Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Nýlega sótti ég fyr- irlestraröð í Háskóla Íslands um arfleifð Jóns Sigurðssonar for- seta. Bar þar margt á góma hjá hinum ágætu fræðimönnum. Þó þótti mér að víða blöstu önn- ur svör við en þau sem fundin voru. Dæmi: Var Jón ómissandi sem sjálfstæðishetja? Hefði ekki verið líklegt að við hefð- um fengið sjálfstæði á svipuðum tíma, óháð frægustu foringjunum? Um nauðsyn Jóns sem fordæmis í dag, þegar stærsta þjóðernislega spurningin snýst um landflóttann og Evrópusambandsaðildina, má segja að reynslan af fengnu sjálfstæði ætti að vera okkur næg fyrirmynd. Spurt var hvort hetjuímynd þess sem væri fordæmi ann- arra um styrk og fórn- fýsi væri enn nauðsyn- leg til eftirbreytni. Ég held ekki: Til þess höf- um við nú orðið her af atvinnustjórn- málamönnum sem hafa einmitt þann starfa; og fjölmarga aðra embætt- ismenn að auki. Sem og hvunndagslegri hetjur. Svo virðist raunar, ef horft er um öxl, að það hafi bara verið fáar sjálfstæðishetjur sem einkenndust af styrk og fórnfýsi. Þannig voru t.d. nefndir, sem valkostir við Jón, skáld svo sem Jónas Hallgrímsson og jafn- vel Halldór Laxness. En aðal þeirra var ekki ofurmannlegur vilji eða gæska, heldur að þeir voru sem skáld að framleiða sjaldgæfa og dýrmæta menningarafurð. Önnur spurning var um jafnrétti kynjanna: Er hægt að hugsa sér konu sem íslenska þjóðhetju? Hing- að til hefur spurningu þeirri oftast verið svarað neitandi; nema ef vera skyldi sem kvenhetju á þjóðar- mælikvarða. En ég spyr: Ef þjóð- hetjur eru í eðli sínu færri en eitt prósent mannfjöldans, er það þá ekki of lítið til að gefa tilefni til kynjakvótapólitíkur hvort eð er? (Eina konan meðal listamanna sem ég man raunar eftir að væri orð- uð við einhvers konar karlkyns hetjuljóma er Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur!) Fyrir öld var Jón hylltur sem nokkurs konar summa þjóðar sinnar gervallrar, vegna skrifa sinna, stjórnmála og söfnunar. Ég tel að tjáningarmáttur skáldritahöfunda sé þó í eðli sínu svo miklu meiri, að æviverk margra þeirra taki slíku langt um fram. Kvartað var yfir að tilhneiging væri til að klessa öllum kvenhetjum saman í einn ónafngreindan massa; n.k. Fósturlandsins Freyju; í stað þess að einstaklingsgera þær. Þann- ig yrðu þær að nokkurs konar Fjall- konu eða Eykonu, með börn sér við brjóst. En er það alslæmt? Þannig bendi ég á ljóð mitt Fjallkonuna miklu, sem útmálar Fjallkonuna ís- lensku sem myndbirtingu hinnar máttugu og grimmlyndu Hvítu gyðju, er flestu ræður. En það er í takt við útbreidda skýringu kvenna- fræðinga um uppruna evrópskrar goðsögu. Vera má að hetjufyrirmyndir séu minna nauðsynlegar í nútímanum, á tímum margmiðlunar, þegar flestir virðast vera orðnir eigin fjölmiðlamenn á netinu. En þannig skapast endalaust mannval af leið- togafyrirmyndum. Það eina sem er að verða sjaldgæfara í öfugu hlut- falli við mikilvægi sitt fyrir okkar litlu þjóð eru listfengu ljóðskáldin og sagnaskáldin. Í anda fyrirlestraraðarinnar áðurnefndu kem ég með eftirfar- andi tillögu: Reisum stóra brons- styttu af Fjallkonunni íslensku, í Reykjavík; við hliðina á styttunni af Jóni Sigurðssyni. En í staðinn fyrir að hafa börn sér við kné skal hún sitja með fiskiþrífork í hendi sér, hjálm á höfði og skjöld með fánamerkjunum sér við hina hlið- ina; líkt og breska gyðjan Britt- anía! Sjálfstæðishetju eða menningarhetjur? Eftir Tryggva V. Líndal »Reisum stóra bronsstyttu af Fjallkonunni íslensku, í Reykjavík; við hliðina á styttunni af Jóni Sigurðssyni. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Á Alþingi er nú til umfjöllunar og von- andi afgreiðslu frum- varp sem ég lagði fram í vetur ásamt 6 öðrum þingmönnum um lögbindingu á skattfríðindum sjó- manna vegna fjarveru frá heimili og fjöl- skyldu, en um árabil hafa þessi skattfríðindi verið kölluð sjó- mannaafsláttur og er í sjálfu sér ekki gott orð, því það er enginn af- sláttur á sjómönnum Íslands, mann- skapnum sem er bæði sverð og skjöldur íslenska velferðarsam- félagsins. Frumvarpið miðar við að tekjufríðindi sjómanna hækki frá 360 þús. kr. hámark á ári í gamla „sjómannaafslættinum“ í 1360 þús. kr. á ári. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ákveðið að af- nema „sjómannaafsláttinn“ sem hefur verið við lýði frá árinu 1954 með áorðnum breytingum, en með þessari ákvörðun ríkisstjórnar Jó- hönnu Sigurðardóttur er verið að skilja sjómenn eina eftir án skatt- fríðinda vegna vinnu fjarri heimili. Tekjuskattsfríðindi í stað „sjómannaafsláttar“ Samkvæmt upplýsingum frá rík- isskattstjóra fengu 6102 sjómenn alls 1,1 milljarð kr. í skattfríðindi, „sjómannaafslátt“ árið 2008, en á sama tíma greiddu 3875 aðilar á Ís- landi alls 8,8 milljarða í formi skatt- fríðinda sem dagpeninga. Af þeim sem greiddu dagpeninga á árinu 2008 voru 138 opinberir aðilar sem greiddu samtals 1,5 milljarða króna í skattfrjálsa dagpeninga vegna fjarveru frá hefðbundnum vinnu- stað eða heimili. Það eru því miklir fjármunir sem falla undir stað- greiðsluskatta og eru skattfrjálsir fjármunir. Opinberir starfsmenn njóta samkvæmt þessu mikilla fríð- inda umfram aðrar starfsstéttir, en að minnsta kosti 18% allra greiddra dagpen- inga fara til opinberu stjórnsýslunnar. Það er því ljóst að það er bæði valdníðsla og ósanngirni að afnema þessar kjarabætur sjó- manna sem þeir hafa haft í áratugi og slíkt afnám felur í sér al- gjört ójafnræði við aðrar starfsstéttir á Ís- landi sem geta nýtt sér dagpeninga- greiðslur í formi skattaafsláttar. Auk þess er fáránlegt að afnema þessi takmörkuðu fríðindi sjómanna á skjön við það sem tíðkast hjá öll- um fiskveiðiþjóðum Evrópu, til að mynda Norðurlöndunum og svo má nefna Kanada og Nýja-Sjáland. Um langt árabil hafa skattfríðindi sjómanna í formi „sjómanna- afsláttar“ verið skammarlega lág miðað við allar aðrar Evrópuþjóðir og víðar, en skattfríðindin voru 987 kr. á dag hjá sjómanni á sjó, að há- marki 360 þús. kr. á ári. Frum- varpið sem við höfum lagt fram á Alþingi miðar við bæði Færeyjar og Noreg, sem eru þó í lægri kanti Evrópuríkja, en þó munu skattfríð- indi sjómanna hækka verulega, eða fjórfalt í formi skattfríðinda úr 360 þús. kr. hámarki í 1360 þúsund kr. á ári. 400% hækkun á skattfríðindum sjómanna, með hámarki, í sam- ræmi við aðrar þjóðir Frumvarpið sem ég mælti fyrir á Alþingi gerir ráð fyrir lögbindingu skattfríðinda sjómanna vegna sömu ástæðna og giltu um „sjómanna- afslátt“, vinnu oft langtímum saman fjarri heimili, fjölskyldu