Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Viltu mínar þakkir þiggja þakkir fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vina þerraðir tár. Autt er sætið, sólin horfin sjónir blinda hryggðar-tár. Elsku mamma, sorgin sára sviftir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýja hönd er græddi og hvílu bjó þreyttu barni og bjó um sárin bar á smyrsl, svo verk úr dró. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höf. ók.) Elsku amma, ég á aldrei eftir að gleyma þér. Takk fyrir allt. Telma Ýr Unnsteinsdóttir. Sigríður móðursystir mín var mesti æringi á yngri árum. Þess nutum við börnin, frænd- systkini hennar, í ríkum mæli. Með uppátækjum sínum, sem stundum gátu verið nokkuð ógnvænleg, varð hún til þess að við tókum að kalla hana grýlu frænku. Hafði hún gaman af þeirri nafnbót og gekkst við henni til æviloka. Ung að árum hvarf hún af heimaslóðum er hún fluttist með heitmanni sínum, Kára Jónssyni, til fjarlægra stranda. Í þá daga var langt að heiman til Fáskrúðsfjarðar. Af og til komu þau þó í heim- sókn, Sigga og Kári. Þá var há- tíð í bæ og mikið hlegið og ærslast eins og fyrr, enda var Kári einnig léttur í lund. Síðan kom að því að við fjölskyldan réðumst í það stórvirki að heimsækja þau. Þá var ég á fermingaraldri. Sú ferð var mér og okkur öllum ógleymanlegt ævintýri. Því þótt hún reyndist torsótt um hálfófæra vegi yfir fjöll og firnindi bar svo margt framandi og nýstárlegt fyrir augu að allt það leiða gleymd- ist. En það sem upp úr stóð voru þó móttökurnar og sam- veran með frænku og fjölskyldu hennar á þessum ævintýrastað sem mér hefur síðan fundist Fáskrúðsfjörður vera. Sigga frænka hélt ætíð mik- illi tryggð við fjölskyldu sína og ættarslóðir. Á seinni árum voru þau Kári einstaklega dugleg við að sækja ættmennin heim og létu sig sjaldan vanta þegar til- efni gáfust til að eiga með þeim samfundi hvort heldur á stund- um gleði eða rauna. Og mikið fagnaði hún vinum sínum og ættingjum þegar þeir áttu þess kost að líta við hjá henni, það fengum við hjónin svo sannar- lega að reyna. Enda þótt minning mín um Siggu frænku sé eingöngu um- vafin hlýju og glaðværð, þá veit ég að hún gat verið stór í stykkjunum og gustmikil ef svo bar undir. Hún var kona mikilla tilfinninga og sterkra skoðana. Á þeim lá hún heldur ekki enda hreinskiptin og órög að fylgja málum sínum fram. En Kári hafði mildandi áhrif, trúi ég, og víst er um það að þótt þau hjón væru um margt ólíkrar gerðar voru ætíð með þeim miklir kær- leikar. Það var henni því mikið áfall er hann féll frá fyrr en efni stóðu til. En áföllum tók frænka mín af stakri hugprýði þótt þung væru, eins og þegar hún varð að sjá á eftir syni sín- um, Valþóri, í blóma lífsins. En lífið var henni jafnframt gott og gjöfult. Hún eignaðist stóran hóp afkomenda og tengdafólks sem hún var stolt af og var henni mikill gleðigjafi. Ég kveð kæra frænku mína þakklátum huga fyrir allt það sem hún vann og var mér og mínum. Sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur frá Hömrum. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Góð vinkona hefur kvatt eftir langvarandi vanheilsu. Hún var orðin þreytt, lífsneistinn horf- inn og ekkert framundan til að hlakka til. Eftir að Sigga missti elskulegan eiginmann sinn, Kára, var eins og slokknaði á ljósi. Fyrir henni var hann lífið sjálft. Sigga mín var norðlensk, fædd í Reykjadalnum, hún ólst upp á fyrirmyndarheimili í glöðum systkinahópi. Hún stundaði nám við Laugaskóla, fór síðan sem matráðskona á vertíð suður á land. Þar kynnt- ist hún Kára sínum og fluttist með honum austur á Fáskrúðs- fjörð og bjó þar í liðlega hálfa öld. Þau hjónin eignuðust fjóra syni, sem allir reyndust foreldr- um sínum vel, og góðar tengda- dætur sem Sigga mat mikils. Það var henni þungt áfall þegar Valþór sonur þeirra lést á besta aldri úr hvítblæði. En hún tókst á við sorgina af æðru- leysi. Sjálf veiktist Sigga af krabbameini sem hún vann bug á. Hún var eins og reyrinn, bognaði en brotnaði ekki, kvartaði aldrei en gat gert óspart grín að sjálfri sér. Það voru forréttindi að þekkja Siggu, við kynntumst fljótlega eftir að hún flutti á Fáskrúðsfjörð. Hún gekk í Slysavarnafélagið og varð fljótt virk þar og unnum við saman að ýmsum málum og urðum kunningjakonur og síðar vin- konur þegar hún var flutt í ná- grenni við mig. Við vorum sam- an í saumaklúbbi um árabil. Við brölluðum ýmislegt sem ekki er á prent