Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 ✝ Konráð PállÓlafsson fædd- ist 11. júlí 1936 á Húsavík. Hann lést á Landspítalanum 25. maí 2011. For- eldrar hans voru Kristín Jónasdóttir, f. 23. júlí 1908, d. 1. des. 1981, og Ólafur Guðni Pálsson, f. 10. mars 1896, d. 1. apr. 1966. Systur hans eru Kristín Pálína Ólafsdóttir, f. 24. jún. 1932 (samfeðra), og Sigríður Ólafsdóttir, f. 8. okt. 1937, d. 11. apr. 1986. Konráð kvæntist Ingigerði St. Óskarsdóttur hinn 11. júlí 1958. c) Frantz Adolf Håkansson, f. 11. júní 1990. 4) Guðmundur Krist- inn, f. 8. apr. 1964, maki Krittiya Huadchai Konráðsson, börn þeirra Tinna, f. 20. okt. 2003, og Inga, f. 6. nóv. 2008. Fyrir átti Guðmundur dótturina Henný, f. 9. sept. 1984. Konráð ólst upp á Húsavík en flutti ungur til Reykjavíkur til vinnu. Hann og Inga hófu búskap í Höfnunum en Konráð vann þá á Keflavíkurflugvelli. Þaðan fluttu þau í Blesugróf og 1974 á Grýtu- bakka 2 í Breiðholti. Sumarið 2001 fluttu þau svo í Garðabæ. Hann vann sem ungur maður um tíma á Keflavíkurflugvelli, en lengstan starfsaldur átti hann hjá Grænmetisverslun ríkisins, Þvottahúsi Ríkisspítalanna og ÁTVR sem bílstjóri. Hann lét af störfum árið 2001. Útför Konráðs verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 3. júní 2011, kl. 15. Þau eignuðust fjög- ur börn; 1) Guðjón Árni, f. 12. jan. 1959, maki Teresita Ragmat. 2) Jónas Sigurður, f. 4. des. 1960, d. 8. júlí 2000. 3) Jóna Ósk, f. 16. apr. 1962, maki August Håkansson, þeirra börn: a) Óli Gunnarr Håk- ansson, f. 14. okt. 1982, maki Crystal Elaine Håk- ansson, þeirra sonur er Konráð Páll, f. 9. júlí 2008. b) Hildur Arna Håkansson, f. 10. des. 1987, maki Andri Buchholz, þeirra son- ur er Logi Rafn, f. 18. apr. 2011. Elsku pabbi minn. Orð eru ansi fátækleg á þessari stundu. Margt fer í gegnum hugann. Allt- af varstu til staðar, þegar á þurfti að halda. Ég var prinsessan á heimilinu, eina stelpan í fjögurra systkina hópi. Ef strákarnir voru eitthvað leiðinlegir, þá varst þú ekki í vandræðum með að gleðja dótturina. Ó já, þá bauðstu mér í bíltúr til Selfoss því þar fékk ég uppáhalds ísinn. Þetta lýsir öllum þínum verkum. Það mátti alltaf laga hluti, stóra sem smáa. Og tími eða peningar eru ekki vanda- mál. Eitthvað til að vinna með. Þú þurftir aldrei á hjálp að halda. Það höfðu allir nóg að gera og þú vildir ekki trufla fólk. Þetta var eitthvað sem fór ekki framhjá nokkrum manni á síðustu vikum ævi þinnar. Elsku pabbi, það er svo skrítið hvað maður verður lítill og hjálp- arvana þegar veikindi á borð við þín koma upp. Að geta ekkert gert nema að vera til staðar. Þú sem varla fékkst kvef öll þau ár sem ég hef lifað, en greinist svo með sjúkdóm sem tekur þig á að- eins tveimur mánuðum. Við get- um aldrei þakkað nóg allar þær tilviljanir sem hafa orðið þessar vikur. Að Konráð Páll yngri, hafi verið hér hjá okkur í mars og hversu vel þið nutuð samvista hvor annars, að Óli Gunnarr og Crystal skuli hafa getað komið með litla nafna þinn og fengið að vera með þér dagana frá 15. til 23. maí. Að lítill Logi Rafn hafi feng- ið skírn 15. maí og þú getað verið með okkur, þennan