og daglega samfélaginu á Íslandi. Frumvarpið miðar við það ef sjómenn hafa að lágmarki 30% af tekjum sínum af sjósókn, þá eiga þeir rétt á að fá 14% af tekjunum sem skattfríðindi að hámarki 1360 þús. kr. á ári, sem sagt frítekjur af skattskyldum tekjum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fríðindi annarra sjómanna en fiski- manna, svo sem lögskráðra sjó- manna á varðskipum, ferjum, sand- dæluskipum eða farskipum í millilandasiglingum, skuli vera 15% af tekjuskattslið að 4,1 millj. kr. í tekjur og 8% af næstu 7,2 millj.kr., þó að hámarki 863 þús. kr. á ári. Hvarvetna í öðrum löndum miðast þessi skattfríðindi við það að sjó- menn vinna þjóðhagslega mjög mik- ilvæg störf fjarri heimilum og fjöl- skyldum og hvergi er eins rík ástæða til þess að taka tillit til þess og á Íslandi þar sem sjávarútvegur- inn veitir Íslendingum um 60% af þjóðartekjunum, hryggbitann í öllu samfélaginu. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði „sjómannaafsláttinn“ einhliða án nokkurrar samræðu eða viðræðna við sjómenn. Að sjálf- sögðu eigum við Íslendingar að tryggja sjómönnum okkar sambæri- leg kjör og eru hjá öðrum þjóðum sem við erum daglega að bera okk- ur saman við, ekki síst vegna ein- staks mikilvægis sjávarútvegs á Ís- landi, þar sem Ísland er eina sjálfstæða þjóðin í Evrópu sem er fyrst og fremst fiskveiðiþjóð. Meðflutningsmenn mínir á frum- varpinu um skattfríðindi sjómanna eru Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ragnheiður Elín Árna- dóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Von- andi sér núverandi ríkisstjórn að sér og áttar sig á því að þessi árás á kjör sjómanna er mikil mistök og óréttlát, en við munum ekki láta deigan síga fyrr en réttlæti er kom- ið á í þessum efnum fyrir sjómenn. Hvernig dettur ráðamönnum á Ís- landi í hug að skilja sjómenn eina allra starfsstétta á Íslandi eftir í umræddum skattfríðindum, sem eru þó ekki nema um 10% af heild- argreiðslum í sambærilegum skatt- fríðindum hjá hinum ágætu land- kröbbum hvort sem þeir vinna hjá einkafyrirtækjum eða hinu op- inbera. Við krefjumst þess að kúrs- inn sé réttur af í þessum efnum. Eftir Árna Johnsen »Með ákvörðun rík- isstjórnarinnar um afnám „sjómanna- afsláttar“ er verið að skilja sjómenn eina eftir án skattfríðinda vegna vinnu fjarri heimili. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður Tryggjum sjómönnum fjar- fríðindi í skatti eins og öðrum Frelsi ein- staklingsins í lýðræðisríkjum hefur verið horn- steinn í lífi okkar Vesturlandabúa og erum við stolt af því. Boð og bönn eru ekki af hinu góða og hóf- semi er dyggð. Fíkn er afstæð. Ný þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur eru að mínu mati gróf aðför að frelsi og full af eig- ingjarnri forsjárhyggju. Það er vitað mál að reykingar eru óhollar bæði þeim sem reykja og þeim sem anda að sér tóbaksreyk. Það á ekki að vera málið. En eftir því sem ég skil þessa tillögu rétt þá er rétti ein- staklingsins til að ákveða hvort hann vill reykja eður ei kastað út í ystu myrkur. Þeir sem við kusum á Alþingi eiga að hafa vit á hvort Jón eða Gunna reykir. Fyrirgefið, en eru þetta sömu alþingismennirnir og sýndu dómgreind sína með því að sam- þykkja að láta þjóðina borga