Morgunblaðið - 04.06.2011, Page 32

Morgunblaðið - 04.06.2011, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Nú hefur þörfin fyrir eldisfóður aldrei verið meiri í heiminum. Í BNA er t.d notað jurtamjöl í laxeldi og húsdýraeldi, nokkuð sem næringarfræð- ingar eru ekki ýkja hrifnir af. Íslendingar hafa einkum framleitt mjöl og lýsi úr síld, loðnu og bolfisk- úrgangi. Í dag eru meiri kröfur um að fiskimjöl sé framleitt úr sem ferskustu hráefni sem er einfalt að framkvæma í dag og er það þá gert með rotvörn, með t.d. maurasýru, en frysting er líka hugsanleg en of dýr orkulega séð. Þetta með rotvörnina er þaulreynd aðferð í Noregi síðustu tvo áratugina. Til að gera það þarf að mala úrganginn og úrgangsfisk ferskan í kvörn svo blanda megi sýr- unni auðveldlegar í hann. Yfirborð eða roðið auk þarmanna í fiski eru full af gerlum sem eru fljótir að brjóta niður lífrænt efni fisksins fái þeir tækifæri til. Með sýrunni er pH eða sýrustigið lækkað og rotnunin stöðvast og geymsluþol marningsins eykst. Allt brottkast og úrgangur frá vinnslu til sjós mætti því mala í fiski- graut eða marning sem eftir rotvörn væri dælt á geymslutanka. Verk- smiðjuskip sem flakar um borð fleygir um 60% hvers fisks sem flak- aður er í hafið auk þess sem of litlir eða of stórir fiskar fara sömu leið því þeir passa ekki í flökunarvélarnar. Þetta mætti allt hirða og mala og setja sjálfvirkt á geyma um borð. Er að landi er komið yrði fisksúpunni dælt í geymslugeyma og síðan unnið í mjöl á einfaldari hátt enn í dag í hefðbundnum gúanóverksmiðjum. Þörfin er ört vaxandi fyrir fóður en fóður úr fiski er betra en úr jarð- argróðri hvað snertir olíuna, prótínið og ríkulegt magn steinefna auk þess sem varasöm eiturefni frá ræktun eru ekki til staðar. Markaðurinn fyr- ir hágæða fóðurmjöl er því vaxandi og verðið væntanlega líka. Úrgangur frystihúsa og saltfiskvera er oft orðinn nokkuð rotn- aður er hann er unninn og nýtist fiskimjöl úr honum helst fyrir svín, jórturdýr og alifugla. Eldisrækt fiska þarf mun betra fóður og þá úr ferskara hráefni. Auk þess sem mikil magnrýrnun hráefn- isins á sér stað við niðurbrot þess í dag. Það yrði einfalt fyrir fisk- vinnsluhúsin að koma sér upp kvörn, sjálfvirkri skömmtun rotvarnarefna og geymslutanki til að nýta allan úr- gang ferskan til nýtingar í fyrsta flokks fóðurvinnslu. Fyrir smærri báta mætti koma upp kvörn og geymslugeymi á bryggjum sem setja mætti í slóg, undirmálsfisk og annan heilan fisk sem hent er ella. Þetta eru verðmæti sem geta gefið útgerðinni auknar tekjur. Vinnsla fiskisúpunnar í mjöl og lýsi yrði t.d. þannig: hráefnið eða fiskisúpan yrði flutt frá geymslu- geymunum með tankbílum til vinnslustaða sem gætu verið víða. Fyrst yrði súpan sjálfmelt í geymi við um 37°C en við það losnar fitan. Eftir það þarf að hita í 90°C og setja í gegnum beinasíur og síðan yrði hluti lýsisins skilinn frá. Því sem nú er eftir þarf að eima vatnið úr og eru t.d. hefðbundin soðeimingartæki nothæf til þess auk lokaþurrkunar í gufuþurrkurum eða önnur betri tækni. Þetta gæti átt sér stað þar sem jarðvarmi er fyrir hendi og þá sparað innflutta orku, en einn að- alrekstrarkostnaðurinn við fiski- mjölsframleiðslu er einmitt orkan. Ekki þarf endilega að eima allt í undir 10% vatns sem er vanalegt í fiskimjöli heldur mætti selja sumt sem 50% súpuþykkni til íblöndunar í dýra- og fiskafóður. 