Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Jónasína Jóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1926. Hún lést á Sóltúni 23. maí 2011. Foreldrar hennar voru Jón Pálmi Jónasson frá Hliði á Álftanesi, f. 19. október 1892, d. 10. september 1988 og Guðlaug Daníels- dóttir frá Stóra-Bóli í A-Skaftafellssýslu, f. 16. mars 1891, d. 2. janúar 1984. Jónasína var þriðja elst af fimm systkinum. Hin eru: Jóna Sigríður Jónsdóttir Þormar, f. 18. janúar 1918, d. 12. júní 1987, gift Geir Þormar, f. 24. nóvember 1917, d. 5. nóvember 1993; Skarphéðinn Jónsson, f. 28. ágúst 1921, kvæntur Rósu Önnu Bjarnadóttur, f. 21. ágúst 1925, Lovísa Jóhanna R. Jónsdóttir, f. 25. október 1927, d. 26. janúar 1989, gift Úlfari Garðari Rand- verssyni, f. 22. júní 1934 og Guð- jón Jónsson, f. 25. mars 1930, d. 10 maí 2004, hans kona var Erna Bergsveinsdóttir, f. 18 júní 1932. Í júní 1949, giftist Jónasína eftirlifandi manni sínum, Geir Þórðarsyni, f. 15. nóvember 1926. Þórsdóttur, f. 13. janúar 1974, með Bryndísi Kvaran. Maki Ást- hildar er Kristófer Skúli Sig- urgeirsson, þeirra börn eru Hel- ena Sól Kristófersdóttir, f. 12. nóvember 1997 og Örvar Máni Kristófersson, f. 17. september 2003. 2) Örn Geirsson, f. 19. mars 1954, maki Vilborg H. Júl- íusdóttir, f. 21. mars 1955, dóttir þeirra er Ingibjörg Helga Arnar- dóttir, f. 29. júní 1972, maki Högni Björn Ómarsson, f. 2. jan- úar 1973, dætur þeirra eru Júlía Helga Högnadóttir, f. 19. júní 2002 og María Helga Högnadótt- ir, f. 26. júlí 2005. 3) Ásgeir Geirsson, f. 19. apríl 1968, maki Ólöf Örvarsdóttir, f. 17. janúar 1968, þeirra börn eru Tómas Atli Ásgeirsson, f. 20. september 1995, Viktor Örn Ásgeirsson, f. 4. janúar 1998 og Íris Erla Ás- geirsdóttir, f. 25. janúar 2004. Jónasína vann sem sauma- kona áður en hún gekk í hjóna- band en eftir það helgaði hún heimilinu krafta sína að mestu. Síðustu starfsárin vann hún við heimaþjónustu aldraðra. Útför Jónasínu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst útförin kl. 11. Foreldrar hans voru Ragnar Erlingsson, f. 26. desember 1903 á Stóru-Drageyri Borgarfirði og Ásta Þórðardóttir, f. 22. ágúst 1901 að Klöpp á Stokkseyri. Þau eignuðust þrjá syni, þeir eru; 1) Þór Geirsson, f. 3. sept- ember 1952, maki Dagbjört Berglind Hermannsdóttir. Þeirra börn eru: Guðný Jóna Þórsdóttir, f. 27. mars 1976, maki Sigurður Rúnar Samúelsson, f. 11.1.1973, þeirra börn eru Sunna Björg Sigurðar- dóttir, f. 18. mars 2007 og Telma Björg Sigurðardóttir, f. 17. des- ember 2009. Áður átti Guðný Birtu Björg Alexandersdóttur, f. 28. júlí 2000, með Alexander F. Kristinssyni. Hermann Geir Þórs- son, f. 6. júlí 1979, maki Freydís Bjarnadóttir, f. 21.janúar 1982, þeirra börn eru Breki Þór Her- mannsson, 20. mars 2003, Gabríel Ómar Hermannsson, f. 26. ágúst 2004 og Heikir Darri Her- mannsson, 23. júlí 2009. Þóra Lind Þórsdóttir, f. 2. febrúar 1984. Áður átti Þór Ásthildi Dóru Elsku mamma og tengda- mamma. Við viljum kveðja þig með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við söknum þín. Þór og Linda. Ræktarsöm, trygg, glaðlynd, sjálfstæð og einstaklega barngóð eru orð sem lýsa tengdamóður minni, Jónasínu, sem var alltaf kölluð Sína, hvað best. Hún var amman sem laumaði nammipokum svo lítið bar á til barnabarnanna til að losna við nöldur foreldranna og