fallega dag og fylgst með honum, fyrstu 5 vikur ævinnar. Litla Anika Briet, einn- ig nýr einstaklingur í fjölskyld- unni, náði ekki að kynnast afa Konna nema að litlu leyti. Ég veit að hún hefði átt hlut í hjarta afa Konna eins og við öll hin. Litli ljúfur Konráð Páll talar um afa Konna, sem hann getur ekki heimsótt oftar og veltir fyrir sér hvort afi Konni fari með afa-flug- vél til himna. Ég get haldið svona áfram. Minning þín mun ætíð fylgja mér og ég vona svo inni- lega að geta verið mínum börnum og barnabörnum eitthvað í lík- ingu við ykkur mömmu. Það var ykkur þungbær reynsla þegar Siggi bróðir kvaddi þennan heim sumarið 2000. Og nú hittist þið aftur á æðri stöðum. Við munum passa mömmu fyrir þig og vera henni styrkur í hennar sorg. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú hefur verið mér, Aug- usti og okkar börnum. Minning þín mun verða ljós í lífi okkar. „Fótsporin í sandinum: Hann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að hann væri á gangi með Drottni á ókunnri strönd. Atburðir úr lífi hans birtust hon- um og hann sá lífshlaup sitt sem spor í sandinum. Við hlið fótspora hans voru fótspor Drottins sem fylgdu honum hvert fótmál frá því hann bað hann að koma inn í líf sitt. Þegar síðasti atburðurinn hvarf honum sjónum leit maður- inn yfir fótsporin. Hann tók eftir því að í hvert sinn sem erfiðleikar höfðu orðið á vegi hans voru að- eins ein fótspor í sandinum. Dap- ur í bragði spyr hann Dottinn: „Þú sagðir mér eitt sinn þegar ég ákvað að fylgja þér að þú myndir ganga með mér alla leið. Ég skil ekki hvers vegna þú yfirgafst mig þegar ég þurfti mest á þér að halda.“ Drottinn svaraði: „Barnið mitt, ég elska þig og ég yfirgef þig aldrei. Á tímum erfiðleikanna þar sem þú sérð aðeins ein fót- spor, þá bar ég þig í örmum mín- um.““ Þín dóttir, Jóna Ósk. Tengdafaðir minn, Konráð Páll, lést á Landspítalanum 25. maí sl. eftir skamma sjúkdóms- legu. Það er erfitt að horfa upp á einstakling, sem varla hefur fengið kvef í minningu minni, lúta í lægra haldi fyrir vægðarlausum sjúkdómi á fáeinum mánuðum. Konráði kynntist ég þegar við Jóna Ósk dóttir hans fórum að draga okkur saman fyrir réttum þrjátíu árum. Hann var ekki margmáll maður, en hugsaði sitt og afar traustur í samskiptum, sannkallað ljúfmenni. Hann var mikill afi og alltaf reiðubúinn að sinna barnabörnum sínum sem og okkur þegar á þurfti að halda, hvort sem var með skutli til og frá skólaviðburðum eða öðru, smáu sem stóru. Í gegnum árin hefur hann alltaf verið klettur í tilveru okkar, hann og Inga alltaf saman í einu og öllu. Eftir nærri 55 ára samveru er hennar missir mest- ur. Konráð og Inga urðu fyrir miklu áfalli þegar sonur þeirra Jónas Sigurður lést skyndilega árið 2000 af bráðaheilahimnu- bólgu. Það sár held ég að hafi aldrei gróið. Konráð stundaði að mæta í sund snemma morguns í áratugi, það snerist bæði um heilsurækt og félagsskap og var mikð frá honum tekið þegar hann hætti að geta stundað það sl. haust. Við urðum þess áskynja í vetur að heldur var af honum dregið, en enginn sjúkdómur greindist fyrr en seint í mars sl. Hann flíkaði ekki tilfinningum