Morgunblaðið - 04.06.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.06.2011, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herafla Bosníu-Serba, kom fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna vegna ríkja gömlu Júgóslav- íu í gær og sagði hann að ákærur á hendur sér um þjóðarmorð og stríðsglæpi væru „viðbjóðslegar“. Mladic sagðist hafa „varið land mitt og þjóð“ í átökunum í Bosníu-Herzegóvínu 1992-1995 en hafnaði boði um að lýsa sig strax saklausan. Ekkjur og mæður fórnarlambanna 8.000 frá Srebrenica í Bosníu fylgdust með réttarhöldunum í Haag í gær á sjónvarpsskjám í heimalandi sínu. Nokkrar þeirra voru við inngang dómshússins og þegar ein þeirra náði augnsambandi við Mladic dró hún fingur yfir barkann. Fanginn svaraði með brosi. Karlmaður hélt á skilti með orðunum „Mladic, slátrari Srebrenica“. Alphons Orie, for- seti dómstólsins, las útdrátt úr ákærunni og spurði síðan Mladic um afstöðu hans. „Mig langar til að lesa og fara yfir þessar við- bjóðslegu ákærur gegn mér, vil lesa þær yfir með lögfræðingum mínum,“ sagði Mladic. Hann bað um þolinmæði, sagðist þurfa meira en mánuð til að fara yfir ákærurnar en samkvæmt lögum á hann að svara ákærunni innan 30 daga. En geri hann það ekki verður hann sagður hafa neitað ákæru- atriðum og í framhaldi af því verða réttarhöld. Talið er að þau gætu tekið nokkur ár. Sagðist vera mjög veikur Mladic sagðist vera mjög veikur maður. Lög- maður hans í Serbíu, Milo Saljic, fullyrðir að Mla- dic, sem er 69 ára, hafi fengið meðferð við krabba- meini fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum heilablóðfall og hjartaáfall. En læknar dómstóls- ins segja hann fullfæran um að koma fyrir réttinn. „Slátrarinn“ hafnar ákærunum  Mladic segist þurfa meira en mánuð til að fara yfir „viðbjóðslegar“ sakargiftir  Sagður hafa skipu- lagt umsátrið um Sarajevo og fjöldamorðin í Srebrenica 1995  Réttarhöldin gætu tekið nokkur ár Morðin í Srebrenica » Allt að 8.000 múslímakarlar og -drengir voru myrtir í Srebrenica sem var byggð múslímum en umkringd svæð- um Bosníu-Serba. » Áður höfðu vígamenn músl- íma myrt um 1.000 Serba á svæðinu og voru morðin sögð vera hefndaraðgerð vegna þeirra glæpa. » 44 mánaða langt umsátur um höfuðborgina Sarajevo kostaði um 10.000 manns lífið. Mladic var yfirmaður herjanna sem sátu um hana. Reuters Haag Mladic hlýðir á dómara lesa ákæruna. Svo getur farið að Sameinuðu þjóðirnar aflétti að beiðni stjórnar Hamids Karzais í Kabúl alþjóð- legum refsiað- gerðum gegn sumum af fyrr- verandi leiðtog- um talíbana í Afganistan. Bandaríkjamenn og Bretar styðja hugmyndina og þykir þetta sýna að mikill áhugi sé á að reyna að fá einhverja af leiðtogum uppreisnarinnar til að semja um frið. Kosið verður um tillöguna 16. júní. Um er að ræða 18 menn, þeim er meinað að ferðast frítt og eignir þeirra hafa verið frystar eins og annarra talíbanaleiðtoga. Einn 18-menninganna, Mohamm- ed Qalamuddin, bannaði á sínum tíma konum að farða sig og nota háa hæla, einnig bannaði hann öllum Afgönum að horfa á sjónvarp. Hann er nú hættur hernaði og Karzai for- seti skipaði hann í nefnd til að und- irbúa friðarviðræður við talíbana. Reyna að koma á frið- arviðræðum Hamid Karzai Ágætur markaður er fyrir manns- hár í Bandaríkjunum og fleiri lönd- um og hafa hárþjófar nú fært sig mjög upp á skaftið, að sögn BBC. Um er að ræða iðju sem er ábata- samari en margan grunar. Nýlega braust hárþjófagengi á bíl inn í verslun sem selur alls kyns fegurðaraukandi hluti í Atlanta, þ.