Morgunblaðið - 03.06.2011, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.06.2011, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Kínversk stjórnvöld neita því að hafa stolið aðgangs- upplýsingum fólks að tölvupóstsforriti Google. „Tölvu- árásir eru alþjóðlegt mál. Kína er líka fórnarlamb,“ sagði Hong Lei, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína í Peking, í gær. „Hin svokallaða yfirlýsing þess efnis að kínversk stjórnvöld styðji tölvuhakkara í árásum er algjör tilbúningur. Hún þjónar annarlegum tilgangi.“ Sagði hann yfirlýsingu Google óviðunandi. Forsvarsmenn Google segjast ekki vissir um hverjir standi fyrir árásunum, en að þær megi rekja til Jinan, höfuð- borgar Shandong-héraðs. Borgin er tal- in miðstöð tölvuglæpa. Á miðvikudag sögðu þeir að Kínverjar hefðu farið inn í tölvupóst hundraða háttsettra banda- rískra og suðurkóreskra embættismanna og kínverskra andófsmanna. onundur@mbl.is Kínverjar neita ásökunum Google um tölvunjósnir  Segja ásakanir tilkomnar af annarlegum ástæðum Sýkillinn er ný tegund kólígerils Heilbrigðisyfir- völd í Bandaríkj- unum tilkynntu í gær að þrír ein- staklingar þar í landi hefðu að öll- um líkindum sýkst af kólígerli eftir að hafa dval- ist í Þýskalandi. Rúmlega 2.000 manns hafa sýkst af bakteríunni í Þýskalandi síðasta mánuðinn. Átján hafa látist af hennar völdum í Evrópu; sautján í Þýska- landi og einn í Svíþjóð. Talið er að þetta afbrigði bakt- eríunnar sem greinst hefur í mönnum sé nýtt og áður óþekkt. Í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í gær sagði að afbrigðið hefði aldrei greinst áður í kólígerlafaraldri. Ekki er vitað hvaðan bakterían kemur. Yfirvöld í Þýskalandi sögðu upphaflega að bakterían kæmi úr spænskum gúrkum en drógu síðar þær staðhæfingar til baka. Kólí Sjúklingar í sóttkví í Hamborg. Þrír hafa sýkst í Bandaríkjunum FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Fjórir eru látnir eftir að hvirfilbylur gekk yfir borgina Springfield og bæ- inn Monson í Massachusetts-ríki Bandaríkjanna á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hvirfil- bylur gerir þar usla og þessi sá mannskæðasti í að minnsta kosti sextán ár. Í Nýja-Englandi eru hvirfilbyljir sjaldgæfir og fólk óvant þeim. Síðdegis í gær var fjöldi slökkvi- liðsmanna og sjálfboðaliða, auk 1.000 þjóðvarðliða við hreinsunar- og björgunarstörf á svæðinu. Þá hafði verið leitað í um þremur fjórðu húsa á þeim svæðum sem eru verst út- leikin. Það eru tvö íbúðahverfi í Springfield og svo Monson, sem er 9.000 manna bær. Ríkisstjórinn De- val Patrick skoðaði hverfin í gær og sagði að því loknu að hvirfilbylurinn hefði „fullkomlega tortímt“ þeim. Hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misst hefðu heimili sín. Tré í Monson voru í gær beygð og brotin eins og sprek, en sum höfðu rifnað upp með rótum. Þök voru fok- in af sumum húsum en önnur voru hrunin til grunna. Tíu mínútna fyrirvari Alls urðu nítján svæði fyrir skemmdum en verst varð Spring- field úti, þar sem 40 manns slösuðust og 250 eyddu aðfaranótt fimmtudags í neyðarskýlum. Blaðamaður NY Times spurði ríkisstjórann Patrick hvort fólk hefði tímanlega fengið viðvaranir frá yfir- völdum, en hann svaraði því til að veðurstofan hefði gefið viðvörun um leið og hún sá í hvað stefndi. „Veistu hvað sá frestur var langur í Spring- field? Hann var tíu mínútur,“ sagði Patrick. Ekki er víst hvort einn hinna látnu dó beinlínis af völdum skýstrokksins, en sá fékk hjartaáfall. Tvö önnur dauðsföll urðu í vesturhluta Spring- field. Þar á meðal var kona sem bjargaði lífi dóttur sinnar. Hún lagði fimmtán ára gamla dóttur sína ofan í baðkar heimilisins og lagðist svo of- an á hana. Þegar húsið hrundi lést hún en dóttirin lifði af. Tveir á ári að meðaltali Að meðaltali