né líðan sinni þá né endranær, en oft held ég að sjúkdómur hans hafi valdið hon- um meiri óþægindum en hann vildi vera láta. Á afmælisdegi Konráðs árið 2008 var nýfæddum langafastrák gefið nafnið hans, með því vildi sonur minn heiðra og þakka afa sínum. Lítill Konráð Páll á nú erfitt með að skilja hvar „afi Konni“ er. Hinn 15. maí sl. var annar ný- fæddur langafastrákur, Logi Rafn, skírður. Þar var Konráð með okkur á fallegum og notaleg- um degi og fagnaði í faðmi fjöl- skyldunnar, það var í síðasta skipti sem hann gat verið með okkur með þessum hætti. Ég þakka tengdaföður mínum samfylgdina og vinsemd í minn garð sem aldrei bar skugga á. August Håkansson. Í dag kveð ég elsku afa minn Konna. Við systkinin höfum alltaf verið mikið hjá afa og ömmu og hefur alltaf fundist mjög gaman að heimsækja þau enda stjanað við okkur. Það hefur ekkert breyst og því erfitt að kveðja afa, sem þótti sælla að gefa en þiggja. Afi var alltaf tilbúinn að skutla okkur hvert á land sem er eða hjálpa okkur ef við þurftum á að- stoð að halda. Ég minnist þess sumarið eftir að ég fékk bílpróf þegar mamma og pabbi voru er- lendis að ég gisti hjá afa og ömmu. Ég var með bíl foreldra minna að láni og þegar ég hafði verið þar í tvær nætur kom afi og bað mig um lykilinn að bílnum því hann ætlaði að þvo hann fyrir mig, það gengi jú ekki að ég væri á óhreinum bíl. Afi var alltaf að bardúsa eitt- hvað. Mætti í sund alla daga árs- ins sem opið var og mætti þangað áður en sundlaugin var opnuð. Þá var hann iðinn við að þvo bílinn sinn og halda honum eins og nýj- um. Hann vildi halda umhverfi sínu fínu og því sló hann alltaf grasið í fjölbýlishúsinu þar sem hann og amma bjuggu. Þegar ég fór eitthvað með honum man ég alltaf eftir honum trallandi undir stýrinu. Það er erfitt að trúa því að ég muni ekki heyra hann tralla meira undir stýri, greiða hárið sitt með greiðunni sem ávallt fylgdi honum eða spjalla við hann um daginn og veginn. Nýlega eignaðist ég svo son sem var skírður 15. maí og mér þótti ósköp vænt um að afi gat verið með þann dag og að vita hversu vænt honum þótti um það. Eftir að afi var lagður inn á spítalann föstudaginn eftir skírnina fórum við fjölskyldan að heimsækja hann. Það var gott að sjá afa brosa þegar við komum í heim- sókn og hve gaman honum þótti þegar hjúkrunarkonurnar spurðu um langafabarnið hans sem sat í bílstólnum og virti lang- afann fyrir sér. Honum þótti allt- af vænt um öll afabörnin sín, það fór ekki á milli mála. Það er svo margt sem ég get þakkað honum afa mínum fyrir að það er erfitt að koma því öllu í orð. Eitt er víst að hans verður sárt saknað. Hildur Arna Håkansson. Þegar hún Jóna hringdi og sagði hann pabbi er dáinn, brá mér þó ég ætti von á þessari frétt. Þá ertu farinn á vit feðranna, Konni mágur. Það var illvígur sjúkdómur sem lagði þig að velli. Þar bíður þín Sigurður sonur ykkar, sem féll frá í blóma lífsins. Árið 1954 kynntist ég Konna, þegar við Sigga systir hans byrj- um að vera saman. Þá var hann að vinna hjá varnarliðinu. Ári seinna fór hann að vinna hjá veit- ingahúsi í Reykjavík. Þar kynnt- ist hann Ingu konu sinni. Konni