Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 21
Okkur systkinin langar í nokkrum orðum að minnast ömmu. Minningarnar eru marg- ar frá Bergþórugötunni þegar við vorum lítil. Við minnumst ömmu úr eldhúsinu þar sem hún eldaði og bakaði endalaust fyrir okkur þegar við komum í heimsókn. Steikti fiskurinn hennar ömmu var sá besti sem allir höfðu smakkað og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur engum tekist að ná sama bragð- inu. Hún gerði líka heimsins bestu pönnukökur og súkku- laðikakan var alveg sérstök. Frá Bergþórugötunni minn- umst við einnig búðarferða, bæði í mjólkurbúðina að kaupa skyr í plastfilmu og í Njálsbúð að kaupa gos í gleri fyrir af- mælisveislur. Á jóladag var svo alltaf jólaboð hjá ömmu með allri stórfjölskyldunni og var þá oft glatt á hjalla og spilað fram á kvöld. Amma var alltaf skemmtilega hreinskilin og skaut yfirleitt á Villa að hann þyrfti að raka sig. Hún vildi hafa fólk snyrtilegt til fara og fram á síðasta dag sagði hún álit sitt á fallegum kjólum eða lélegri litasamsetningu. Amma sjálf var alltaf vel tilhöfð og hafði gaman af því að kaupa sér fallegar dragtir og kápur. Þar sem mamma var í dag- legum samskiptum við ömmu og var henni mikil hjálparhella, vissi amma allt um okkur og spurði stöðugt um barnabörnin og barnabarnabörnin. Jafnvel húsdýrin voru henni ekki óvið- komandi. Í minningunni var amma mikill karakter með lúmskan húmor sem þótti vænt um fólkið sitt og sýndi það sterkt með sínu þétta og tilfinningaríka faðmlagi. Hugrún, Vilmundur og Guðrún. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Guðfinna Sig-urgeirsdóttir fæddist í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda 26. febrúar 1912. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi 23. maí 2011. For- eldrar hennar voru Guðný Rósa Odds- dóttir og Sigurgeir Magnússon sem bjuggu í Flatey á þeim tíma. Eiginmaður Guðfinnu var Kolbeinn Ögmundsson, f. 6. júlí 1908, d. 14. okt. 1991, þau áttu þrjú börn; 1) Ásdísi Þóru, f. 23. sept. 1938, d. 29. sept. 2002, gift Guðmundi Kristni Jónmunds- og fylgdi Guðfinna henni á barnsaldri og fram á unglings- ár. Lengst af áttu þær heimili á Brettingsstöðum á Flateyjardal og barna- og unglingaskóla sótti hún til Flateyjar. Árið 1934 út- skrifast Guðfinna frá Hús- mæðraskólanum á Laugum. Ári síðar flytur hún að Illugastöðum í Fnjóskadal þar sem hún kynnt- ist eiginmanni sínum Kolbeini Ögmundssyni. Búa þau þar til ársins 1938 en flytja þá til Ak- ureyrar þar sem Kolbeinn stundaði trésmíðar og Guðfinna sá um heimilið og börnin þeirra þrjú. Árið 1981 flytjast Guðfinna og Kolbeinn til Hafnarfjarðar þar sem Kolbeinn lést 1991 en Guðfinna bjó áfram á heimili þeirra allt til ársins 2009 að hún flutti á dvalar- og hjúkr- unarheimilið Sólvang. Útför Guðfinnu fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. syni, f. 24. júlí 1939, þau eiga fjögur börn. 2) Gísla Geir, f. 13. okt. 1941, gift- ur Nönnu Kristínu Jakobsdóttur, f. 26. okt. 1937, d. 27. júní 1988, þau eiga tvær dætur. 