60-65 kg sýru- rotvarinn fiskúrgangur gefur 22 kg votfóðurs sem hentar húsdýrum. Það þarf því tiltölulega einfalt ferli við vinnslu þessa dýrmæta hágæða- hráefnis sem er hér til staðar. Væru t.d. veidd 200.000 t af botn- fiski á ári sem væri allur unninn í fryst flök mætti þannig fá fyrsta flokks hráefni til fóðurmjöls sem væri ekki minna en 120.000 t auk brottkastsins til sjós. Þetta gæfi síð- an vart minna en 20.000 tonn fiski- mjöls og 3.000 tonn lýsis. Lýsið gæti líka verið fyrsta flokks sé andþrán- unarefni blandað með sýrunni við rotvörnina. Það myndi þá fást betra verð fyrir þetta á mörkuðunum og efla þjóðarhag úr hráefni sem er þegar til staðar en lítið hirt eða þá oftast stórskemmt hvað ferskleik- ann varðar. Séu notaðar tölur eins og 800 USD / t og 1 USD = 115 ISK gætu þetta orðið yfir 1.800 milljónir króna í útflutningsverðmæti árlega. Það er því eftir miklu að slægjast. Samkvæmt fréttum þessa dagana er einmitt EBS að undirbúa bann við öllu brottkasti og því ekki seinna vænna að búa sig undir breytingar varðandi brottkast alls fisks og fisk- úrgangs til sjós og lands og búa sig undir að framleiða mun betra fiski- fóðurmjöl en hingað til. Nú, ef ekki er áhugi fyrir mjölframleiðslu má líka gerja fiskisúpuna í metangas á metanbílana, en úr 0,6 m3 fisk- úrgangs fæst víst jafngildi 37 lítra bensíns sem metangas. Og ef vill mætti dreifa fiskisúpunni bara sem áburði á jörðina en einmitt hann verður stöðugt dýrari. Það eru því ýmisleg not möguleg og fleiri en tal- in eru hér. Brottkast og fiskúrgangur Eftir Pálma Stefánsson »Unnt er að stórauka magn og gæði fiski- mjöls með því að hirða allan fiskúrgang á sjó og landi og hætta öllu brottkasti fisks til sjós. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Við sátum um dag- inn á kaffihúsi 25 (talan var tilviljun). Fimm höfðu verið fengnir til að reifa ýmsar hliðar lýðræðis. Á eftir fór talið víða og meðal annars að því, hvernig ætti að standa að stjórnarskrárbreyt- ingum. Bent var á, hvernig félagsskap væru settar samþykktir. Þá væri hver grein borin undir atkvæði. Sunnudagsmoggi 17. apríl spurði Jon Elster, sem fenginn var til landsins að fjalla um setningu stjórnarskrár, hvort í þjóðaratkvæði mætti bera upp fleiri kosti um ein- stakar greinar. Kvað hann það óráð- legt og jafnvel hættulegt, slík aðferð byði upp á bútasaum, en í stjórn- arskrá yrði að vera samhengi. Hann taldi það afbragðshugmynd að setja tillögu stjórnlagaráðs í þjóð- aratkvæði, áður en hún færi fyrir al- þingi. Með því að bera aðeins eina gerð stjórnarskrár undir þjóðina er málið einokað. Í raðvali eru engin vand- kvæði að bera upp fleiri gerðir stjórnarskrár. Ein gerðin mætti vera þannig, að ekki sé gert ráð fyrir framsali á valdi til útlanda; það væri í samræmi við einróma afstöðu þjóð- fundarins, sem stjórnlagaþinginu var sett að taka mið af. Á hinu, fram- sali á valdi til útlanda, gætu verið fleiri en ein útfærsla. Slík vinnu- brögð eru ekki bútasaumur, heldur forgangsraða kjósendur