Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Sigurjón Jóns-son fæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit 21. október 1921. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðausturlands 29. maí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson, f. 20. maí 1884, d. 11. nóv- ember 1968 og Lucia Guðný Þórarinsdóttir, f. 11. janúar 1899, d. 26. ágúst 1998. Systkini Sigurjóns í ald- ursröð eru: Nanna Halldóra, f. 1923, gift Karli Ágústi Bjarna- syni, hann er látinn, þau eign- uðust átta börn. Þóra Guðleif, f. 1924 gift Þorsteini Jónassyni, hann lést 1987, þau eignuðust fjögur börn. Þorbjörg, f. 1927, gift Ragnari Júlíusi Sigfússyni, hann er látinn, þeirra börn eru tvö. Jörundur, f. 1929, kvæntur Önnu Jónsdóttur, þau eignuðust eina dóttur og átti Anna eina dóttur fyrir. Snorri, f. 1930, kvæntur Torfhildi Ólafs- dóttur. Baldur, f. 1932. Ingunn, f. 1935, hún lést 25. desember 2005, eftirlifandi maki hennar er Þórarinn Guðjón Gunnarsson, þau eignuðust eina dóttur. Sigurjón bjó lengst af á Smyrlabjörgum, en haustið 1988 flutti hann að Kirkjubraut 40 á Höfn ásamt Baldri bróður sínum og bjó þar þar til hann flutti á Hjúkrunarheimilið. Útför Sigurjóns fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér“. Ég heyrði Jesú ástarorð: „Kom, eg mun gefa þér að drekka þyrstum lífs af lind, þitt líf í veði er“. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal, að Drottins náðarstól. (Stefán Thorarensen) Þessar línur komu upp í hug- ann þegar okkur barst sú fregn að hann Sigurjón frá Smyrla- björgum væri dáinn. Sú frétt var hins vegar ekki alveg óvænt, því bæði var aldurinn orðinn hár auk þess sem hann var búinn að vera veikur um nokkurt skeið, þannig að þráin eftir hvíldinni var orðin honum kærkomin. Þrátt fyrir það er okkur sem eftir lifum söknuður og þakklæti í huga og hugurinn reikar til ár- anna í sveitinni okkar. Margar ljúfar minningar eig- um við öll frá heimsóknum að Smyrlabjörgum þar sem gest- risni og höfðingsskapur ein- kenndu heimilisfólkið og ekki lét hann Sigurjón sitt eftir liggja hvað það varðaði. Við munum drekkhlaðin kaffiborð með um það bil tuttugu kökusortum og við munum líka að heimareykta hangikjötið á Smyrlabjörgum var það besta í heimi. Sigurjón var alla tíð mikið hraustmenni, stór og sterk- byggður og eftir því duglegur og hjálpfús með falslausa fórn- arlund. Alltaf voru hann og Baldur bróðir hans komnir til aðstoðar ef einhversstaðar var þörf fyrir þeirra starfskrafta og fóru okkar heimili ekki varhluta af þeirra hjálpsemi. Mörg hand- tökin eiga þeir bræður í húskof- unum og ýmsu öðru í Lækjar- húsum og víðar í sveitinni. Elsku bróðir og frændi, við biðjum Guð að varðveita sálu þína og allar góðu minningarn- ar. Takk fyrir allt, hvíldu í friði og góða nótt. Þín systir, Þóra Guðleif, Kolbrún, Inga Lucia, Jón og þeirra fjölskyldur. Lítil atvik eða myndir frá því maður var barn eru ótrúlega skýrar, eins og þær séu geymd- ar á betri stað en það sem á eft- ir kom. Þannig rifjast upp myndir úr sveitinni af stórri hendi sem strýkur belginn fram af snoppunni á lambinu til að nýborningurinn nái að draga andann í fyrsta skipti, eða þar sem Sigurjón bendir í hverju skrefi hvar átti að keyra milli bagga, eða vingjarnlegar at- hugasemdir yfir eljunni í öllum, þótt varla