var mikil áhugamaður um íþróttir. Heima á Húsavík var hann í frjálsum og sundi. Hann varð fyrir því óhappi að meiðast á hné á sundæfingu í Sundhöllinni í Keflavík. Konni hélt tryggð við íþrótt- irnar. Þar sem hann gat ekki keppt í hlaupi eða sundi, þá fór hann að vinna á Laugadalsvell- inum til að geta verið í kringum áhugamál sitt. Það koma margar góðar minn- ingar fram í hugann. Það fyrsta, hann var ekki á mörgum vinnu- stöðum um ævina enda vel liðinn alls staðar þar sem hann var, enda var reglusemi og stundvísi meðal hans stóru kosta. Eftir að þið Inga byrjuðuð að búa þá komu börnin. Það var oft glatt á hjalla þegar við vorum öll saman. Ýmist hjá ykkur í Reykjavík eða þið komuð suð- ur í Innri-Njarðvík með börnin ykkar fjögur, og okkar sex. Þá var gaman. Ég hef af svo mörgum minn- ingum að taka frá þessum árum, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa. Einu sinni sem oftar þurfti að mála stofuna hjá okkur fyrir eina ferminguna. þá sagði Sigga: „Ég fæ hann Konna bróð- ur til að mála, það tekur miklu skemmri tíma heldur en ef þú gerir það sjálfur. Þegar hann er búinn verða engar málningar- slettur sem þarf að þrífa.“ Svona var Konni algjört snyrtimenni. Hvíl í friði, kæri mágur og frændi. Fjölskyldan frá Narfakoti vottar Ingu og fjölskyldu djúpa samúð. Hrafn Sveinbjörnsson. Konráð Páll Ólafsson ✝ Þorsteinn Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 22.11. 1926. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27.5. 2011. Foreldrar Þor- steins voru Guð- björg Ólafía Magn- úsdóttir, f. 14.2. 1890, d. 4.10. 1971, og Sigurður Jóns- son, f. 15.3. 1892, d. 13.1. 1977. Systkini Þorsteins sammæðra: Magný Guðrún, f. 1911, d. 1993, Oddgeir, f. 1913, d. 1992, Sig- urður Óskar, f. 1915, d. 1999, Salóme Björg, f. 1917. d. 1998, Bárður Sigurðs, f. 1918, d. 1974, Jón Helgi, f. 1921, d. 2007. Systkini Þorsteins samfeðra: Guðrún, f. 1915, d. 1958, Gunn- ar, f. 1917, d. 1966, drengur, f. 1919, d. 1919, Jón Haraldur, f. 1920, d. 1951, Egill, f. 1920, d. 1953, Sigurður Þórir, f. 1921, d. 1942, Auður, f. 1924, d. 2005, Arnþóra Halldóra, f. 1925. Þorsteinn kvæntist 15.9. 1951 Þórhildi Rögnu Karlsdóttur, f. 9.4. 1920, dóttur hjónanna Karls Þorbergs Þorvaldssonar, f. 18.8. 1895, d. 25.7. 1982, og k.h. Sig- urveigar Magnúsdóttur, f. 8.11. 1888, d. 11.3. 1969. Börn Þor- steins og Þórhildar eru: 1) Karl, f. 31.1. 1952, kvæntur Margréti Geirrúnu Kristjánsdóttur, f. 9.3. 1967, talkennaraprófi 1969 frá Statens Spesiallærerskole í Osló og embættisprófi (cand. paed. spec.) í spesialpedagogikk frá Statens Speciallærerhögskole í Bærum 1979. Hann var sér- kennslufulltrúi Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur 1969-1977 og 1979-1981. Talkennari grunn- skóla Reykjavíkur frá 1. október 1981 til janúarloka 1982. Skóla- stjóri Þjálfunarskóla ríkisins frá 1. febrúar 1982, vorið 1982 tók hann við stjórn Safamýrarskóla, þar starfaði hann til 1. sept- ember 1988. Stýrði starfsleikni- námi Kennaraháskólans 1988- 1993. Skólastjóri Fullorð- insfræðslu fatlaðra 1994-1995. Þorsteinn sat í stjórn Stétt- arfélags barnakennara í Reykjavík 