þá heilum gerðum stjórnarskrár. Við gerð stjórnarskrár, sagði Els- ter í viðtalinu, ætti meginmarkmiðið að vera að tryggja, að áhrif hagsmuna, ástr- íðna, fordóma og hlut- drægni á ákvarðanir verði sem minnst, og gerði blaðið það að að- alyfirskrift. Ég tel hins vegar, að með lýðræði sé gætt hagsmuna, svo sem þjóðarhagsmuna gagnvart öðrum ríkjum og annarra almennra hagsmuna, en um það verður ekki eitt álit, hvernig sér- stakir hagsmunir megi fléttast sam- an og leiða til heildarhagsmuna, það skipar mönnum í flokka. Þá eiga ást- ríður að ráða, svo sem ástríða fyrir frelsi, lýðræði og mannhelgi. Þar verður ágreiningur ekki takmark- aður. Stjórnarskrá má vel móta í sjóð- vali. Það fyrirkomulag á almennt við, þegar setja skal félagi stofn- samþykktir og semja stefnuskrá flokks eða félags. Vinnubrögðunum er lýst í Lýðræði með raðvali og sjóðvali (Sjóðval um stórmál, bls. 112-120). Gerð borgarskipulags er þar meðal dæma. Við gerð þess má fyrst varpa upp einni yfirlits- hugmynd. Tillögur um nánari út- færslu og breytingar eru svo af- greiddar hver á fætur annarri. Þegar einhverjum þykir skipulags- hugmyndin hafa þróast öðru vísi með samþykktri útfærslu og breyt- ingum en búist var við, þegar ein- hver tillagan var tekin fyrir, má bera hana upp aftur. Með sjóðvali vegast á hugmyndir (tillögur), sem fáir stríða fyrir, en fleiri eru á móti með daufari tilfinningu. Þetta fyrirkomulag ræddi ég við ráðamenn Reykjavíkurborgar um árið. Þá nefndi ég þá framkvæmd, að í sjóðvali væru þeir 30, sem voru á hverjum framboðslista, og fengi hver atkvæði í sjóð í hlutfalli við at- kvæðatölu listans. Ef kosningin til stjórnlagaþings hefði verið í lagi, hefði mátt viðhafa sjóðval á grund- velli hennar. Þingið hefði þá getað haft með höndum mótun tillagna og staðið að sjóðvali um þær meðal frambjóðenda, en þeir fengju at- kvæði í sjóð í hlutfalli við fylgi við stjórnlagaþingskosninguna. Með þessu móti milduðust meinbugir að- ferðarinnar, sem þá var viðhöfð, sbr. grein mína í Morgunblaðinu 2. febr- úar síðastliðinn (Persónukjör – 2 kosnir). Þá gerði það ekki mikið til, þótt þeir, sem ná kjöri, nytu þröngr- ar hylli, þar sem framkvæmd sjóð- vals knýr á um alhliða framlagningu mála. Þátttaka allra frambjóðenda í sjóðvali leiðir til þess, að almennt vel séðir frambjóðendur, sem geta verið margir og hafa ekki náð kjöri vegna eiginleika kosningaaðferðarinnar, fá tækifæri til að láta að sér kveða í hlutfalli við fylgi hvers og eins. Sam- anlagt getur það orðið miklu meira en fylgi þeirra, sem náðu kjöri. Að setja stofnsamþykkt Eftir Björn S. Stefánsson »Ef stjórnlagaþings- kosningin í nóv- ember hefði tekist, hefði mátt móta nýja stjórn- arskrá með raðvali og sjóðvali með þátttöku allra frambjóðenda. Björn S. Stefánsson Höfundur stendur fyrir Lýðræðissetrinu. Ég er þeirrar skoð- unar að Landsbankinn falsi bókhaldið vísvit- andi. Það gerir hann í samstarfi við valda fasteignasala með því að eignir fólks sem óska eftir greiðsluað- lögun eru ofmetnar. Eftir samtöl við fast- eignasala og lögfræð- inga virðist mér ofmat eigna líka eiga sér stað á eignum fyrirtækja sem eru upp á náð og miskunn þessa banka komin. Hitt er líka ljóst að