Morgunblaðið - 04.06.2011, Side 30

Morgunblaðið - 04.06.2011, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÖgmundurJónassonráðherra hefur nokkra sér- stöðu sem slíkur. Hann gefur fjöl- miðlum bærileg færi á sér, sem oftast er merki um að við- komandi telji sig hafa bæri- legan málstað. En hann verður einnig fyrir vikið í betri tengslum við fólkið í landinu en sumir aðrir ráðherrar. Og að auki skrifar hann pistla á sína síðu og greinar í blöð. Og sjálfsagt er Ögmundur að nokkru það sem nú er kallað „tilfinningavera.“ Hann leyfir sér sem sagt að láta viðhorf sín, hugsjónir og jafnvel stemningu dagsins bregða lit á skoðanir sínar og jafnvel móta þær að nokkru og kannski öllu í stöku tilfelli. Og þetta hefur heldur ekki skaðað hann. Og kannski hefur þessi mann- eskjulegri þáttur gagnast hon- um betur en þegar hin hliðin snýr fram, sú praktíska, sem svo er kölluð. Svo undarlega sem það kann að hljóma, að einmitt þá hættir Ögmundi til að fipast. Þegar þeir Össur Skarphéðinsson ræddu hugsanlegt stjórn- arsamstarf flokka sinna, með vitund og samþykki formanna sinna, löngu áður en stjórn Geirs H. Haarde féll, hefði Ög- mundur betur látið innsæi sitt, tilfinningu og hugsjónir ráða en „praktískt mat“ á því hvað þyrfti til að koma. Um leið og slíkt tal hefst af slíkri alvöru, eins og þarna var, hefur losnað mjög um þáverandi stjórn- arsamstarf. Þegar hinn „svikni“ flokkur fréttir um ráðabruggið, sem hann gerir fyrr en síðar, fer límið úr því samstarfi. Samfylkingin var ráðin í því að hún þyrfti að komast sem fyrst úr Þingvallastjórninni til að geta með hjálp Baugsmiðla og Ríkisútvarps kennt Sjálfstæð- isflokknum einum um „hrun- ið.“ Það voru því forystumenn VG sem í raun gátu sett kosti. Samþykki VG á Evrópukröf- um kom flatt upp á Samfylk- inguna og hún átti bágt með að trúa sínum eigin eyrum. Og sú forgjöf mótaði mat hennar á samstarfsflokknum. Honum hefur margoft verið hótað stjórnarslitum ef hann sam- þykki ekki kröfur samstarfs- flokksins og það þótt kröfunni væri beinlínis stefnt gegn stefnu og loforðum VG. Og í hvert eitt sinn hefur VG guggnað. Nú síðast segir Ög- mundur Jónasson að hefðu ráðherrar VG haldið afstöðu sinni til hernaðaraðgerða Nató til streitu hefði Samfylk- ingin slitið ríkisstjórninni. Þetta verður augljóst af grein Ögmundar hér í blaðinu þegar hann finnur að ummælum for- manns Sjálfstæðisflokksins um málið. Hótanir Samfylkingarinnar um stjórnarslit hafa iðulega verið settar fram opinberlega. En ekki í tilviki Líbíustríðsins. Spurningin er því þessi: Var hótunin sett fram eða eru for- ingjar VG svo beygðir í sam- starfinu að þeim nægi nú orðið að ímynda sér hótanir um stjórnarslit til að hlaupa frá afstöðu sinni? Eru hótanir um stjórnarslit orðnar sjálfvirkar?} Var enn hótað stjórnarslitum? Eftir því semefnahagur ýmissa evruríkja versnar vex hug- myndum um aukna miðstýringu ásmegin innan Evrópusam- bandsins. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðla- banka Evrópu, flutti ræðu í vikunni þar sem hann lýsti hugmyndum sínum um framtíð evrunnar með auknum af- skiptum miðstjórnarvalds Evrópusambandsins af ein- stökum evruríkjum. Trichet sagði að Evrópu- samband framtíðarinnar gæti falið í sér neitunarvald stofn- ana sambandsins gagnvart fjárlögum aðildarríkjanna og jafnvel sameiginlegt fjár- málaráðuneyti til að móta efnahags- stefnu Evrópusam- bandsins. Þessar hug- myndir Trichet eru ekki veruleikinn í dag, en þær gætu hæglega orðið veruleiki morgundagsins, enda er Tric- het hvorki áhrifalaus né sá eini sem lætur sig dreyma slíka drauma. Og þá geta menn velt því fyrir sér hvaða ríki mundu stýra þeim stofnunum sem hafa mundu vald yfir fjárlögum