hafi verið til vinnu- samari menn en þeir bræður Baldur og Sigurjón. Það voru forréttindi að kom- ast í sveit á Smyrlabjörg þar sem maður kynntist og tileink- aði sér að hluta hugsunarhátt, talsmáta og göngulag Suður- sveitunga. Maður kunni eftir sumarið að tala um girðingar og gegningar, slægju og skúri, kjarna og fosfat, við kunnum að keyra, jafnvel höfðum prófað að keyra gamla Chevrolet-vörubíl- inn hans Sigurjóns. Reyndar botnuðu vinirnir ekkert í þessu bóndabulli þegar maður kom heim að hausti. Maður var þó stoltur af sinni sveit og gat sagt vinunum frá þessari paradís sem menn heimsækja nú í stórum hópum eftir að svæðið varð að- gengilegra. Maður kynntist allri vinnu með þessum heiðursmönnum og tók þátt sem jafningi í flestu; að girða, að heyja, fylgjast með sauðburði, smala á hestum og draga í réttum. Maður átti hund sem fylgdi manni og kött sem forðaðist mann, maður var í embætti kúasmala og rölti eftir beljurössum og var forstjóri sem öllu réð og bar ábyrgð á uppeldi móðurleysingja. Vissir hlutir áttu samt bara heima í sveitinni, eins og gúmmískórnir sem Sigurjón hafði fengið Munda gamla til að sóla tvisvar um sumarið með bílslöngu- gúmmíi. Þeir voru líka afleitir í fótbolta þegar heim kom sem var sumarvinna flestra borgar- barna. Vinnusemin og myndarskap- urinn var ávallt í fyrirrúmi hjá þeim bræðrum og voru alltaf eitthvað að gera. Mér þótti skrýtið að lesa um byggingu pýramídanna á þessum árum, hvernig höfðu menn tíma til að standa í þessu þarna suðurfrá! Á Smyrlabjörgum var tekinn dagur á sumri til að dytta að hvíta íbúðarhúsinu okkar með fjóru burstunum sem blasa við af þjóðveginum. Þessi bær er nú áningarstaður ferðamanna sem ferðast upp á jökulinn og sveit- irnar í kring, Jökulsárlón, Öræf- in og Skaftafell. Í sveitinni var þó aldrei rætt um jökulinn sem hluta af daglegu lífi, hann bara lá þarna ofan á fjöllunum, þög- ull. Engum datt í hug að fara á hann nema til að bjarga ein- hverju, fyrr en ferðamenn fóru að streyma þangað. Maður var orðinn stálpaður og farinn að fá samanburð frá öðrum landsvæð- um þegar maður gerði sér grein fyrir náttúrufegurðinni kringum jökulinn sem laðar að ferða- menn langar leiðir. Það eru gömul sannindi að umhverfið mótar mannlífið, úr þessu umhverfi komu Lúlla, Sig- urjón og Baldur og voru forrétt- indi að fá á sínum uppvaxtarár- um að þekkja þetta heiðursfólk í þessu fallega umhverfi. Páll Ólafsson. Sigurjón Jónsson ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Halldórsstöðum í Reykjadal 8. júlí 1928 og ólst uppi á Hömrum í Reykja- dal. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Uppsölum, Fá- skrúðsfirði, 26. maí 2011. For- eldrar hennar voru Jón Friðriksson bóndi á Hömrum í Reykjadal, f. 25.11. 1899, d. 30.7. 1990, og Friðrika Sigfúsdóttir, f. 5.3. 1896, d. 10.3. 1971. Systkini Sigríðar eru: Sig- rún, f. 17.11. 1923, d. 30.6. 1990, Jón Aðalsteinn, f. 9.1. 1925, Val- Unu Sigríði og Ríkeyju, barna- börnin eru ellefu, b) Friðrik Svanur, f. 6.5.1959, kvæntur Bryndísi Gunnlaugsdóttur, þau eiga tvö börn, Kolbrúnu Töru og Sigursvein Árna, áður átti Svanur börnin Davíð og Berg- lindi, barnabörnin eru fimm, c) Valþór, f. 24.7. 1960, d. 12.5. 1980. d) Unnsteinn Rúnar, f. 30.8. 