Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Valgerður Guðrún Vilmund- ardóttir fæddist á Vesturgötu 50b í Reykjavík 30. nóv- ember 1927. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27. maí 2011. For- eldrar hennar voru hjónin Vilmundur Ásmundsson verka- maður í Reykjavík, f. 9.12. 1879 að Vogsósum í Sel- vogi, d. 15.12. 1959, og Val- gerður Þorbjörg Jónsdóttir, f. 31.7. 1895 á Króki á Rauðasandi, d. 28.12. 1944. Systkini Val- gerðar: Þórunn Vilmundardóttir eldri, f. 19.6. 1917, d. 17.3. 1920; Þórunn Vilmundardóttir, f. 22.10. 1920; Guðrún Louisa Vil- mundardóttir, f. 4.9. 1924, d. 24.11. 2004; Jón Árni Vilmund- arson, f. 16.12. 1925; Ragnheiður Laufey Vilmundardóttir, f. 31.7. 1929, d. 6.1. 1982; Vilborg Ása Vilmundardóttir, f. 31.8. 1930, d. 15.3. 2000; drengur Vilmund- arson, f. 11.11. 1934, d. 11.11. 1934. Hinn 19. október 1956 giftist Valgerður Torfa Ásgeirssyni, f. 10.8. 1910 frá Sólbakka við Ön- Valgerður ólst upp í Vestur- bænum í Reykjavík, hún missti móður sína aðeins 17 ára gömul og flyst stuttu síðar á Háteigs- veginn ásamt föður sínum og systkinum. Þar var margt um manninn og allir hjálpuðust að við heimilisreksturinn, enda ein- staklega samheldin og hjálpsöm fjölskylda. Á þessum árum starf- aði Valgerður við ýmis störf, meðal annars í Þjóðleikhúsinu en þó aðallega í brauðgerð Mjólk- ursamsölunnar. Árið 1956 fór Valgerður til sumardvalar til systur sinnar á Flateyri. Sá fyrsti sem tók á móti henni á bryggj- unni bauðst til að bera tösku hennar og gerði það svo alla tíð síðan, enda var þar kominn til- vonandi eiginmaður, Torfi Ás- geirsson. Dvölin á Flateyri varð því lengri en áætlað var og bjuggu þau á Flateyri næstu 10 árin eða þar til þau fluttu til Reykjavíkur í janúar 1966. Í Reykjavík bjuggu þau lengst af á Bergþórugötunni. Valgerður var mikil húsmóðir, eldaði og bakaði og sá vel um sína fjölskyldu og vann auk þess við þrif í Lands- bankanum og síðar í eldhúsinu hjá Gefjun. Árið 2002 flutti Val- gerður í fallega íbúð við Skúla- götu 20, með útsýni yfir sundin og Esjuna sem hún dásamaði mikið og bjó þar til dauðadags. Útför Valgerðar fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík, 3. júní 2011 og hefst athöfnin klukkan 13. undafjörð, d. 28.11. 1994. Hann var son- ur hjónanna Ás- geirs Torfasonar frá Flateyri, f. 13.12. 1877, d. 1.5. 1955 og Ragnheiðar Eiríksdóttur frá Hrauni á Ingjalds- sandi, f. 22.5. 1891, d. 13.9. 1991. Börn Valgerðar eru: 1) Kristín Kolbrún Baldursdóttir, f. 12.2. 1947, maki Guðmundur Fr. Ottósson, þeirra börn eru Hugrún Linda, Vil- mundur Geir og Guðrún Árný, og eiga þau níu barnabörn; 2) Ás- geir Torfason, f. 6.3. 1957, maki Hrefna S. Sigurnýasdóttir, þeirra dætur eru Sigrún og Þóra; 3) Ástríður Guðrún Torfa- dóttir, f. 19.1. 1960, maki Trausti Þór Ævarsson, þeirra dætur eru Svanhvít Erla, Katrín Lilja og Heiðrún; 4) Valgerður Guðrún Torfadóttir, f. 3.6. 1962, maki Elías Kári Halldórsson, börn Val- gerðar eru Kristófer Logi, Eva Lind og Sólrún Katla; 5) Ragn- hildur Torfadóttir, f. 26.9. 