Morgunblaðið - 03.06.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.06.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Stefán AntonHalldórsson fæddist á Eyr- arbakka 14. júní 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 27. maí 2011. Foreldrar Stef- áns voru Val- gerður Jóna Páls- dóttir, f. 5.5. 1926, d. 26.10. 2006 og Halldór Jónsson, f. 30.9. 1927, d. 16.7. 2005. Systkini hans eru Ingunn, Jón, Páll og Anna Oddný. Stefán kvæntist Ernu Frið- riksdóttur, f. 9.5. 1951, þann 29.12. 1973. Foreldrar hennar: Margrét Sighvatsdóttir, f. 28.7. 1931, d. 15.11. 2009 og Friðrik Erlendur Ólafsson, f. 5.6. 1928. Börn Ernu og Stef- áns eru: 1) Dagmar, f. 27.7. 1971, gift Hjalta Einarssyni, f. 8.1. 1972. Þau eiga fjögur börn. Ernu Sif, Viktoríu Ágústu, Stefán og Agnesi Evu. 2) Friðrik Erlend- ur, f. 6.10. 1976, sambýliskona hans er Jónína Margrét Hermannsdóttir, f. 28.9. 1977. Þau eiga þrjú börn. Dagmar Lilju, Margréti Guðfinnu og Hermann. 3) Sigurður Ari, f. 27.9. 1982, sam- býliskona Ida So- fie Thorp Steffensen, f. 26.8. 1984. Stefán lauk vélstjórnarprófi 1974 og starfaði eftir það sem vélstjóri á bátum Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja og Smáey VE. Árið 1987 fór Stef- án í land og starfaði hjá Vinnslustöðinni, fyrst við við- hald útgerðar og síðan við við- hald fiskvinnsluvéla allt til síð- asta dags. Stefán lauk vélvirkjanámi 1990. Stefán verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Kveðja frá eiginkonu. Þú barðist við vágest með kjafti og klóm, uns kraftarnir fóru að dvína. Þín hugsun samt skýr eins og fal- legt sólblóm, sem okkur mun fylgja og skína. Með söknuð í hjarta við þökkum þér margt, þín nærvera þroskaði og kenndi. Að lífið er dýrmætt og stundum svo hart, samt viðkvæmt og brothætt í hendi. (SHL) Elsku Stebbi minn. Takk fyrir allt. Þín Erna. Hann var hávaxinn, fallegur, skemmtilegur, góður og með af- brigðum duglegur maður. Þessi orð lýsa pabba mínum best sem ég kveð nú með mikl- um söknuði. Mér finnst svo óraunverulegt að hugsa til þess að fyrir ekki meira en níu vikum var pabbi lagður inn á spítala með höf- uðverk og nú er hann farinn. Ég var pínulítill ungi þegar mamma og pabbi giftu sig og fljótlega fluttum við til Eyja í kjallarann hjá langömmu og langafa í Ási. Með mikilli vinnu tókst pabba og mömmu að byggja okkur systkinum stórt og fallegt heimili við Stapaveg sem við fluttum inn í óklárað. Pabbi var lærður vélstjóri og stundaði sjóinn af krafti til margra ára. Mamma var því mikið ein með okkur systkinin og þegar ég hugsa til baka fyll- ist ég ólýsanlegri aðdáun á því hvað henni tókst vel að halda öllu gangandi. Þegar pabbi svo loksins hætti til sjós fór hann að vinna sem vélamaður í Vinnslustöðinni. Þar varð hann ómissandi vinnukraft- ur, þar til hann veiktist. Á mínum yngri árum fóru pabbi og mamma með okkur í ekta útilegur og þegar ég segi ekta meina ég tjald, prímus og piss í guðsgrænni náttúru. Þetta er hlutur sem ég vil að börnin mín fá að upplifa. Fyrir utan barnabörnin voru áhugamál pabba golf og tölva, þegar tími gafst til. Hann gat al- gjörlega gleymt sér við allskyns tölvuforrit sem ég hef reyndar ekkert vit á. Barnabörnin voru gullmolarn- ir í hans lífi og eru þau fjögur í Eyjum, þrjú í Njarðvík og enn einn molinn á leiðinni í Noregi. Bræður mínir fluttust báðir frekar snemma frá Eyjum og var ég því ein eftir, sem voru auðvitað viss forréttindi fyrir gullmolana mína. Þegar ég og maðurinn minn keyptum okkur hús vorum við svo lánsöm að það var örstutt frá pabba og mömmu. Eyjamol- arnir voru því tíðir