Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 ✝ SigfúsTraustason, Gilsbakka 5, Laug- arbakka, Miðfirði, fæddist á Hörgs- hóli, Þverárhreppi í Vestur- Húnavatnssýslu 29. maí 1945. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 18. maí 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Trausti Sigurjónsson, f. 1. maí 1912, d. 4. nóvember 2004, frá Hörgs- hóli og Sigríður Hansína Sig- fúsdóttir, f. 21. ágúst 1915, d. 19. ágúst 1999, frá Ægissíðu. Systkini Sigfúsar eru: Björn Traustason, f. 29. maí 1938, Þorkell Traustason, f. 10. júlí 1939, Agnar Traustason, f. 22. mars 1941, Þráinn Traustason, f. 9. apríl 1942, Guðbjörg Stella Traustadóttir, f. 15. júní 1943, Hörður Traustason, f. 2. janúar 1955, og Sigurður Rós- berg Traustason, f. 9. desem- ber 1957, d. 8. júlí 2000. Hinn 31. desember kvæntist Sigfús Sigurveigu Guðjóns- dóttur, f. 6. júní 1948. For- eldrar hennar voru Guðjón Helgason, f. 22. mars 1916, d. 4. nóvember 2002, frá Hlíð- arenda og Sigríður Björns- dóttir, f. 18. mars 1920, d. 15. júlí 1964, frá Rauðnefsstöðum. Börn þeirra Sigfúsar og Sig- urveigar eru: 1) Sigríður Helga Sigfúsdóttir, f. 8 sept- ember 1967, gift Jóhanni Al- bert Finn- bogasyni, f. 24. nóvember 1964, börn þeirra eru Pálmi Þór, Andri Már og Elín Birna. 2) Árni Sigfússon, f. 7 ágúst 1972. Sambýliskona hans er Ásta Huld Jónsdóttir, f. 17. janúar 1970. Barn Árna er Guð- mundur Hermann. Barnsmóðir Árna er Þorlaug Guðmunds- dóttir og sonur Ástu Huldar er Guðjón Jósef. 3) Guðjón Trausti Sigfússon, f. 10. febr- úar 1976, giftur Svandísi Heiðu Pálmadóttur, f. 1. apríl 1982, börn þeirra eru Pálmi Trausti og Elísabet Ýr. 4) Björn Sigfússon, f. 25. nóv- ember 1982, hann á þrjú börn. Barnsmóðir hans er Sigríður Margrét Gísladóttir og eiga þau saman Gísla Frey og Svandísi Veigu, barnsmóðir hans nr. 2 er Aðalheiður Björk Sigurdórsdóttir og eiga þau saman Theódór Gabríel og barn Aðalheiðar er Alexandra. 5) Sigurður Ellert Sigfússon, f. 25. apríl 1989, er í sambandi með Ásdísi Björgu Björgvins- dóttur, f. 16. ágúst 1992. Sigfús var að mestu sjómað- ur og einnig bóndi og gróð- urhúsabóndi fram að andláti. Útför Sigfúsar fer fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag, 4. júní 2011, og hefst at- höfnin klukkan 14. Þó nú sé sorg, tár og tregi tómlegt allt nú sé um stund, þá lifir minning björt sem blóm á sumardegi um blíðan mann sem horfinn er á Guðs síns fund. (Guðmundur Skúlason) Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Þín Sigurveig. Elsku pabbi. Fallinn ertu frá svo alltof ungur, aðeins 65 ára. Hinn 18. maí kl. 3.15 hringdi Karl læknir í mig með þessum þungu orðum að gerviósæðin hefði gefið sig og þú ættir mín- útur eftir ólifaðar. Kl. 7.15 kvaddir þú þennan heim elsku pabbi með allan ávöxt þinn í líf- inu þér við hlið. Þú kvaddir þennan heim ekki einn, að því leyti varstu lánsamur maður og ótrúlega ríkur, áttir konu sem stóð þér við hlið öll þín ár og svo yndisleg fimm börn og ell- efu barnabörn. Lífsskeið þitt var stórt; fyrst smiður, sjómað- ur, gróðurhúsabóndi, svína- og hænsnabóndi, kúabóndi og aft- ur sjómaður og á endanum aft- ur gróðurhúsabóndi en þess á milli ýmis önnur