Ice- save? Ég tel að þetta frumvarp sé þess eðlis að því eigi að kasta til föð- urhúsanna. Til samanburðar þá er áfengi mun þjóðhagslega skaðlegra, að maður tali nú ekki um allan fé- lagslega pakkann. Þar skilja millj- arðar á milli. Fyrst Siv og félagar hennar eru að láta til skarar skríða gegn tóbaki ættu þau að meðhöndla áfengi á sama hátt. Áfengi fengist þá eins og tóbak eingöngu í apótekum og gegn framvísun lyfseðils. Það yrði einungis afhent fíklum sem þyrftu viðurkenningu fagmanna á að þeim þætti gott að fá sér rauðvíns- glas með kvöldsteikinni. HERDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, notendafulltrúi og öryrki. Eigingjörn forsjárhyggja? Frá Herdísi Benediktsdóttur Herdís Benediktsdóttir Fyrir nokkrum ár- um reyndi ég að ná tali af borg- arstjóra. Fyrir misskilning var mér vísað til Svan- dísar Svav- arsdóttur. Ég hafði aldrei séð hana áður. Viðtalið við konu þessa var stutt og umfram allt sérlega leiðinlegt. Þegar ég renndi mér á hjólastónum að borðinu hennar eins og mér var sagt að gera, horfði hún augnablik upp úr skjölunum á borðinu og svo aftur nið- ur án þess að taka kveðju minni. Ég skildi strax að ég hafði verið veginn og léttvægur fundinn. Ágæti lesandi, þú heldur kannski að ég hafi farið hjá mér við svo stór- mannlegar móttökur? Nei, því fór fjarri og beið ég þess að sú mikla kona sæi sig um hönd og léti mig ekki fara erindisleysu. Það reyndist gagnslaust og mér var sagt að reyna eftir viku. Ég fór ekki aftur fyrr en ég var öruggur um að koma erindi mínu fram án þess að hitta Svandísi. Ef einhver segir að kona þessi sé alþýðleg, hlý eða lítillát, hvað er þá hroki og remb- ingur? Ég hef aldrei hitt Katrínu Jak- obsdóttur, en geri mér þó ljósan þann reginmun sem er á henni og Svandísi. Katrín er sérlega vel gefin, hrein- skiptin, velviljuð og kjörkuð. Hún hefur svo sannarlega gert þjóðinni gagn og slær aðra stjórnmálamenn út í þeim efnum. Hrunið dró kjark og dug úr flest- um í ríkisstjórninni nema henni. Hún skildi að vont gat versnað, ef ekkert yrði gert. Hún ákvað að klára Hörp- una og lét neikvæðu raddirnar sem vind um eyru þjóta. Nú er þessi glæsibygging komin í gagnið og hefur fengið frábæra dóma hér og frá öðr- um löndum. Hún þorir, líkt og skemmtilegasti stjórnmálamaðurinn, Davíð Oddsson, gerði með Perluna og Ráðhúsið. Þó ég væri ekki ætíð sammála honum, þá sakna ég þess að heyra ekki lengur ræður hans í þinginu og viðtöl. Skemmtilegar ræður heyra því for- tíðinni til. Nú kjamsa menn í sama knérunn og láta þar við sitja. Stein- grímur Sigfússon hefur borið sig eftir að vera skemmtilegur og orðið hlægi- legur, sem er ekki það sama. Katrín á létt með mál og getur tal- að með öllum líkamanum og henni er móðurmálið kært. Hún lét lögfesta táknmálið og jarða misréttið. Hún laðar fólk að flokkn- um, en Svandís er fráhrindandi. Ætli VG að auka virkni sína í stjórnmálum er Katrín trompið. ALBERT JENSEN, smiður. Katrín skal verða prinsessan Frá Albert Jensen Albert Jensen Bréf til blaðsins Afmælisþakkir Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir mér auðsýndan heiður með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 80 ára afmæli mínu þann 28. maí sl. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.