Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Talsmaður Landsbankans vísar full- yrðingum í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, um að tafir hafi orðið á endurskipulagningu skulda fyrirtækja í bankakerfinu meðal ann- ars vegna skorts á sérfræðiþekkingu, algerlega á bug. Talsmaður Arion banka tekur í sama streng og segir að fullyrðingin eigi ekki við um Arion. Í nýjustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann kemur fram býsna hörð gagnrýni á stóru við- skiptabankana. Í kaflanum um end- urskipulagningu útlána er meðal ann- ars fullyrt að „skortur á þekkingu innan fjármálafyrirtækja á endur- skipulagningu skulda fyrirtækja eftir langt uppgangsskeið“ sé ein af meg- inástæðum þess að það mikilvæga ferli hafi gengið jafn hægt og raun ber vitni. Að sögn Kristjáns Krist- jánssonar, talsmanns Landsbankans, eiga forstöðumenn á sviði endur- skipulagningar eigna hjá Landsbank- anum, sem er það svið sem annast skuldsett fyrirtæki, meira en 60 ára reynslu af rekstri og framkvæmda- stjórn fyrirtækja, að ótalinni allri reynslu annarra starfsmanna á svið- inu. Þá sé ekki nefnd banka- og útlán- areynsla starfsmanna, sem sé gríðar- lega mikil. Áhyggjur af áherslunni á lengingu lána Iða Brá Benediktsdóttir, talsmað- ur Arion, segir að fullyrðing Seðla- bankans eigi alls ekki við. Að sögn Iðu hefur bankinn lokið að gera þeim 470 fyrirtækjum sem falla undir „Beinu brautina“ svokölluðu tilboð og er mál- um um 70% þeirra lokið. Búist er við að ljúka málum hinna fyrir lok þriðja ársfjórðungs. Til viðbótar hafi fjöl- mörg fyrirtæki sem ekki falla undir samkomulag Beinu brautarinnar far- ið í gegnum úrlausnarferli bankans. Auk þess að kenna reynsluleysi í ís- lensku viðskiptabönkunum um hæga- gang í úrlausnum á skuldavanda fyr- irtækja er vakin athygli á því í fjármálastöðugleikaskýrslu Seðla- bankans að úrræðin sem bankarnir hafa boðið upp á hafi fyrst og fremst falist í lengingu lána. Sérfræðingar Seðlabankans segja að þetta gæti verið áhyggjuefni þar sem slík endur- skipulagning gagnist því aðeins til lengdar að framtíðartekjur standi undir greiðslubyrðinni. Kristján segir að forsvarsmenn Landsbankans átti sig illa á þessum staðhæfingum sem er að finna í skýrslu SÍ. Sumt virðist vera hreinn misskilningur og annað byggjast á reynsluleysi. Bankar séu allir settir undir einn hatt, án nánari tilgreiningar, en sé þessu beint til Landsbankans, þá sé hann ósammála þeirri gagnrýni sem fram kemur. Landsbanki og Arion vísa gagnrýni Seðlabanka á bug  Seðlabanki segir skorta á þekkingu á úrvinnslu skulda  Bankarnir segjast búa yfir mikilli reynslu Morgunblaðið/Ómar Mótmælt Meint aðgerðaleysi varðandi úrvinnslu skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur verið hitamál. Reynsluleysi og lengingarárátta » Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann segir að reynsluleysi bankamanna af úrvinnslu skuldamála sé meðal annars um að kenna hæga- gang í þeim efnum. » Auk þess er áhersla banka á lengingu lána við úrvinnsluna gagnrýnd. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Flug bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines milli Íslands og Bandaríkjanna er ekki til- raunaverkefni, heldur hefur fyrir- tækið lagt í mikla rannsóknarvinnu og telur að flugleiðin hafi alla burði til að verða ábatasöm fyrir félagið, að sögn Frank Jahangir, markaðs- stjóra Delta í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er eftirspurn meðal Bandaríkjamanna eftir ferðum til Íslands og við erum mjög vel stað- sett til að bjóða þeim upp á ferðir hingað til lands. Við fljúgum til og frá um fimmtíu borgum í Banda- ríkjunum og getum því boðið bandarískum ferðamönnum hvar sem þeir eru staddir upp á tengi- flug til Íslands.“ Jahangir segir Bandaríkja- menn vilja heldur fljúga með bandarískum flugfélögum en er- lendum, ekki síst vegna þess að með því móti geta þeir notað ferða- punkta, sem þeir hafa safnað í innanlandsflugi, í flug erlendis. Ánægður með viðbrögð „Þetta stóra net okkar er ein ástæða þess að við teljum þessa flugleið geta verið arðbæra fyrir okkur. Þá munum við eiga mjög auðvelt með að kynna Ísland fyrir bandarískum ferðamönnum í gegn- um vefsíðu okkar og með öðrum hætti. Margir vilja prófa eitthvað nýtt og óvenjulegt og Ísland er óneitanlega óvenjulegur áfanga- staður. Þá gerum við ráð fyrir því að eftir því sem fleiri bandarískir ferðamenn koma hingað til lands muni þeir mæra Ísland við vini sína og það muni hafa jákvæð keðju- verkandi áhrif.