Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Stefán Frí-mann Jónsson múrarameistari fæddist í Neskaup- stað 5. apríl 1938. Hann lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 27. maí 2011. Foreldrar hans voru Jón Benja- mínsson, skipstjóri og útgerðarmaður og Margrét Svein- björnsdóttir. Alsystkini hans eru María, Anna Sigríður og Óla Sveinbjörg, auk þriggja sem lét- ust kornung, en hálfsystkini hans voru níu. Stefán giftist Bergljótu Þrá- insdóttur 27.10 1962, f. 28.11. Kristín Kjartansdóttir. Stefán og Ingibjörg skildu 1986. Börn þeirra eru: 1) B. Sif, f. 1971, ógift, hún á tvö börn. 2) Krist- vin, f. 1975. Stefán vann í þrjú ár á Kefla- víkurflugvelli, 1957-1960, lærði múrverk hjá Sigurði I. Helga- syni 1959-1964, tók sveinspróf 1964 og starfaði við múrverk eftir það. Stundaði hrognkelsa- veiðar á Ströndum í nokkur sumur. Stefán var vel liðtækur bridgespilari og vann á yngri árum til fjölda verðlauna. Stef- án og Bergljót stofnuðu heimili í Reykjavík, að Safamýri 54. Stefán fluttist, ásamt seinni konu sinni, Ingibjörgu, og fjöl- skyldu til Keflavíkur í ársbyrjun 1976 og bjó þar síðan. Hann átti sæti í stjórn Múrara- meistarafélags Suðurnesja í tvö ár. Útför Stefáns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 3. júní, og hefst athöfnin kl. 13. 1938, d. 19.10. 1969. Foreldrar hennar voru Þráinn Sigfús- son málari og Hulda Einarsdóttir Mark- an. Börn Stefáns og Bergljótar eru: 1) Þráinn, f. 1961, frá- skilinn, hann á tvær dætur. 2) Jón Kal- man, f. 1963. Kvæntur Maríu Karen Sigurð- ardóttur, þau eiga tvö börn. Stefán kvæntist í annað sinn 10.7.1971 Ingibjörgu Sigrúnu Kristvinsdóttur, f. 4.7. 1942. Foreldrar hennar voru Kristvin Guðbrandsson, bóndi á Kaldr- ananesi, Strandasýslu, og Ólafía Elsku pabbi. Nú er stríðinu þínu lokið. Margs er að minnast og höfum við rifjað upp ýmsa hluti síð- ustu daga. Þú varst stoltur af okkur, litlu börnunum þínum, allt frá byrjun. Stelpuna þína, einu dótturina, tókstu upp úr vöggunni og vaktir þegar þú komst heim í hádegismat til að eiga stund með henni. Yngsti strákurinn þinn elti þig á rönd- um til að fá að vera nálægt þér öllum stundum. Þetta höfum við í minningunni og margt annað. Líf okkar var ekki alltaf auð- velt, pabbi, en góðu minning- arnar lifa í huga og hjörtum. Ferðin til Boston á sjötugsaf- mælinu þínu þar sem var hleg- ið, verslað og borðað á sig gat í henni Ameríku. Við gleymum ekki flotta hótelinu, afmælis- matnum og kökunni. Ævintýra- lega bílferðin verður seint úr minni tekin. Við vorum náin fjölskylda og reyndum að hitt- ast sem mest. Fjölmörg mat- arboð, afmæli, litlu jólin fyrir þig og svo var hittingur við minnsta tækifæri. Fremstar í flokki voru frænkur okkar, Stína og Sigrún og auðvitað mamma líka. Síðasta skiptið okkar var á nýliðnu Eurovision- kvöldi þegar þú vildir svo gjarnan vera með okkur þótt heilsan vart leyfði. Sumarbú- staðaferðirnar standa upp úr flestum okkar stundum, við nutum þess að vera saman, borða og spila heil ósköp eins og okkur einum er lagið. Ekki má gleyma minigolfinu á árum áður, þá var hörð keppni, skipt í lið og hvert metið slegið á fætur öðru. Þessar ferðir voru hápunktur sumarsins. Margt kemur okkur til að brosa þegar við hugsum til þín. Enskukunnáttan og varkárni þín í umferðinni með tilheyr- andi ofnotkun stefnuljósa. Allt þetta geymum við í minni. Það var sárara en nokkur orð fá lýst að horfa upp á þig þjást í veikindunum. Við sáum hversu illa líkami þinn fór og í okkar huga blundar allt í senn; reiði, leiði og sorg yfir örlög- unum. Við vildum hafa gert svo miklu meira en máttur okkar leyfir til að þú hefðir verið lengur hjá okkur. Æðruleysi þitt var aðdáunarvert í þessum erfiðu veikindum og erum við þakklát fyrir síðustu dagana sem við nýttum til að hjálpa þér og styrkja eftir bestu getu. Þú vissir af okkur, hélst þétt í hendur okkar og brostir eins og kraftar gáfu tækifæri