Morgunblaðið - 04.06.2011, Side 12

Morgunblaðið - 04.06.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna hafa skorað á Alþingi að nema lög nr. 151/2010 um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu tafarlaust úr gildi og taka þau jafnframt til endurskoðunar fyrir áætluð þinglok, 9. júní 2011. Samtökin telja að alvar- legir meinbugir séu á lögunum sem hafi þær afleiðingar í för með sér að innheimta banka og sparisjóða á endurútreiknuðum lánum brjóti í bága við meginreglur kröfuréttar, neytendaverndar og jafnvel stjórnarskrár. Þá segja samtökin að fullkomin óvissa ríki um réttmæti laganna samkvæmt reglum Evrópska efna- hagssvæðisins og þeim Evróputil- skipunum sem innleiddar hafa verið í íslensk lög. „Ekkert í farvatninu“ Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, seg- ir að áskorunin sé hugsuð sem eins konar „neyðarráðstöfun“ fyrir hönd neytenda. „Það virðist sem þingmenn Al- þingis séu á leið í sumarfrí og það er ekkert í farvatninu sem bendir til þess að taka eigi þessi lög og endur- skoða þau þrátt fyrir margar ábend- ingar þess efnis, meðal annars frá talsmanni neytenda og umboðs- manni skuldara og kvörtun okkar til Eftirlitsstofnunar EFTA virðist ekki heldur hafa náð eyrum þing- manna,“ segir Andrea. Samtökin segja í áskorun sinni til Alþingis að óviðunandi sé að fjár- málafyrirtækjum hafi verið gert kleift á grundvelli laganna að út- færa, hvert fyrir sig, endurútreikn- inga sína á lánum. Þau benda jafnframt á að sú stað- reynd að hvorki Lagastofnun Há- skóla Íslands né lagadeild Háskól- ans í Reykjavík hafi séð sér fært að veita álit um rétta túlkun laganna sé til vitnis um markleysu þeirra. „Gallarnir á þessum lögum eru augljósir en það virðist vera svo að ætlunin sé að leyfa fjármálafyrir- tækjum að hámarka gróða sinn. Í stað þess að þau séu dregin til ábyrgðar er þeim rétt hjálparhönd við að fá sem bestar endurheimtur á lánunum. Okkur finnst varhugavert að gengið sé svona hart gegn neyt- endum og við myndum vilja sjá kjörna fulltrúa gera eitthvað í mál- inu. Það er mjög brýnt að endur- skoða þessi lög,“ segir Andrea. Gamlar kröfur, þegar greiddar Hagsmunasamtök heimilanna telja að með lögunum sé brotið gegn meginreglu kröfuréttar um að lán- veitanda sé óheimilt að beita aftur- virkum aðgerðum á kostnað lántaka. „Það er verið að endurvekja gamlar kröfur sem þegar eru greiddar. Þetta gengur gegn Evr- óputilskipunum og neytendur eiga ekki að þurfa að þola slíka aftur- virkni og eiga rétt á betri eða jafn- góðum samningi og þeir höfðu í upp- hafi,“ segir Andrea. Breytingarlögunum verði breytt hið fyrsta Hús Hagsmunasamtök heimilanna telja hart gengið fram gegn neytendum.  Hagsmunasamtök vilja endurskoðun á lögum um vexti Áskorun » Hagsmunasamtök heim- ilanna hafa skorað á Alþingi að fella úr gildi breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. » Samtökin telja að lögin brjóti gegn meginreglum kröfuréttar, neytendaverndar og jafnvel stjórnarskrár. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Nýtt félag að fyrirmynd Samtak- anna ’78, hagsmuna- og baráttu- samtaka hinsegin fólks á Íslandi, var stofnað í Færeyjum sl. miðviku- dag. Félagið, sem ber nafnið LGBT, hélt stofnfund sinn í Þórshöfn, höfuðstað Fær- eyja, en þar eru íbúar um 20.000. „Mætingin var framar okkar björtustu vonum, en um 100 manns mættu á fund- inn,“ sagði Bjarni Lisberg, nýkjör- inn formaður samtakanna LGBD í Færeyjum. Að sögn Bjarna hafa viðtökurnar verið góðar. „ Fordómar í Fær- eyjum hafa farið minnkandi síðustu ár, við erum að sjálfsögðu lítið sam- félag en ætlum okkur að gera hvað við getum til að opna fyrir umræðu um hinsegin fólk,“ segir Bjarni. Að sögn Bjarna var mikið áfall að heyra yfirlýsingar Jenis av Rana, formanns Miðjuflokksins í Fær- eyjum og þingmanns á færeyska lögþinginu, en hann neitaði að snæða kvöldverð með Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra í opinberri heimsókn hennar til Fær- eyja. „Nú get ég ekki talað fyrir hönd allra, en ég fann það að fólk í Færeyjum var alls ekki ánægt með yfirlýsingar þeirra stjórnmála- manna sem létu þessi ummæli falla,“ segir Bjarni. Hann kveðst bjartsýnn á fram- haldið. „Við höfum tvö meginmark- mið; annars vegar ætlum við okkur að breyta viðhorfi til ýmissa minni- hlutahópa og hins vegar að berjast fyrir að lögleiða hjónabönd og ætt- leiðingar hinsegin fólks,“ segir Bjarni og lýsir yfir samstarfsvilja við Samtökin ’78. „Samtökin ’78 fagna mjög þessari þróun í Færeyjum, við munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við þetta félag og leggja okkar af mörkum til þess að styðja við bakið á frændum okkar,“ segir Árni Grétar Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Samtak- anna ’78. Hann segir það miður hve staða hinsegin fólks í Færeyjum sé bágborin. Samtökin ’78 búi yfir gríðarlegri þekkingu og mannauði sem hafi á síðustu 30 árum komið Íslandi á þann góða stað sem það er á í dag. „Ef það getur orðið hinu nýstofnaða færeyska félagi að liði þá er það sjálfsagt mál að veita þeim stuðn- ing,“ sagði Árni Grétar að lokum. Samkynhneigðir í Færeyjum fagna  Samtökin ’78 bjóða fram aðstoð sína  Fordómar í Færeyjum minnka Stjórn Nýkjörin stjórn félagsins LGBT í Færeyjum. Bjarni Lisberg efst til vinstri. Árni Grétar Jóhannsson Til hamingju með daginn! Íslenskur sjávarútvegur og framlag sjómanna skiptir okkur öll máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.