setjandi en allt var það græskulaust og oft var mikið hlegið. Eftir að drengirnir voru flognir úr hreiðrinu gerðist Sigga dagmamma um nokkurra ára skeið. Það var gaman að kíkja í heimsókn og sjá reglu- semina og agann hjá henni. Það var til mikillar fyrirmyndar. Með þakklæti kveð ég vamm- lausa konu sem mörgum gerði gott og er þakklát fyrir að hafa átt hana að vini. Ég bið Guð að blessa afkom- endur hennar og votta þeim virðingu. Guðrún Einarsdóttir frá Odda. Íþróttir voru Sigga mikið áhugamál. Hann stundaði ungur knattspyrnu en einkum skíða- íþróttir og keppti fyrir KR á skíðum. Enginn skíðaði eins lip- urlega og Siggi í brekkunum í Kirkjuhvammi. En fótboltinn var aðalmálið. Margar ferðir fórum við fé- lagarnir og Kalli Sig. til Ak- ureyrar, Akraness og Reykja- víkur til að horfa á leiki. KR var liðið hans Sigga. Og Evrópu- boltinn var líka vinsæll. Lands- leikur í Glasgow og leikir á stóru völlunum í London, Hig- hbury, White Hart Lane og Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, sem var liðið hans Sigga. Ferðin okkar til Mílanó á San Siro-völlinn á leik Inter og Juventus var mjög eftirminnileg og oft rifjuð upp. Þá sáum við marga af allra bestu fótbolta- mönnum Evrópu í leik. Siggi átti góða og samhenta fjölskyldu sem hann naut að vera með. Ása var stoðin og styttan. Þau voru vinmörg og tóku vel á móti gestum. Siggi greindist með alvarleg- an sjúkdóm fyrir fáum mánuð- um og barðist við erfið veikindi til loka. Við Gerða þökkum Sigga fyr- ir ánægjulega samveru og send- um Ásu, Gúnda og Halli og fjöl- skyldum hjartanlegar smúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau í sorginni. Bless- uð sé minning hans. Kristján Björnsson. Mér er ljúft og skylt að minnast Sigurðar Sigurðssonar sem við nú kveðjum. Sigurði kynntist ég fyrst sem lögreglu- manninum Sigga löggu. Vett- vangur hans var aðallega í Húnavatnssýslum og á Hvammstanga þar sem hann hafði starfsaðstöðu. Þar átti hann einnig heimili sitt með konu sinni, henni Ásu. Sem starfsmaður grunnskólans á staðnum átti ég gott og einkar skemmtilegt samstarf við for- eldrið og löggæslumanninn. Lögreglumaður staðarins hafði það hlutverk meðal annars að koma í skólann og draga úr réttum lausnum nemenda í jóla- getraun Umferðarráðs. Hann kom síðan bókagjöfum til þeirra nemenda er dregnir voru út á aðfangadag. Minnist ég þess hve óþægilegt honum þótti þeg- ar hann dró nafn barnabarna sinna og vildi jafnvel draga aft- ur. En þannig var Sigurður heill og til hans var gott að koma og ræða málin. Á þessum árum ríkti stöðu- leiki á Hvammstanga, uppbygg- ing mikil og íbúum fjölgaði. Sundlaug var vígð og tekin í notkun 4. september 1982 svo nú óx sundíþróttinni ásmegin. Sigurður varð á þessum árum formaður Sunddeildar Kor- máks. Þar var hann sem klettur og vann gott og óeigingjarnt starf. Starf deildarinnar á þess- um tíma var frábært, mörg mót heima og að heiman og alltaf var minn tilbúinn og hvatti unga sundfólkið og okkur hin áfram. Sigurður var hins vegar ekki sundmaður heldur liðtækur skíðamaður á sínum yngri árum og keppti í skíðaíþróttinni með liði sínu KR. Sigurður var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist vel með því sem fram fór bæði innan og utan land- steinanna. Eftir að undirritaður flutti sig um set urðu samskipt- in við Sigurð og Ásu lítil, en alltaf fylgdist ég með og spurði frétta af þeim hjónum. Ósjaldan rakst maður á syni hans og barnabörn og spurði frétta um foreldrana, afa og ömmu, en einnig lífið á Hvammstanga. En þannig er lífið, við förum og komum, dveljum með vinum og kunningjum, eigum okkar góðu stundir. Þannig voru stundir mínar með Sigurði. Við Kristín sendum Ásu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Vonum við að minningin um góðan mann lifi með þeim og styrki þau í sorg- inni. Flemming Jessen. Með Sigurði Sigurðssyni er genginn heilsteyptur maður og mikill öðlingur. Siggi lögga, eins og hann var gjarnan kallaður, var ljúfmenni og notalegur í allri viðkynningu. Á heimili Sigga og Ásu ríkti andi vináttu, þar sem gestum var fagnað og vel gert við alla sem þau sóttu heim. Þar var allt í röð og reglu og snyrtimennsk- an réð ríkjum. Í mörgu voru þau hjónin ólík en engu að síður samstiga og samferða. Nöfnin þeirra voru bæði nefnd ef ann- ars var getið, Siggi og Ása eða Ása og Siggi. Þegar við fluttum í Húna- þing, ung og óreynd með unga dóttur, þá var gott að eiga vin- áttu