störf. Eftir fyrsta áfallið sem þú fékkst breyttist allt og það var fyrir tólf árum og smátt og smátt breyttist þú, persónuleiki og vinnuelja og svo má lengi telja. Geta til vinnu dvínaði með ár- unum og var það þér þung byrði því vinnuþjarkur varstu, stopp- aðir aldrei, alltaf að gera eitt- hvað, varst ótrúlega duglegur að rækta vináttu við alla í fjöl- skyldunni þinni sem og vini, reyndir að heimsækja alla eins oft og þið mögulega gátuð. Þér þótti gaman að spila og spjalla, þú hringdir oft síðustu árin og stundum einu sinni á dag eða tvisvar; hafðir ekki mikið að segja, oft bara þögn í símanum, eins og þegar þú hringdir stundum seint að kvöldi og varst að horfa á bíómynd í sjón- varpinu og þá átti ég bara að horfa á myndina með þér í sím- anum með alla þessa kílómetra á milli okkar. Ég gleymi aldrei hversu mikill klettur þú varst 1973 þegar eldgosið í Vest- manneyjum var þegar þú hjálp- aðir mömmu, mér, Árna bróður, Stellu frænku og Friðgeiri frænda um borð í Berg VE ásamt öllum hinum fjölskyldun- um. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa til og taldir það ekki eftir og svo uppi á Holta- vörðuheiði þegar þú hjálpaðir konu með kornabarn í fanginu í stórhríð og eins þegar við tvö skriðum eftir girðingunni á Laugarbakka, framhjá þremur húsum og Kalla gamla í sjopp- unni til að bjarga gróðurhúsinu hans, svona mætti lengi telja. Það var yndisleg stund þegar við Jóhann giftum okkur á pall- inum heima hjá okkur, að sjá þig og Finnboga tengdapabba standa hlið við hlið og tárin láku hjá ykkur báðum. Þú varðst svo meyr með árunum á gleðistund- um sem sorgarstundum. Síð- ustu samskipti okkar voru sunnudaginn 14. maí, þá hittum við þig öll systkinin og þú varst svo ótrúlega hress, loksins far- inn að geta borðað og sest upp í stól með hjálp. Við tengdum símann þinn og þú gast hringt í mömmu eftir mánaðarbaráttu. Allt var á uppleið. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt. Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu honum þessa göngu, þ.e.a.s. sjúkrahúsinu á Hvammstanga, sjúkrahúsi Akraness, gjörgæslunni í Foss- vogi og svo starfsfólki á 4.A fyr- ir þá góðu umönnum sem hann fékk og séra Gunnari sjúkra- húspresti. Megi Guð gefa okkur styrk í þessari baráttu. Elsku pabbi, ég veit að þú ert á góðum stað þar sem ástvinir sem eru fallnir frá tóku á móti þér. Sjáumst síðar minn kæri. Þín dóttir, Sigríður. Okkur langar með þessu fal- lega ljóði eftir Halldór Laxness að kveðja góðan frænda, Sigfús Traustason, eða Fúsa frænda. Hann var frændi okkar systra í föðurætt og kom oft á æsku- heimili okkar í Árbænum. Margar fjölskyldur bera þá gæfu að eiga að skemmtilega frændann. Fúsi var okkar skemmtilegi frændi. Minning- arnar um brosið, sem var svo einkennandi fyrir manninn, eig- um við og geymum vel. Af hon- um stafaði mikil hlýja og hann var einn af þeim sem brosa ávallt með öllu andlitinu og með hjartað á réttum stað. Hann kom heim í Heiðarbæinn með útbreiddan faðminn og alveg passlega mikil læti að okkar mati. Við gátum stólað á það að hann sæti ekki eins og múraður við eldhúsborðið yfir kaffibolla og spjalli við fullorðna fólkið. Við fengum alltaf okkar skammt af