fannst reglur um háttatíma og hollustu helst vera til leiðinda. Það hefði aldrei flogið að ömmu Sínu að ávíta barn enda máttu barna- börnin svo gott sem allt þegar amma Sína átti í hlut. Ég efast um að hún hafi byrst sig við syni sína þegar þeir voru að vaxa úr grasi. Henni fannst slíkt hrein- asti óþarfi. Sína setti minnsta fólkið í fyrsta sætið og sat gjarnan í veislum á kolli í barnaherberginu þótt áttræð væri, með veskið sitt í fanginu og spjallaði og lék við börnin. Þau kunnu líka vel að meta ömmu sína, hláturinn henn- ar, góðgætið í veskinu, endalausa þolinmæðina og áhugann sem hún sýndi þeim. Sína var ættfróð og frændræk- in, elskaði að lesa blöðin, horfa á sjónvarpið, drekka kaffið sitt og borða gotterí, helst allt í einu. Hún þurfti ekkert endilega að borða mat. Kökusneið hér, ávöxt- ur þar og smásúkkulaði var allt sem þurfti. Sína fór um allt í strætó og taldi ekki eftir sér að fara um allt höfuðborgarsvæðið til að annast lasið samferðafólk eða halda því selskap. Það þurfti virkilega að hafa fyrir því að fá að keyra hana eða sækja. Hún vildi geta farið og komið að vild. Sína hafði yndi af því að ferðast, dansa og vera innan um fólk. Það var því mikið áfall fyrir hana þegar hún fékk heilablóðfall fyrir þremur árum og lamaðist að hluta. Þannig missti hún frelsið sem hún mat svo mikils. Það að vera bundin við hjólastól fannst henni afleitt. Hún hafði heldur aldrei þegið hjálp frá neinum þótt glöð gæfi hún endalaust af tíma sínum til annarra. Hún var óvön því að vera upp á aðra komin. Líkami hennar smám saman beygðist og hugurinn þreyttist og hún kvaddi þennan heim södd líf- daga á Sóltúni þar sem hún bjó síðustu árin og naut þar góðs at- lætis starfsfólks þar sem og fjöl- skyldu sinnar. Sína skilur eftir sig eiginmann og synina þrjá, Þór, Örn og Ás- geir minn, ásamt fjölskyldum þeirra. Hópurinn er nú orðinn nokkuð stór og var Sína afar þakklát fyrir fólkið sitt. Sína tók ekkert sem sjálfsagðan hlut og mat mikils það sem fyrir hana var gert. Hún var góð kona sem ól syni sína upp með það að leið- arljósi að verða góðir menn. Sem þeir svo sannarlega urðu. Við, fjölskyldan hans Ásgeirs, erum Sínu hjartanlega þakklát fyrir samfylgdina og allt það sem hún var okkur. Allri stórfjölskyldunni vottum við samúð og biðjum guð að blessa minningu hennar. Ólöf Örvarsdóttir, Tómas Atli, Viktor Örn og Íris Erla. Tengdamóðir mín Jónasína Jónsdóttir, eða Sína eins og hún var ævinlega kölluð, lést mánu- daginn 23. maí sl., þegar sumarið og hlýjan, sem var henni svo kær, var rétt handan við hornið. Þegar ég hitti Sínu fyrst var hún í blóma lífsins, falleg, fínleg og háttvís og alltaf vel tilhöfð. Hún helgaði sig heimilisstörfum, var húsmóðir með öllu sem því fylgir, saumaði, eldaði og bjó sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili. Ég man aldrei eftir óþarfa til- standi eða streitu í kringum Sínu. Drengirnir höfðu forgang, allt hreint og fínt og áreynslulaust, er virtist, hélt hún vegleg kaffisam- sæti. Sína vildi láta bíða aðeins eftir kaffinu, fyrst vildi hún segja fréttir af fólkinu sínu í Hafnar- firði en þar átti hún stóra og sam- heldna fjölskyldu. Ég man vel eftir veislum sem haldnar voru á Nönnustígnum, hjá foreldrum Sínu, Laugu og Jóni, meðan þau héldu heimili. Þar var þröngt set- ið en nóg til af því sem skipti máli; umhyggju, kærleik og að- haldi. Sína ólst ekki upp við verald- legt ríkisdæmi en bar lof á bernskuárin í Hafnarfirði og þau gildi sem hún ólst upp við. „Okk- ur skorti aldrei neitt.