3) Kolbrúnu, f. 20. feb. 1948, gift Reyni Eðvarði Guð- björnssyni, f. 26. júní 1946, d. 1. mars 2010, þau eiga tvær dætur. Barnabarnabörnin eru 16. Guðfinna var yngst fjögurra systkina en föður sinn missti hún árið 1915, þá þriggja ára gömul, úr lungnabólgu. Móðir hennar Guðný stóð því ein eftir Nú er hún Guðfinna tengda- móðir mín látin, á 100. aldursári. Ég kynntist henni fyrst fyrir nær hálfri öld og á þessum tíma hefur auðvitað ýmislegt gerzt í lífi okkar beggja, bæði súrt og sætt. Aldrei bar skugga á okkar samband og er ég nær fullviss um að enginn hefði getað eignast betri tengdamóður. Aldrei sást Guðfinna skipta skapi þótt á ýmsu dyndi. Aldrei kvartaði hún vegna eigin erfið- leika og aldrei hallmælti hún neinum eða eignaðist óvildar- menn Hún bar merki þeirrar kyn- slóðar sem nú er að hverfa. Kyn- slóðar sem vann hörðum höndum langan vinnudag án armæðu og kvartana. Guðfinna bjó fjöl- skyldu sinni fallegt heimili sem bar vott um myndarskap og snyrtimennsku og þar sem ríkti gleði, ástúð og öryggi. Guðfinna var ætíð glaðvær, skemmtileg og hnyttin, hafði góða kímnigáfu og smitandi hlát- ur. Hún var gestrisin svo af bar, þjónaði hinum fjölmörgu gestum sem sóttu heimilið heim, settist sjaldan niður sjálf en var samt hrókur alls fagnaðar. Matargerð lék í höndum hennar og ekki gleymi ég kaneltertunni sem hún gjarnan bauð upp á. Guðfinna var einstaklega nægjusöm – svo mjög að hjúkr- unarfólkið á Sólvangi í Hafnar- firði hafði það á orði. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti sína seinustu ævimánuði. Vil ég þakka fyrir þá prýðisgóðu umönnun sem hún fékk að njóta þar. Guð blessi minningu Guðfinnu Sigurgeirsdóttur. Guðmundur K. Jónmundsson. Loksins er amma búin að fá sína langþráðu hvíld en hún var orðin þreytt. Hafði hún þó verið einstaklega heilsuhraust þar til fyrir nokkrum vikum að henni fór að hraka. Eigingirni mín er samt slík að ég vildi hafa ömmu miklu lengur. Við gátum gantast og hlegið eins og jafnaldrar og ég vil þakka ömmu af öllu hjarta fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð blessi Guðfinnu ömmu. BB/Aðalheiður Guðmundsdóttir Með nokkrum orðum langar mig að kveðja „ömmu á Akur- eyri“ eins og hún hét í hugum okkar systkinanna. Æskuminn- ingar úr Helgamagrastræti eru margar og góðar og þar vildi ég helst vera sem barn og var ósátt- ur við að búa í Reykjavík. Það fór aldrei mikið fyrir ömmu og hún var ekki stór kona. Hjarta hennar var þeim mun stærra og dugnaðurinn ótrúlegur – þurfti alltaf að vera að. Ég minnist hennar sérstaklega fyrir mein- fyndin tilsvör og athugasemdir og smáatriðin fóru aldrei fram hjá henni. Alveg fram undir það síðasta hélt hún þessum hætti þó að skammtímaminnið færi dvín- andi. Síðastliðið sumar kom ég til hennar með myndasyrpu úr gönguferð um æskuslóðir hennar í Fjörðum – þá lifnaði yfir henni og mundi hún nöfn á öllum kennileitum. Minningarnar það- an greinilega góðar. Þó að hún hafi alltaf borið sig vel var hún hálfvængbrotin eftir fráfall nafna míns og afa fyrir nær tuttugu ár- um. Amma vildi aldrei biðja um hjálp og voru mestu vandræði að fá að gera eitthvað fyrir hana og nánast eins og maður væri að gera henni óleik – þannig var hún að eðlisfari. Ekki var hún heldur lengi baggi á heilbrigðis- kerfinu, en hún bjó heima þar til hún flutti á Sólvang og naut þar góðrar umönnunar síðustu árin. Amma var mjög sátt að leiðar- lokum og hvíldinni fegin. Guð blessi minningu hennar. Kolbeinn Guðmundsson. Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Í dag er amma Guðfinna borin til grafar. Minningarnar hrannast upp um þessa einstöku hógværu og hlýju konu sem bjó yfir unda- verðum krafti og aldrei heyrðist hún kvarta þó síðustu árin hafi hún verið orðin veik og lasburða. Við systur viljum með þessum orðum kveðja yndislegu ömmu okkar sem gaf okkur svo margt á sinni löngu ævi. Við trúum því að hún sé þessari hinstu hvíld fegin og njóti nú langþráðra samvista við afa okkar á ný. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Unnur og Hildur Gísladætur og fjölskyldur. Það er mikil gæfa að kynnast fólki sem vegna mannkosta, hlýju og heilinda í framkomu skilur eftir minningar sem engan skugga ber á í hug og hjarta samferðamannanna. Svo var því farið um heiðurskonuna Guð- finnu Sigurgeirsdóttur sem í dag verður jarðsungin og lögð til hinstu hvílu í Görðum á Álftanesi eftir farsæla húsmóðurævi sem helguð var heimili og ástvinum meðan dagur var. Hún var móðir annars besta vinar míns frá æskudögum og aldrei fer ég svo framhjá Helga- magrastræti 48 á Akureyri að mér verði ekki hugsað til þeirra sem þá áttu þar heima og stunda sem ég lifði þar og eiga eftir að ylja mér ævilangt um hjartaræt- ur. Varla var ég fyrr kominn til Akureyrar á áttunda ári úr fæð- ingarsveit minni, Fnjóskadal, er fundum okkar Gísla Geirs Kol- beinssonar bar fyrst saman í barnaskólanum þar. Eftir það fylgdumst við að, jafnaldrar og bekkjarbræður, allan tröppu- gang skólakerfisins uns við flutt- umst suður. Margir þræðir liggja milli okkar og okkar fólks í fortíð og nútíð. Þegar leið á unglings- árin urðu tryggðaböndin sterkari og heimsóknirnar í Helgamagra- strætið tíðari, því að á þeim ár- um þurfa vinir um margt að spjalla og margt að bralla! Alltaf var þar á móti mér tekið af sömu hlýju og gestrisni og margan bit- ann og sopann þáði ég þá í eld- húsinu hennar Guðfinnu. Þar – í hjarta hússins – finnst mér ég oftast hafa hitt hana fyrir og sé hana nú fyrir mér ljóslifandi. Hún var fínleg og fríð kona alla tíð, ekki hávaxin, en grönn og nett og svaraði sér vel, freknur í andliti, brosið hlýtt og hýra í augunum. Í spjalli var stutt í lág- an hlátur sem gerði gestum hennar og vinum gott. Allur fyr- irgangur var henni fjarri, en ein- læg hógværð og prúðmennska setti sterkastan svip á fas hennar og framgöngu. Um þetta var hún enn söm við sig þegar ég sá hana síðast á Reykjavíkurvegi 50 í Hafnarfirði, áður en Sólvangur varð síðasta athvarf hennar vegna heilsubrests. Ég ímynda mér að jafnan hafi flestir eða all- ir sem henni kynntust farið ánægðari en þeir komu af henn- ar fundi og að því hafi valdið meðfætt jafnlyndi og jákvætt lífsviðhorf þrátt fyrir áföll sem hún varð fyrir á tæplega aldar- langri ævi. Ekki spillti að á næmu skeiði átti ég heima við Hafnarstræti og hinum megin götunnar stóð Kassagerð KEA þar sem maður Guðfinnu, Kolbeinn Ögmundsson trésmíðameistari, réð ríkjum, hlýr maður og ljúfur, enda voru þau samvalin hjón. Hann var í föðurætt af Reykjanesi, í móð- urætt úr Fnjóskadal. Fróðlegt hefði verið að rifja upp hvernig leiðir þeirra lágu saman á æsku- og ættarslóðum nyrðra og syðra, en um skeið bjuggu þau á Ill- ugastöðum í Fnjóskadal og kynntust þá föðurfólki mínu frá Sörlastöðum og reyndust því vel. Þau bönd héldust eftir flutning beggja til Akureyrar. Fyrir það skal nú þakkað á kveðjustund og ástvinum Guðfinnu vottuð sam- úð. Góð kona er gengin en eftir er sjóður minninganna. Hún var farin að þrá hvíldina. Hún fædd- ist við sjóinn fyrir norðan og hlýtur nú legstað við sjóinn fyrir sunnan þar sem hafaldan syngur henni sitt eilífa vögguljóð. Það fer vel á því. Hjörtur Pálsson. Í dag er til moldar borin frá Garðakirkju á Álftanesi Guð- finna Sigurgeirsdóttir frá Neð- ribæ í Flatey á Skjálfanda, lengst af húsfreyja á Akureyri og síðast í Hafnarfirði. Guðfinna var gift Kolbeini Ögmundssyni, for- stöðumanni Kassagerðar KEA á Akureyri, og byggðu þau sér hús í Helgamagrastræti 48 þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu suð- ur. Örlögunum þóknaðist