Morgunblaðið - 04.06.2011, Side 31

Morgunblaðið - 04.06.2011, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Lagt í hann Nemar í Laugarnesskóla leggja upp í ferð með séra Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju. Ferðin var á vegum kirkjunnar, Laugarnesskóla og skáta og börnin gistu eina nótt í Mosfellsdal. Eggert Sæll, gamli félagi. Ég sendi þér fyrir nokkru síðan spurn- ingar og ábendingar í þessu blaði, en ég hef hvorki heyrt hósta eða stunu frá þér, enda virðist það vera lenska að þegar fólk er orðið ráðherrar tapast sam- band við almúgann. Ég vil benda þér á, að þú ert þingmaður Suðvest- urkjördæmis. Þar bíða mjög aðkall- andi verkefni í vegagerð, m.a. Arn- arnesvegur, Álftanesvegur, tvöföldun Vestur- og Suðurlands- vegar og ekki má gleyma þriggja ára gamalli skuld Vegagerðarinnar við Kópavogsbæ vegna byggingar und- irganga undir Reykjanesbraut upp á 320 milljónir ásamt verðbótum. Þú hefur látið hafa það eftir þér, að þér hugnist helst vegabætur á fá- förnum slóðum, svo sem á Barða- strönd og Langanesi. Það nýjasta hjá þér er að þú vilt að flutningar milli landshluta fari sjóleiðina, sem sagt að nota ekki vegina. Ég vil benda þér á aðra flutningsaðferð þ.e.a.s. að nota hesta til flutninga um landið, enda sú aðferð mjög vistvæn og smellpassar við stefnu þína og þíns flokks í umhverf- ismálum. Svo hef ég verulegar áhyggjur af framgangi ykkar í ríkisstjórninni í sjávarútvegs- og virkj- anamálum, þar sem ykkar stefna leiðir til óvissu og engin heild- stæð framtíðarsýn er í hvorugum málaflokkn- um. Þú kíkir nú á þetta fyrir mig, sæll að sinni. P.S. Samþykktir þú gjöf ríkisstjórn- arinnar til vogunarsjóðanna? Eftir Gunnar Inga Birgisson Gunnar I. Birgisson »Ég vil benda þér á aðra flutningsaðferð þ.e.a.s. að nota hesta til flutninga um landið, enda sú aðferð mjög vistvæn og smellpassar við stefnu þína. Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrr- verandi bæjarstjóri í Kópavogi. Ögmundur, ertu þarna? Leikskólakennari hringdi í mig, miður sín vegna lítilla drengja, sem hún þekkti áður sem skap- andi kröftuga einstak- linga þegar þeir voru í hennar umsjá á leik- skóla en eru nú komnir á lyf. Drengirnir hófu grunnskólanám sl. haust en þar voru þeir fljótlega sendir í greiningu. Núna eru þeir komnir á lyf. Hún er reið og sár út í skólakerfið. Jú, jú þeir voru kröftugir en hún passaði að leyfa þeim að hreyfa sig nóg, hvílast nóg og leika sér nóg á skapandi hátt. Hún sagðist aldrei hafa litið á þá sem vandamál eða einstaklinga sem þurfti að deyfa niður. Hún naut þess að leyfa ein- staklingseðli þeirra og krafti að njóta sín. Getur grunnskólinn orðið meira skapandi? Gamla skólakerfið varð til vegna iðnbyltingar. Fyrir iðnbyltingu voru almennt ekki til skólar, því þeir eru afsprengi iðnbyltingar og hópupp- eldis. Skólar voru drifnir áfram af þörf fyrir vinnufólk. Það þurfti að aga fjöldann, hjörðina og steypa alla í sama mót, sía út gáfað fólk og minna gáfað, leiðitamt og ekki. Þannig var auðveldara að stjórna lýðnum. Skólakerfið í dag er ansi mikið að mæta framtíð með því að endurtaka fortíð. Það þarfnast í raun hall- arbyltingar í skólakerfum landsins. Börnum leiðist. Þeim jafnvel hund- leiðist í skólanum. Þau eru samt ótrúlega klár og kunna margt betur en fullorðnir td. í öflun upplýsinga í netheimum. Já, það er sorglegt að sjá hversu margir reffilegir einstaklingar eru deyfðir niður, svo þeir passi inn í skólastofuna og bóknámið, í stað þess að leita skapandi leiða til að nálgast þessa skapandi orkubolta. Börn eru send í greiningu núna t.d. ef þau sýna merki þess að passa ekki inn í almenna hjarðhegðun og í kjölfarið sett á lyf, sem gera þau hæfari til að vera einbeitt eins og skólakerfið vill og um- fram allt sitja kyrr. Í stað þess að breyta skólakerfinu og aðlaga það, þá erum við alltaf að breyta börnunum. Meira grænmeti? Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig næring getur haft áhrif á hegðun og líðan barna. Einnig hvers vegna börn eru að fitna svona núna? Jú, ein skýring er minni hreyfing og meira hveitiát. En bara það að íslenskir tann- læknar, í kringum árið 1990, inn- leiddu nammidag á laugardögum hefur valdið meiri skaða en marga grunar, tel ég. Börn sem fá að taka þátt í þessari laugardags-nammivit- leysu, verða að sykurfíklum, já litlum alkóhólistum. Sykurinn gerj- ast að sjálfsögðu í þörmunum, í myrkrinu og hitanum þar, breytist svo í vínanda og fer beinustu leið út í blóðið. Sælgæti er krakkadóp, fyrsti við- komustaður verðandi fíkils. Smátt og smátt getur þetta barn ekki ein- ungis borðað sælgæti á laug- ardögum, það þarfnast sykurs fleiri daga vikunnar, því blóðsykursstuð- ullinn fer í ójafnvægi. Ég spyr tannlækna: Hvar eru grænu nammi-laugardagarnir? Orð ykkar hafa mátt. Hvernig væri að markaðssetja stóraukna grænmet- isneyslu barna núna? Rafmagnsheimurinn er áreiti Annað, sem ég tel hafi miklu meiri áhrif á líðan en við viljum horfast í augu við er rafmengun. Auðvitað er eðlilegt að börn séu við- kvæmari nú en áður fyrr. Hvers vegna? Það eru miklu fleiri raf- áreiti alls staðar í umhverfinu núna. Þau sitja td. fyrir framan tölvur, sjónvörp og eru í kringum alls kon- ar rafmagnstæki, örbylgjur, far- síma, ipod og fleiri tæki, sem öll geta sett sjálft rafkerfi líkamans í ójafnvægi. Þau jafnvel sofa með raf- magnstæki inni hjá sér. Unga kyn- slóðin okkar þarfnast meiri teng- ingu við ferska útiveru og náttúru, til að afrafmagna sig. Sérfræðigreining hefur stóraukist á börnum og fjöldi ofvirkra barna hefur margfaldast í kjölfarið. Börn eru sett á lyf í stað þess t.d. að minnka tölvunotkun, senda þau út að leika eða jafnvel setja þau á grænna mataræði. Hefurðu tekið eftir því að mörg þessara ofvirku barna vilja alls ekki borða grænmeti? Ef við gæfum þeim meira hrátt grænmeti, færri ávexti og alls ekki sætindi, þá sæj- um við stóran mun á þeim. Ef við færum með þau meira út í náttúr- una, nytum útivistar með þeim og kenndum þeim jóga og slökun, þá sæjum við enn meiri mun á þessum einstaklingum. Þau eru ekki vanda- málabörn, þau eru verkefni skóla- kerfis, sem sums staðar þarf að um- breytast og þroskast inn í nýja tíma, svo fleirum líði vel. Meira fé í skapandi skólastarf Leiklist getur líka framkallað já- kvæða breytingu á þátttakendum. Manneskjan þrífst betur þegar hún fær að skapa t.d. í gegnum list- og verkgreinar. Það hef ég margoft upplifað. Förum að byggja upp skólakerfi þar sem list- og verk- greinar vega þungt. Hættum svo að umgangast börn sem vandamál og förum að sjá gullið í þeim. Verum sjálf góð fyrirmynd. Verum vingjarnleg ef við viljum uppskera vináttu. Hvetjum ef við viljum stuðla að jákvæðri sjálfs- mynd. Brosum meira ef við viljum að fólki líði betur í návist okkar. Sjáum það góða í öllu fólki og leyf- um þannig góða aflinu að vaxa og dafna með okkur. Þá fyrst sjáum við framfarir og veg kærleikans opnast í skólakerfi landsins, sem aftur hef- ur áhrif inn í allt samfélagið okkar. Hættum að deyfa börnin Eftir Mörtu Eiríksdóttur »Hættum svo að um- gangast