Morgunblaðið - 03.06.2011, Page 14

Morgunblaðið - 03.06.2011, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rosabauguryfir Íslandi,bók Björns Bjarnasonar, hefur vakið mikla athygli. Margt kemur til. Þótt bókin sé skrif- uð af hófsemd og höfundurinn forðist að geta í eyður eða gefa sér nið- urstöður er hún á köflum reyf- arakennd. Því ræður efnið, en ekki endilega að reyfarar komi mjög við sögu. Læsilegar upplýs- ingar í skýrri framsetningu mynda heillegan söguþráð, svo að lesandinn getur sjálfur dregið sínar ályktanir, án þrýstings af höfundarins hálfu. Fjölmiðlaveldi risasamsteyp- unnar Baugs og ótrúlegustu fylgihnettir þess höfðu mikinn áróðursmátt og umræðunni var vendilega stjórnað. Því verður ekki lengur neitað. Launaðir álitsgjafar höfðu sig mjög í frammi, og einnig hinir sem sáu pólitíska eða fjárhagslega hags- muni í að stökkva um borð í þá hraðlest sem virtist vera á góðri leið með að leggja alla teina undir sín hjól á Íslandi og láta finna fyrir sér svo um munaði utan landsteinanna. Bókarhöfund- urinn dregur ekki ályktanir af framangreindu tagi og virðist beinlínis forðast afgerandi dóma af sinni hálfu. En lesandinn, sem fikrar sig furðulostinn og undr- andi eftir sögu Baugsmálsins, getur dregið sínar ályktanir. Björn Bjarnason hefur sagt frá því að þegar hann sýndi útgef- anda einum handrit að bókinni hafi sá sagt að gjarnan mættu vera mergj- aðri upplýsingar um það sem „gerðist á bak við tjöldin“. Áróðurinn, líka hjá þeim sem þykjast hafa yfirbragð hlut- leysis, hefur nefnilega gengið út á að Baugsmálið hafi ekki átt rót í kæru einstaklings til lögreglu- yfirvalda, heldur hafi „tvær klík- ur“, jafnsekar, tekist á um völdin í þjóðfélaginu og því hljóti mikið baktjaldamakk að hafa átt sér stað á æðstu stöðum hins op- inbera. En Björn kunni ekki frá neinu slíku að segja. Lengi klöppuðu ólíklegustu menn þó slíkan stein og einstaka ómerk- ingur er enn að. En þeim fer ört fækkandi, og þó gengur enn hraðar á trúverðugleika þeirra. Andrés Magnússon segir í dómi að í bók Björns megi finna á ein- um stað „ótal heimildir um op- inbera umræðu, þar sem margir létu glepjast, aðrir vildu glepjast og sumir höfðu þann starfa að glepja. Bókin er ómetanleg öllum þeim vilja skilja íslenskt sam- félag á dögum bólunnar miklu, þann ofmetnað og ofstopa, sem átti drjúgan þátt í hruninu og gerði það miklu verra en ella. Hún er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslensk þjóðmál, stjórnmál og ekki síst fjölmiðla“. Þarna er ekkert ofsagt. Moldviðrið er að ganga niður og því sjá menn loks vel til að lesa bók eins og Rosabaug} Geislandi Rosabaugur Í umræðum umskýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna, sem fram fóru á Alþingi í fyrradag, ræddi Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þær afskriftir sem verið hefðu á skuldum sem færðar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju og sagði svo: „Skýrslan verður ekki skilin öðruvísi en svo að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði ákveðið að láta þessi miklu afsláttarkjör renna til íslenskra heimila og fyrirtækja. Hefði sú ákvörðun fengið að standa hefði hún leitt til þess að stjórnvöldum hefði verið mögulegt að ráðast í leiðréttingar og niðurfærslur á stökkbreyttum skuldum heim- ilanna og fyrirtækjanna í land- inu.“ Þingmaðurinn rakti svo þá stefnubreytingu núverandi rík- isstjórnar að ganga til samninga við erlenda kröfuhafa sem hafi falið í sér að afskriftirnar rynnu í þeirra vasa, og bætti við: „Stefnubreytingu ríkis- stjórnarinnar um endurreisn viðskiptabankanna verður ekki lýst öðruvísi en sem tilræði við almenning í þessu landi. Með því að láta afskriftir á skuldabréfa- söfnunum renna til erlendra kröfuhafa gerðist ríkisstjórnin sek um að bregðast almenningi og heimilum landsins og bregðast íslensk- um fyrirtækjum. Í stað þess að standa vörð um hagsmuni sinnar eigin þjóðar sló ríkisstjórnin upp skjaldborg. En ekki skjaldborg um heimilin í landinu heldur skjaldborg um erlenda vogunar- sjóði og erlenda spákaupmenn. Eftir sitja hins vegar íslensk fyr- irtæki og íslensk heimili í sárum. Að mínu mati staðfestir þessi svarta skýrsla að ráðherrar í rík- isstjórn Íslands hafa gerst sekir um alvarleg afglöp í sínum störf- um og hagsmunagæslu fyrir al- menning í landinu.