Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Leifur ÖlverGuðjónsson fæddist í Stafnesi 2. ágúst 1939. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 26. maí 2011. Foreldrar hans voru Gróa Stefanía Guðjónsdóttir, f. 30. mars 1907 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 12. ágúst 1987, og Guðjón Eyleifsson, f. 20. mars 1900 á Glaumbæ í Stafnesi, d. 16. september 1957. Systkini Leifs Ölvers eru Jón Ben Guð- jónsson, f. 9. maí 1936. Þorbjörg Aldís Guðjónsdóttir, f. 15. októ- ber 1942, maki Gunnar Birgir Harðarson, f. 28. febrúar 1945, d. 11. apríl 2000, þau skildu, börn þeirra Allen Jón Gunn- arsson, f. 5. nóvember 1967, Katheryn Stefanía, f. 17. júní 1969. Margrét Lóa Guðjóns- dóttir, f. 5. mars 1949, maki Gísli Hermannsson, f. 13. októ- ber 1946, börn þeirra eru Guðjón Gísli Gíslason, f. 3. júní 1966, maki Guðmunda Þór- isdóttir, f. 17. júlí 1966, börn þeirra eru Þórir, Bárður Gísli og Margrét Lóa, Stefanía Rós, f. 19. mars 1969, hennar dóttir Sunna Ösp, Björk Ína Gísladóttir, f. 8. nóvember 1973, maki Gísli Kr. Ísleifsson, börn þeirra Hrannar Logi, Elma Dröfn, Maren Rún og Ölver Ben, Árni Snær, f. 2. júlí 1975, sonur Dagur Númi, Hermann Fannar Gíslason, f. 6. febrúar 1981, maki Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 20. febrúar 1981, dóttir þeirra Lára Margrét, Ívar Örn Gísla- son, f. 12. ágúst 1985. Leifur Ölver stundaði sjó- mennsku lengst af. Útför hans fer fram frá Hvalsneskirkju í dag, 3. júní 2011, kl. 13. Nú er erfiðri baráttu lokið, margs að minnast og mikils að sakna. Ölli frændi er farinn og mikið skarð myndað. Ég hef aldrei getað hugsað Safnes án hans þar. Ég man ekki annað en að Ölli hafi verið í mínu lífi. Enda var hann alltaf til staðar og alltaf tilbúinn til að redda manni. Alltaf gat ég stólað á frænda og alltaf var hann snöggur að fara út í skúr og redda málunum. Hann var glettinn, oft með sposkan svip á vörum og í augum. Hann passaði okkur systkinin oft ásamt ömmu. Hann gerði í því að segja „komdu til afa“. Þar sem við vissum að hann var ekki afi þá fannst manni það skrítið. Svo kom stríðnin upp í honum. Um leið og við kölluðum hann afa, þá sagði hann „ég er ekki afi þinn“ svo gretti hann sig framan í okk- ur og skaut tönnunum út hægri vinstri. Ég var ansi dugleg að hanga á honum og lét hann ekki í friði. Sennilega hefur friðurinn ekki verið mikill þar sem við vor- um allar helgar í sveitinni. Eitt skiptið tók hann lætin í mér upp á segulbandsspólu. Ég ætti ekki að viðurkenna það en ég öskraði út í eitt alla spóluna. Svo varð ég eldri og var auðsjáanlega ekki að gegna því sem mér var sagt og þá bauð hann mér stundum að hlusta á bévítans spóluna og fannst það auðsjáanlega fyndið, því ég fékk oft þetta svar með glotti á vör „má bjóða þér að hlusta á spóluna, hún er inni í herbergi“. Já húmorinn var í góðu lagi. Einn af uppáhalds bílunum hans var hvítur bens. Ég fékk eitt skiptið far með honum í sveitina í þessum líka fína bíl sem var mikið búið að rúnta á. Þá var ég sennilega um 11 ára gömul. Þegar við vorum alveg að koma í Sandgerði þá hikstaði bíllinn og hökti og við út í kanti í grenjandi rigningu. Það fyrsta sem Ölli sagði við mig var „ertu búin að eyðileggja bílinn, stelpa“. Svo glotti hann. Bíllinn fór inn í skúr en fór aldrei aftur í gang. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt hann segja; þarna er bíllinn sem þú skemmdir og svo glotti hann. Það var ekki nóg með að ég héngi bókstaflega á honum, ég hamaðist líka endalaust í honum. Mér fannst ekkert skemmtilegra og fyndnara á þessum árum en að fá hann til að taka út úr sér tennurnar og segja „þorskhaus“. Húmorinn kannski á lágu plani hjá mér en ég hló jafnmikið að þessu fyrir nokkrum árum þegar hann endurtók leikinn við dóttur mína. Talandi um þolinmæði og vilja. Þegar ég var hætt að ham- ast í honum þá tók dóttir mín við, þau skipti sem hún var í sveit- inni. Án þess að spyrja hljóp hún yfir til Ölla og dró hann með sér í göngutúr í öllum veðrum og hann lét það alltaf eftir henni. Hann viðurkenndi ekki fyrr en nýlega að hún hefði komið á ókristileg- um tíma. Hver mætir fyrir kl. 7 á morgnana í heimsókn! Kæri frændi, nú á ég á eftir að sakna þessa að heyra „ert þetta þú, telpan mín“. Hvíldu í friði og takk fyrir að vera í mínu lífi. Stefanía Rós. Elsku Ölli minn, mikið sakna ég þín. Ég er enn að meðtaka það að ég muni ekki sjá þig og heyra í þér oftar í þessu lífi. En þú ert nú kominn á góðan og fallegan stað, þar sem amma og afi taka á móti þér. Alltaf var gaman að koma í sveitina til þín og Benna, sitja við edhúsborðið, líta í blöðin yfir kaffibolla og spjalla um daginn og veginn, hlæja og gera grín. Al- veg frá því ég man eftir mér hef- ur þú verið mér góður, enda kall- aði ég þig afa fram eftir öllum aldri og svo tóku börnin mín við af mér. Ég vil bara kveðja þig í bili og allt sem við áttum saman, allar minningar okkar geymi ég vel í hjarta mínu. Yndislegur, góður og hjartahlýr eru orðin sem lýsa þér best. Hvíl þú í friði, elsku frændi minn. Ástarkveðja með knúsi og kossum. Björk Ína. Standandi innan um hestana okkar, strjúkandi „stórum“ höndum um makkann á þeim, spjallandi við þá, þannig sé ég hann Ölla fyrir mér. Sjómanninn Ölla sem bjó við hafið undir brimrótinu við fallega vitann. Í sveitinni vinnandi í skúrnum sínum, alltaf tilbúinn til þess að aðstoða fólk sem var með bilaða bíla, sjóða púströr eða vinna í vél- um, skipta um bremsuklossa eða hvað það var. Í skúrnum var hann á heimavelli. Hann skildi ekki hvers vegna í ósköpunum það vafðist svona fyrir læknum að laga í honum pípulagnirnar. Hvers vegna ekki væri hægt að skipta um, smyrja eða sjóða saman einhver rör til þess að þau virkuðu eins og þau áttu að gera. „Krabbinn“, hann myndi fjúka burtu með vindin- um, sagði hann. Þolinmæðin gagnvart allskyns vitleysisgangi ómótaðs ungs manns í ferðalagi þeirra saman á sólarströndu. Börnin voru að honum hænd, enda ekki skrýtið þar sem hann hafði óbilandi þolinmæði gagn- vart þeim. Systrabörnin og börn þeirra voru börnin í lífi hans. Það eru til ótal myndir af þeim sitj- andi í kjöltunni eða hangandi um hálsinn á honum sem eru okkur öllum fjársjóður í dag. Með glettnisblik í augum stríddi hann hjúkkunum á 12G sem önnuðust hann af alúð í marga mánuði meðan hann barð- ist við hvert áfallið á fætur öðru. Hjá þeim fann hann öryggi. Þeg- ar hann fékk vondar fréttir, sagði hann: „Já, já, við tökum þessu eins og hverju öðru hundsbiti.