börn sem vandamál og förum að sjá gullið í þeim. Verum sjálf góð fyrirmynd. Verum vingjarnleg ef við viljum uppskera vin- áttu. Marta Eiríksdóttir Höfundur er kennari og viðburðastjórnandi. Það brá örugglega fleiri en mér þegar þeir lásu um viðbrögð Lilju Rafneyjar Magnús- dóttur og Ólínu Þor- varðardóttur, for- manns og varafor- manns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar alþingis, við útreikn- ingum útvegsmanna í Vestmannaeyjum og á Austurlandi á áhrifum frumvarpa sjávarútvegsráðherra um breytt fyr- irkomulag fiskveiða á Íslandsmiðum. Niðurstöðurnar voru sláandi og graf- alvarlegar raunar, því rannsókn þeirra bendir til að sjávarbyggðirnar verði fyrir verulegum skakkaföllum ef frumvörpin verða að lögum. Nú er ég ekki í stöðu til að leggja mat á þessa útreikninga, en það verður að vera hægt að ætlast til þess að þeir sem leggja frumvörpin fram á Alþingi séu það. Því miður virðist sem svo sé alls ekki. Þannig svarar varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar því til í Morgunblaðinu að „niðurstöður sér- fræðingahóps um hagræn áhrif frumvarpsins [sé] að vænta eftir helgi. Eigum við ekki að sjá hvað sú úttekt leiðir í ljós áður en við fellum einhverja dóma um svona spár.“ Það ber vott um skeytingarleysi að búið sé að leggja fram á Alþingi tvö frumvörp sem gerbreyta starfsum- hverfi einnar mikilvægustu atvinnu- greinar þjóðarinnar, áður en búið er að leggja mat á efnahagsleg áhrif þeirra. Umræður á Alþingi hafa nú staðið yfir sólahringum saman, án þess að slíkt mat liggi fyrir þing- heimi. Það væri áhugavert að vita hvort önnur þjóðþing láti bjóða sér og kjósendum upp á slíka máls- meðferð. Fyrirkomulag fiskveiða er langt í frá eitthvert einkamál útgerða. Hér er á ferðinni einstaklega mikilvægt mál sem snertir með beinum hætti efnahagslega afkomu þúsunda sjó- manna, landverkafólks og samfélaga um land allt. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúið í heild og samhengi hans við lífs- kjör þjóðarinnar. Nauð- synlegt er að þær breytingar sem við ger- um á fyrirkomulagi fiskveiða séu þannig úr garði gerðar að þær efli þjóðarhag, leiði til hag- vaxtar og bættra lífs- kjara almennings, stuðli að stöðugleika og því að efnahagslífið dafni með eðlilegum hætti á ný. Það þarf að vanda til verka og ganga fram af öryggi og festu. Efna- hagsástandið er þannig að lítið þarf útaf að bera til þess að sá litli hag- vöxtur sem spáð er verði að engu. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á varnaðarorðum Seðlabankans um að verði frumvörp sjávarútvegs- ráðherra að lögum sé hætta á því að bankarnir lendi í verulegum erfið- leikum og fjármálastöðugleikanum stafi ógn af. Varaformaður sjávar- og landbún- aðarnefndar lenti í þeirri vandræða- legu stöðu að geta ekki tjáð sig um útreikninga útvegsmanna vegna þess að ríkisstjórnin er ekki búin að fá í hendurnar hagfræðilegt mat á áhrif- um frumvarpanna. Hún hefur með öðrum orðum ekki hugmynd um efnahagslegar afleiðingar frumvarp- anna. Samt vefst það ekki fyrir sjáv- arútvegsráðherranum að leggja stjórnarfrumvörpin fram á Alþingi. Það er ekki bara vandræðalegt fyrir ráðherrann, það er ótrúlegt ábyrgð- arleysi. Að skjóta fyrst og spyrja svo Eftir Illuga Gunnarsson Illugi Gunnarsson » Það þarf að vanda til verka og ganga fram af öryggi og festu. Efna- hagsástandið er þannig að lítið þarf útaf að bera til þess að sá litli hag- vöxtur sem spáð er verði að engu. Höfundur er alþingismaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.