hafa tveir hvirfilbylj- ir gert vart við sig í Massachusetts á ári síðustu sextíu árin. Sá mann- skæðasti í sögunni varð árið 1953, þekktur sem Worcesterbylurinn, en hann varð níutíu og fjórum að bana og yfir þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin mikil  Skæður hvirfilbylur kom íbúum Massachusetts að óvörum  Kona í Springfield fórnaði lífi sínu til að bjarga dóttur sinni Reuters Tjón Íbúi í bænum Monson í Massachusetts hughreystir nágranna sinn á uppstigningardag, en hús þeirra beggja gjöreyðilögðust í hvirfilbylnum. Tollverðir á flugvellinum í Bang- kok í Taílandi fundu í gær 451 skjaldböku og sjö ferskvatns- krókódíla í farangri eins flug- farþegans. Dýrin eru flest í útrým- ingarhættu og er talið að þau hafi átt að selja sem gæludýr. Markaðs- virði þeirra er nálægt 33 þúsund dollurum eða sem nemur um fjór- um milljónum króna. Smyglarinn kom aldrei að sækja farangurinn og slapp því frá lag- anna vörðum, en dýrunum verður aftur komið til síns heima. Taílendingar hindra stórfellt smygl á dýrum Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, umvafði handaband stórveldanna við höllina Villa Doria Pamp- hili í Róm í gær. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, og Dimitri Medvedev, forseti Rússlands, komu til há- tíðahalda í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá samein- ingu Ítalíu. Haldin var hersýning og var Berlusconi í essinu sínu þrátt fyrir að flokkur hans eigi nú undir högg að sækja, eftir tap í sveitarstjórnarkosningum. Reuters 150 ár eru liðin frá sameiningu Ítalíu Stuðningur við sænska konung- dæmið hefur minnkað eftir að Karl Gústaf Svíakonungur veitti frétta- stofunni TT viðtal. Er honum borið á brýn að hafa sótt nektardansstaði og stundað gjálífi. Gerð var 1.500 manna úrtaks- könnun á dögunum í kringum við- talið og sögðust 74% aðspurðra styðja konungdæmið fyrir það, en 68% eftir á. Þetta ætti þó ekki að valda konungi áhyggjum, því hann er aðeins kominn niður í hefð- bundið fylgi krúnunnar undanfarna áratugi. Aftonbladet greindi frá. Minni stuðningur við sænska krúnu Sú sem fyrst uppgötvaði kínverska netsvindlið var Mila Parkour, sem starfar við rekstur tölvukerfa í Washington og er bloggari. Hún lýsti svindlinu á bloggi sínu: Fórnarlambið fær tölvupóst frá eftirlíkingu af kunn- uglegu netfangi. Pósturinn lítur út fyrir að með honum fylgi viðhengi. Þegar fórnarlambið smellir á við- hengið fer það á falsaða innskráningarsíðu sem líkist Go- ogle. Það slær þá inn notandanafn sitt og lykilorð til að skrá sig aftur inn. Parkour taldi svindlið ekki nýtt af nálinni og lét Google því ekki vita af því með öðrum hætti en að skrifa um það á bloggið sitt. Einföld svik sem virka BLOGGARI SÁ STRAX Í GEGNUM SVINDLIÐ Kínverjar ritskoða netið. Stríðið gegn eiturlyfjum hefur mis- tekist með hörmulegum afleiðingum fyrir fólk og samfélög um allan heim. Aðra nálgun en refsingar og her- og lögregluvald þarf til að lágmarka skaðann sem hlýst af notkun þeirra. Þetta er niðurstaða skýrslu sem alþjóðleg nefnd um stefnu í fíkni- efnamálum birti í gær. Í nefndinni eiga sæti margir fyrrverandi leiðtog- ar á borð við Kofi Annan, fyrr- verandi aðalritara SÞ, Paul Volcker fyrrverandi seðlabankastjóra Banda- ríkjanna og þá Fernando Cardoso, Cesar Gaviria og Ernesto Zedillo, fyrrverandi forseta Brasilíu, Kól- umbíu og Mexíkó. Einnig sitja í nefndinni rithöfundar á borð við perúíska nóbelsverðlaunahafann Mario Vargas Llosa. „Fangelsun tuga milljóna manna á síðustu áratugum hefur fyllt fangelsi og lagt líf fólks og fjölskyldur í rúst, en hvorki minnkað framboð ólög- legra efna né skert völd glæpasam- taka,“ segir í skýrslunni. Leiðtogar segja að stríðið gegn eiturlyfjum sé tapað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.