Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 03.06.2011, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Húsmóðirin (Nýja sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 lokasýn Allra síðustu sýningar Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 18:00 3.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Lau 4/6 kl. 20:00 2.k Þri 7/6 kl. 20:00 4.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild Eldfærin (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 13:00 lokasýn Síðasta sýning þessa leikárs Klúbburinn frumsýning í kvöld! ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Allt að verða uppselt í maí. Sýningar í júní komnar í sölu. Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11/6 kl. 20:00 Fjórar og hálf stjarna í Mbl. I.Þ og DV J.V.J. Sýningum að ljúka! Brák (Kúlan) Fös 3/6 kl. 20:00 Aukasýn. Aukasýning í júní komin í sölu! Verði þér að góðu (Kassinn) Fös 3/6 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Frumsýning 7. maí.Því er ekki að leyna að strax ífyrsta laginu sem Sinfón-íuhljómsveit Íslands flutti íEldborg Hörpunnar í fyrrakvöld hríslaðist um mig svona nostalgískur sæluhrollur þar sem tónlist bernsku minnar og æsku, sem hljómaði gjarnan í útvarpi heimilisins, varð ljóslifandi, en að þessu sinni í sinfónískri, stórmagn- aðri útsetningu. Fyrsta lagið var flutt af hljómsveitinni án söngs. Það var lagið sem tónleikarnir drógu nafn sitt af, Ég veit þú kemur, hið undurfallega lag Oddgeirs Krist- jánssonar við texta Ása í Bæ sem var eins og flestir vita flutt af þeirri dásamlegu söngkonu Ellý Vilhjálms og þrátt fyrir engan söng í fyrsta lagi gat ég einhvern veginn laðað fram rödd Ellýar í huganum og látið hana hljóma með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Flutningur hljómsveitarinnar á laginu í þessari mögnuðu útsetningu var stórkostlegur. Það má með sanni segja að það skinu margar stjörnur í þessum stórkostlega sal, Eldborg, í fyrra- kvöld. Þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, tvær stór- stjörnur íslenskrar dægurtónlistar, hún með hljómsveitinni Hjaltalín og hann með Hjálmum og Memfismafí- unni, sungu af músíkalskri innlifun þessar dægurperlur frá 6. og 7. ára- tug liðinnar aldar. Rödd Sigríðar er frábær, kraft- mikil, tær og raddsviðið er vítt. Hún átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að sveiflast úr háum ofurkrafti í hár- fína mjúka tóna, nánast hvísl, en þó flauelsmjúkt hvísl sem hafði samt sem áður tón sem barst svo ofurvel um Eldborgina. Sigurður Guðmundsson var að þreyta frumraun sína með Sinfó og verður ekki annað sagt en hann hafi staðist prófið með glans. Hann söng af mikilli innlifun og túlkun. Hann beinlínis iðar af músík. Vissulega mátti greina Hauk Morthens, Alfreð Clausen og Frank Sinatra í söng hans en söngurinn var þó fyrst og fremst söngur Sigurðar Guðmunds- sonar. Hið sama má segja um söng Sig- ríðar. Í flutningi hennar gætti að sönnu áhrifa frá Ellý Vilhjálms, Edith Piaf, Ingibjörgu Þorbergs og Erlu Þorsteins. Saman og hvoru í sínu lagi tókst þessum frábæru söngvurum að gera hvert lag að sínu. Ég þekkti velflest lögin sem voru flutt. Sum þekkti ég mjög vel, önnur lauslega, en nokkur voru alveg ný fyrir mér. Hafa sem sé verið vinsæl fyrir mitt minni. Það kom alls ekki að sök. Lagavalið var stórskemmtilegt og eins og Elísabet Indra Ragn- arsdóttir segir í vandaðri efnisskrá tónleikanna: „Ef ætti að finna eitt orð sem liggur eins og rauður þráð- ur í gegnum lögin … hlýtur það að vera tregi. Hér er sungið um blæð- andi hjörtu og elskendur sem var ekki skapað nema skilja, sæluna sem eitt sinn ríkti en nú sé veröldin lit- laus og hljóð.“ Mér fannst frábært að upplifa það hvernig þessir tveir ungu söngvarar – Sigríður er tæplega þrítug og Sig- urður er rúmlega þrítugur – gátu eins og gengið inn í tíðaranda sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar án þess að hafa mikið fyrir því. Flutn- ingurinn var í alla staði trúverðugur og sannur því tímabili án þess að verða nokkurn tíma klisjukenndur eða útjaskaður. Þar eiga útsetningar Hrafnkels Orra Egilssonar ekki lít- inn hlut að máli því sinfónískar út- setningar á þessum dægurperlum, sem margar eru fyrir margt löngu orðnar sígildar, gerðu lögin einhvern veginn svo ný og fersk. Bernharður Wilkinsson stjórn- andi fór á kostum. Hann nauðaþekk- ir Sinfóníuhljómsveit Íslands enda uppskar hann samkvæmt því. Hljómsveitin lék unaðslega. Bernharður var aðstoðarhljóm- sveitarstjóri Sinfó frá 1999 til 2003 og hafði áður verið flautuleikari þar frá árinu 1975. Þar sem hér var um tveggja klukkustunda konunglega