Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n VÍ S I N D A - O G T Æ K N I R Á Ð Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is 8. júní kl. 8:30-10:30 Grand Hótel Reykjavík 02 11Dagskrá8:30 Setning RannsóknaþingsSvandís Svavarsdóttir, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra. 8:45 Veðurfarsbreytingar á norðurslóðum Halldór Björnsson, verkefnastjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. 9:10 Hagræn áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum - áhrif á Íslandi Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Háskóla Íslands. 9:30 Áhrif loftslagsbreytinga á gróðurfar á norðurslóðum Brynhildur Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. 9:50 Áhrif veðurfars á lífríki í hafinu umhverfis Ísland Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. 10:10 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Áslaug Helgadóttir rannsóknastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands og formaður dómnefndar Hvatningarverðlaunanna gerir grein fyrir starfi dómnefndar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin. Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs. Morgunverður í boði fyrir gesti Rannsóknaþings frá kl. 8:15. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á rannis@rannis.is Rannsóknaþing 2011 Áskoranir á norðurslóðum - loftslagsbreytingar, umhverfi og hagræn áhrif Viðskiptavinir Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands athugið breyttan opnunartíma í sumar. Frá til verða Þjónustumiðstöðin og Hjálpartækjamiðstöðin opin frá kl. , en skiptiborð frá kl. ÍM Y N D U N A R A F L / T R Fyrstu þrír nemendurnir í skipu- lagsfræðum voru útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands í gær og aðrir fjórir munu útskrifast um næstu jól. Fagið hefur verið kennt á meistarastigi frá árinu 2009 og ásókn í námið hefur aukist mikið að sögn doktor Sigríðar Kristjáns- dóttur, námsbrautarstjóra. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skipulagsmálum. Fólk hefur áttað sig á því að við getum ekki bruðlað svona með landið og gert áætlanir sem standast ekki,“ segir Sigríður. Námið hefur jafnframt verið skipulagt í samráði við skipu- lagsfræðingafélag Íslands sem ný- lega tilkynnti Landbúnaðarháskól- anum að námið uppfyllti kröfur félagsins. „Þetta er lögverndað starfsheiti og við erum því mjög ánægð með að hafa náð þessum áfanga,“ segir Sigríður. haa@mbl.is Nýir skipulagsfræð- ingar útskrifaðir Brautskráning Fyrstu nemarnir í skipulagsfræðum útskrifaðir. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Framkvæmdastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins samþykkti í gær fimmtu endurskoðun efnahags- áætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS. Endurskoðanirnar eru alls sex þar sem tvær þær síðustu verða sameinaðar í eina. Þetta þýð- ir að ein endurskoðun er eftir og er gert ráð fyrir því að hún fari fram í haust og þá verði síðasti hluti láns- ins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittur. Þessi afgreiðsla framkvæmda- stjórnarinnar felur í sér að sjötti áfangi lánafyrirgreiðslu sjóðsins er til reiðu, eða 140 milljónir svokall- aðra special drawing rights, eða SDR. Það er jafnvirði um 225 millj- óna Bandaríkjadala eða 25,7 millj- arða íslenskra króna. Áður hefur Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn veitt lán að andvirði tæp- lega 1,6 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 179,7 milljarða króna. Eftir heimsókn fulltrúa AGS hér á landi í byrjun maí sendi sjóður- inn frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að sjóðurinn gerði ráð fyrir 2,25 prósenta hagvexti hér á landi í ár og að sá hagvöxtur myndi byggjast á aukinni fjárfestingu. Skuldir opinberra aðila og einka- aðila færu minnkandi og mikill af- gangur af utanríkisverslun styddi við þá þróun. Hins vegar væri meiri óvissa varðandi þróun mála vegna þess að Icesave-deilan verð- ur nú útkljáð fyrir dómi en ekki með samningum við Breta og Hol- lendinga. Skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja mætti hins vegar, að mati sjóðsins, ganga hraðar. Slík aðlögun væri grundvöllur fyrir sjálfbærum efnahagsbata. Fimmta endur- skoðun samþykkt Um 450 manns taka þátt í varnaræf- ingunni Norðurvíkingur 2011 sem hófst í gær hér á landi og stendur til 10. júní. Koma þeir frá Bandaríkj- unum, Danmörku, Ítalíu, Noregi og Íslandi. „Þetta er að fara í gang núna, það eru allir komnir til landsins. Í dag hafa verið fundir og ýmis undirbún- ingur. Laugardagurinn fer áfram í undirbúning og svo er frí á sunnu- daginn,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Æfingin hefst svo af fullum krafti á mánudag- inn en hún er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Banda- ríkjanna frá árinu 2006. Æfðir verða m.a. liðsflutningar til og frá landinu með áherslu á varnar- æfingar í lofti. Einnig verður tals- vert umfang vegna verkefna á sjó og samþættingar þeirra við verkefni í lofti. Reynt verður að hafa verkefnin sem raunverulegust. „Birgðaflutn- ingarnir til landsins eru mikilvægir, bæði fyrir þá til að æfa sig í að flytja allan þennan mannfjölda og búnað og svo er þetta æfing fyrir okkur, að taka á móti öllum þessum fjölda,“ segir Hrafnhildur. Á Keflavíkurflugvelli verða stað- settar tólf orrustuþotur, tvær elds- neytisflugvélar og tvær sérhæfðar fjarskiptaflugvélar. „Bæði norska og danska varðskipið eru í Reykjavík- urhöfn yfir helgina og það norska verður opið fyrir almenning til sýn- is,“ segir Hrafnhildur. Spurð hvort almenningur eigi eftir að verða var við þessa æfingu telur Hrafnhildur það verða eitthvað. „Það gætu orðið aðflugsæfingar á Akureyri og Egilsstöðum en þar eru varaflugvellir. Fólk sem býr á Suðurnesjum á örugglega eftir að heyra í þeim þessa viku sem þeir eru á ferðinni.“ Kostnaðaráætlun fyrir Norður- víking 2011 er að upphæð 36 millj- ónir króna. Varnaræfingarnar hafa verið haldnar reglulega hér á landi frá árinu 1991 og verða nú annað hvert ár. Í ár er æfingin á ábyrgð bandaríska flughersins í Evrópu, USAFE. Framkvæmdin hér á landi er í umsjón Landhelgisgæslunnar f. h. utanríkisráðuneytisins. Að auki koma að verkefninu hérlendis m.a. Ríkislögreglustjóri, Geislavarnir rík- isins og ISAVIA. ingveldur@mbl.is Undirbúningur Tólf orrustuþotur eru komnar á Keflavíkurflugvöll. Norðurvíkingur fer af stað  Varnaræfingin Norðurvíkingur hefst eftir helgi og stendur út næstu viku  Tólf orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.