athygli og fjöri. Fúsi faldi sig á bak við hurð, tók þátt í leik og lét ekki formlegheit og feimni spilla gleðinni. Ekki skemmdi svo fyrir að hann átti marga vel gerða og skemmti- lega krakka sem voru gjarna með í för og fyrir það fær hann okkar bestu meðmæli að sjálf- sögðu. Fúsa þökkum við góðar minningar um ljúfan og góðan dreng sem þótti óskaplega vænt um fólkið sitt og sýndi það bæði í orði og verki. Minningar um æðruleysi, umburðarlyndi og síðast en ekki síst léttleika sem svo dýrmætt er fyrir okkur, sem yngri erum í fjölskyldunni, að hafa í farteskinu um ókomna framtíð. Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa syngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga. Var ekki’ eins og væri’ um skeið vofa’ í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Sumir fóru fyrir jól. fluttust burt af landi, heillum snauðir heims um ból hús þeir byggja á sandi. Í útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi. Þar er auðsýnt þurradramb þeim sem út er borinn, engin sól rís yfir kamb yfir döggvuð sporin. Þar sést hvorki lítið lamb né lambagras á vorin. Þá er börnum betra hér við bæjarlækinn smáa, í túninu þar sem trippið er. Tvævetluna gráa skal ég, góði gefa þér og gimbilinn hennar fráa. Og ef þig dreymir, ástin mín, Oslóborg og Róma, vængjaðan hest sem hleypur og skín hleypur og skín með sóma, ég skal gefa þér upp á grín allt með sykri og rjóma. Eins og hún gaf þér íslenskt blóð, ungi draumsnillingur, megi loks hin litla þjóð leggja’ á hvarm þinn fingur á meðan Harpa hörpuljóð á hörpulaufið syngur. (Halldór Laxness) Sigríður Konráðsdóttir, Unnur Konráðsdóttir og Björk Konráðsdóttir. Sigfús Traustason ✝ ÞorsteinnKristján Jóa- kimsson, bifreið- arstjóri, var fæddur í Hnífsdal 19. febr- úar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósa Jóhann- esdóttir frá Vatns- nesi í Húnavatnssýslu og Jóakim Þorsteinsson frá Ísafirði. Systk- ini Þorsteins voru Jóhannes Guðni, f. 8. janúar 1913 (látinn), Guðný Brynhildur, f. 8. maí 1914, gift Jóni Jónssyni (bæði látin), Guðrún Klara, f. 18. maí 1922, gift Vilhjálmi Friðrikssyni (bæði látin), Fjóla, f. 1926, d. sama ár. Hinn 30. apríl 1949 kvæntist Þorsteinn Bríeti Theódórsdóttur, f. í Ólafsfirði 21. ágúst 1927, d. eigin vörubifreiða nær óslitið til ársins 1980. Meðal annars starf- aði hann við lagningu vegar frá Látrum í Aðalvík upp á Straum- nesfjall og við byggingu radar- stöðvar á fjallinu. Hann var einn þeirra sem unnu að lagningu hinna hrikalegu vega um Óshlíð og Súðavíkurhlíð, en á þeirri síð- arnefndu eru fyrstu veggöng á Íslandi, gegnum Arnarnesham- ar. Þegar Þorsteinn hætti vöru- bílaakstri hóf hann störf hjá um- boðs- og heildversluninni Sandfelli á Ísafirði við lagerstörf og sendibílaakstur allt til starfs- loka. Þorsteinn og Bríet hófu bú- skap að Hrannargötu 3 á Ísafirði, byggðu síðan einbýlishús við Seljalandsveg 68 en fluttu árið 1967 í einn af „kennarabústöð- unum“ við Urðarveg 4 og bjuggu þar óslitið næstu þrjátíu og fimm árin. Síðustu æviár Bríetar bjuggu þau í Reykjavík, þar sem hún lést árið 2002. Þá flutti Þor- steinn aftur til Ísafjarðar, festi kaup á íbúð að Hlíf 2 og bjó þar til æviloka. Útför Þorsteins Jóakimssonar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 4. júní 2011 kl. 14. 