneytisins heldur í leikhúsi á laugardagskvöldi en samstarfsmenn hennar voru vanir því að hún væri glæsileg til fara, sama hvert tilefnið var, og sögðu því ekkert og nálguðust hana með sama hætti og þeir gerðu alltaf og enginn veitti því athygli að Fanney var óvenjulega brosmild í dag og glaðlynd í garð þeirra sem hringdu inn og skartaði ennfremur gullfallegu og dýrmætu armbandi sem hún bar einungis við hátíðleg tilefni og greip utan um með reglulegu millibili, hvort tveggja til að staðfesta fyrir sjálfri sér að það hefði ekki dottið af og einnig til þess að renna fingrunum einu sinni enn yfir óvenjulegt mynstrið á yfirborði þess, vegna þess að þetta var í raun stór dagur í hennar lífi og um kvöldið var hún á leið í glæsilegan kvöldverð á einum af tilkomumestu veitingastöðum borgarinnar sem eig- inmaður hennar ætlaði að bjóða henni á í tilefni af tutt- ugu ára brúðkaupsafmæli þeirra en hún sá enga ástæðu til þess að segja samstarfsmönnum sínum frá áætlunum sínum; hún var ekki ein þeirra sem stöðugt þurftu að básúna og útlista fyrir öðrum óskir sínar, þrár, drauma og daglegt líf og það nægði henni að vita að hún var ham- ingjusöm og hún var viss um að hamingjunnar yrði best notið í þögn og jafnframt gerði hún sér grein fyrir þeim forréttindum sem fólust í því að vera í langvinnu og farsælu hjónabandi sem ennþá, eftir tuttugu ár, var í hennar augum jafnspennandi og -líflegt og það var í upphafi og í raun væri engum greiði gerður með því að áminna fólk um hversu fágætt er að fá að upplifa langtíma-hamingju og – full- nægju með þeim sem maður elskar og upplifa þá tilfinningu, án þess að hún verði klisja, að maður sé í sam- bandi með hinum eina rétta í veröldinni og þess vegna reyndi Fanney að fela bros sitt á meðan hún faxaði eyðublöð til lögfræðisviðs Fiskistofu og hreinsaði vaskinn í kaffihorninu og hlakkaði kannski eða kannski ekki aðeins meira til þess en venjulega að stimpla sig út úr kerfinu í dag. »... og hún tók spangagleraugun af nef-inu og lét þau hanga í keðjunni um hálsinn á sér, sem enn var mjög jafnt sól- brúnn allan hringinn og í samræmi við andlitslitinn ... HeimurHalldórs Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.