“ Þetta er bara nýtt verkefni til að leysa. Með æðruleysi, glettni, já- kvæðni, bjartsýni og léttri lund lagði hann í hverja orrustuna á fætur annarri. Gangandi eftir sjúkraganginum fram og til baka, hann ætlaði heim, átti eftir að skila af sér einum bíl nefni- lega. Kannski var Ölla komið á „óvart“ með því að vera vakinn af ástvinum í öðrum heimi. Kannski getur hann farið með okkur „í anda“ í húsið hans og tengdamömmu til Flórída eins og við ætluðum okkur að gera þegar hausta tekur … hver veit! En eitt er alveg öruggt, að hans verður sárt saknað. Guðmunda og Guðjón. Ölli frændi hefur yfirgefið sviðið. Hann barðist eins og hetja við banvænan sjúkdóminn en varð að lúta í lægra haldi að lokum. Hann var meira og minna á sjúkrahúsi síðustu mánuðina. Það kom ekki í veg fyrir að hann lyfti lóðum framan af til að halda sér í formi því hann ætlaði heim. Fyrir fáeinum vikum vann hann systur sína í „sjómann“! Hann keypti sér líka tölvu í fyrsta sinn og fór að fylgjast betur með net- heimum. Hann skoðaði fréttasíð- urnar og skráði sig á Facebook. Þegar við vorum að alast upp í Stafneshverfinu um og upp úr miðri öldinni voru auðvitað engin þannig samskipti en því meiri nánd á annan hátt. Í hverfinu voru fjórir bæir og skari af krökkum á ýmsum aldri sem hélt vel saman. Feður okkar, bræð- urnir Guðjón og Eiríkur, bjuggu á tveimur þessara bæja A-Staf- nesi og Nýlendu. Guðjón fell frá á besta aldri þegar Ölli var aðeins 18 ára. Benni, eldri bróðirinn, var 21 árs. Það má geta sér til um hvílík breyting hafi þá orðið á lífi bræðranna sem tóku við bú- skapnum með móður sinni. Kúabúskapur var á öllum bæj- unum auk garðræktar og líklega ekki miklu frelsi fyrir að fara hjá ungu mönnunum. En jafnlyndið, glaðlyndið og hæverskan var Ölla í blóð borin. Barngóður var hann með af- brigðum. Við nutum þess sem börn og unglingar, fyrst við eldri systurnar, ég Silla, Magga heitin, síðar Bjössi bróðir, svo Dúna, Lillý og að lokum Dabbý. En frændi var stríðinn. Þegar við suðuðum í honum og vildum fá hann til að skutla okkur á rúntinn og annað byrjaði ákveðið ferli. Fyrst var hummað og svo skyldi málið skoðað. Þetta gekk svona fram eftir kvöldi og þegar við vorum að því komnar að gefast upp stóð hann fyrir framan okk- ur uppáklæddur og sagði: Hvað, eruð þið ekki tilbúnar? Systir hans Maddý var með okkur í eldri (fyrri) hópnum. Síðar þegar við urðum fullorð- in og fórum að koma í heimsóknir með börnin okkar og síðar barna- börn var þeim tekið með sömu hlýjunni. Þau fengu að atast í honum og muna þegar hann lyfti þeim upp með annarri hendi eins og yngri systkinunum. Það er hægt að segja með sanni að bragð er að þá barnið finnur. Þau fundu öll fyrir gæðunum hjá Ölla. Hvíl í friði elsku frændi. F.h. systkinanna frá Nýlendu, Sigurbjörg Eiríksdóttir. Leifur Ölver Guðjónsson ✝ Kjartan Sig-urðsson fædd- ist í Keflavík 15. mars 1931. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 29. maí 2011. Foreldrar Kjart- ans voru Sigurður Sigurðsson, f. 13.6. 1895 í Keflavík, d. 21.2. 1984, vélstjóri og Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 22.10. 1897, d. 8.1. 1980 frá Vatnahjáleigu í Landeyjum, Rang., húsmóðir. Systkini Kjartans eru: Ólöf Lilja, f. 14.7. 1921, d. 26.5. 2007. Marteinn Brynjólfur, f. 24.7. 1923. Guð- rún Sigríður, f. 28.4. 1925, d. 18.6. 