Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2011 Á sunnudag verður opið í Sveinshúsi í Krýsuvík frá kl. 13:30 til 17:00, en þar stendur yfir sýning á verkum Sveins Björnssonar undir yfirskrift- inni Huldufólk og talandi stein- ar. Þetta er fimmta sýning Sveinssafns á verkum Sveins heitins Björnssonar listmálara í Sveinshúsi í Krýsuvík frá því að reglubundið sýningarhald hófst þar sumarið 2000. Sýningarhald fer að öðru leyti fram fyrsta sunnudag í mánuði yfir sumarmánuðina en einnig á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi fyrir hópa fólks. Finna má upplýsingar um Sveinssafn og aðstandendur þess á sveinssafn.is. Myndlist Verk Sveins í Sveinshúsi Sveinn Björnsson Út er komin bókin Svarf- aðardalsfjöll eftir Bjarna E. Guðleifsson. 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga fjall- garðinn sem umlykur dalinn og afdal hans, en hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og innan þeirra 75 tindar með jafnmörgum skörð- um. Það tók félagana fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu. Í bókinni Svarfaðardalsfjöll er ferðum þeirra félaganna eft- ir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli en einn- ig með 138 myndum og 18 kortum. Nöfn flestra tinda eru færð inn á myndirnar og skörð eru nafn- kennd. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Bækur Gengið um Svarf- aðardalsfjöll Kápa Svarfaðar- dalsfjalla. Næstkomandi sunnudag kl. 14.00 verður Hrafnhildur Schram listfræðingur með leið- sögn um sýninguna Kona/ Femme – Louise Bourgeois sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykja- vík. Á sýningunni eru 28 verk eft- ir Louise Bourgeois, einkum innsetningar og höggmyndir, en jafnframt málverk, teikningar og textilverk. Verkin eru úr nokkrum einkasöfnum þ. á m. einka- safni Ursulu Hauser í Sviss og Hauser & Wirth, Louise Bourgeois Trust í New York. Hrafnhildur Schram er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Myndlist Leiðsögn um sýn- inguna Konu Hrafnhildur Schram Um næstu helgi verður haldið meistaranámskeið í flautuleik í Sel- inu á Stokkalæk. Aðalkennari nám- skeiðsins er Emily Beynon, fyrsti flautuleikari Konunglegu Concert- gebouw-hljómsveitarinnar í Amst- erdam. Einnig munu Hallfríður Ólafsdóttir, fyrsti flautuleikari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, og Jón Guðmundsson flautukennari kenna á námskeiðinu. Á námskeiðinu munu nemendur á framhalds- og háskólastigi koma saman og leika fyrir Emily. Nám- skeiðið hefst á föstudagskvöld með yfirferð á grunnatriðum flautuleiks en á laugardag og sunnudag verða hóptímar með Emily Beynon. Nám- skeiðið er fullbókað en hægt er að fá áheyrnarpassa að einstökum hóptímum. Í lok námskeiðsins verða haldnir tónleikar með nem- endum og kennurum. Á lokatónleikunum munu nem- endur námskeiðsins leika kafla úr helstu verkum flautubók- menntanna eins og sónötum eftir J.S. Bach, Poulenc og Martinu auk verka eftir frönsku meistarana Gaubert, Roussel, Ibert og Saint- Saens. Meðleikari á píanó er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Einnig koma kennarar námskeiðsins fram. Tónleikarnir verða um klukku- stundarlangir. Þeir eru öllum opnir og hefjast kl. 15.00. Meistari Emily Beynon heldur námskeið á Stokkalæk. Meistara- námskeið í flautuleik  Námskeið og tón- leikar á Stokkalæk Næstkomandi sunnudag verður opnuð í anddyri Hallgrímskirkju sýning Þóru Þórisdóttur sem hefur yfirskriftina Rubrica. Á sýningunni, sem er liður í sýningaröðinni Krist- in minni, verða myndverk sem fjalla um túlkun Þóru á heilögum anda, en hún leggur áherslu á að rétta við kynjað táknmál Biblíunnar. Lykil- verk á sýningunni er Biblía sem Þóra hefur þvegið með saltvatni og blóði ásamt því að skrifa inn ýmsar hugleiðingar og leiðbeiningar. Þóra útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1994 og á útskriftarárinu sýndi hún slátrað lamb, eirorm á stöng og kvöldmáltíðarinnsetningu undir titl- inum „Blóð lambsins“. Síðan þá hef- ur hún aðallega unnið með trúarleg þemu í list sinni, þar sem hún túlkar Biblíuna á sinn hátt og samþættir við femíníska heimspeki. Þóra segir að í huga trúaðra sé orðið í Biblíunni svolítið heilagra en í huga þeirra sem finnst hún bara vera gömul skrudda „og þá getur manni sárnað, sérstaklega ef maður er kona, hve mikið ójafnvægi er í kynjaðri orðræðu í henni. Mér finnst þannig áberandi hvað tákn- mál trúarinnar er stundum sett upp sem kynferðisleg tákn; það er talað um orð guðs sem sæði og karlmað- urinn og sæði hans er upphafið, bæði samkvæmt því að eignast niðja og sem tákn um orð guðs. Konan er aftur á móti ekki eins upphafin, hún er óhrein á blæðingum og svo fram- vegis. Ég les Biblíuna aftur á móti upp á nýtt með það í huga að heil- agur andi sé kvenkyns, enda andinn kvenkynsorð í hebresku: Það þarf orð og það þarf heilagan anda til að lífga orðið svo úr verði líf,“ segir Þóra. „Ég er að vinda ofan af þess- ari orðræðu og reyna að túlka hana okkur í hag, rétta hana aðeins.