1963-1965, í stjórn Byggingasamvinnufélags barnakennara 1963-1982, í stjórn Sambands ísl. barnakenn- ara 1966-1974, formaður Félags ísl. sérkennara 1971-1975, í Fræðsluráði Reykjavíkur 1970- 1977, ritstjóri Menntamála 1964-1970, auk þess að starfa í fjölda opinberra nefnda um skólamál, einkum sérkennslu. Árið 1954 stofnaði hann Þórs- útgáfuna, samdi og gaf út fjölda námsgagna og bóka, einkum um sérkennslu. Útför Þorsteins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. júní 2011 kl. 13. 1957, börn þeirra: Þórhildur Ragna, f. 31.10. 1977, sonur hennar Karl Leó Sigurþórsson, f. 1.11. 1997, Kristján Magnús, f. 10.4. 1980, og Guðbjörg Hulda, f. 26.5. 1990. 2) Guðbjörg, f. 1.9. 1954, gift Halldóri Bjarnasyni, f. 17.4. 1947, sonur Guð- bjargar Þorsteinn Örn Andr- ésson, f. 22.3. 1970, börn hans Andri Snær, f. 28.2. 1994, Sindri Snær, f. 28.2.1994, og Bjarki Snær, f. 21.2.1998, sonur Guð- bjargar og Halldórs Snorri, f. 4.11. 1974, dóttir hans Gréta Guðný, f. 17.11. 1993. 3) Baldur, f. 30.12. 1960, kvæntur Guð- björgu Lindu Udengaard, f. 31.7. 1966, börn þeirra: Elín Anna, f. 16.10. 1988, og Þórður Hans, f. 15.1. 1992. Þorsteinn ólst upp hjá ein- stæðri móður sinni og stórum systkinahópi í Reykjavík. Hann vann sem verkamaður árin 1940-1946. Hann veiktist af berklum 1947 en lauk prófi frá Kennaraskólanum 1952, var ráðinn sem skólastjóri við barna- og unglingaskólann á Hólmavík 1952-1953, síðan sem kennari við Melaskólann 1953- 1968. Þorsteinn lauk sérkenn- araprófi í spesialpedagogikk Haustið 1983 var ég að stíga mín fyrstu spor sem leiðbeinandi og þroskaþjálfi við Safamýrar- skóla. Skólastjóri við skólann var Þorsteinn Sigurðsson. Þor- steinn bjó yfir mikilli reynslu varðandi sérkennslu og var óspar og fús til að miðla úr sín- um reynslubrunni. Hann tók mér afar vinsamlega, stóð fast við bakið á mér, hrósaði þegar honum fannst ég eiga hrós skilið og gagnrýndi á jákvæðan og uppbyggilegan hátt það sem betur mátti fara. Í raun má segja að Þorsteinn hafi átt einn stærstan þátt í að móta mig sem starfsmann á þessu sviði. Hann hvatti mig til að afla mér rétt- inda á sviði sérkennslu og lagði sitt af mörkum til þess og rúm- lega það. Þorsteinn var eldhugi og maður gat ekki annað en dáðst að því hversu virkur og öflugur hann var í starfinu innan skólans. Sérstaklega minnist ég starfsleiknináms sem var verk- efni sem kennarar sérskólanna tóku þátt í undir stjórn Kenn- araháskóla Íslands. Þorsteinn átti líklega stærstan þátt í því að ýta því verkefni úr vör og lagði nótt við dag til þess að svo mætti verða. Minnist ég þess þegar Þorsteinn stóð alla nóttina við ljósritunarvélina í Safamýr- arskóla til þess að námshefti yrðu tilbúin í námskeiðsbyrjun. Ég dáðist alltaf að Þorsteini og það er ekki langt síðan ég var að ræða um örlagavalda í lífi mínu og nefndi hann fyrstan varðandi það starf sem ég valdi mér. Eins og gerist og gengur þá líður tíminn hratt og menn- irnir kveðja einn af öðrum. Nú var komið að Þorsteini. Í gegn- um tíðina hafa legið saman í störfum leiðir okkar Baldurs sonar hans og Lindu tengda- dóttur hans. Ég sendi þeim mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ég minnist Þorsteins með hlýju. Mikið þótti mér nú vænt um hann. Ég minnist þess hversu góður maður hann var og hvað hann var sterkur leiðtogi og öfl- ugur í sínu starfi. Minning hans lifir um ókomna tíð. Halldór Gísli Bjarnason. Í dag kveð ég minn kæra læriföður, Þorstein Sigurðsson, sérkennara og skólastjóra. Þor- steinn varð skólastjóri í Safa- mýrarskóla 1982 á mínu öðru starfsári þar. Þorsteinn var mik- ill fagmaður og hafði sérstaklega mikinn áhuga á kennslu og þá sér í lagi kennslu þroskaheftra barna og unglinga. Hann vann mikið með lestur og hefur samið ógrynni af námsefni tengdu byrjendalestri. Þorsteinn var mjög framsýnn maður og treysti sínu fólki til góðra verka. Hann var alltaf tilbúinn til að hlusta á nýjar hugmyndir í starfinu og hvatti fólk til framkvæmda. Ég átti því láni að fagna að starfa sem aðstoðarskólastjóri við hans hlið eitt ár og það ár var mjög lærdómsríkt, hann kenndi mér margt sem ég bý enn að í mínu starfi. Ég rökræddi stundum við Þorstein um fræðikenningar og kennslufræði, við vorum ekki alltaf sammála en hann virti skoðanir mínar og mína afstöðu. Hann var alltaf að horfa út fyrir landsteinana og leita að nýjung- um, hann fékk erlenda fyrirles- ara hingað og tók virkan þátt í því sem þeir voru að kynna. Hann heillaðist af nýjungum og var ólmur í að koma þeim inn í starfið. Hann ásamt fleirum fékk hingað til lands breskan fræðimann, Keith Humphreys sem kom af stað starfsleikn- ináminu sem var mjög hagnýtt nám með vinnu og gagnaðist beint inn í starfið. Hann var einn af frumkvöðlum í gerð skóla- og einstaklingsnámsskráa og átti ég því láni að fagna að vera í þessu upphafsteymi hvað varðar námskrárvinnu. Hann kom því til leiðar að við nokkrir kennarar í skólanum sóttum námskeið í starfendarannsókn- um hjá Keith Humphreys og Colin Biot og vorum með í slíkri rannsókn. Síðan hvatti hann okkur nokkur til að fara af stað með slíkar rannsóknir sem við og gerðum um tíma. Hann studdi okkur 4 kennara skólans þegar sú hugmynd kviknaði meðal okkar að fara með nokkra nemendur til Spánar í páskafrí- inu. Þorsteini fannst sjálfsagt að við færum, við gætum það sem við ætluðum okkur og í ferðina fórum við. Þorsteinn sagði alltaf að kennsla væri list, leiklist, kenn- ari væri eins og leikari í hlut- verki, það yrði að fara vel með hlutverkið og leggja mikla natni í það, annars tækist ekki vel upp. Þorsteinn er sá maður sem ég vitna oft til og minnist margs sem hann kenndi mér og nýti í daglegu starfi. Ég lærði margt af honum svo sem að hafa trú og traust á samverkafólkinu og það sem er svo mikilvægt, að veita athygli öllum litlu sigrunum í líf- inu. Hann gaf mér gott vega- nesti út í lífsstarfið og fyrir það er ég ætíð þakklát. Ég kveð þig, kæri Þorsteinn, með þér er far- inn mikill og merkur fræðimað- ur, það eru forréttindi að fá að vinna með svo merkum manni sem þér. Ég kveð þig, Þor- steinn, í mikilli þökk fyrir allt sem þú gafst mér í veganesti út í lífið, fræði, traust og trú. Farðu í friði, kæri Þorsteinn. Björk Jónsdóttir. Þorsteinn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.