1967, maki Kristján Ívar Sigurðsson, þeirra börn eru Eyþór Ingi og María Rut. Elsku mamma, nú er komið að leiðarlokum. Við systkinin sitjum hér á Skúlagötunni og horfum á út- sýnið sem þér var svo kært. Esjan skartar sínu fegursta bara fyrir þig. Þú varst svo mikil Reykjavíkurmær, fædd á Vesturgötunni og ólst upp í Vesturbænum ásamt foreldrum þínum og fimm systkinum. Þú talaðir svo oft um það hvað það var erfitt á kreppuárunum þeg- ar afi mætti niður á höfn á hverjum degi í von um að fá vinnu, en hlutirnir voru bara ekki svo einfaldir, þú þurftir að vera á réttum stað í pólitík. En þrátt fyrir það voru æskuminn- ingar þínar bundnar við Vest- urbæinn og þú upplifðir öll þau ævintýri sem börn upplifa í um- hverfi sínu. Þú misstir móður þína aðeins 17 ára gömul sem hlýtur að hafa verið þér erfitt en við sjáum þig fyrir okkur spranga um götur Reykjavíkur, hnarreist, falleg Reykjavíkur- mær. 19 ára ertu orðin mamma og það var þitt helsta hlutverk upp frá því.Árið 1956 ákveður þú að fara til Flateyrar þar sem Ragga systir þín bjó. Þú ætl- aðir að vera þar eitt sumar og vinna í fiski, en þegar báturinn kom að bryggju þá stóð þessi líka sjarmör á bryggjunni og bauðst til að bera töskuna fyrir þig. Þar tókust með ykkur ástir sem báru þennan ávöxt, þ.e. okkur. Í staðinn fyrir að vera eitt sumar varst þú á Sólbakka í 10 ár. Þá fluttum við til Reykjavíkur, fyrst leigðum við íbúð á Suðurlandsbrautinni en í desember 1967 keyptuð þið íbúð á Bergþórugötu 29. Þaðan eru okkar bestu minn- ingar, þú varst svo mikil hús- móðir að það var alltaf passað upp á að það væri hádegismat- ur, síðdegiskaffi, kvöldmatur og tíukaffið er eitthvað sem maður man svo vel eftir vegna þess að þar voru rifjaðar upp minning- ar, meðal annars frá því þegar þið voruð að mæta á Stútung á Flateyri, þar sem þið undan- tekningalaust störtuðuð ballinu með dansi, við sjáum ykkur fyr- ir okkur svífa um í dansi til morguns. Þegar þið komuð til Reykjavíkur tóku við Barð- strendingamót, Önfirðingamót, árshátíð hjá Gunnari Ásgeirs hf. (Veltir hf.) og Landsbank- anum, þar sem þið nutuð þess að dansa og skemmta ykkur með góðum vinum. Á hverju sumri fórum við í Selvík við Álftavatn, sumarhúsahverfi Landsbankans. Tilhlökkunin var mikil hjá okkur öllum að fara þangað, þvílík paradís sem þessi staður er. Vikan á undan var undirlögð í bakstur hjá þér að passa að nóg væri til með kaffinu. Elsku mamma, gott var að fá að upplifa þessar tvær vikur með þér, þar sem þú varst svo skýr og með allt á hreinu, þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi varstu alltaf að hugsa um okkar hag. Hjartans kveðja, elsku mamma. Ásgeir, Ástríður, Val- gerður og Ragnhildur. Öll eigum við góðar minn- ingar um ömmu Völu, enda var alltaf gaman að koma í heim- sókn til hennar og ekki var það verra þegar við hittumst þar öll frændsystkinin. Amma var al- gjör meistarakokkur og bakari og bjó til dæmis bæði til heims- ins bestu pönnukökur og fiski- bollur. Við vorum alltaf velkom- in á Bergþórugötuna og það var enginn að kippa sér upp við það þótt allur frændsystkinaskarinn mætti á staðinn til að gista, og var hávaðasamur eftir því. Minningarnar eru margar og góðar af Bergþórugötunni. Við áttum stórkostleg ævintýri í leikherberginu okkar, þar sem slæðurnar hennar ömmu og ýmsir aðrir hlutir fengu hin ýmsu hlutverk. En þess á milli áttum við hvert um sig ynd- islegar stundir í eldhúsinu hjá ömmu og afa með gömlu Guf- una í