“ Liður í verkinu er að Þóra þvær Biblíuna uppúr saltvatni, notar til þess salt úr Dauðahafinu, og líka uppúr blóði sem vísar aftur í yfir- skrift sýningarinnar Rubrica, sem þýðir það sem var prentað með rauðu sem fyrirsögn eða yfirskrift eða leiðbeiningar, sem hún segir að vísi í rauðan leir og líka í blóð. „Ég skrifa líka með rauðu útskýringar mínar og leiðbeiningar í Biblíuna og svo þrútnar hún út við þvottinn og hleypir lofti og ljósi inn í sig og blöðin verða svo mjúk og krumpuð að ekki er hægt að loka henni.“ Sýning Þóru er þriðja sýningin í sýningaröð Listvinafélags Hall- grímskirkju, Kristin minni. Sýn- ingin stendur fram eftir sumri og er opið alla daga vikunnar frá kl. 9:00- 20:00. Andi Þóra Þórisdóttir þvær Biblíuna með saltvatni og blóði og skrifar inn í hana hugleiðingar og leiðbeiningar á sýningu í anddyri Hallgrímskirkju. Biblían þvegin uppúr saltvatni Efni og andi » Með þvottinum segist Þóra hleypa lofti og ljósi inn í Biblí- una. » Hún segir að í Biblíunni sé mikið ójafnvægi í orðræðu hvað varðar konur.  Þóra Þórisdóttir túlkar Biblíuna og samþættir við femíníska heimspeki Ásókn í hátíðina hef- ur verið rosalega mikil síðastliðin 5 ár 31 » Það gæti reynt á þolrifin,myndi margur hugsa, aðsitja í klukkutíma oghlusta á hægfara kontra- bassaleik með sparsömu slagverki. En reyndin var önnur í Tjarnarbíói þar sem Tómas R. Einarsson flutti ættarverk sitt, Strengi, við und- irslátt Matthíasar M.D. Hemstocks þar sem þrjár kongótrommur voru í aðalhlutverki og tvímenningarnir með hljóðfæri sín einkar mynd- rænir þar sem Tómas stóð við bass- ann en Mattías sat á perúsku cajoni. Á tjald var varpað myndbands- upptökum Tómasar af þeim stöðum er áttu við hvern ópus minninganna og ýmist gældi mjúkur lækjarniður eða hæglát alda við hlustir. Lamb jarmaði, mófuglar kvökuðu og hrossagaukur steypti sér, en á Gils- firði syntu álftir. Sjónarhornið það sama í hverjum ópusi en niðurinn margbreytilegur. Nú er þessi tónlist komin út á geisla- og mynddiski og þótt tónlist- in hljómi vel ein er ólíkt meiri upp- lifun að horfa á mynddiskinn og sjá forfeður Tómasar birtast milli þess sem vatnið leikur við hvurn sinn fingur. Tómas er ekki fingrafimur bassa- leikari og setti sér fljótt að kanna frumhljóm hins plokkaða bassa og leyfa djúpum tóni strengjanna að njóta sín til fullnustu. Hann varð snemma glúrinn djassbassaleikari og samdi marga af fínustu djass- ópusum sem hér hafa verið skrifaðir og það eru ekki margar íslenskar djassplötur sem slá við „Nýjum tóni“ eða „Undir 4“. Hin síðari ár hefur Tómas verið upptekinn við að færa karabíutaktinn kúbanska í djassbúning og hlotið hrós fyrir víða um heim. Strengir bera þessum rótum Tómasar vitni og stundum er bó- leróið ráðandi og svo skjóta söng- dansar upp kollinum eins og í ópusnum um Kristínu móður hans, „Halldórshúsi“, sem stóð austan Blöndu. Þá hefur maður á tilfinn- ingunni að Kristín hafi stigið fjör- ugan foxtrott í sundlauginni í Sæ- lingsdal sem vatninu var stundum hleypt úr þegar henni var breytt í danshús. Þar ólst Tómas upp er fað- ir hans var skólastjóri á Laugum. Þótt söngdansaminnunum bregði fyrir er tónlistin fyrst og fremst af hinni kúbönsku æð Tómasar og þar gegnir slagverk Matthíasar mik- ilvægu hlutverki, þótt aldrei sé hann senuþjófur. Ekki má gleyma að diskunum fylgir efnismikill bæklingur þar sem Tómas rekur ættarsöguna. Kápu- myndin er eftir dóttur Tómasar, Ástríði, er féll frá í blóma lífsins á síðasta ári og minningu hennar er verkið tileinkað. Tómas yrkir til dóttur sinnar og segir þar: „Er mínu lagi lýkur/ launar þú mér von- andi fóstrið/ og leiðir mig á ókunnum vegi.“ Fallega ort og ekki er lokalagið „Til Ástríðar“ síðra. Þar ríkir andblær kynslóðanna sem safnast hafa saman í gleði og sorg í lágreistum kirkjum Dalanna. Svo óska ég lesendum gifturíks sumars og vonandi sjáumst við á djasshátíð í ágúst. Samlíðan tóna og vatns Morgunblaðið/Sigurgeir S Minningar Tómas R. Einarsson flutti ættarverk sitt, Strengi, í Tjarnarbíói við undirslátt Matthíasar M.D. Hemstocks. Strengir Tómasar R. Einarssonar bbbbm Höfundur tónlistar og myndverks, Tóm- as R. Einarsson, lék á bassa og Matthías M.D. Hemstock á slagverk. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.