á m. mannshár sem mest er notað í hárlengingu. Afraksturinn var eingöngu hár, gengið vildi bara hár. Selja má þýfið á 10.000 dollara eða liðlega 1,1 milljón króna. Annar réðst inn í hárgreiðslustofu í Hou- ston og klófesti ekta indíánahár fyrir 120.000 dollara. Hártogun Sumar konur hafa greini- lega af nógu að taka. Þjófahendur í hári fólks Rómamenn þvo hestana sína í ánni Eden við Appleby í Cumbriu í Englandi í gær við upphaf fornfrægs hestamóts sem fjölmargir rómamenn, öðru nafni sígaunar, sækja ár hvert. Sölusýningin í Appleby, þar sem fram fer mikið hrossaprang, er sérstaklega vernduð með leyfi af hálfu Jakobs annars Bretakonungs frá árinu 1685. Nýþveginn hestur til sölu Reuters Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fjárlög Evrópusambandsins eru ávallt tilefni harðra átaka og svo verður einnig í júlí þegar fjárlög fyr- ir 2012 verða lögð fram, að sögn óháðs, bresks vefjar, The Bureau of Investigative Journalism. Fram- kvæmdastjórnin fer fram á 4,9% hækkun á fjárlögunum sem nú nema 117 milljörðum punda (liðlega 21 þúsund milljörðum ísl. króna), en á sama tíma þurfa aðildarríkin að grípa til harkalegs niðurskurðar. Fjármál sambandsins hafa lengi verið í ólestri. Þess má geta að í fyrra tókst loks að fá endurskoð- endur til að gefa rekstrinum heil- brigðisvottorð, nokkuð sem ekki hafði tekist í 16 ár í röð, svo margt fannst þeim alltaf athugavert og óljóst. En nú hefur áðurnefndur vef- ur í samstarfi við blaðið Financial Times svipt hulunni af bruðli fram- kvæmdastjóranna 27. Varið er milljónum evra ár hvert í einkaþotur, veislur og mun- aðarlíf á rándýrum hótelum út um allan heim, framkvæmdastjórarnir gáfu gestum sínum í Brussel skart- gripi frá hinu fræga Tiffany’s í New York. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, dvaldi í fjóra daga á svítu í New York, reikn- ingur hans og átta aðstoðarmanna var upp á 24.600 pund eða um 4,5 milljónir króna. „Viðburður“ í Amsterdam á vegum framkvæmdastjóranna, sem sagður var í tengslum við vísindi, innihélt m.a. „ólýsanlega undranótt sem engu líkist...nýjustu hátækni, ögrandi list, ásamt spennandi kokkt- eilum, óvæntum skemmtiatriðum og plötusnúðum í háklassa“. Móttakan kostaði skattborgarana í aðildarríkj- unum 66 þúsund pund, um 12 millj- ónir króna. „Þetta gerir hyldýpið milli borgaranna og skriffinnanna í Brussel enn stærra og dýpra en ella,“ segir Martin Ehrehauser, austurrískur fulltrúi á þingi ESB. Sukk og svall hjá fram- kvæmdastjórum ESB? Reuters Glaður Jose Manuel Barroso þegar hann tók við forsetaembætti 2004.  Eyða milljónum evra í einkaþotur og lúxusveislur Átökin í Jemen á sunnanverðum Ar- abíuskaga harðna stöðugt og í gær særðist hinn umdeildi forseti lands- ins, Ali Abdullah Saleh, lítillega þeg- ar uppreisnarmenn gerðu stórskota- liðsárás á mosku við bækistöðvar hans í höfuðstaðnum Sanaa. Heimildarmenn segja að fulltrúar Bandaríkjastjórnar leggi nú hart að Saleh að fara frá en hann hefur verið leiðtogi landsins í rúma þrjá áratugi. John Brennan, ráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í hryðju- verkavörnum, hélt í gær til fundar við ráðamenn í Sádi-Arabíu um ástandið í Jemen en þar búast menn nú við að borgarastyrjöld skelli á. Sádi-Arabar eru sagðir hikandi við að hætta stuðningi við Saleh. Fjórir af hermönnum Saleh féllu í árásinni í gær og forsætisráð- herrann og forseti þingsins voru sagðir hafa særst. Mennirnir voru við bænahald þegar árásin var gerð. Liðsmenn ættbálks, sem sjeikinn Sadiq al-Ahmar stýrir, hafa und- anfarna daga barist hart við örygg- issveitir forsetans í Sanaa. Ásakanir á víxl Stjórnvöld sögðu ættbálkinn bera ábyrgð á atlögunni í gær, al-Ahmar vísaði því á bug. Skömmu áður höfðu stjórnarhermenn gert sprengjuárás á heimili bróður al-Ahmars, sá er leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins. Talið er að um 60 manns hafi fallið síðan á þriðjudaginn. Mótmælin gegn Saleh hafa staðið yfir síðan í janúar. Jemen er meðal fátækustu ríkja í heimi, þar búa um 25 milljónir manna. kjon@mbl.is Forseti Jemens særðist Reuters Uppreisn Andstæðingar Saleh for- seta á útifundi í Sanaa í gær.  Bandaríkjamenn vilja að Saleh fari frá Skannaðu kóðann til að lesa um handtökuna og mála- reksturinn gegn Mladic.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.