bakgrunninum. Þá var oftar en ekki laumað að okkur eins og einu Mentosi eða svo, en það átti amma alltaf í krukku inni í skáp. Við lítum því öll til baka með þakklæti og gleði til samverustundanna með ömmu Völu. Lygnt geymir vatnið Leið mína yfir fjallið, Felur hana rökkri, Og ró í nótt. Vær geymir svefninn Söknuð minn í lautu Með degi rís hann aftur Úr djúpsins ró. (Snorri Hjartarson.) Hvíldu í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Sigrún, Þóra, Svanhvít, Katrín, Heiðrún, Sólrún, Eyþór og María. Amma Vala hefur alltaf verið mér mjög kær, ég á eiginlega erfitt með að telja upp ein- hverja ákveðna minningu af þeim óteljandi sem ég á, þar sem fyrstu ár ævi minnar ólst ég upp hjá ömmu Völu og Torfa afa vegna þess að ég og mamma bjuggum í sama húsi eða í nágrenni við íbúð þeirra á Bergþórugötunni. Efst í huga er þó bara sú mikla umhyggja og hlýja sem hún hafði gagnvart okkur öllum og alltaf var hún til staðar fyrir mann ef eitthvað gekk á. Svo var nú alls ekki hægt að breyta hennar skoðunum á hlutunum, hún var sko staðföst í þeim efn- um, en það var bara einn af hennar kostum. Þú munt ávallt lifa í minningu minni, elsku amma mín. Kristófer Logi. Ég var fimm ára þegar ég man fyrst eftir mér hjá ömmu á Bergþórugötunni. Ég man hvað það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu í stóra húsinu sem var fullt af ævintýrum. Alltaf þegar ég mætti til ömmu fékk ég nóg af allskyns góðgæti. Það sem ég og amma gerðum þegar ég fór til hennar var að spila á spil. Við spjölluðum tímunum saman, þar sem ég bý á Ísafirði fengum við ekki að hittast mjög oft, en ég er mjög þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með ömmu og mun ég seint gleyma hennar hlýja hjarta. Eva Lind. Valgerður Guðrún Vilmundardóttir ✝ RagnheiðurJóna Ármanns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1969. Hún lést 25. maí 2011. Foreldrar henn- ar eru Katrín Eyj- ólfsdóttir, f. 17. des. 1943 og Ár- mann Gunn- laugsson, f. 26. feb. 1942. Bróðir Ragn- heiðar Jónu er Eyjólfur Ár- mannsson, f. 3. jan. 1965. Ragnheiður Jóna giftist 5. júlí 1997 Trond Are Schelander, f. 28. maí 1973 í Noregi. Synir þeirra eru: Ármann, f. 30. júní 1998 í Bodø, Knut Egil, f. 17. nóv. 2000 í Fredrikstad og Jan Olav, f. 15. des. 2008 í Reykja- vík. Ragnheiður Jóna ólst upp hjá foreldrum sínum og bróður. Hún gekk í Ölduselsskóla og síðan í Verzlunarskóla Íslands Fjölskyldan hefur búið í Reykja- vík frá árinu 2001 við nám og störf. Trond hóf nám í við- skiptafræði við Háskóla Íslands og þrátt fyrir veikindaáföll hvatti Ragnheiður hann mjög áfram og lauk hann meist- aranámi í febrúar sl. henni til mikillar gleði, en það var henni mikið metnaðarmál að bjóða til veislu á útskriftardeginum og gera hann eftirminnilegan. Ragnheiður tók virkan þátt í foreldrastarfi í skólum drengj- anna sinna og barðist ótrauð fyrir því sem hún taldi vera þeim til hagsbóta. Ragnheiður Jóna bar alla tíð hag lítilmagn- ans fyrir brjósti og hafði ríka réttlætiskennd, það var henni því mikið gleðiefni þegar Hjálp- ræðisherinn opnaði dagsetur fyrir útigangsmenn hér í Reykjavík og leiddi hún hóp kvenna sem unnu að því að styðja við þann rekstur með því að búa til ýmislegt og selja á basar eða á annan hátt til að