þeirra hjóna. Þau tóku okk- ur með sem hluta af sinni fjöl- skyldu og létu sér annt um okkur á allan hátt. Þá var Hall- ur enn í foreldrahúsum en Gúndi og Sóley að stofna sitt heimili. Sigurði hafði ég kynnst þegar hann var að hefja störf, sem fastráðinn lögreglumaður í Húnavatnssýslum. Þá kom hann í þjálfun og kynningu hjá rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík og fékk ég þann heiður að mega sjá um veru hans þar. Við urðum góðir vinir og síð- ar veiðifélagar á stundum og það var aldrei hávaði eða ákafi sem stóð í veginum. Siggi var engu að síður með heita lund og gat líka verið viðkvæmur, ekki síst þegar óvæginni gagnrýni var beint að honum sem lög- reglumanni. En það að vera lög- reglumaður í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla er ekki auðvelt. Siggi komst vel af í þessu starfi á sinn hægláta og vingjarnlega hátt. Honum tókst með lempni og samræðum að leysa mörg mál sem að öðrum kosti hefðu getað fuðrað upp. Sigga var líka ofarlega í huga að minnast góðra stunda. Hann tók mikið af myndum og hélt þeim til haga með texta og at- hugasemdum og þannig mátti upplifa aftur góðar stundir lífs- ins. Það voru ekki síst veiðiferð- irnar sem voru myndaðar og þeir stóru, sem í þá daga veidd- ust. Og alltaf var Hallur með og hann lærði og varð fljótt af- burðaveiðimaður. Þau Siggi og Ása voru stolt af sonum sínum og mega svo sannarlega vera það, því þeir eru einstakir sómamenn. Barna- börnin voru þeim einkar kær og nálæg og veit ég að missir þeirra er mikill. Afi sem var hættur að vinna fyrir nokkru gaf þeim mikið af sínum tíma og naut þess að vera með þeim og fagna með þeim áföngum lífsins. Siggi hafði með lífsvegi sín- um skráð ljúfa sögu sem gleym- ist ekki okkur sem fengum að njóta. Hann lifir í hugum okkar og Ása verður að umbera okkur í því að segja áfram Ása og Siggi. Þannig voru þau saman og verða það áfram í þögulli minningu Guðs. Guð blessi minningu Sigurðar Sigurðsson- ar og ástvini hans alla. Unnur og Pálmi Matthíasson. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Elskulegur faðir okkar, ÞORSTEINN JÓAKIMSSON bifreiðarstjóri, Hlíf 2, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega látið minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði njóta þess. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Páll Kristmundsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Árni Aðalbjarnarson, Gunnar Theodór Þorsteinsson, Elín Huld Halldórsdóttir, Friðgerður Þorsteinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 20. maí. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 3. júní, kl. 13.00. Jón Guðnason, Kolbrún Hámundardóttir, Ásdís Guðnadóttir, Guðný Sigrún Guðnadóttir, Guðrún Petra Guðnadóttir, Þorsteinn Arthursson, Guðni Guðnason, Rósa Sólrún Jónsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLA MARGRÉT OTTÓSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 29. maí, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. júní kl. 11.00. Björg Margrét Sigurgeirsdóttir, Jakobína Elsa Ragnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Björgvinsson, Friðrik Ottó Ragnarsson, Margrét Sólveig Sigurðardóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Þór Ragnarsson, Sigríður Þráinsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Oddný Vestmann, Þórður Úlfar Ragnarsson, Anna Sólveig Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS BREIÐFJÖRÐ SIGURJÓNSSONAR frá Norður-Bár. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Fellaskjóls, Grundarfirði, fyrir alúð og góða umönnun. Guðrún Hansdóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristján Runólfsson, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA SIGMUNDSDÓTTIR frá Björgum, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki mánudaginn 30. maí. Útförin verður gerð frá Hofsóskirkju laugar- daginn 4. júní og hefst athöfnin kl. 16.00. Sigurður Kristjánsson, Kristín R. Fjólmundsdóttir, Aðalheiður S. Kristjánsdóttir, Fjólmundur Fjólmundsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Vallholti 14 Ólafsvík lést á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 14.00. Lúðvík Þórarinsson, Hrefna Lúðvíksdóttir, Gísli Páll Björnsson, Inga Birna Lúðvíksdóttir, Guðlaug Lúðvíksdóttir, Kristjón V. Guðmundsson, Hildur Lúðvíksdóttir, Gunnþór Ingvason, Jón Þór Lúðvíksson, Bjarney Jörgensen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.