“ Jahangir segist vera mjög ánægður með bókanir hingað til, en gat ekki gefið upp áætlaðar tölur um hve margir bandarískir ferða- menn mundu koma hingað til lands með Delta í sumar. Hann sagðist hins vegar vera mjög ánægður með þróun bókana það sem af er og segir að fjölgun þeirra hafi verið hraðari undir það síðasta. Fyrsta vél Delta lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, fimmtudag, og flaug svo aftur til New York um ell- efuleytið í gær. Delta mun fljúga hingað til lands fimm sinnum í viku fram í byrjun október. Flogið verð- ur í vél sem tekur um 170 farþega og verði þær allar fullbókaðar gætu farþegarnir því orðið um 15.000- 16.000 talsins í mesta lagi í sumar. Er þetta í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem bandarískt flugfélag hefur reglubundið áætlunarflug til Ís- lands. „Ég get ekki fullyrt af hverju bandarísk flugfélög flugu ekki til Íslands á þessu tímabili. Hugsanlega hafa þau verið að ein- beita sér að innanlandsmarkaði, enda var á þeim tíma hægt að græða mjög vel á honum. Nú hefur samkeppni aukist til muna innan Bandaríkjanna, ekki síst eftir til- komu Delta, og við leitum nú tæki- færa annars staðar í heiminum. Við erum sífellt að bæta við áfanga- stöðum hjá okkur og fljúgum til dæmis töluvert til Afríku og Suður- Ameríku auk hefðbundnari áfanga- staða í Evrópu og Asíu.“ Ísland er óvenjulegt Jahangir segir að flugferðir Delta ættu einnig að vera áhuga- verðar fyrir Íslendinga, sem ætla að fljúga áfram innan Bandaríkj- anna eða annars staðar í Amerík- unum tveimur. „Þegar þú flýgur fleiri ferðarleggi með sama flug- félagi er það gjarnan ódýrara og Delta býður upp á flug til margra áfangastaða í Norður- og Suður Ameríku.“ Hann viðurkennir að hann vildi gjarnan að viðbrögð ís- lenskra ferðamanna gætu verið meiri, en segist hafa trú á því að með tíð og tíma muni Íslendingar læra að meta það að fljúga með Delta. Jahangir segir að jákvæð áhrif flugsins fyrir Ísland felist ekki að- eins í fleiri ferðamönnum. „Reynsl- an hefur sýnt að þar sem banda- rísk flugfélög fljúga þangað fylgja bandarískir athafnamenn í kjölfar- ið. Þeir eru eins og aðrir Banda- ríkjamenn að því leyti að þeir kunna best við sig hjá bandarískum flugfélögum. Þegar þeir geta flogið með okkur til Íslands er allt eins líklegt að þeir komi í leit að tæki- færum hér á landi. Þá gerir flug- leiðin að sama skapi íslensku at- hafnafólki það auðveldara að fljúga til Bandaríkjanna í leit að tækifær- um. Áætlunarflug Delta mun því styrkja enn betur viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna.“ Fljúga líka með vörur Flugvélar Delta munu ekki að- eins flytja farþega milli Íslands og Bandaríkjanna. Frá Íslandi munu þær til dæmis flytja ferskar sjávar- afurðir, eldislax og -silung og aðrar útflutningsvörur bæði til Banda- ríkjanna og víðar. Hingað mun Delta flytja neytendavörur, véla- og varahluti, ferska ávexti, græn- meti og fleira. Jahangir segir Delta leggja sig fram í þjónustu við farþega bæði í lofti og á láði. „Sætin í almennu farrými eru leðurklædd með sjón- varpsskjá á sætisbaki og máltíðir og drykkjarföng eru innifalin í miðaverðinu. Þá erum við að breyta Business-Class farrýmum okkar á þá leið að öll sæti verða legusæti, sem mun gera fólki mun auðveldara að hvílast meðan flug- vélin er í loftinu. Til viðbótar við það erum við að byggja núna nýja álmu á John F. Kennedy flugvell- inum í New York og önnur slík verður byggð við alþjóðaflugvöllinn í Atlanta í Georgíu.“ Hann segir að samskipti við ís- lensk stjórnvöld og eftirlitsaðila hafi verið góð og að Delta hafi ekki undan neinu að kvarta í þeim efn- um. Flugleið Delta milli Keflavíkur og New York verður starfrækt fimm daga vikunnar að mánudög- um og þriðjudögum undanskildum. Farþegaþotan sem fer frá Keflavík- urflugvelli kl. 10:50 að morgni lend- ir á Kennedyflugvelli kl. 13:05 að staðartíma. Flogið er frá New York til Íslands klukkan 23:35 að kvöldi að staðartíma og þotan lendir á Keflavíkurvelli kl. 9:20 að morgni að íslenskum tíma. Boeing 757-200 þota Delta tekur 154 farþega í al- mennt farrými og 16 í við- skiptafarrými. Morgunblaðið/Kristinn Flugrekstur Bretinn Frank Jahangir hefur starfað hjá Delta frá árinu 2006, en hann hafði áður unnið um fimmtán ára skeið í ferðaþjónustu. Hafði hann til dæmis unnið að markaðsmálum hjá Virgin Holidays í Bretlandi. Fyrsta bandaríska flugið í 40 ár  Delta Air Lines hefur flug milli Kefla- víkur og New York  Ekki tilraunaflug heldur afrakstur mikilla rannsókna Um fyrirtækið » Delta var stofnað árið 1928 í Monroe í Louisiana í Bandaríkjunum. » Félagið flýgur til 346 áfangastaða í 64 löndum og eru farþegar á ári um 160 millj- ónir talsins. » Tekjur Delta í fyrra námu um 3.650 milljörðum króna og hagnaður nam um 68 millj- örðum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.