safna fyrir góðum hlutum fyrir setrið. Útför Ragnheiðar Jónu fer fram frá Seljakirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 11. eftir því sem heils- an leyfði. Hún var einn af stofnendum Skátafélagsins Seg- uls og starfaði þar af lífi og sál. Hún lauk Gilwell sem er æðsta stig for- ingjaþjálfunar Skátahreyfing- arinnar. Ragnheið- ur Jóna var einnig félagi í Góðtempl- arareglunni I.O.G.T. frá unga aldri. Hún var við nám á lista- braut einn vetur á lýðháskóla í Noregi. Hún vígðist sem her- maður í Hjálpræðishernum 1994 og ári síðar hóf hún nám við foringjaskóla Hjálpræð- ishersins í Asker í Noregi. Þar var einnig við nám eftirlifandi eiginmaður hennar Trond og luku þau foringjanáminu í júní 1997. Eftir brúðkaupið störfuðu þau í Lofoten í Noregi í 3 ár, síðan í Halden og Reykjavík. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pétursson) Ragnheiður bróðurdóttir okk- ar hefur kvatt eftir erfiða bar- áttu. Við erum stundum svo agn- arsmá gagnvart almættinu. Sjálf hefði hún getað sagt: „Maðurinn ákvarðar en Guð ræður.“ Minningar fjölskyldunnar eru margar. Ragnheiður fæðist, lítil stubba og dugnaðarleg. Svo lítil og smá þegar foreldrar hennar fara með hana til Danmerkur í skurðaðgerð. En allt fer vel í það skiptið og Ragnheiður litla kem- ur heim og leikur sér með hinum krökkunum. Árin líða í skjóli góðra foreldra, bróður og fjöl- skyldu. Björt bernskuár. Á ung- lingsárunum dregur ský fyrir sólu. Fleiri skurðaðgerðir. En um leið og færi gefst rís Ragn- heiður upp, ævinlega hughraust og ákveðin. Gefst aldrei upp. Tekur þátt í því sem hún má og megnar. Er virk í æskulýðs- starfi. Ragnheiður sér um leikrit í barnastúkunni og fær eina frænkuna með, að hjálpa til við leikstjórn. Lætur sig ekki muna um að ferðast alla leið til Ástr- alíu á Jamboree á alheimsmót skáta. Svo fréttist af henni í málaskóla á Englandi. Já, hún er ævinlega eitthvað að sýsla. Skrifar í Æskuna um tíma, síðar drífur hún sig í gospelkór, geng- ur í Hjálpræðisherinn og í fram- haldi af því fer hún til Noregs á foringjaskóla og hittir þar mannsefnið, hann Trond. Þau byrja búskapinn við nyrstu strönd Noregs í Svolvær og starfa hjá Hjálpræðishernum. Í Noregi fæðast tveir eldri dreng- irnir. Fjölskyldan kemur heim og nokkrum árum síðar lítur yngsti drengurinn dagsins ljós. Ein minning er ljóslifandi fyr- ir hugskotssjónum. Lítil stelpa og amma hennar drífa sig í Breiðholtið að fagna sumardeg- inum fyrsta. Ragnheiður hefur spurnir af þessu og það fyrsta sem við sjáum í skrúðgöngunni eru Ragnheiður og Knut Egil að fylgjast með hvort þau sjái þess- ar konur sem koma úr öðrum sýslum. En síðasta árið er okkur efst í huga. Það eru margar stundirnar í gleði og sorg. Ragnheiður heima í Akraseli að telja upp allt sem strákarnir hennar eru að gera, er með allt á hreinu, hvenær hver á að fara í tónlist, fótbolta, sund og hvað- eina sem þeir eru að sýsla. Hef- ur frá fyrstu tíð fylgt þeim eftir. Ragnheiður hreykin og glöð við útskrift Tronds sl. vetur. Í byrj- un maí sitjum við tvær föður- systur í kaffisopa með Ragnheiði og auðvitað er spjallað um allt milli himins og jarðar. Og Ragn- heiður segir okkur frænkum sín- um að hún hefði nú haft hug á því að innrita sig í Háskólann en það hefði ekki alveg gengið eftir. Og önnur okkar spyr: „Og hvað langar þig að fara í?