gestir hjá ömmu og afa. Þar var alltaf til Swiss-miss, hrísmjólk og annað góðgæti. Þegar mamma ákvað að end- urmennta sig þurfti hún að fara til Reykjavíkur af og til. Setti þá Stebbi litli náttföt og tannbursta í bakpoka og rölti upp á Stapa- veg til að passa afa sinn. Þar sátu þeir svo við sjónvarpið yfir góðri mynd með ýmislegt góð- gæti fyrir framan sig. Svona voru Stebbarnir í hnotskurn. Fyrir stuttu keyptu pabbi og mamma bústaðinn hans afa, „Litla húsið í skóginum“, og voru þau byrjuð að byggja við hann til að rýmra yrði um alla fjölskylduna. Þennan yndislega bústað átti að nota með fjölskyldunni á efri árum. Þetta var hans draumur sem við fjölskyldan munum klára með Friðrik bróður í far- arbroddi. Nú er komið að leiðarlokum, elsku pabbi minn. Takk fyrir að vera sá maður sem þú varst og Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín dóttir, Dagmar. Elsku pabbi. Í dag kveð ég þig eftir að hafa horft á þig berjast eins og hetja við veikindi. Ég er svo stoltur af þér að hafa aldrei gefist upp þrátt fyrir að allt virtist á móti blása. Ég veit að þú ólst mig upp með þeirri hugsun að gefast aldrei upp, alveg sama hvað bjátaði á. Og er það lýsandi hversu mikl- um baráttuhug þú bjóst yfir þegar þú fórst á gjörgæsluna og sagðir við lækninn: „Jæja, nú læknarðu mig.“ En svona varstu. Yfirvegaður og rólegur alveg sama hvað bjátaði á. Þótt maður tæki upp á því að fylla Stapaveginn af vin- um um þjóðhátíð eða á goslok- um. Og stundum vissi ég ekkert hvaða fólk var að gista heima. Það var nóg að segjast vera vin- ir mínir og þá var það bara „mi casa su casa“ hjá þér. Samviskusamari mann er erf- itt að finna. Þú varst alltaf klár í að hjálpa öllum, hvort sem þeir voru í bónus eða ekki.Veit ég að það verður mikil eftirsjá að þér niðri í Vinsló. Þú varst frábær afi og áttir þér sálufélaga í honum nafna þínum. En þó án þess að það bitnaði á neinu öðru barnabarni. Ég tárast bara við tilhugsunina að Hermann muni ekki fá að kynnast þér eins og stelpurnar mínar gerðu. En ég veit að sög- urnar af þér og prakkarastrik- um þínum munu lifa áfram. Þið mamma hafið alltaf reynst mér ómetanleg í öllu íþrótta- brölti mínu og veit ég að lands- leikir og önnur afrek í körfu- bolta væru frekar fá ef ykkar hefði ekki notið við. Ég mun aldrei gleyma feðg- aferðinni okkar til Noregs. Þangað fórum við til að sjá Sig- urð bróður og Ingimund keppa um Noregstitilinn. Mér fannst þetta magnað. Ég og þú einir í fimm daga og má með sanni segja að það hafi verið fjör hjá okkur sem topp- aðist þegar Elverum vann svo titilinn. Það er ekki oft sem ég hef séð þig eins stoltan og þegar litli bróðir tók við gullinu þann dag. Við vorum búnir að plana allt sumarið í að græja sumarbú- staðinn. En svona breytist þetta fljótt. Á níu vikum ertu farinn frá mér. En við Jóna munum taka við keflinu þar sem þú skildir við það. Og ég lofa þér að ég mun klára húsið með góðra manna hjálp þannig að fjölskyld- an okkar mun eiga þennan samastað sem þú óskaðir okkur. Elsku pabbi, ég gæti skrifað endalaust um þig og til þín. En kallið er komið. Það eru forréttindi að kalla þig pabba og besta vin minn. Guð geymi þig, elsku pabbi. Sjáumst síðar. Lífið er yndislegt, sjáðu, það er rétt að byrja hér lífið er yndislegt með þér. (Hreimur Örn Heimisson) Þinn sonur, Friðrik Erlendur. Elsku pabbi minn. Engin orð fá því lýst hve mik- ið ég sakna þín núna. Ég er ein- hvern veginn ekki búinn að sætta mig við það að þú sért far- inn frá okkur. Mér finnst þetta bara svo óréttlátt að þetta skyldi enda svona. Manni er sagt að maður verði að geta