22. febrúar 2002. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg, f. 8. mars 1950, gift Páli Kristmundssyni, þau eiga 4 börn og 6 barnabörn. 2) Rósa, f. 5. apríl 1954, gift Árna Aðalbjarnar- syni, þau eiga 2 börn. 3) Gunnar Theódór, f. 2. júní 1957, kona hans er Elín Huld Halldórsdóttir, þau eiga 3 börn og 4) Friðgerður, f. 6. desember 1958, var gift Hjálmari S. Björnssyni, en hann lést 2003, þau eignuðust 2 börn. Þorsteinn stundaði akstur frá tvítugu. Hann tók meirapróf á Akureyri 1940 og hóf þá akstur hópferðabifreiða hjá Þóri Bjarnasyni á Ísafirði. Þorsteinn eignaðist sinn fyrsta vörubíl árið 1946 og stundaði síðan akstur Þegar við vorum lítil var mjög spennandi að fara til ömmu og afa á Urðarveginum, afi átti alltaf harðfisk til að gefa okkur (eða havvikk eins og sumir kölluðu hann). Ekki skemmdi heldur fyrir að hann vann hjá Sandfelli, heild- sölu með sælgæti, því þá gat mað- ur alltaf treyst því að það væri eitthvað gott í brúna skápnum inni á skrifstofu. Afi vann mikið og átti mörg áhugamál en alltaf hafði hann tíma til að snúast í kringum barna- börnin. Þær voru ófáar heimsókn- irnar sem voru farnar niður í Sandfell, í bátinn og að sjálfsögðu í Dalakofann, glæsilegan sumarbú- stað sem ber vandvirkni afa og ömmu gott vitni. Þegar hann var ekki að vinna í bátnum eða Dala- kofanum var hægt að finna hann inni í bílskúr að dunda, og alltaf fékk maður að fylgjast með, svo lengi sem maður óhreinkaði sig ekki, því afi lagði mikið upp úr því að vera vel tilhafður og skildi greiðuna aldrei við sig, hún var alltaf í rassvasanum. Áður en amma dó var alltaf stutt í glottið hjá Steina afa. Hann átti það til að skjóta einhverju skondnu að okkur krökkunum þegar amma og mamma voru að ræða eitthvað yfir kaffinu, sem okkur krökkunum fannst leiðin- legt. Við systkinin erum bæði nefnd eftir fólki í ættinni og greip afi stundum til þess að kalla Hönnu gömlu konuna og Bjössa kallaði hann Jóa litla. Afi Steini varð 91 árs. Hann varð hins vegar aldrei samur eftir að Bríet amma dó fyrir níu árum. Við erum viss um að hvar sem þau eru eru þau saman og hamingju- söm. Hanna Rósa og Björn Jóhannes. Í Hrannargötunni á Ísafirði (áður Templaragötu) var hópur stráka í fótbolta. Þetta var áður en götur voru malbikaðar og oft lenti boltinn því í drullupollum á leið í mark sem var við rústir gamla bíó- hússins sem templarar höfðu byggt, en var nú brunnið. Þar stóð oft vörubíll sem alltaf var glans- andi flottur og nýbónaður. Þetta var bíllinn hans Steina, flottasti vörubíll í bænum. Steini amaðist ekki við boltaleikjum strákanna, enda gamall fótboltamaður sjálf- ur, færði heldur vörubílinn til að rýmka völlinn. Þannig voru fyrstu kynnin af honum. Umburðarlyndi og skilningur á athafnaþrá barna voru alla tíð aðalsmerki hans. Seinna þegar strákarnir stálp- uðust fóru þeir að vinna í fiski, hengja skreið upp á hjalla og taka hana inn þurra. Margir vörubíl- stjórar voru þá kallaðir til en það er ekki á neinn hallað þó sagt sé að Steini var í miklu uppáhaldi á strákunum. Hann fór að öllu með gát en var einstaklega