að haga því þannig að á skólaárunum upp úr miðri síðustu öld tókst fóst- bræðralag með okkur Gísla syni þeirra hjóna og átti ég því nokk- urn kost á að kynnast heimilinu og fólkinu í Helgamagrastræt- inu. Það voru einstaklega skemmtileg, lærdómsrík og gef- andi kynni sem ég verð þakk- látur fyrir meðan ég lifi. Heimilið var gamaldags í besta skilningi þess orðs. Verkaskipting hjónanna var nokkuð ljós, hann réði utandyra, hún innandyra. Ég geri ekki ráð fyrir að þau hafi rætt málin og ákveðið að hafa þetta svona, heldur var þetta fyr- irkomulag það sem gilti víðast í þá daga – og gafst reyndar afar vel í flestum tilvikum. Heimilið í Helgamagrastræt- inu bar það með sér að þar var farið mjúkum höndum um menn og málefni. Smekkvísi húsmóð- urinnar var óbrigðul og heimilis- andinn hlýr og blandinn þessari notalegu kímni sem Guðfinna átti í svo ríkum mæli og Kol- beinn reyndar líka. Þau voru samhent í því sem öðru. Þarna mættu manni þær höfuðdyggðir sem við viljum helst hafa í heiðri, en gengur misjafnlega, þ.e. reglusemi, hógværð, lítillæti, já- kvæðni, skilningur á samferða- fólki að meðtöldu óendanlegu umburðarlyndi, einkum í garð okkar skólafélaga Gísla. Þau eru ófá skiptin sem Guð- finna bjó okkur veisluborð og stóð fyrir veitingum eins og hún væri að taka á móti meiri háttar þjóðhöfðingjum. Brosmild og hlý hellti hún í bolla, bauð okkur af réttunum og bað okkur að gera svo vel. Fá íslensk orðatiltæki hafa verið notuð jafnmikið og „að gjöra svo vel“. Á þessu orðatil- tæki hafa íslenskar húsmæður nánast einkaleyfi en það er ekki sama hvernig það er sagt. Fáar konur hef ég heyrt segja þetta með meiri velvild og hlýju en Guðfinnu. Þar fylgdu hugur og hjarta máli. Okkur strákunum þótti vænt um Guðfinnu og henni þótti vænt um okkur. Það áttum við kannski ekki alveg skilið en það er önnur saga. Eftir að hún var komin suður og orðin lasburða spurði hún Gísla oft um „gömlu strák- ana“ sína og bað fyrir kveðju til þeirra og þær kveðjur yljuðu manni svo sannarlega um hjarta- rætur. Langri og farsælli ævi Guðfinnu Sigurgeirsdóttur er lokið. Hún hverfur nú héðan með hreinan skjöld og skilur eftir fagrar og hlýjar minningar handa afkomendum sínum og samferðafólki. Nú við leiðarlok sendir gamla fjölskyldan í Barnaskólanum Gísla og Kol- brúnu, svo og öðrum aðstand- endum Guðfinnu, innilegar sam- úðarkveðjur og biður þeim guðsblessunar. Óttar Einarsson. Guðfinna Sigurgeirsdóttir ✝ Hilmar Ágústs-son fæddist 7. júní 1928 á Holti við Hjalteyri. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Fjalla- byggðar 23. maí 2011. Hilmar var son- ur Ágústs Haralds- sonar, f. 10.8. 1895 á Hólkoti í Hörg- árdal, d. 8.10. 1960, og Jóhönnu Sigrúnar Krist- insdóttur, f. 23.11. 1906 á Hauga- nesi við Árskógsströnd, d. 21.1. 1987. Systkini: Sveinberg Hann- esson, f. 16.10. 1931, Kristrún Hannesdóttir, f. 26.11. 1933, d. 14.11. 1939, Sóley Hannesdóttir, f. 5.3. 1935, og Gunnhildur Hann- esdóttir, f. 15.8. 1938. Hilmar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Stefaníu Árnýju Friðgeirsdóttur, 31.12. 1960. Foreldrar Árnýjar voru hjónin Friðgeir Árnason, f. 28.10. 1905, d. 18.6. 1984, og Sigurlaug Ingi- björg Skúladóttir, f. 23.12. 1904, d. 3.10. 1952. Hilmar og Árný eignuðust tvær dætur: 1) Jó- hanna Sigurlaug, f. 21.11. 1959, giftist Skúla Jóhannssyni, dætur þeirra eru Árný Sandra, f. 21.9. 1979, og Erna, f. 19.11. 1983. Þau skildu. Eiginmaður Jóhönnu er Birkir Már Ólafsson, f. 7.3. 1949, saman eiga þau soninn Örvar Snæ, f. 14.8. 