sleppt þér, en þeg- ar ég hugsa um að mitt fyrsta barn eigi aldrei eftir að kynnast þér, þá brest ég í grát. Einnig græt ég þegar ég hugsa um að þú fáir aldrei að sjá mig eða Friðrik gifta okkur. Þetta er tákn um hve mikil- vægur þú varst mér og okkur í lífi þínu. Það veitir mér þó frið að vita að þú sért kominn á betri stað og þjáist nú ekki meir. Þessar undanfarnar vikur hafa verið þér einstaklega erfiðar og þú barðist eins og hetja. Það ertu líka fyrir mér, þú ert hetjan mín og þú og mamma eruð bestu fyrirmyndir sem hugsast geta. Og það mun ég segja mínum börnum. Hve duglegur þú varst, öllum alltaf svo góður og varst alltaf til staðar þegar ég þarfn- aðist þín. Ég er svo stoltur og þakk- látur fyrir að hafa átt þig sem föður og fyrir þau ár sem við fengum saman. Þú skírðir mig eftir manni sem fyllti þig af stolti og því ætla ég að gera það sama ef guð gefur mér son. Hvíl í friði, elsku pabbi minn, og þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég veit þú munt vaka yfir okkur og gæta okkar á óförnum vegum. Minning þín mun lifa í mér til æviloka. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þinn sonur, Sigurður Ari. Elsku Stebbi. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt. Að koma orðum yfir tilfinningarnar virðist nær ógerlegt, það er svo margt sem mig langar til að segja þér. Takk fyrir þinn frábæra húm- or og góðlegu stríðni sem bless- unarlega hefur smitað út frá sér. Takk fyrir alla þá ást og hlýju sem þú hefur gefið og hversu innilega þú bauðst mig vel- komna í fjölskylduna. Það eru forréttindi að vera partur af svo sterkri heild sem stendur saman og styrkir hvert annað á þessum erfiða tíma. Sárast þykir mér að börnin mín eiga ekki eftir að kynnast afa sínum betur, það er svo margt sem þú áttir eftir að kenna þeim, það sem afar einir geta kennt. Það verður erfitt að finna ein- hvern sem gefur hjartakreistur eins og þú, elsku Stebbi. Takk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Jónína Margrét Hermannsdóttir. Stefán Anton Halldórsson  Fleiri minningargreinar um Stefán Anton Hall- dórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þökkum samúð og kveðjur við andlát og útför YNGVA RAFNS BALDVINSSONAR fyrrum íþróttafulltrúa Sólvangsvegi 1 Hafnarfirði Friðrik E Yngvason, Theodóra Gunnarsdóttir, Björgvin Yngvason, Birna Hermannsdóttir, Stefán Yngvason, Nína Leósdóttir, Yngvi Rafn Yngvason, Alís Freygarðsdóttir, og fjölskyldur. ✝ Þórður Guð-mundur Þórð- arson fæddist í Dagverðartungu í Skriðuhreppi 11. júlí 1930. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 25. maí 2011. For- eldrar hans voru Þórður Sigurvin Sigurjónsson, fæddur í Dagverð- artungu 27. ágúst 1886, d. 23. desember 1944 og Magðalena Sigurgeirsdóttir húsmóðir, fædd á Vöglum 8. október 1896, d. 25. febrúar 1981. Systkini Þórðar eru Halldór Hlöðver, f. 19. mars 1935 og Ásta Svanhvít, f. 28. júlí 1936. Fyrri maður Magðalenu Sig- urgeirsdóttur hét Þórður Daní- Þórður Arnar, f. 21. júní 1986, sambýliskona hans er Ingibjörg Heiðdal og Trausti Örn, f. 5. maí 1990. 2) Einar Halldór, f. 23. október 1963. Kona hans er Guðbjörg Hjartardóttir og eiga þau þrjú börn: Þórarinn Pétur, f. 6. janúar 1987, kona hans er Katrín Ryan og dóttir þeirra er Rebekka Lóreley. Ólöf Ragna, f. 28. september 1989. Dóttir hennar er Guðbjörg Alexandra. Ásta Magnea, f. 7. apríl 1992, sambýlismaður hennar er Elv- ar Örn Egilsson og sonur hans er Gunnar Óli. Auk þess á Ein- ar soninn Guðmund Má, f. 22. júlí 1982, sambýliskona hans er Helga Sigurveig Kristjáns- dóttir og eiga þau soninn Þórð Elfar. Einnig á Helga Sig- urveig soninn Kristófer Alex. Þórður Guðmundur ólst upp í Hvammi í Arnarneshreppi og var bóndi þar mestan hluta æv- innar. Útför Þórðar Guðmundar fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal í dag, 3. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 12. el Guðvarðarson, bóndi í Hvamm- koti, f. 17. febrúar 1886, d. 15. nóv- ember 1921. Þeirra börn voru Þorsteinn, óskírð stúlka og Magða- lena Soffía, sem létust öll barnung, Ólöf Sigurrós, f. 24. apríl 1916, d. 6. október 1971 og Magðalena Soffía, f. 16. apríl 1921, d. 18. júní 2003. Þórður kvæntist Rögnu Fossádal þann 26. júlí 1959. Þau skildu. Synir Þórðar og Rögnu eru: 1) Þórður Ragnar, f. 22. nóvember 1959. Kona hans er G. Ingibjörg Arnsteins- dóttir og eiga þau þrjú börn: Harpa, f. 18. janúar 1979, Elsku afi minn. Voðalega finnst mér erfitt og skrítið að þurfa að kveðja þig. En ég veit að núna líður þér miklu betur og loksins ertu laus við veikindin og alla verkina. Þú varst hetjan mín og stóri sterki afi minn. Þú áttir svo mikinn þátt í lífi mínu, varst til staðar fyrir mig og þú trúðir alltaf á afastelp- una þína. Þegar mér leið illa og ég kom til þín, þá gastu alltaf huggað mig og gefið mér góð ráð. Elsku afi minn, ég mun alltaf sakna þín, þú varst svo stór part- ur af uppeldi og lífi mínu. En ég veit að þér líður betur núna og fyrir það er ég þakklát. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og ég veit að þú vakir yfir mér. Allar minn- ingarnar okkar munu ætíð lifa með mér, sérstaklega bíltúrarnir okkar góðu þegar við hlustuðum á lagið okkar saman. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Ég elska þig, afi minn, hvíldu í friði, við sjáumst seinna. Þín Harpa. Okkar kæri frændi, Þórður frá Hvammi, er fallinn frá eftir erfið veikindi og verður hans sárt saknað af mörgum. Þórður var sterkur persónu- leiki og einstakur maður. Innan stórfjölskyldunnar hefur oft ver- ið talað um Hvammsþrjóskuna og það má með sanni segja að Þórður sé okkar besta dæmi um hvernig hægt sé að nýta sér hana til góðs. Sem ungur maður fékk Þórður lömunarveikina og gáfu læknar honum litla sem enga von um að hann myndi ganga á ný. Þrátt fyrir það gafst Þórður aldrei upp og með Hvamms- þrjóskuna í farteskinu gekk hann fyrr en varði áfram sinn lífsveg á tveimur jafnfljótum, þrátt fyrir læknaspárnar, með stafinn sinn í annarri hendi og þrjóskuna í hinni. Þórður hafði einstaklega skemmtilegan húm- or og minnumst við þess báðar hversu skemmtilegt það var að sitja við eldhúsborðið í Hvammi og ræða við Þórð um daginn og veginn. Honum tókst oftar en ekki að æsa sjálfan sig upp úr öllu valdi en var þó jafnfljótur að ná sér aftur niður í sitt ljúfa sjálf. Hann var forvitinn um umhverfi sitt, notaði kíkinn sinn óspart þegar heilsan fór að bila en um leið hafði hann sterkan húmor fyrir sjálfum sér. Í hjörtum okk- ar beggja hefur sveitin alltaf átt sérstakan samastað, sem sælu- staður þar sem við borgarbörnin fengum tækifæri til þess að kynnast lífinu á annan hátt og Þórður var alla tíð stór partur af því. Við viljum þakka Þórði frænda samfylgdina og allar góðu stundirnar, þær munum við ætíð geyma í okkar hjörtum. Blessuð sé minning þín. Við sendum öllum aðstand- endum samúðarkveðjur, þó sér- staklega Þórði Ragnari, Einari Halldóri og þeirra fjölskyldum. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Björg og Svanfríður. Þórður Guðmund- ur Þórðarson Tryggvi Jón Jónatansson Höfundur: Freyja Pálína Jónatansdóttir. Meira: mbl.is/minningar Minningar á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.