“ Það stend- ur ekki á svari: „Í guðfræði.“ Elsku frænka, gakktu á Guðs vegum, þess óska föðursystkini þín og fjölskyldur þeirra. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pétursson) Sigríður Gunnlaugsdóttir. Nú hefur elsku Ragnheiður Jóna frænka okkar kvatt þetta líf og tekið sér sæti meðal engl- anna. Þaðan mun hún nú vaka yfir okkur öllum. Ragnheiður Jóna var næstelst af okkur frændsystkinunum á eftir Eyjólfi bróður sínum. Þeg- ar við hugsum til baka á þessari stundu eru margar dýrmætar minningar sem fara í gegnum hugann og það er gott að rifja þær upp og deila þeim hvert með öðru. En á sama tíma finnst okk- ur óréttlætið í því að svona ung kona, dóttir, eiginkona og móðir þriggja drengja sé tekin frá fjöl- skyldunni sinni, þegar leiðin í gegnum lífið er rétt að byrja, með öllu óskiljanlegt. Ragnheiður Jóna var engin venjuleg frænka, hún var krafta- verkakona sem einkenndist af ákveðni, æðruleysi og þraut- seigju eins og hún sýndi okkur svo oft á leið sinni í gegnum lífið. Ragnheiður þurfti oft að hafa meira fyrir lífinu en aðrir en lét það aldrei stoppa sig við að skipuleggja og takast á við ný verkefni. Ragnheiður Jóna var mjög skapandi og hafði mikinn áhuga á öllu sem tengdist handavinnu og föndri og var einstaklega fær með allt slíkt og mörg okkar eiga í fórum sínum hannyrðir og aðra gripi úr hennar smiðju sem verða okkur nú enn dýrmætari en áður. Elsku Ragnheiður Jóna, það er komið að kveðjustund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín frændsystkini, Sigríður Ásta, Eyrún, Elías Jón, Guðrún, Sigurður og Eyjólfur. Nú ert þú leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar átt þú hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Ótrúlegri lífsbaráttu Ragn- heiðar Jónu systurdóttur minn- ar lauk þann 25. maí sl. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi um- vafin fjölskyldu sinni eins og verið hafði alla ævi. Hún var sterk kona, ákveðin og fylgin sér. Hún þurfti svo sannarlega á þeim styrk að halda frá því hún veiktist fyrst, sem lítið barn. Hún mætti svo mörgum hindr- unum og áföllum að ég þekki vart neitt því líkt. En hún horfði alltaf fram á við, gerði áætlanir og vann að þeim. Lífsviljinn var mikill og fleytti henni miklu lengra en nokkur þorði að vona. Ragnheiður Jóna átti líka gleðina og hamingjuna í lífi sínu. Hún giftist honum Trond sínum og þau eignuðust duglegu drengina sína þrjá. Þeir voru hennar mesta gleði. Hún var mjög félagslynd og átti sína ein- lægu trú á Guð. Áhuginn á hand- verki ýmsu var mikill og ótrú- legt hvað hún afrekaði, þrátt fyrir sjóntruflanir, sem háðu henni. Ragnheiður Jóna átti ein- staka foreldra og bróður, sem vöktu yfir henni, studdu og hvöttu, svo ekki hefði verið hægt að gera betur. Síðastliðið eitt og hálft ár var henni erfitt, en hún naut þess þó að geta að mestu leyti verið heima og notið sam- vista við drengina sína og fjöl- skylduna. Ég kveð Ragnheiði Jónu mína með virðingu og þakklæti. Megi Guð vaka yfir henni og ástvinum hennar, styðja og styrkja. Vigdís. Guð minn, láttu gæsku þína glæða kærleik minn og trú. Lát mig alla ævi mína Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.