Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.06.2011, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Miður sín vegna myndbands 2. „Hræðileg lífsreynsla“ 3. Kvartaði yfir móður sinni 4. Treysta æ meira á foreldrana »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  FM Belfast sendir frá sér plötuna Don’t want to sleep í dag og verður hún fáanleg í verslunum um allan heim. Þetta er önnur breiðskífa sveit- arinnar en sú fyrri, How to make friends, kom út árið 2008. Önnur breiðskífa FM Belfast kemur í dag  Kristbjörg Kjeld hlaut í síðustu viku verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á kvikmyndahátíð í Rússlandi fyrir hlutverk sitt í Mömmu Gógó í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Um var að ræða alþjóðlegu kvik- myndahátíðina Polar Lights í Múr- mansk. Kristbjörg verðlaun- uð í Rússlandi  Götuspilarinn geðþekki Jojo hefur opnað heimasíðu á vefslóðinni sir- jojo.com. Þar er m.a. að finna heims- fræga upptöku frá Strikinu, er hann og stjórinn sjálfur, Bruce Springsteen, renndu sér í gegn- um ódauðlega smíð Springsteens, The River. Meistari JoJo opnar nýja heimasíðu Á laugardag Ákveðin suðvestan- og vestanátt. Léttskýjað á austanverðu landinu, en skýjað og súld með köflum vestantil. Hiti 8-17 stig. Á sunnudag Snýst í norðan 5-10 m/s. Léttir til sunnan- og vestanlands, en dálítil rigning á NA- og A-landi fram eftir degi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-13 m/s og víða skúrir. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Víkingar frá Ólafsvík komu á óvart í gærkvöld þegar þeir urðu fyrstir til að taka stig af Skagamönnum í 1. deild karla í fótbolta á þessu tímabili. Liðin gerðu jafntefli, 1:1, í Vesturlands- slag á Akranesi. Leiknir R. og Selfoss gerðu líka 1:1- jafntefli en Grótta, Haukar, ÍR og Þróttur unnu sína leiki. ÍA er með 10 stig á toppnum og Haukar eru með 9 stig í öðru sæti. »2 Ólsarar sóttu stig á Skagann „Danir eru sú þjóð sem okkur langar hvað mest til að vinna í íþróttum og þar af leiðandi eru leikir við þá alltaf svolítið sér á báti,“ segir Ólafur Jó- hannesson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, en Ísland mætir Danmörku á Laugardalsvellinum annað kvöld. »4 Danir sú þjóð sem okkur langar mest að vinna Íslensku keppendurnir á Smáþjóða- leikunum í Liechtenstein héldu áfram að gera það gott í gær. Í sundinu unnu Íslendingar til tíu verðlauna. Árni Már Árnason, Ragnheiður Ragn- arsdóttir og Hrafnhildur Lúthers- dóttir fengu öll gull og þá vann karla- sveit Íslands 4x100 metra fjórsund. Fimm silfurverðlaun komu í hús sem og ein bronsverðlaun. »1-3 Tíu verðlaun í sundinu á Smáþjóðaleikunum ÍÞRÓTTIR María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Eitt af því sem kemur mér á óvart er hversu fýldir íslenskir starfsmenn eru í þjónustustörfum. Í Japan myndu viðskiptavinir reiðast slíku viðmóti. Líklega er ástæðan fyrir þessu mismunandi viðhorf til vinnu í Japan og á Íslandi,“ segir Yuta Oda, japanskur skiptinemi sem kom hing- að til lands á vegum AFS-samtak- anna á síðasta ári. Yuta nam við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur auk þess að geta talað og skrifað íslensku með ágæt- um. „Fyrstu þrjá mánuðina talaði ég ekki íslensku en gat ávallt bjargað mér á ensku. Þar sem tólf ára „fóst- ursystir“ mín talar hins vegar ekki ensku varð ég fljótari að ná íslensk- unni. Sjálfum finnst mér ég ekki sér- staklega góður í íslensku.“ Yuta er einnig góður íþróttamaður og æfir sund sex sinnum í viku með Sundfélagi Hafnarfjarðar og hefur gert allt frá því hann kom til landsins. Hann er nú staddur á stærsta sund- móti Evrópu sem haldið er í Dan- mörku. Merkilegt að sjá vel til himins Spurður um reynslu sína hér segir Yuta að sér hafi þótt mjög merkilegt að sjá svona vel til himins en háhýsin byrgja honum nær ávallt sýn í heima- landinu. „Ég bjóst svo alls ekki við að verða vitni að eldgosi en hef nú þegar upplifað þrjú gos og það var mjög spennandi reynsla fyrir mig.“ Að mati Yuta eru flestir íslenskir krakkar mjög vingjarnlegir og ástæð- una fyrir því telur hann vera að Íslendingar séu eins og lítil fjölskylda, s.s. vegna þess hversu fámenn þjóðin er. Hins vegar komu samskipti milli nemenda og kennara honum á óvart þar sem miklar virðingarreglur gilda um þau í Japan. „Mér líkaði vel í Flensborgarskóla og gott að hafa fengið að velja þau fög sem ég vildi læra. Í Japan er ég í skóla sem nefn- ist Tækniskóli Toyota (e. Toyota Nat- ional College of Technology) og þar eru kenndar raungreinar á borð við verkfræði, tölvunarfræði og umhverf- isfræði.“ Yuta telur agaskort ríkja í íslenska skólakerfinu, sérstaklega í tengslum við vindlingareykingar. „Í Japan eru krakkar reknir úr skólanum ef þeir reykja á skólalóðinni og ég er alveg sammála því að reglur um slíkt eigi að vera strangar.“ Yuta hvetur að lokum þá sem vilja læra japönsku til að fara til Japans. Íslendingar lítil fjölskylda  Japanskur skiptinemi ánægð- ur með dvölina Morgunblaðið/Eggert Fjölskyldan Yuta Oda með íslenskri fjölskyldu sinni, Þresti Valdimarssyni, Ólöfu Ragnarsdóttur og Eyrúnu Birtu. ,,Þegar maður fær nýjan ein- stakling inn í fjölskylduna fer maður að hugsa um hvernig fjölskyldan vinnur saman og uppgötvar að það er fullt af óskráðum reglum í gangi sem maður gerir sér ekki grein fyrir,“ segir Ólöf, „fóst- urmamma“ Yuta, en hún á þrjú börn sem hafa farið út sem skiptinemar í gegnum AFS-samtökin, til Portúgals, Argentínu og Ekvadors. Hún segir mjög skemmtilegt að fá skiptinema inn á heimilið og að reynsla þeirra sem fara út sé ómetanleg og þau eignist vini um allan heim. AFS eru fræðslusamtök sem starfa í öllum heimsálfum og markmið þeirra er að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum upp- runa, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess. Virðing fær nýja merkingu SKEMMTILEGT AÐ FÁ SKIPTINEMA VEÐUR » 8 www.mbl.is Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.