skemmt- un að ræða finnst mér erfitt að til- greina einhver lög sem mér þóttu bera af öðrum. Verð þó að nefna nokkur sem sendu mig nánast upp í rjáfur af hrifningu. Er áður búin að nefna Ég veit þú kemur en finnst ég mega til með að nefna líka Heima eftir Oddgeir Kristjánsson við texta Ása í Bæ, Hvað er að? eftir Jón Múla Árnason við texta Jónasar Árnason- ar, Þrek og tár eftir Otto Lindblad við texta Guðmundar Guðmunds- sonar sem þau Sigríður og Sigurður sungu saman, Ef þú ferð frá mér (If You Go Away) eftir Jacques Brel við texta Braga Valdimars Skúlasonar, Ekki taka það til þín (Make It Easy On Yourself) eftir Burt Bacharach við texta Braga Valdimars Skúlason- ar og síðast en ekki síst Á morgun, lag og texti eftir Ingibjörgu Þor- bergs. Hér er ég að vísu búin að telja um næstum því helming laganna á efnis- skránni en það verður bara svo að vera. Ég ætti með réttu að tilgreina öll lögin en ekki vil ég taka alla spennu úr kvöldinu sem framundan er hjá tónleikagestum því tónleik- arnir verða endurteknir í kvöld. Það var fallegt augnablik undir lok tónleikanna þegar þau Sigríður og Sigurður greindu troðfullum Eld- borgarsalnum frá því að þeim hefði verið bannað að tala á þessum tón- leikum en þau ætluðu samt sem áður að ganga gegn banninu og kynna lagið sem þau syngju saman til heið- urs sérstökum gesti tónleikanna, Ingibjörgu Þorbergs, Á morgun. Að þeirri kynningu lokinni brast á gífurlegt lófatak í salnum sem hljómaði svo miklu magnaðra en lófatak í öðrum húsakynnum og ljós- kastara var beint að Ingibjörgu Þor- bergs sem sat framarlega í miðjum sal. Hún reis á fætur og sneri sér við og tók svo ofurhæversk, þakklát og falleg á móti lófataki tónleikagesta. Það fór ekkert á milli mála að tón- leikagestir, ungir, miðaldra sem aldnir, dá og virða þessa konu. Hljómsveitinni, hljómsveitarstjór- anum, söngvurunum og útsetj- aranum var fagnað gífurlega í tón- leikalok. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna enda uppskáru tónleikagestir aukalög. Segja má að síðasta auka- lagið sem þau gáfu hafi jafnframt verið hápunktur tónleikanna. Bernharður stökk með tilburðum upp á stjórnandapallinn og hljóm- sveitin hóf á nýjan leik að spila hina mögnuðu sinfónísku útsetningu á Ég veit þú kemur en nú sungu þau Sig- ríður og Sigurður með hljómsveit- inni og gerðu það stórkostlega. Það ætlaði beinlínis allt um koll að keyra að flutningi loknum. Áhorf- endur stukku á fætur og hylltu flytj- endur vel og lengi og allir áttu hyll- inguna skilið. Fullkominni kvöld- stund var lokið svo allt of fljótt. Þvílík fyrsta heimsókn í þetta stórkostlega tónlistarhús, Hörpu. Ég er bara frá mér numin af hrifn- ingu. Ég er agndofa yfir því seið- magni sem Harpa býr yfir, glæsi- leika, hreinum stíl, ótrúlegum hljómburði og ég get ekki beðið eftir að fara aftur og aftur og aftur … Morgunblaðið/Árni Sæberg Stórstjörnur Margar stjörnur skinu í Eldborg Hörpunnar þegar Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sungu dægurperlur frá sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar af músíkalskri innlifun. Ég veit þú kemur bbbbb Sigríður Thorlacius og Sigurður Guð- mundsson syngja með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Tónleikar í Hörpu 1. júní. Stjórnandi Bernharður Wilkinson. Útsetningar: Hrafnkell Orri Egilsson. AGNES BRAGADÓTTIR TÓNLIST Nostalgískur sælu- hrollur í Hörpunni Nú stendur í Hafnarfirði menningar- hátíðin Bjartir dagar og lýkur á sunnudag. Liður í henni er ýmislegt tónleikahald og næstkomandi laug- ardag kl. 17.30 leikur tónlistarhóp- urinn Camerarctica klassíska tónlist eftir Beethoven, Weber og Proko- fieff í listamiðstöðinni Hafnarborg. Svipmót tónlistarinnar verður Vínarklassík, ljóðræna, léttleiki og húmor, en tónleikarnir standa í um klukkutíma. Fyrst verður flutt tríó fyrir klarin- ettu, selló og píanó eftir Ludwig van Beethoven, þá kvintett fyrir klarin- ettu og strengi eftir Carl Maria von Weber og loks Gyðingastef með til- brigðum eftir Serge Prokofieff. Camerarctica-hópurinn hefur starfað í átján ár og leikur m.a. tón- leikaröð undir yfirskriftinni „Mozart við kertaljós“ á hverju ári. Næstkomandi laugardag skipa hópinn Ármann Helgason klarin- ettuleikari, Hildigunnur Halldórs- dóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðlu- leikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Enginn aðgangseyrir er að tón- leikunum og allir velkomnir. Veisla Tónlistarhópurinn Camerarctica býður upp á Vínarklassík, ljóð- rænu, léttleika og húmor í Hafnarborg á Björtum dögum. Tónlistarveisla í Hafnarborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.