1989. Barnabörn Jó- hönnu eru 6. 2) Hrönn, f. 29.12. 1964. Hrönn giftist Pétri Helga Gjuðjónssyni, f. 27.6. 1962, d. 4.6. 2004. Börn þeirra eru: Hilm- ar, f. 20.8. 1988, Guðrún Sif, f. 19.4. 1990, og Aðalsteinn, f. 2.9. 1997. Sambýlismaður Hrannar er Rafn Magnússon, f. 2.2. 1959. Hilmar eignaðist soninn Ágúst, f. 30.10. 1950, með fyrri eig- inkonu sinni, Fjólu Magn- úsdóttur, f. 31.5. 1928. Eig- inkona Ágústs er María Ketilsdóttir, f. 28.3. 1949, og eiga þau tvö börn, Hilmar, f. 21.5. 1972, og Fjólu Maríu, f. 9.6. 1975. Útför Hilmars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 14. Ég man fyrst eftir Hilmari heima hjá foreldrum mínum sem lítill drengur, þannig var að þeir félagarnir komu gjarnan við á laugardagskvöldum áður en farið var á ball, aðeins hitað upp fyrir gleði næturinnar. Minning mín frá þessum heimsóknum er sér- lega góð, þetta voru allt miklir hófsemdarmenn og ekkert nema léttleiki og gleði sem fylgdi þess- um heimsóknum. Síðan eru liðin tæp sextíu ár og vegna þess hvað minningin er ljúf og heimsóknirnar skildu ekk- ert eftir nema gleði, þá er hún of- arlega í minni. Síðan eftir að ég fullorðnaðist höfum við Hilli ver- ið ágætir vinir. Lengst af starfs- ævinni starfaði hann sem verk- stjóri og þar kom ljúfmennska hans og sáttfýsi vel í ljós, hann var raunar þannig skapi farinn að hann var hvers manns hugljúfi og mátti helst ekkert aumt sjá. Um tíma var hann kokkur á milli- landaskipum hjá Pálma svila sín- um og átti það ágætlega við hann. Eins og gengur og gerist komu menn með ýmsan varning úr þeim ferðum, ekki er ég viss um að það hafi allt ratað heim til hans, því helst vildi hann gefa vinum og kunningjum og naut ég þess oft, án þess að geta greitt fyrir á móti. Hilmar hefur átt við mikið heilsuleysi að stríða um allnokk- urn tíma, þar sýndi hann ótrúlegt æðruleysi, því oft voru kvalirnar miklar, en Árný var hans stoð og stytta og var dugleg að vera hjá honum þegar á sjúkrahúsdvöl stóð. Oft kom ég við hjá Árnýju og Hilla í þeim sama tilgangi og hann og þeir félagar til foreldra minna forðum, voru það sérlega ánægjulegar stundir, gjarnan teygðist lengur úr þeim en hjá fé- lögunum forðum. Því miður verð ég ekki heima til að fylgja þess- um vini mínum til grafar. Ég sendi Árnýju og fjölskyld- unni samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hilmars Ágústssonar. Björn Jónasson. Hilmar Ágústsson í öllu breyta er vildir þú. Gef ég verði sannur skáti sólskinsbarnið þitt á jörð. Svo að lokum þú mig látir ljóma skært í þinni hjörð. Þessi sálmur Hrefnu Tynes lýsir Ragnheiði Jónu vel. Ragn- heiður Jóna var ekki bara skáti, móðir, eiginkona, dóttir, systir og sannur vinur, heldur sann- kallað guðs barn sem bar mikla umhyggju fyrir öllum þeim sem minna máttu sín. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Elsku Trond, Ármann, Knut Egel, Jan Olav, Ármann, Katrín og Eyjólfur. Hugur okkar er hjá ykkur. Hanna Dóra, Trausti, Stef- án, Magnús Jökull og Sig- urður Óli. Elsku Ragnheiður mín. Nú er komið að leiðarlokum, ég þakka þér fyrir samfylgdina og vináttuna sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Guð geymi þig og varðveiti. Ég veit að amma hefur tekið vel á móti þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku frænka, einn daginn munum við hittast á ný. Elsku Trond, Ármann, Knut Egil, Jan Olav, Ármann, Kata og Eyjólfur, megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita í gegnum sorgina og lífið. Elísabet Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.