aðildarríkjanna eða móta efna- hagsstefnu sambandsins. Trúir því einhver að hinn franski Trichet hafi í huga að slíkar reglur yrðu til þess að Ísland gæti stýrt fjárlagagerð í Frakklandi og Þýskalandi? Fjárráð evruríkjanna verði færð til stofnana ESB } Framtíðarsýn Jean-Claude Trichet Þ að eru alls engar ýkjur að ég varð óskaplega feginn þegar heims- endaspá predikarans Harolds Camping frestaðist fram á haust. Sá gamli getur gluggað í hina helgu bók enn um sinn og hver veit nema hann verði ekki miður sín 21. október, eins og hann var eftir að hann klikkaði um daginn. Eins og allir muna átti heimurinn að enda laugardaginn 21. maí. Um sexleytið síðdegis að íslenskum tíma, ef ég man rétt. Það sem mér fannst einna ósanngjarnast við það var að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta átti að fara fram aðeins viku síðar – leikur sem ég var viss um að yrði klassík í beinni eða jafnvel kennslumyndband. Eins og raunin varð. Þess vegna bað ég þess heitt að endalokin frestuðust þó ekki væri nema um rúma viku svo heims- byggðin fengi að upplifa þá dásemd sem leikurinn á Wembley yrði, áður en yfir lyki. Leikurinn hófst sem sagt og það á réttum tíma; evr- ópsk knattspyrnuyfirvöld hafa líklega beðið með öndina í hálsinum eftir því að klukkan slægi sex á Íslandi viku fyrir leik og andað léttar þegar þeir urðu þess áskynja að Camping gamli var farinn í felur. Fjölmiðlar heimsins náðu að minnsta kosti ekki í hann, en nokkrum dögum síðar kom í ljós að hann var allan tímann heima hjá sér með dregið fyrir gluggana. Miður sín yfir því að spádóm- urinn rættist ekki. Þá var líka ljóst að hann hafði ekki farið vikuvillt. Snillingarnir í Barcelona, sem bjuggu ein- mitt til slíkt fræðsluefni í beinni fyrr í vetur þegar þeir unnu erkifjendurna í Real Madrid 5:0, endurtóku leikinn á Wembley. Sýndu þvílík tilþrif að annað eins hefur ekki sést í úrslitaleik í áratugi, ef nokkru sinni. Hið firnasterka lið Manchester United var sund- urspilað. Niðurlægt. En þó ekki það eitt held- ur öll önnur lið álfunnar um leið. Slíkir voru yfirburðir besta liðsins gegn því næstbesta. Brandari gekk á vefnum í liðinni viku. Alex Ferguson, þjálfari United, átti að hafa komið til dómarans í leikhléi og spurt hvort ekki væri hægt að leika með tvo bolta í seinni hálf- leiknum. Hvers vegna? spurði dómarinn. Vegna þess að Barcelona er með hinn, átti þá Ferguson að hafa svarað. Sir Alex er ekki þekktur fyrir að tjá sig á mildan hátt þegar hann tapar, frekar en margir aðrir. Iðulega má tína til einhver mistök dómarans, að hans menn hafi far- ið illa að ráði sínu upp við mark andstæðinganna eða mótherjarnir verið of grófir. Slíku var ekki að heilsa núna, enda brutu Barcelona- menn nánast aldrei af sér, United-strákarnir fengu eng- in færi til þess að klúðra og dómarinn þurfti sjaldan að flauta. Og það má Ferguson eiga að hann tók tapinu vel. Viðurkenndi einfaldlega að spænska liðið væri langbest. Ég vona að Barcelona eigi ekki að vera í beinni föstu- daginn 21. október og Akureyri ekki í Útsvari. Þá færi ég fram á aðra frestun. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Er leikur 21. október? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðeins um jól og á fyrstasunnudegi í júní, sjó-mannadeginum, geta sjó-menn gengið að því vísu að skipin séu bundin við bryggju. Um leið og hátíðisdeginum er fagnað um allt land segja sjómenn blikur á lofti og benda á að dagurinn sé ekki bara kappróður og koddaslagur heldur líka vettvangur til að koma baráttu- málunum á framfæri í ræðu og riti. Frumvörpin um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu eru efst á baugi í þeim efnum og sjómenn hafa margt við kvótafrumvörp sjávarút- vegsráðherra að athuga. Á margan hátt eigi þeir samleið með útgerðinni, en samtímis reyna þeir að ná til baka frá vinnuveitendum skerðingu stjórn- valda á sjómannaafslættinum. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að hátt verð á afurðum hafi híft upp laun sjómanna síðustu ár. Þau hafi vegið upp erfið ár sterkrar krónu upp úr aldamótum þegar margir hafi farið til starfa í landi þar sem launin hafi verið betri, hætturnar minni og menn ekki langtímum saman fjarri fjölskyld- unni. „Svo er það blessaður kvótinn og þar eru ískyggilegar blikur á lofti eins og allir sjá sem fylgjast með og vilja sjá,“ segir Konráð. „Verði frum- vörpin að lögum kemur til uppsagna hjá sjómönnum, sem hafa gert sjó- mennsku að ævistarfi. Skipum og sjó- mönnum hefur þegar fækkað á síð- ustu árum og flotinn dugar til að sækja þær heimildir sem eru til skipta. Frumvörpin eru eitthvað það ósanngjarnasta sem sett hefur verið fram og í raun þarf ekki miklar breyt- ingar til að kerfið virki vel. Sjómenn vilja sjá breytingar á kerfinu, til dæmis þannig að verð á fiski verði myndað á fiskmarkaði og tekjur sjó- manna rýrni ekki með leiguframsali og sölu á heimildum,“ segir Konráð. Hann óttast að hygla eigi þeim, sem hafa þegar selt frá sér heimildir, jafn- vel nokkrum sinnum. Líst ekkert á stöðuna Valmundur Valmundarson, for- maður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, hefur sömuleiðis áhyggjur af áformum stjórnvalda í fiskveiðistjórnun. „Okkur líst ekkert á stöðuna og hækkað veiðigjald þýðir að sjómenn bera minna úr býtum,“ segir Valmundur. „Sjómenn hafa staðið blóðugir upp að öxlum og tekið þátt í niðurskurði á aflaheimildum. Núna virðist loksins eiga að auka heimildir og þá eiga einhverjir aðrir að fá að njóta þess. Hér í Eyjum er engin trygging fyrir því að nokkuð af þeim heimildum sem ráðherrann á að fá að úthluta komi til okkar. Við skul- um gera okkur grein fyrir því að út- gerðarmenn í Eyjum gera út af al- vöru og standa sig.“ Samningar sjómanna og útgerð- arinnar hafa verið lausir frá áramót- um. Ein helsta krafa sjómanna er að fá bætur vegna skerðingar á sjó- mannaafslætti, en hann verður af- numinn á fjórum árum og var skertur um fjórðung um síðustu áramót. Val- mundur óttast að samningar verði ekki ræddir af alvöru fyrr en lyktir kvótamála verði ljósar. Konráð segir skattpíningu stjórnvalda sér- kennilega með auknum álögum á öll- um sviðum. Sjómenn, sem vinni við erfiðar og hættulegar aðstæður, greiði nú þegar háa skatta. Á sama tíma og Norðmenn séu til dæmis að auka skattaafslátt til þeirra sem stunda sjó- mennsku í Norð- ur-Atlantshafi sé gripið til skerð- inga hér á landi. Kappróður, kjaramál og „blessaður kvótinn“ Morgunblaðið/ÞÖK Í Eyjum Sjómannadegi er fagnað um allt land um helgina og víða er mikið lagt í hátíðahöldin. Baráttumálin eru mörg, en líka ástæða til að gleðjast. Báðir fagna þeir Valmundur og Konráð árangri í öryggismálum sjómanna. Konráð bendir á að árið 2009 hafi ekkert banaslys orðið á sjó og sé það eina árið sem slíkur árangur hafði náðst. „Það er fyrst og fremst góð- um slysavörnum og slysavarn- arskóla sjómanna að þakka, en útgerðirnar standa myndarlega á bak við skólann og greiða mönnum laun meðan þeir eru í skólanum. Okkar verkefni er að fjölga þessum slysalausu árum, því slysin kosta þjóðarbúið mikið,“ segir Konráð Al- freðsson. Valmundur bendir á að niður- skurður hjá Landhelgis- gæslunni sé áhyggju- efni. „Ef slys eða óhöpp verða úti á sjó þolir að- stoð enga bið. Það gengur ekki að segja: „Við kom- um í næstu viku, þyrlan er biluð.““ Árangur í ör- yggismálum ÁHYGGJUR AF GÆSLUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.