laginn að bakka inn á milli þröngra hjall- anna. Aldrei talaði hann í skipun- ar- eða ávítunartón og því pöss- uðum við vel að skreiðin dytti aldrei niður á hús fína vörubílsins. Löngu síðar lágu leiðir okkar saman er Steini gerðist starfs- maður í vörugeymslu heildversl- unarinnar Sandfells hf. Þar birt- ust vel eiginleikar hans. Þó oft væri handagangur í öskjunni við afgreiðslu á daginn var allt í röð og reglu að kvöldi. Aldrei glataði hann eiginleikanum að hæna að sér börn þótt nóg væri að gera. Órækast merki um það er að son- ur okkar Halldór Karl heimsótti hann oft í vinnuna og þegar köttur okkar gaut kettlingum eitt árið þá krafðist strákur þess að sá kett- lingur sem honum leyst best á yrði látinn heita Steini. Þetta reyndist verða langlífur köttur og vinmarg- ur eins og nafni hans. Þó að Steini legði ekki fyrir sig að læra iðngreinar þá var hann þúsundþjalasmiður sem allt lék í höndunum á. Þennan hæfileika nýtti hann meðal annars til að gera upp gamlan og illa farinn sumarbústað í Dagverðardal sem bar hið fallega nafn Dalakofinn. Þar átti hann og kona hans Bríet Theódórsdóttir, sem féll þó frá langt fyrir aldur fram, fjölskyldur þeirra og vinir margar unaðs- stundir. Má því segja að Dalakof- inn hafi verið þeim það drauma- land sem birtist í frægu kvæði skáldsins frá Fagraskógi. Síðustu æviár sín dvaldi Steini á dvalarheimilinu Hlíf á Ísafirði í góðu yfirlæti þó að það hafi verið honum mikið áfall að missa Bríeti frá sér þegar þau ár voru fram- undan sem hann þráði að njóta með lífsförunaut sem hann unni heitt. Með Þorsteini Jóakimssyni er genginn maður sem auðgaði bæ- inn sinn og umhverfi með lífsstarfi sínu. Við kveðjum þennan vin okk- ar með söknuði og erum þakklát fyrir að yfir öllum minningum um hann er aðeins glampandi sólskin og heiðríkja. Börnum hans, venslafólki og ættingjum flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa með þeim öllum. Ólafur Bjarni Halldórsson. Salbjörg Jósepsdóttir. Halldór Karl Ólafsson. Í faðmi þínum, öryggis leita. Í faðmi þínum, öryggið finn. Í faðmi þínum, friðinn þinn finn ég. Í faðmi þínum, Jesús ég er. Elsku Steini minn. Nú ertu laus úr þrautum og þjáningum. Friður Guðs er nú með þér, ég bið Guð að hugga og blessa börnin þín og fjölskyldur þeirra. Guð blessi minningu þína. Þín einlæg vinkona, Helga. Þorsteinn Kristján Jóakimsson ✝ Svava Sig-mundsdóttir fæddist á Björgum í Skagabyggð 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki 30. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Aðalheiður Ólafsdóttir og Sig- mundur Benedikts- son. Árið 1940 giftist Svava, Kristjáni Sigurðssyni frá Lundi í Fljótum. Börn þeirra eru Sig- urður fæddur 1941, maki Kristín Ruth Fjólmundsdóttir og Aðalheiður Sigrún fædd 1946, maki Fjólmundur Fjól- mundsson, f. 1947. Svava átti 8 barna- börn, 15 lang- ömmubörn og eitt langalang- ömmubarn. Útför Svövu verður gerð frá Hofsóskirkju laugardaginn 4. júní 2011 og hefst athöfnin kl. 16. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín, elsku hjartans amma okkar. Þínar ömmustelpur, Íris Björg, Steinunn Svava og Sólveig. Svava Sigmundsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.