Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 11
Bræður Drengirnir skemmtu sér konunglega í fríinu. Hér eru þeir að reyna fyrir sér í bodsía. „Við vorum í þann mund að leggja af stað á barinn þegar það er bankað í mig og Einar Gauta og við látnir vita að það sé fleira fólk í sjón- um. Ég horfi út á sjó og sé að það eru tveir menn að berjast við að koma konu í land u.þ.b. tuttugu metrum frá landi. Við rjúkum af stað til að hjálpa mönnunum, sem voru orðnir mjög þreyttir.“ Daði og Einar Gauti komu síðan konunni í land, en hún var þá orðin meðvitundarlaus. „Ég hélt að hún væri dáin. Hún hékk með höfuðið fram á bringu, blá í framan og augun alveg opin og stjörf. Þá byrjaði að vella froða upp úr henni og við flýttum okkur eins og við gátum með hana í land. Þegar við komum í land tók Hildur á móti konunni ásamt spænskri konu og manni og hjálpuðust þau að við end- urlífgun. Sjúkraflutningamenn komu síðan á staðinn og tóku við af Hildi.“ Eiginmaður konunnar tjáði drengjunum síðar að konan hefði lif- að þetta af og var hann þeim mjög þakklátur. Björgunarafrek Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um björgunarafrek drengjanna, sem og drukknanir á svæðinu, og á vef Costa news og Euro weekly kemur fram að þrír ferðalangar hafi drukknað á sömu slóðum. Bræðurnir þrír eru ekki óvanir sjónum, en þeir hafa allir komið ná- lægt sjómennsku með einum eða öðrum hætti. Daði leggur nú loka- hönd á meistararitgerð sína í sjáv- arútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, Einar Gauti vinnur í fiski og Sindri starfar hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. svæðið er einnig opið öllum tjald- gestum þessa helgi. Má áætla að um 50 víkingar verði á svæðinu. Hefst hátíðin á laugardag og stend- ur fram á seinnipart sunnudags. Víkingarnir í Rimmugýgi hvetja fólk eindregið til að koma á vorhátíðina og skoða víkinga í sínu eðlilega um- hverfi. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Rimmugýgur er félag áhuga- manna um menningu og bardagalist víkinga, sem var stofnað árið 1997. Morgunblaðið/Ómar Kappar Þeir eru sumir hverjir vígalegir víkingarnir en samt bestu skinn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Brúðubíllinn er mörgum börnum afar kær enda hefur hann og dýrin sem honum fylgja verið á flakki á sumrin undanfarin þrjátíu ár. Sýning Brúðubílsins í júní þetta árið heitir „Ævintýri Lilla“ en sýningin í júlí heitir „Sögurnar hans Lilla“. Forsýning verður núna á mánudaginn 6. júní kl. 14:00 í Hallargarðinum en frumsýn- ing Brúðubílsins verður daginn eftir, þriðju- daginn 7. júní kl 14:00 í Árbæjarsafni. Allir eru velkomnir á þessar sýningar sem eru á vegum ÍTR. Handrit og brúður eru eftir Helgu Stef- fensen, brúðustjórnun er í höndum Helgu og Gígju Hólmgeirsdóttur, leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir og bílstjóri og tæknimaður er Atli Rúnar Bender. Brúðubíllinn fer af stað eftir helgi Morgunblaðið/Ernir Kunnuglegar Hér eru persónur úr leikritinu „Ævintýri Lilla“. Brúðubílsfólkið Atli Rúnar, Helga, Sigrún Edda Björnsdóttir og Gígja. Dagskrána má sjá á www.brudubillinn.is eða sumar2011@itr.is Lilli hefur ver- ið með frá upphafi. Ævintýrin bíða Lilla og félaga Rauði kross Íslands býður upp á skyndihjálparnámskeið, sniðin að þörfum einstaklinga og hópa. Mikilvægt er fyrir alla að vera með grunnkunnáttu í