1963, kvæntur Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur, þau eiga dæturnar Telmu Ýri og Unni Ósk og eitt barnabarn, e) Áður átti Kári soninn Ásgrím Ragn- ar, f. 18.11. 1950, kvæntur Jó- hönnu G. Þorbjörnsdóttur, þau eiga þrjú börn, Úrsúlu Rögnu, Arnþór og Valþór og tvö barna- börn. Útför Sigríðar fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 14. gerður, f. 1.12. 1929, Unnur, f. 12.2. 1933, d. 1.7. 2000 og Þórdís, f. 7.10. 1934, d. 20.12. 1971. Sigríður giftist Kára Jónssyni sjó- manni, f. 9.12. 1930. d. 17.11. 2003. For- eldrar hans voru Guðný Svanhvít Guðmundsdóttir, f. 29.10. 1909, d. 5.8. 1998, og Jón Bernharð Ásgrímsson, f. 20.8. 1900, d. 12.5. 1936. Synir Sigríð- ar og Kára eru: a) Jón Bern- harð, f. 20.12. 1957, kvæntur Þórunni Lindu Beck, þau eiga fjögur börn, Kára, Pál Marinó, Í dag kveðjum við kæra tengdamóður okkar, Sigríði Jónsdóttur. Sigga eins og hún var ávallt kölluð var fáum kon- um lík. Hún hafði mjög sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um og lá ekki á þeim. Það gat verið gaman að taka snarpar samræður við hana hvort sem var um pólitík eða önnur álita- efni. Í pólitíkinni tók Sigga allt- af afstöðu með Framsókn. Hún var gamansöm og stolt kona sem fór sínar eigin leiðir. Sigga var mikil búkona og hennar líf og yndi var að gefa fólkinu sínu að borða og alltaf var spurt þegar maður rak inn nefið: „Ertu ekki svöng?“ Þá kom ekki til greina að segja nei, því það svar var ekki tekið gilt. Sigga var alin upp að Hömr- um í Reykjadal og alltaf voru sterkar taugar í dalinn sem henni þótti fallegasti staður í heimi. Þaðan fór hún á vertíð í Sandgerði þar sem hún hitti lífsförunautinn sinn hann Kára. Sigga og Kári eignuðust fjóra drengi. Þau voru samrýmd og á heimilinu var oft líf og fjör með fjóra spræka stráka, heimili sem ávallt stóð öllum opið. Margar góðar minningar eru til um þau hjónin spilandi marías við eldhúsborðið á Gilsbakka. Sigga tók á sínum tíma virk- an þátt í starfi Rauða krossins þar sem hún var gerð að heið- ursfélaga og einnig var hún heiðursfélagi í Ungmennafélagi Austurlands. Hún hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og missti helst ekki af leik þegar synir og barnabörn voru að spila. Sigga vildi halda stóra veislu þegar hún varð áttræð því hún sagðist hafa meira gaman af því að hitta fólkið sitt þá en í jarð- arförinni sinni. Sigga dvaldi á hjúkrunar- heimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði þar sem hún lést 26. maí sl. Að leiðarlokum viljum við þakka tengdamömmu fyrir alla þá ótal hluti sem hún hefur gert fyrir okkur og afkomendur okkar. Hvíl í friði, kæra Sigga. Bryndís, Jóhanna María og Þórunn Linda. Hinsta kveðja til elsku ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Davíð, Berglind, Kolbrún Tara og Sigursveinn Árni. Elsku amma Dódó. Með þessum orðum langar mig að þakka þér fyrir alla þá gleði, ást og umhyggju sem þú hefur gefið mér í gegnum tíð- ina. Sú hugsun að þið afi séuð sameinuð á ný léttir sorgina mikið. Þagna sumars lögin ljúfu litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigurður Sig-urðsson fædd- ist 1. ágúst 1932 í Reykjavík. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Hvammstanga 20. maí 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Jóns- son rafvirkjameist- ari og Vigdís Anna Gísladóttir, bæði ættuð frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Systkini: Sigurveig, maki Hjalti Þorvarðarson, Gísli Þór, maki Sigrún Jónsdóttir, Jó- hanna, maki Gudmund A. Han- sen, Jón, fyrri kona Guðfinna Jónsdóttir, seinni kona Dagmar Guðmundsdóttir, Halla, maki Sigurgeir Kjartansson. Sigurður lifði öll systkini sín. Sigurður byggði íbúðarhúsið Mánagarð á Hvammstanga 1957 og bjuggu þau lengst af þar en síðustu árin á Hjallavegi 14. Ungur fór Sigurður að vinna fyr- ir sér, var m.a. til sjós í Vest- mannaeyjum og í síma- vinnuflokki við störf í Húnavatnssýslu. Starfsmaður Mjólkurstöðvar Kaupfélags V- Hún. frá 1959 þangað til hann hóf störf í lögreglunni 1977. Lauk námi í Lögregluskólanum 1979. Hafði þá í nokkur ár starf- að sem héraðslögregluþjónn. Hætti störfum 1998. Sigurður var virkur í félagsmálum, í ung- mennafélagi, slysavarnafélagi, lionsklúbbi og seinustu árin í fé- lagi eldri borgara. Útför Sigurðar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 3. júní 2011, kl. 14. Sigurður kvæntist 17. maí 1955 Sigríði Ásu Guðmunds- dóttur, f. 17.9. 1933. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason brúar- smiður og Valgerður Þorsteinsdóttir. Syn- ir Sigurðar og Ásu eru: 1) Guðmundur, f. 1955, maki Sóley Ólafsdóttir. Þeirra börn eru: Guðmundur Valur, maki Bergþóra Tryggvadóttir, þau eiga þrjú börn; Sigurður Þór, maki Hildur Stefánsdóttir, þau eiga þrjú börn; Sigríður Ása, maki Gunnar Reynisson, hún á eitt barn. 2) Sigurður Hallur, f. 1967, maki Stella Steingrímsdóttir. Börn þeirra eru Eva Björg, hún á tvö börn, og Sigurður Örn. Mig langar að minnast hans afa míns í nokkrum orðum. Afi var alveg sérstaklega góður maður og það eru margar góðar stundir að minnast. Á nánast hverjum degi eftir sundæfingu hjá mér fór ég heim til ömmu og afa og aldrei klikk- aði það að þau ættu eitthvað handa manni. Það var alveg sama hversu stutt hafði verið frá því að mað- ur hitti afa seinast, hann var alltaf jafn áhugasamur um hvað væri í gangi í lífinu manns, allt- af spurði hann hvernig gengi í skólanum og vinnunni, jafnvel þótt maður hefði síðast hitt hann daginn áður, og hafði allt- af trú á því að maður myndi rúlla upp prófunum og ná langt í lífinu. Mér fannst alltaf gaman að fara með afa þegar hann þurfti að sinna einhverjum er- indum. Þegar ég var hjá þeim og hann þurfti að fara eitthvað, vitja um netin sem hann lagði niður við sjó, eða skjótast eitt- hvað fyrir hana ömmu vildi ég alltaf fara með honum, því mér fannst mjög gaman að vera með honum. Það geislaði af honum hlýjan og góðmennskan. Nú þegar leiðir skilur er gott að geta hugsað um allar þessar góðu stundir hjá afa og ömmu. Sigurður Örn Sigurðsson. Mikið finnst mér óraunveru- legt að sitja hér og skrifa þessa minningargrein um hann afa. Hugur minn flytur mig til þess tíma þegar afi kom fyrst inn í mitt líf, þá ég var um það bil 7 ára gömul. Afi og amma tóku mér opnum örmum frá fyrsta degi og hefur það verið þannig alveg síðan. Betri ömmu og afa hefði ég ekki getað valið sjálf. Hann var alltaf svo traust- ur, rólegur og góður maður, og þegar maður rölti yfir til þeirra í heimsókn fann maður alltaf fyrir öryggi og vissi að nú yrði sko dekrað við mann. Það var ekki bara við mann- fólkið sem fann fyrir góð- mennsku afa því oft á tíðum var algjörlega ómögulegt að fara út að ganga með Skugga, hundinn okkar, nema að kíkja við hjá þeim í leiðinni. Hann vissi líkt og ég að þar var gott að vera og dró mig iðulega að húsinu þeirra. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur fækkaði heimsóknunum til ömmu og afa talsvert en síðast þegar ég, mamma, pabbi og Siggi fórum öll saman í heim- sókn til þeirra sátum við Siggi bróðir heillengi að spjalla við afa um starf hans í lögreglunni. Okkur Sigga hefur alltaf langað að fara í lögregluna og þegar afi sagði okkur frá starfinu sínu geislaði af honum. Við systkinin tölum enn um það hversu gam- an það var að tala við hann um þetta og hversu vænt okkur þykir um þessa stund. Mér þykir mest sárt að hafa ekki náð að kveðja afa almenni- lega áður en hann fór. Þrátt fyrir veikindin taldi ég okkur hafa meiri tíma. Það allra síð- asta skipti sem við hittumst missti ég af því þegar afi og amma lögðu í hann heim úr bænum aftur og náði ekki að knúsa hann bless, ég var inni að svæfa litlu guttana og eins og svo oft sofnaði ég með þeim. Þegar ég vaknaði aftur voru þau farin norður. Það stingur mig í hjartað að ég hafi ekki náð að kveðja hann afa minn en ég er þó heppin að ég á fullt af góðum minningum sem ávallt munu lifa. Þó söknuðurinn sé mikill, þá er það huggun harmi gegn að afi hefur nú verið leyst- ur frá þrautum síðustu mánaða. Minning um góðan mann mun lifa áfram í hjörtum okkar og í arfleifð hans sem eru börn- in, afabörn og langafabörnin. Öll hafa þau erft eitthvað af góðum eiginleikum hans. Eva Björg. Nú þegar við kveðjum Sigga er okkur systkinunum efst í huga sú hlýja og örlæti sem við nutum ávallt af hans hálfu. Minning hans mun lifa með okkur um ókomna tíð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Elsku Ása, Gúndi, Hallur og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gerður, Guðrún, Helgi Þór og fjölskyldur. Þegar kemur að kveðjustund eftir nær 50 ára samferð renna minningarnar gegnum hugann. Við Siggi Sig. eða Siggi lögga, eins og hann var oftast kallaður, tengdumst fjölskylduböndum. Komum hvor úr sínum lands- hlutanum inn í fjölskylduna á Sunnuhvoli. Ólíkir vorum við en áttum mörg sameiginleg áhuga- mál sem batt okkur vel saman. Siggi var svaramaður minn í brúðkaupi mínu og efalaust hef- ur hann fundið til ábyrgðar vegna þess, því alla tíð var hann okkur Gerðu stoð og stytta. En svona var Siggi. Sannur öðling- ur, hógvær og viðmótsþýður og gott til hans að leita. Gott skapferli kom sér líka vel í starfi hans sem lögreglu- maður. Siggi var í lögreglunni á Blönduósi á þjónustusvæði sýslumannsins í Húnavatns- sýslum og var mjög virtur í starfi og naut mikils trausts samborgaranna. Siggi var félagslyndur og var vel virkur í ýmsum félögum, einkum ungmennafélagi og seinni árin í félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra þar sem hann var ákveðinn drifkraftur. Siggi tróð sér aldrei fram en sinnti af alhug þeim störfum sem hann var valinn til. Siggi var ágætur bridgespil- ari, við vorum spilafélagar í all- nokkur ár og gekk bara vel. Margar minningar vakna og gleðistundir rifjast upp úr sam- eiginlegum utanlandsferðum, á sólarstrendur eða í stórborgar- ráp um verslunargötur eða skoðunarferðir í kastala og söfn, í leikhús eða í djassklúbb. Sigurður Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.