“ Sigurður Kári sagði fram- göngu fjármálaráðherra og for- sætisráðherra hljóta að hafa af- leiðingar, „ekki síst í ljósi þess að nú standa yfir réttarhöld fyrir landsdómi yfir fyrrverandi hæstvirtum forsætisráðherra“. Fjármálaráðherra svaraði ekki spurningum þingmannsins um það hvernig hann hygðist axla ábyrgð á hinum alvarlegu mistökum. Forsætisráðherra svaraði ekki heldur, enda lét hún ekki svo lítið að vera viðstödd umræðuna. Ríkisstjórnin sló skjaldborg um er- lenda vogunarsjóði og spákaupmenn} „Tilræði við almenning“ G rátlegt er hve lítið hefur gerst í geimferðum frá því að Arm- strong, Aldrin og félagar stigu fyrstir manna fæti á tunglið árið 1969. Vissulega hafa miklar framfarir orðið í samskiptum með tilkomu gervihnatta og ekki er hægt að neita því að Bandaríkjamenn og Rússar hafa haldið úti geimstöðvum, þótt til- gangur þeirra sé illskiljanlegur. Það sem ekki hefur gerst er bygging geimstöðvar á yfirborði tunglsins eða mönnuð ferð til Mars. Stjarnfræðilegum fjárhæðum hefur verið varið í ferðir út fyrir gufuhvolfið til að gera við og við- halda geimstöðvum, gervihnöttum og sjón- aukum. Geimfararnir, sem fyrir nokkrum áratugum voru sannar hetjur og land- könnuðir, eru því lítið annað en rándýrir rafvirkjar. Margt vísindalega þenkjandi fólk varð sorgmætt þegar greint var frá því að geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlaði að hætta að senda geimskutlur út í geim. Geimskutlan er stórmerki- legur gripur og á skilinn þann sess sem hún mun án efa fá í sögu geimferða. Það var hins vegar kominn tími til að leggja henni og í raun kominn tími til að leggja NASA sömuleiðis. Ef til vill var nauðsynlegt að hafa risastóra ríkisstofnun til að koma mönnum á tunglið eins fljótt og raun varð á, en við þurfum ekki ríkið til að senda fólk út í geiminn lengur. Fleiri en eitt og fleiri en tvö einkafyr- irtæki eru nú langt komin með að geta sent einstaklinga út fyrir gufuhvolfið og þá er þess ekki lengi að bíða að þessi sömu fyrirtæki eða einhver önnur geti með mun ódýrari hætti sinnt viðhaldi á þeim búnaði sem nú þegar er úti í geimnum. En þetta allt snýst – að mínu mati að minnsta kosti – um mikilvægari hluti en nöldur um það hvort NASA hafi verið komin til ára sinna eða ekki. Ég tel að framtíð okkar sem tegundar sé háð því að við getum dreift okkur til fleiri heima. Að menn búi í framtíðinni ekki aðeins á jörðinni einni. Líkurnar á því að eitt stórslys, hvort sem um er að ræða halastjörnu eða veirusýkingu, út- rými mannkyninu eru ekki miklar, en þær eru þó einhverjar. Afleiðingarnar af slíku slysi eru svo alvarlegar að óskynsamlegt væri að útiloka þær með öllu. Með því að búa svo um hnútana að menn búi á öðrum hnöttum en jörðinni er hægt að minnka líkur á því að mannkynið hverfi af slysför- um. En geimferðir til annarra hnatta skipta líka máli fyrir mannsandann. Við þurfum að finna reglulega ný lönd og ný tækifæri og það væri sorglegur endir á sögu mannkyns ef henni lyki á sama stað og hún byrjaði. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Þangað sem enginn hefur áður komið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is T akist kaffiframleiðendum að fá hvern einasta Kín- verja til að drekka kaffi – og þá ekki nema einn bolla fjórða hvern dag, til hátíðabrigða – er orðinn til jafn stór markaður og í Bandaríkjunum. Taki þrír af hverjum tíu Kínverjum hins vegar upp á því að drekka einn kaffi- bolla daglega er markaðurinn orðinn jafn stór og vestanhafs og skiptir þá engu þótt allir hinir, tæpur millj- arður Kínverja, haldi sig áfram við grænt te. Þessi tölfræði, sem er unnin upp úr gögnum kaffifyrirtækisins SPR Coff- ee, útskýrir í fáum orðum hvers vegna sívaxandi eftirspurn eftir hrá- efnisvörum í þessu fjölmennasta ríki heims hefur orðið svo víðtæk áhrif. Iðnframleiðsla knúin af ódýru vinnuafli og útflutningur drifinn áfram af veiku gengi júansins hefur lyft tugum, ef ekki hundruðum millj- óna Kínverja upp úr fátækt. Sú spurning vaknar því hvort Vesturlandabúar – og þá Íslendingar meðtaldir – séu að sigla inn í framtíð þar sem búast megi við því að verð á hrávörum verði hátt vegna sam- keppni frá neytendum í Asíu og öðr- um heimshlutum þar sem hundruð milljóna eru að komast í álnir. Breytt staða Vesturlanda Inntur eftir þessu svarar Jón Orm- ur Halldórsson, einn helsti sérfræð- ingur Íslands í hagsögu Asíu, því til að allt bendi til þess að dagar ódýrra matvæla séu að baki. „Ég held að þetta sé áhyggjuefni hjá mörgum. Við erum að koma úr tímaskeiði þar sem matur hefur verið alveg einstaklega ódýr í sögulegu samhengi. Sífellt minnkandi hlutur af tekjum almennings hefur farið í mat. Nú þykir mér ekki ólíklegt að sú þró- un sé að snúast við. Kaupmáttur á Vesturlöndum hef- ur vaxið mjög mikið á síðustu áratug- um út af tiltölulega lækkandi hrá- efnaverði og enn frekar vegna lækkandi verðs á iðnframleiðslu. Nú fer launakostnaður hjá ríkjum eins og Kína hins vegar hratt vax- andi. Stórfyrirtæki geta ekki flutt alla framleiðsluna hvert sem er þar sem launakostnaður er lægri, enda þurfa þau að hafa aðgang að til- tölulega vel þjálfuðu vinnuafli. Það er takmörkunum háð hversu langt er hægt að ganga í því að lækka laun því þau fara hækkandi út um alla Asíu og mest í Kína. Þar hefur launaverðbólga verið á bilinu 10-20% um nokkurra ára skeið. Ég hygg að áhrif Kínverja á þróun matvælaverðs í heiminum snúist fyrst og fremst um þá staðreynd að samsetning á fæðunni er önnur en hún var. Þeir borða orðið mun meira af kjöti og framleiðsla á því krefst fóðurframleiðslu,“ segir Jón Ormur. En eins og norski sérfræðingurinn Christian Smedshaug benti á í sam- tali við Morgunblaðið um áramótin hefur birgðastaða á korni farið minnkandi á síðustu misserum. Spá tvöföldun á matarverðinu Enginn skortur er á hamfaraspám þegar þróun matarverðs er annars vegar og má nefna að í vikunni lögðu baráttusamtökin Oxfam fram þá spá að verðið muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Eru skýringarnar meðal ann- ars sagðar stöðug mannfjölgun og spár um hlýnandi loftslag. Spurður um slíkar spár bendir Marteinn Magnússon, markaðsstjóri hjá innflutningsfyrirtækinu Eggerti Kristjánssyni, á að grípa megi til ým- issa úrræða, eins og að taka gamalt ræktarland í notkun á ný, til að vega á móti skorti á framboði. Einnig geti ný svæði opnast til ræktunar, svo sem í norðri, vegna breytts loftslags. Þá bendir Marteinn á að hrakspár um þróun matvælaframleiðslu geti reynst vatn á myllu spákaupmanna. Margir hafi orðið hag af því að veðja á að matvörur hækki frekar í verði. Ísland á nýjum stað í hagkerfi heimsins Reuters Skrælnuð jörð Bátur liggur í þurrum árfarvegi í borginni Honghu í Hubei- héraði. Kínverjar hafa þungar áhyggjur af áhrifum þurrka á matarverð. Marteinn Magnússon, markaðs- stjóri hjá innflutningsfyrirtæk- inu Eggerti Kristjánssyni, fylg- ist daglega með verðbreyt- ingum á hráefnisvörum. Hann fylgist líka með breytingum á gengi íslensku krónunnar og telur að veiking hennar það sem af er ári hafi jafnvel meira að segja um matarverðið en þróun á heimsmörkuðum undanfarið. Marteinn tekur evruna sem dæmi og hvernig gengi hennar hafi verið 153,8 krónur á nýárs- dag. Nú, fimm mánuðum síðar, kosti ein evra 165,1 krónu. Þar sé á ferð veiking upp á 7,35% sem fari út í matarverðið. Veikt gengi, dýrari matur ÞÁTTUR KRÓNUNNAR Innkaup Á kjötmarkaði í Peking.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.