skyndihjálp og þekkja merki þess að ein- staklingur sé hjálparþurfi. Endur- lífgunarnámskeið er ætlað öllum þeim sem vilja æfa sig í grunn- atriðum endurlífgunar. Þeim sem sækja námskeiðið er ætlað að öðl- ast færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunnáttu við notkun hjartastuðtækis við endurlífgun. Beita þarf endurlífgun ef um önd- unar- og hjartastopp er að ræða. Ef rétt er staðið að skyndihjálp getur það skilið á milli lífs og og dauða. Þeim sem vilja kynna sér betur námskeið Rauða kross Ís- lands er bent á að skoða heima- síðu félagsins, sem er redcross.is. Einstaklingar geta sent fyrirspurn á central@redcross.is en fyrirtæki og hópar ættu að beina sínum fyr- irspurnum á gulla@redcross.is. Þá er síminn á landsskrifstofu félags- ins 570 4000. Endurlífgunarnámskeið hjá Rauða krossi Íslands SKYNDIHJÁLP Dagskráin 4. júní Kl. 09.00 Bringusundskeppni, 100 m bringusundskeppni barna sem fædd eru árið 1999, vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Byko og Intersport styrkja. Kl. 10.00 Bíla- og mótorhjólasýning, fylgihlutir og tæki. Sjóvá og VÍS styrkja. Kl. 14.00 Bændagangan, keppt verður í bændagöngu í tveimur flokkum, 14-16 ára með tvö 10 kg lóð og 17+ með tvö 20 kg lóð. Límtré-Vírnet styrkir. Kl. 15.00 Kappreiðar, hestaspyrna (stuttar kappreiðar 150-250 m á beinni braut). Flúðasveppir styrkir. Kl. 16.00 Reipitogið, reipitog á milli fyrirtækja á suðurlandi, en keppt verður í 4 og 6 manna liðum. KFC og Góa Linda styrkja. Kl. 18.00 Makalausakeppnin, síðasta keppnisgrein dagsins verður keppni í armbeygjum en keppendur þurfa fyrst að svara nokkrum laufléttum spurningum um heimilishald. Skilyrði til að taka þátt í þessari keppnisgrein er að viðkomandi sé á aldrinum 25-45 ára og sé einhleypur. Hótel Geysir styrkir. Þarna verður að sjálfsögðu sungið og trallað til klukkan 22:00 en þá lýkur formlegri dagskrá. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir keppnirnar, en sem dæmi um vinninga fá þrír karlmenn og þrjár konur hótel- gistingu með kvöldverði og morgunverði á Hótel Geysi í Haukadal og verða þessir 6 einstaklingar þar á sama tíma. Á Hótelinu er náttúrusundlaug, gufubað og heitir pottar. Nóg er af tjaldstæðum og ýmsir gistimöguleikar í boði. Þá má þess geta að á þessum árstíma eru Flúðir orðinn einn ljúfasti helgardvalarstaður landsins enda er náttúrufegurðin þar ótrúleg. Rólegt og þægilegt mannlíf og gott viðmót og kurteisi einkenna íbúa staðarins. Flúðadeild Fordfélagsins stendur fyrir mikilli fjölskylduhátíð á Flúðum laugardaginn 4. júní nk. Verður þetta sannkölluð fjölskylduhelgi og margt að gerast. Allir eru velkomnir og er þetta kjörinn helgardvalarstaður fyrir fjölskyldufólk með börn. Fjölskylduhátíð Fordfélagsins á Flúðum helgina 3.-5. júní 2011 Klipptu út auglýsingun a, svaraðu spurningunu m og skilaðu þeim á sviðið á Flúðum. Vinningshafar fá flott v erðlaun frá Freyju. Hvað eru mörg stöðuvö tn í Hrunamannahrepp i ? Hvað heita þau? Hvert þeirra er dýpst? Eru DJÚPUR að finna í Hrunamannahreppi? Hvar er DJÚPUR að finn a í Hrunamannahreppi ? Hvar heldur NYKURINN sig þegar hann er í Hru namannahreppi? Nafn Heimilisfang Símanúmer Þeir sem vilja skrá sig í þessar keppnisgreinar eða vantar frekari upplýsingar geta sent á netföngin harri@simnet.is og snorrivv@hotmail.com MELAR FLÚÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.