Arion og Íslands- banki virðast líka leika þennan ljóta leik. Ég veit um dæmi þar sem íbúð fólks sem ætlaði sér að fara svokall- aða 110% leið var metin á þremur milljónum meira en eignin var keypt á fyrir hrun. En oftast er Landsbankinn svo ósvífinn að meta eignir á það sama og stökkbreytt lánin sem hvíla á íbúðinni standa í. Þannig fegrar Landsbankinn stöðu sína í bókhaldi en tilkynnir eiganda eignarinnar að því miður falli hans eign ekki undir 110% leiðina því samkvæmt mati fasteignasalans sem bankinn sendir sjálfur á vett- vang sé ekkert að afskrifa. Þessi vinnubrögð eru ekkert ann- að en stigamennska og óþverra- skapur. Svo auglýsir Landsbankinn breytt hugarfar í fjölmiðlum. Aug- lýsingar sem ganga út á að reyna blekkja almenning um að bankinn sé sanngjarn í samningum við skuldara og vilji allt fyrir þá gera. Þegar staðreyndin er allt önnur. Tökum dæmi af nýjasta útspili bankans. Bankinn auglýsir að nú muni hann endurgreiða 20% af vöxtum lána til íbúðakaupa en bara til skilvísra viðskiptavina. Sem sagt hann ætlar að hjálpa þeim sem ekki eru í neinum vandræð- um með að greiða af lánum sínum en þeir sem þurfa á hjálp að halda geta etið skít. Persónulega hef ég staðið í stappi við þessa óþverra vegna húsnæðisláns sem yf- irtekið var 2006 vegna íbúðakaupa. Ég mun ekki fá þessa 20% end- urgreiðslu vegna þess að þessir stigamenn hafa aldrei gert mér kleift að standa í skilum. Þrátt fyrir ítrek- aðar yfirlýsingar mínar um greiðsluvilja, margar ferðir í bank- ann og að hafa skilað inn ógrynni upplýsinga um fjárhagslega stöðu hefur nákvæmlega ekkert komið út úr því. Þeim virðist bara alveg ná- kvæmlega sama! Bankinn hefur ekki einu sinni komið með tillögu um hvernig hægt væri að greiða úr mínum málum. Þegar ég benti sér- fræðingnum í bankanum eitt sinn á að ég ætti fjölskyldu og hvort bankinn ætlaði virkilega að setja okkur á götuna þá skellti viðkom- andi upp úr! Þetta samtal á ég á diktafón og hef spilað fyrir hvern sem heyra vill. Í millitíðinni meðan fólk stendur í stappi við Lands- bankamafíuna færir hún skil- merkilega til bókar ofmetnar eign- ir fólks og falsar þar með bókhaldið þannig að það lítur út fyrir að efna- hagsreikningur bankans sé „algjör snilld“. Falsar Landsbank- inn bókhaldið? Eftir Helga Helgason Helgi Helgason » Þessi vinnubrögð eru ekkert annað en stigamennska og óþverraskapur. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morg- unblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send- ar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Nánari upplýsingar Alls er leitast eftir 8-10 íbúðum, fullbúnum m. húsgögnum og tækjum og einnig koma til greina íbúðir sem eru tómar. Einungis íbúðir í póstnúmerum 101, 103, 104, 105, 107, 108, 112, 113, 200 og 210, koma til greina. Óskað er eftir 3ja- 4ra herb eignum. Í þeim íbúðum sem eru fullbúnar er skilyrði að þvottavél og þurrkari sé innan íbúðar, einnig þarf internettenging og sjónvarp m. erlendum sjónvarpsstöðum að vera innifalið í leiguupphæð. Leigutími er 1-2 ár. Traust fyrirtæki óskar eftir íbúðum til leigu Jón Rafn Valdimarsson Löggiltur fasteignasali S. 695-5520

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.