til. Það huggar okkur að þjáningum þínum er lokið og þú getur hvílst á æðri verustað. Í huga okkar er þakklæti og söknuður. Við munum sakna þín úr lífi okkar en vitum að mamma hjálpar okkur í gegn- um sorgina. Henni eigum við svo óskaplega margt að þakka. Hún hjálpaði þér mikið síðast- liðin ár þrátt fyrir að þið væruð ekki lengur saman. Hún var þér ómetanleg hjálp í veikind- unum og við fáum það seint fullþakkað. Það er okkur mikils virði hversu mikla virðingu þið báruð hvort fyrir öðru og tókuð þátt í lífi okkar systkinanna, saman í vinskap ykkar. Við verðum ykkur báðum ævinlega þakklát. Við munum hugsa vel um hana og spila við hana eins og við getum, eins og þið gerð- uð mikið af. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín börn, Sif og Kristvin. Maður velur sér vini og hefði ég fengið að velja mér bróður þá hefði ég valið þann sem hér er kvaddur. Þegar ég hugsa heim á Norðfjörð þegar Stebbi bróðir minn fæddist, þá var mikil gleði í Vík, loks var kominn strákur. Ekki var það verra að dreng- urinn varð glaður og skemmti- legur krakki, ég sé hann fyrir mér brosandi í svörtu ullar- sokkunum og stuttbuxunum skoppandi gjörð út um allan bæ. Á æskuárunum var hann alltaf syngjandi, átti auðvelt með að læra lög og meira að segja lærði hann lag sem ég hélt að enginn gæti lært, en það söng kona ein sem bjó í húsinu um tíma. Hún hafði mikið yndi af að syngja og söng með sínu lagi og notaði það á alla texta. Hálfri öld seinna spurði ég bróður minn hvort hann myndi lagið og þá heyrði ég það kyrjað í síðasta sinn. Á æskuheimili okkar var mikið spilað og spilastokkurinn hefur aldrei verið langt frá okkur systkinunum. Stebbi varð góð- ur bridsspilari og oft dáðist ég að hvað hann nennti að spila við okkur hin sem aldrei kom- umst með tærnar þar sem hann hafði hælana. Þegar skrifað er um kæran bróður er ekki auðvelt að vita hvar á að staldra við. Þær voru margar sumarbústaðaferðirnar sem farnar voru, stundum var farið í heimsókn á æskustöðv- arnar til góðra vina og einu sinni bauð bróðir okkur systr- um í ferð til Þýskalands rétt fyrir jól. Þetta var mjög skemmtileg ferð í þægilegri þýskri jólastemningu. Einn daginn var mér falið að kaupa nokkra létta, bragðgóða bjóra sem átti að dreypa á um kvöld- ið. Eitthvað hefur nú þýskan mín komist illa til skila því templarinn bar í hús bjór sem var víst ekkert sérlega bragð- góður, en aftur á móti sá sterk- asti sem framleiddur var í land- inu. Í annað sinn bauð hann okkur hjónunum til Prag, en hann hafði farið þangað tvisvar áður og varð hrifinn af þessari heillandi borg með alla sína sögu, þarna áttum við saman ógleymanlega viku. Þegar talað er um útlönd verður að minnast á Taíland, en það var landið hans bróður míns, þangað fór hann árlega á seinni árum og kom alltaf hamingjusamur til baka. En lífið er ekki bara ferðalög og gleði, Stebbi fór ekki var- hluta af sorginni, ungur missti hann Beggý konu sína í blóma lífsins frá tveim litlum drengj- um. Hann kvæntist aftur góðri konu og eignaðist með henni tvö börn. Þeim auðnaðist ekki að eyða ævinni saman en hún Imba reyndist honum traustur vinur til hinstu stundar og aðal hjálparhella í erfiðum veikind- um síðustu mánuði og fyrir það ber að þakka af alhug. Þegar Óskar, maðurinn minn, kom fyrst á æskuheimili okkar var bróðir minn lítill drengur, en með þeim tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Síðar á ævinni unnu þeir lengi saman í múrverki ásamt vininum Ásmundi Daníelssyni. Við kveðjum nú Stebba bróð- ur minn með miklum söknuði og sendum börnum hans og fjölskyldum samúðarkveðjur. Anna. Elsku Stebbi minn. Nú er þínu veikindastríði lokið og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú, þín er sárt saknað. Okkar kynni hófust fyrir rúmum fjórum áratugum þegar þú komst inn í fjölskyld- una sem mágur minn. Það var alltaf gott að eiga þig að, Stebbi minn, þú varst ætíð tilbúinn að rétta fram hjálp- arhönd við hin ýmsu tækifæri, hvort sem það var að keyra mig í bæinn, flísaleggja eða eitthvað annað sem ég þurfti aðstoðar við. Mér er minnisstætt vorið sem þið Brandur ásamt okkur Sigrúnu voruð á Nesi á grá- sleppuvertíð. Í gegnum tíðina komst þú iðulega við hjá mér á Hring- brautinni í kaffisopa og Morg- unblaðslestur þar sem þú sökktir þér niður í fréttir dags- ins. Það verður skrítið til þess að hugsa að ég eigi ekki eftir að sjá þig við eldhúsborðið aft- ur þar sem þú áttir þinn fasta sess. Ég vil þakka þér, vinur, fyrir allt í gegnum tíðina. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, Guð veri með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Kristín Kristvinsdóttir (Stína). Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staðar og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Komið er að kveðjustund og viljum við systur minnast móð- urbróður okkar með nokkrum orðum. Víkursystkinin, eins og við höfum alltaf kallað móður- systkini okkar, eru frá Vík í Norðfirði og vorum við ungar að árum þegar við kynntumst því hversu samheldinn og náinn þessi hópur er. Stebbi var eini bróðirinn og yngstur og var mikill heimagangur hjá Maju systur sinni, móður okkar, sem er þeirra elst. Í okkar huga varð hann snemma uppáhaldsfrændinn, töffarinn sem kom í heimsókn, spjallaði og hafði skoðanir á málunum. Það var mikið tekið í spil á okkar heimili og þar var Stebbi á heimavelli. Oftar en ekki voru spilin tekin upp og keppnisskapið í Víkurfjölskyld- unni fékk að njóta sín og var Stebbi þar engin undantekning. Bridge-áhuginn fylgdi honum alla tíð og vann hann oft til verðlauna hér á árum áður. Strákslegur var hann, ungur í anda, naut lífsins og hafði unun af gleðistundum. Stebbi var mikill aðdáandi Megasar og tók ástfóstri við Taíland á síðustu árum þar sem hann dvaldi hluta ársins. Það má segja að í honum hafi búið andstæður, annars vegar það að njóta lífs- ins og hins vegar að draga sig í hlé og vera einn með sjálfum sér. Það var gott að leita til Stebba frænda eftir aðstoð við hans fag, múrverkið, enda mað- urinn bæði vinnusamur, vand- virkur, bóngóður og greiðvik- inn. Hann reyndist Maju systur sinni einstaklega vel og var alltaf tilbúinn að aðstoða hana og veitti henni mikinn fé- lagsskap eftir að hún varð ekkja. Söknuður hennar er mikill og þakkar hún allar góðu samverustundirnar. Við systurnar erum þakklát- ar fyrir að hafa átt slíkan frænda og minningin lifir svo lengi sem við munum. Margrét Lilja Einarsdóttir, Sigurlaug Einarsdóttir. Stefán Frímann Jónsson  Fleiri minningargreinar um Stefán Frímann Jóns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Péturs-dóttir fæddist 30.4. 1921. Hún lést 20.5. 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Þorvarð- ardóttir, f. 27. mars 1898, d. 8. desem- ber 1981, og Pétur Einar Þórðarson, f. 26. desember 1893, d. 25. desember 1971. Systkini Guðrúnar voru: Þórður, f. 19. desember 1918, d. 12. september 2000, og Helga Guðrún Bergmannía, f. 20. sept- ember 1934, d. 8. desember 1997. Uppeldissystir Guðrúnar er Hulda Jóhannsdóttir, f. 4. júní 1932. Hinn 20. maí 1944 giftist Guð- rún Guðna Jónssyni skipstjóra frá Eyrarbakka, f. 15. nóvember Sigurjóni Sigurjónssyni og eiga þau tvo syni og fjögur barna- börn. Synir þeirra eru Sigurjón og Guðni Pétur. Guðrún Petra, gift Þorsteini Arthurssyni, dótt- ir þeirra er Helga og eiga þau þrjú barnabörn. Guðni, kvæntur Rósu Sólrúnu Jónsdóttur, og eiga þau synina Þóri Má og Svavar Leó. Guðrún var fædd og uppalin í Oddgeirsbæ við Framnesveg. Hún gekk í Miðbæjarskólann. Hún vann verslunarstörf áður en hún giftist Guðna, en helgaði sig heimilisstörfum og barna- uppeldi næstu árin. Þegar börn- in voru uppkomin sneri hún sér aftur að afgreiðslustörfum, en vann síðustu árin á Borgarspít- alanum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 3. júní, kl. 13. 