2004. María, f. 14.9. 1926, d. 2.2. 1927. Friðrik Hafsteinn, f. 27.4. 1929, d. 25.6. 1993. Ósk Sigurrós, f. 2.2. 1920, d. 5.8. 1978. Kjartan kvæntist 25.12. 1958 Erlu Sigurjónsdóttur, f. 2.8. 1932, frá Skipalóni, húsmóður, dóttur Sigurjóns Kristinssonar frá Hofsósi, f. 15.10. 1904, d. Arnór og Berta. Áður átti Erla Þorbjörgu Eddu Guðmunds- dóttur, f. 3.8. 1952, gift Sigurði Berndsen. Þeirra börn eru: Guðmundur Frank, Jóhann Ell- ert, Sigurður og 3 barnabörn. Kjartan var ungur þegar hann byrjaði að stunda sjóinn .Fljótlega tók hann vélstjóra-, skipstjóra- og stýrimannarétt- indi. Alla tíð átti hann í erf- iðleikum með lesblindu en lét það ekki stoppa sig. Kjartan átti hlut í 81 lesta eikarbát, Binna í Gröf, í 11 ár frá 1977. Hann sá um vélstjórnun. Árið 1989 lét Kjartan smíða fyrir sig 9 lesta bát, Jaspis KE 227, þetta reyndist hið mesta hap- pafley. Kjartan átti hann til 2004, en þá fékk hann sér minni bát, 6 tonna, og sá hét líka Jaspis, og reri á honum til 2007. Þau hjónin byrjuðu búskap að Austurgötu 19 í Keflavík hjá foreldrum Kjartans, síðan keyptu þau íbúð á Sóltúni 7 í Keflavík. Fljótlega byggðu þau sér einbýlishús á Háaleiti 27 í Keflavík, þar átti fjölskyldan hamingjusöm og góð ár, einnig áttu þau bústað í Grímsnesi sem öll fjölskyldan naut góðs af. Útför Kjartans fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. 27.12. 1959, bónda á Skipalóni í Eyja- firði og konu hans, Margrétar Rögnu Þorsteinsdóttur frá Skipalóni, f. 28.10. 1898, d. 28.12. 1980, húsmóður. Börn Kjartans og Erlu eru: Sigurjón, f. 3.5. 1959, kona hans er Gerður Ey- rún Sigurðardóttir, þeirra börn eru: Erla og Fann- ar Ingi. Margrét Ragna, f. 24.7. 1960, gift Pétri Valdimarssyni, þeirra börn eru: Valdimar Már, Ásdís Erla og Katrín Lilja. Haf- dís, f. 18.9. 1961, gift Árna Heiðari Árnasyni. Þeirra börn eru Una og Tómas, fyrir átti Árni Heiðar; Ásu Björgu og Kristin Erling. Sif, f. 13.8. 1965, gift Hauki Heiðari Haukssyni, þeirra börn og barnabarn eru: Styrmir Ingi, Kjartan Ernir, Ragnar Heiðar, Iða Hrund , Guðni Berg og óskírður Styrm- isson. Lilja Guðrún, f. 19.5. 1968, gift Svani Þorsteinssyni, þeirra börn eru: Tinna Rún, Elsku tengdapabbi, komið er að kveðjustund. Takk fyrir all- ar samverustundirnar. Þú varst góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi. Mér fannst ég vera ein af dætrum þínum. Ég á þér svo margt að þakka að ég kem ekki orðum að því öllu. Alltaf varst þú tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hafðu kæra þökk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Gerður Eyrún (Rúna). Til afa. Elskulegi afi minn, söknuð í hjarta mínu ég finn. Þú varst yndislegur, hress og klár, og hugsunin um þig framkallar tár. Þú ávallt varst svo léttur í lund, hafðir áhuga á því að ég æfði sund. Bros þitt var aldrei langt í burtu, og þú hjálpaðir alltaf þeim sem þurftu. Nú uppi þú á himni situr, og fylgist með okkur ávallt vitur. Okkur öllum sem elska þig heitt, og ekki dauðinn fær því breytt. Erla. Þakkir. Elsku afi: Takk fyrir að vera kærleiks- ríkur. Takk fyrir að taka alltaf vel á móti mér. Takk fyrir að vera skemmti- legur og lífsglaður. Takk fyrir að hafa áhuga á samræðum okkar. Takk fyrir að vera alltaf svona glaður. Takk fyrir að vera afi minn. Fannar