“ Bernskan setur mark sitt á fólk, nægjusemi var Sínu töm, nýtnin líka. Hún var heiðarleg, traust og vildi vanda sig í samskiptum við fólk. Hún var sjálfstæð og vissi ná- kvæmlega hvernig hún vildi hafa hlutina. Hún tók vel eftir sínu samferðafólki, átti til að lýsa eig- inleikum í fari þess – sem ekki alltaf allir voru hressir með – þar glitti í siðvöndu Sínu. Lífsleið Sínu var misgreiðfarin eins og flestra. Á haustdögum lífsins missti hún báðar systur sínar, með tveggja ára millibili, en þær höfðu verið samrýndar. Þá kom svo vel fram að Sína hafði fundið sína götu í lífinu, hún valdi kyrrlátt líf, tók erfiðleikunum með ró og hélt sinni föstu dag- sáætlun. Á sinn rólega hátt var Sína fé- lagslynd kona, hún hafði gaman af leikhúsferðum, fara út að borða, út að dansa og fara í ferða- lög. Hún var líka glaðvær. Kannski var það glaðværðin sem tengdi hana svo vel við börn en Sína var afar barngóð – sýndi þeim þolinmæði og bar virðingu fyrir litlum manneskjum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Sínu að þegar við Örn, bæði allt of ung, eignuðumst dóttur okkar, Ingi- björgu. „Amma er dugleg að spila við mig, hún leyfir mér að grauta í eldhúsinu og svo á hún alltaf súkkulaðitertu,“ söng Ingibjörg. Sína, sjálf með Ásgeir rúmlega fjögurra ára, var okkar skjól á þessum tíma. Hjá ömmu Sínu, afa Geir og Ásgeiri var gott að vera, yfirbragðið hlýtt og notalegt. Amma var ekki ströng, enda eng- inn galsagangur þar á bæ. Á efri árum starfaði Sína við heimaþjónustu aldraðra. Þar var hún á réttri hillu, hafði gott lag á gamla fólkinu eins og því unga. Jónasína var við góða heilsu þar til fyrir þremur árum, þá fékk hún heilablóðfall. Hún dvaldi á Sóltúni síðustu árin, þar var hugsað vel um hana. Hún var enn falleg, fínleg og vel tilhöfð en glaðværðin farin. Jónasína missti sjálfstæðið sem var henni svo mikilvægt – hún missti meira – hún vildi nefnilega frekar hjálpa, gefa og þjóna öðrum en láta hjálpa og þjóna sér. Ég kveð Jónasínu tengdamóð- ur mína með söknuði og þakk- læti. Guð geymi góða konu. Vilborg H. Júlíusdóttir. Jónasína Jónsdóttir eða amma Sína eins og hún var alltaf kölluð hefur nú kvatt þennan heim, far- in yfir í sælli veröld. Við frænkur vorum ávallt mjög hændar að ömmu Sínu, hún var alltaf góð við okkur, gaf okk- ur mikinn tíma og mikla þolin- mæði. Að fá að gista hjá ömmu var okkur mikið gleðiefni. Hún spilaði og talaði við okkur í tíma og ótíma auk þess sem sængurn- ar hennar voru dúnmjúkar og kvöldkaffið gott. Laugardaga notaði amma oft til að heimsækja Hafnarfjörðinn, gamla bæinn sinn og þótti sjálf- sagt að taka okkur með. Þar leit hún inn hjá Guðlaugu móður sinni á Sankti Jósepsspítala og Jóni föður sínum í Arnarhrauni. Í þessum ferðum sáum við hvað það var ömmu eðlislægt að hugsa vel um aðra og gefa af sér hlýju. Amma hugsaði ávallt vel til allra og hringdi reglulega í fjölskyld- una til að athuga hvort allir hefðu það ekki örugglega sem best. Þannig var amma Sína, hjartahlý og umhyggjusöm kona, sem fór sínar eigin leiðir. Hún hafði gam- an af því að taka strætó í bæinn til að virða fyrir sér mannlífið og í ferðalög til