1915, d. 15. ágúst 1979. Þau hófu bú- skap sama ár í Odd- geirsbæ, en fluttu síðar í Tóm- asarhaga 51, þar sem þau bjuggu síðan. Eftir lát Guðna flutti Guð- rún í Ljósheima 4, og átti þar heima lengst af síðan. Börn þeirra eru: Jón, kvæntur Kolbrúnu Há- mundardóttur og eiga þau þrjá syni og átta barnabörn. Synir þeirra eru Guðmundur Arnar, Guðni og Ægir Hrafn. Ásdís Erna, gift Gylfa Guðnasyni, f. 11. mars 1944, d. 10. febrúar 1984, eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Dætur þeirra eru Guðný Rut, Anna Rún og Guðrún. Guðný Sigrún, var gift Elsku amma okkar. Núna þegar þú ert farin frá okkur rifjast upp margar góðar minningar frá Tómasarhaganum, Ljósheimunum og svo Hrafnistu í Hafnarfirði. Þú varst alltaf mikið lífi okkar og erum við mjög þakk- látar fyrir það. Það var alltaf svo gaman að koma til þín í heimsókn og fá tekex með rækjuosti og jóla- köku. Þú varst áhugasöm um gróður og eigum við margar góðar minningar frá því þegar þú frædd- ir okkur um trén og blómin í ferð- um okkar í grasagarðinn. Ferðirnar með tvistinum niður á Hlemm voru alltaf skemmtileg- ar þar sem gengið var niður Laugaveginn og endað á að gefa öndunum brauð. Heimsókn í hannyrðaverslunina við Lækjar- götu voru líka allmargar og svo tókum við strætó heim til þín. Utanlandsferðirnar sem við fórum saman í voru yndislegar, það var alltaf svo gott að leita til þín og tala við þig um allt og ekk- ert. Við fengum oft að gista hjá þér í Ljósheimunum og vorum við ósjaldan í pössun hjá þér, það var alltaf jafn gaman. Þú kenndir okk- ur bænirnar og að strjúka kviðinn og elska friðinn. Þú varst svo hlý og góð, elsku amma okkar, og kenndir okkur svo margt sem við eru þakklátar fyrir og höfum haft mikið gagn af. Við ljúkum þessum orðum með bæninni sem þú kenndir okkur: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Guðný Rut, Anna Rún og Guðrún. Í dag fylgi ég Gunnu ömmu til grafar. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar og þakka fyrir öll okkar ár saman. Gunna amma var yndisleg amma sem hafði alltaf tíma fyrir alla. Alltaf hafði hún gaman af að fá heimsóknir og aldrei mátti fara frá henni án þess að hafa fengið eitthvað að borða. Amma var einstaklega barngóð og nutum við barnabörnin og svo langömmubörnin þess, alltaf var fangið hennar opið og átti hún nóg af hlýju og væntumþykju handa öllum. Ótal margar góðar minn- ingar á ég um ömmu sem gott er að eiga. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa haft ömmu svona lengi í mínu lífi. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Gunna amma, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Guðni Jónsson. Og börn þín og frændur, sem fjær eru og nær, við fögnum því öll, að þín hvíld er nú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuð í bólinu því sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný og segja’, að þinn blundur sé sætur. (Þorsteinn Erlingsson) Í dag kveðjum við hana ömmu okkar. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur, gætti okkar þegar við vor- um litlir og fylgdist með því hvað við vorum að fást við allt til síðasta dags. Það verður tómlegt að koma ekki lengur við hjá henni. Hvíl í friði, elsku amma. Þórir Már og Svavar Leó. Við kveðjum hana Gunnu ömmu í dag. Hún lést 20. maí síð- astliðinn, umkringd börnum sín- um og barnabörnum. Sama dag 67 árum áður gekk hún að eiga hann afa. Hún amma var ljúfust allra. Það var alltaf notalegt að kíkja í kaffi til hennar, hún tók fagnandi á móti okkur með bollubrauðinu sínu og jólakökunni. Hún hélt vel utan um okkur öll, kallaði hópinn saman þegar henni þótti orðið of Guðrún Pétursdóttir HINSTA KVEÐJA Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku langamma, við eigum eftir að sakna þín. Það var gott að heimsækja þig, þú varst alltaf svo góð við okkur. Þín langömmubörn, Hafdís Rún, Sveinn Óli, Kolbrún Elsa og Jón Atli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.