Ingi. Elsku afi. Alltaf var gaman að koma til ykkar ömmu í Keflavík. Margar ógleymanlegar stundir áttum við. Það var alltaf eitthvað spennandi að gerast hjá þér í bílskúrnum og þú leyfðir okkur að skoða og prófa smíðadótið, en þú varst alltaf með eitthvað í vinnu. Svo var það sundlaugin í garðinum, mörg sundtök voru tekin þar og hláturinn ómaði. Alltaf á sjómannadeginum var farið í spennandi siglingu á Jaspis út á sjó og sjórinn látinn skvettast yfir okkur krakkana. Við varðveitum minningu þína í hjarta okkar, elsku afi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Valdimar Már, Ásdís Erla og Katrín Lilja. Elsku afi okkar. Nú vitum við að þú hvílist og að þér líður vel. Þú áttir gott líf með ömmu, þið gáfuð okkur yndislega móður og voruð dug- leg að ferðast um heiminn og þá fengum við oft fallega minjagripi frá ykkur. Við gleymum aldrei hvað það var gott að fara til ykkar ömmu, fá að sofa í vatnsrúm- inu, leika okkur í stóru sund- lauginni og vinna með þér í vinnuskúrnum. Þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni, á sjónum eða að smíða og brasa eitthvað, t.d. með pabba og okkur. Þú og Arnór voruð oft saman í bíl- skúrnum að gera við hjól eða að smíða. Einu sinni hjálpaðir þú Arnóri og Tómasi frænda að smíða kassabíl sem var mjög vinsæll hjá krökkunum. Ég man þegar ég, Tinna, fór með þér og pabba á sjó í einn dag á gamla Jaspis. Ég varð svo sjóveik og við veiddum bara einhverja svartfugla. Það var samt agalega spennandi að hafa farið á sjó. Í einni af mörgum siglingum á Jaspis þegar barnabörnin þín fengu að fara með, fékk Berta að senda sitt fyrsta flöskuskeyti út á sjó og að stýra bátnum. Bertu fannst alltaf gaman að fara með ykkur ömmu upp í bústað, þá var allt- af verið að vinna eitthvað, smíða og gera bústaðinn fínan. Þá var Berta aðstoðarkonan þín á meðan amma var inni að baka. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín og við lofum að hugsa vel um ömmu og hjálpa henni með nýja húsið og gera það notalegt. Tinna Rún, Arnór og Berta. Við viljum minnast hans afa Kjartans sem nú er nýlátinn. Óteljandi góðar stundir áttum við með afa. Hann hafði mjög gaman af að horfa á fótbolta í sjónvarpinu og eftir að hann hætti að vinna vildi hann ekki missa af leik. Oft skruppum við á Háaleitið bara til að geta horft á leik með honum, hann gat spjallað enda- laust um boltann. Þó afi væri sjómaður var hann líka góður smiður og eyddi löngum stund- um í bílskúrnum við smíðar. Þá gátum við barnabörnin fengið að dunda þar og jafnvel búa til jólagjafir úr spýtuafgöngum. Hann var líka mjög duglegur að gera við hjólin okkar og fleira sem vildi bila. Við dvöldum oft saman í sumarbústaðnum með ömmu og afa, sérstaklega er við vorum yngri. Svo má ekki gleyma sundlauginni í garðinum hjá þeim hún var oft troðfull af börnum og amma og afi alltaf jafn þolinmóð. Á sjómannadaginn fór hann með okkur krakkana í stutta siglingu á bátnum sínum Jaspis og aldrei höfum við eytt gaml- árskvöldi án ykkar ömmu og afa. Við söknum afa en vitum að hann er nú á betri stað og laus við erfið veikindi. Við biðjum guð að styrkja ömmu á erfiðum tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Una og Tómas . Kjartan Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.