fjarlægra landa fór hún margsinnis. Orlofsferðir hús- mæðra til Ítalíu og Spánar þóttu henni óskaplega skemmtilegar og lifði hún lengi á góðum minn- ingum þaðan. Það var mikil synd þegar amma Sína fékk heilablóðfall fyr- ir þremur árum, hún varð eigin- lega aldrei söm eftir það. Hún gat samt brosað út í annað og gantast á stundum en hún hafði verið svipt frelsinu sem hún ávallt naut og þurfti að dvelja í hjólastól eða rúmliggjandi síðustu árin. Það hentaði ekki ömmu okkar og síð- ustu dagana hennar bar hún þess merki að vera orðin södd lífdaga. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum ömmu Sínu í dag en líka með þakklæti og gleði því að við vitum að nú er hún komin á stað þar sem henni líður mun bet- ur. Minningin um okkar elskulegu ömmu Sínu mun ávallt lifa með okkur. Elsku amma, við munum svo reyna að muna að hlaupa ekki af okkur tærnar! Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þínar ömmustelpur, Ásthildur Dóra og Ingibjörg Helga. Jónasína Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jónasínu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. langt síðan við hittumst öll og fast- ir punktar í tilverunni voru jóla- boðin hennar, afmælisdagurinn og svo afmælisdagurinn hans afa, sem fór alltof fljótt frá okkur. Amma fylgdist vel með sínu fólki og var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef þurfti. Minningarnar eru margar og þær eru góðar. Við getum verið þakklát fyrir að hún þurfti ekki að liggja lengi rúmföst, hún veiktist að morgni og kvaddi seinnipart sama dags. Þannig hefði hún viljað hafa þetta sjálf, það vitum við. Við kveðjum ömmu með sökn- uði og þakklæti og huggum okkur við að núna eru þau afi saman aft- ur. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Helga, Ásgrímur og börn. Föstudagurinn 20. maí byrjaði sem ósköp venjulegur föstudagur, tilhlökkun vegna komandi helgar og vor í lofti. En allt þetta vék við þá frétt að amma mín væri mikið veik. Það voru ekki liðnar þrjár vikur frá því stórfjölskyldan kom og fagnaði með þér á 90 ára af- mælinu þínu, þá varstu hress og virtist njóta mjög samvistanna með okkur. Það voru því þungbær skrefin að herberginu þínu þegar ég kom þennan föstudagseftirmið- dag. Þótt erfitt hafi verið þá er ég mjög þakklátur fyrir að hafa feng- ið að vera með þér þessi seinustu augnablik og hafa fengið að kveðja þig ásamt svo mörgum af ástvin- um þínum. Eftir sitjum við með margar yndislegar minningar um þig sem leita stöðugt upp í hugann og verma hjartað. Til dæmis öll jólaboðin sem haldin voru í Ljós- heimunum á jóladag, þótt fjöl- skyldan væri orðin það stór og mikil að það væri beinlínis hættu- legt að hafa okkur ofar en á jarð- hæð í fjölbýlishúsi. Það er aðdáunarvert hversu samheldin fjölskylda okkar er. Ég er sannfærður um að það muni vera þér að þakka og eru fáir sem geta státað af jafnglæsilegri arf- leifð eins og þeirri sem eftir þig stendur. Dætur mínar hafa mikið talað um þig og þá sérstaklega hún Salka Sól sem saknar þín sárt og hugsar mikið til þín. Stelpunum mínum fannst alltaf gaman að koma í heimsókn, sérstaklega þar sem Glanga amma var alltaf með sælgæti og kex tilbúið á borðinu, þrátt fyrir að foreldrum þætti það ekki alveg jafnsniðugt. Stelpunum mínum leið alltaf svo vel í návist þinni og fundu fyrir þeirri hlýju og ástúð sem ég sjálfur upplifði og mun ávallt bera í hjarta mínu. Eins sárt og það er að þurfa að kveðja þig þá finn ég líka til þakk- lætis fyrir öll þau ár sem ég fékk að njóta návistar þinnar. Ég ber í huga mér óteljandi góðar minn- ingar um þig, þú varst yndisleg- asta amma sem hægt er að hugsa sér. Alltaf boðin og búin að hjálpa og veittir mér ómetanlegan stuðn- ing á mörgum erfiðum stundum í lífi mínu. Vertu sæl elsku besta amma mín og takk fyrir öll þessi góðu ár sem við áttum saman. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Sigurjón, Sólveig, Salka Sól, Helga Sigrún og Vigdís Björt. Elsku amma mín, það er ótrú- legt hvað stór maður getur orðið lítill þegar hann sest niður og minningarnar hrannast upp í huga hans. Þú kvaddir mjög snögglega en eftir standa ótal minningar um sterka konu sem missti manninn sinn frekar snemma en núna ert þú vonandi búin að hitta Guðna afa og við vitum að þér líður betur. Mér finnst ekki langt síðan lítill 6 ára strákur lagði upp í langferð til að hitta þig í mjólkurbúðinni til að sníkja ís hjá ömmu sinni og gerði sér enga grein fyrir ferða- laginu og áhyggjunum sem þetta ferðalag olli fjölskyldunni en auð- vitað tókst þú vel á móti honum þegar hann mætti og hann fékk sinn ís. Gerðu, Örnu Rán og Jóni Gunn- ari þykir mjög vænt um allar sam- verustundirnar sem við náðum með þér og það var óborganlegt fyrir alla fjölskylduna að hafa hitt þig á afmælisdaginn þinn 30. apríl. Það er sárt að sakna en ég veit að þú hefur nóg að gera á nýjum stað og endurnýjar kunningsskap- inn við þá sem þú þekkir. Guð veri með þér og takk fyrir að vera amma mín, við sjáumst seinna. Guðmundur Arnar, Gerða, Arna Rán og Jón Gunnar. Elsku Glanga. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín Petra Sigurbjörg. Við minnumst elskulegrar móð- ursystur minnar, Gunnu frænku, með mikilli hlýju og þakklæti. Ófá- ar voru heimsóknir okkar að Tóm- asarhaga 51 þar sem Gunna og Guðni áttu heima lengst af og þeirra til okkar á Meistaravelli og síðar á Ægisíðu enda mikill sam- gangur milli fjölskyldnanna. In- dælar eru minningar um fjöl- skyldusamkomur, ýmist hjá Gunnu eða mömmu og í Odd- geirsbæ hjá afa og ömmu. Einnig ferðir í Gróttu til Alberts ömmu- bróður meðan hans naut við. Það getur vafist fyrir mörgum að skilja samhengið í frásögnum að afi og Guðrún amma skírðu báðar dætur sínar Guðrúnarnafninu, þ.e. Gunnu frænku og Helgu Guð- rúnu (mömmu) og að nöfnin eru einnig skírnarnöfn í báðum fjöl- skyldum í beinan kvenlegg í þó nokkrar kynslóðir. Þær mæðgur voru sterkar sjó- mannskonur, kjölfestur, fóru ekki mikinn en stýrðu sínum fjölskyld- um eftir gömlum og góðum gild- um með hlýju, ráðdeild og dugn- aði. Við ólumst upp við að mamma og/eða amma voru heima og til staðar þegar á þurfti að halda. Það voru forréttindi barna í því þjóð- félagi sem þá var. Manni er gjarnt að taka það sem maður elst upp við sem sjálfsögðum hlut en rekur sig síðan á að þessir litlu sjálf- sögðu hlutir eru alls ekki sjálf- sagðir heldur alúðarsöm og ósér- hlífin vinna. Ef við berum gæfu til þess að bera þessa arfleifð eins vel áfram til okkar barna er lífinu vel varið. Björt er minning okkar um Gunnu frænku. Innilegar samúð- arkveðjur. Einar, Linda, Darri Páll, Sunna Líf og Elfa Lind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.