Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 ✝ SigurðurMagnússon stýrimaður fæddist á Ólafsfirði 15. febrúar 1938. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 24. maí 2011. Foreldrar hans voru Magnús Jón Guðmundsson út- gerðarmaður á Ólafsfirði, f. 14. maí 1913, d. 7. febr- úar 1980, og Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996. Sigurður var næstelstur fimm systkina, en þau eru Júlíus Magnússon, f. 8. október 1936, Hildur Magnúsdóttir, f. 7. febr- úar 1942, Guðrún Magnúsdóttir, f. 15. júní 1945, og Erla Magn- úsdóttir, f. 8. janúar 1947. Systir þeirra, f. í júní 1939, lést stuttu eftir fæðingu. Í Eyjum kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni Ernu Sigurjónsdóttur og gengu þau í hjónaband þann 24. maí 1969. Erna er fædd 6. ágúst 1938 og er dóttir hjónanna Sigurjóns Guðjónssonar frá Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöllum og Sigurbjargar Jónsdóttur frá Ásólfsskála undir Austur- Eyjafjöllum. Þau fluttu til Vest- mannaeyja þegar Erna var ný- mennsku að sínu ævistarfi. Árið 1954, þá 16 ára að aldri, gerðist hann útgerðarmaður þegar hann festi kaup á trébátnum Freymundi ÓF, ásamt föður sín- um og bróður. Báturinn hefur alla tíð verið gerður út frá Ólafsfirði og er enn í eigu Júl- íusar og gerður út til veiða. Sig- urður var á vertíðum frá Vest- mannaeyjum frá árinu 1958 og þaðan útskrifaðist hann sem stýrimaður frá Stýrimannaskól- anum árið 1971. Sigurður settist að í Eyjum og stundaði þar sjó- mennsku alla sína tíð, allt þar til hann hætti sjómennsku sumarið 2005, þá nýorðinn 67 ára. Sig- urður var á þessum tæpu 60 ár- um til sjós á mörgum bátum. Á sínum fyrstu árum 1959-1961 og 1970-1972 á Kristbjörgu VE hjá Sveini Hjörleifssyni, og 1962- 1967 var hann með Kristni Páls- syni á Berg VE. Árin 1973-1983 á Hugin VE hjá Guðmunda Inga Guðmundssyni, og árin þar á eftir á Guðmundi VE í eigu Ís- félags Vestmannaeyja og á Kap VE hjá Einari Ólafssyni. Lengst- an tímann, eða frá 1987-2005, var hann starfandi hjá Vinnslu- stöðinni, fyrst á Kap VE og síðar á Sighvati Bjarnasyni VE. Útför Sigurðar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 4. júní, og hefst athöfnin kl. 14. fædd og þar fædd- ist sonur þeirra Ingi Sigurjónsson þann 22. apríl 1943. Sigurður og Erna eignuðust tvo syni 1) Ingi, f. 18. desember 1968, kvæntur Fjólu Björk Jónsdóttur, f. 29. janúar 1971, og börn þeirra eru; Jón, Eva Lind og Inga Dan, 2) Magn- ús, f. 6. október 1974, kvæntur Ester Sigríði Helgadóttur, f. 27. apríl 1976, og börn þeirra eru; Sigurður Arnar, Ragna Sara og Heiðmar Þór. Einnig átti Erna áður Sigurjón Pálsson, f. 24. júlí 1959, kvæntur Gunnhildi Jón- asdóttur, f. 21. maí 1961, og börn þeirra eru; Erna Dögg, sambýlismaður hennar Hörður Orri Grettisson, og dætur þeirra Embla og Tanja, Tanja Björg, Sigurjón Gauti, Daníel Ingi og Andri Steinn. Dóttir Gunnhildar og fósturdóttir Sigurjóns er Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir, gift Óðni Sæbjörnssyni og börn þeirra eru Nökkvi Snær, Thelma Sól og Glódís Dúna. Sigurður byrjaði á unga aldri að fara á sjó með föður sínum og bróður á trillu fjölskyldunnar Guðrúnu ÓF á Ólafsfirði, og rétt eftir fermingu gerði hann sjó- Hann Siggi Magg er látinn. Þessi fregn kom mörgum veru- lega á óvart, en veikindi hans voru almennt ekki kunn. Það sýndi að pabbi fór vel með sín veikindi og barðist hetjulega við sinn sjúkdóm. Pabbi var ekki fyr- ir að vekja athygli á sjálfum sér og tókst því á við veikindin á sinn hátt, að halda áfram að lifa sínu daglega lífi sem best hann gat. Pabbi hóf snemma að sækja sjó- inn með föður sínum á æskuslóð- um sínum á Ólafsfirði. Hann gerðist fljótt útgerðarmaður þar er hann á 16. aldursári festi kaup á nýsmíðinni Freymundi ÓF ásamt föður og bróður. Eftir það varð ekki aftur snúið og sjó- mennskan varð hans ævistarf. Hann lagði allt sitt í það starf, sótti sér menntun í Eyjum, sett- ist þar að og stofnaði fjölskyldu. Þegar pabbi hætti á sjónum sat hann ekki auðum höndum. Heimili hans og mömmu er samastaður barnabarnanna og var pabbi alltaf hæstánægður með að umgangast þau. Hann var oft eins og leigubílstjóri að keyra þeim og aðstoða þau á marga vegu. Þau sjá á eftir sín- um besta vin en eiga góðar minn- ingar um allar samverustundirn- ar. Hann varð einnig byggingastjóri hjá okkur sonun- um enda alger forkur til vinnu er sneri að húsbyggingum okkar bræðra. Það var sama hvaða verk þurfti að vinna, allt lék í hönd- unum á honum og heimilin okkar njóta þess í dag. Pabbi var róleg- ur maður sem hafði sterka rétt- lætiskennd, sem birtist í því að hann lá ekki á skoðunum sínum. Hann var óhræddur að takast á við menn um skoðanir en erfði slíkt aldrei við neinn og nánast allir voru nefndir „vinur“ hjá honum. Hann var mikill áhuga- maður um íþróttir og þá sérstak- lega knattspyrnu. Hann lék knattspyrnu sjálfur á sínum yngri árum, og þá var ekkert pasta borðað fyrir leiki heldur bara almennilegt skyr, nýkominn beint af sjónum. Það var því ekki skrýtið að við synirnir yrðum hel- teknir af knattspyrnunni og það áhugamál áttum við með pabba. Hann var fastur gestur á leikjum ÍBV og sl. sumar sóttum við feðg- ar marga útileiki með ÍBV-liðinu sem veittu honum mikla ánægju. Við fórum saman nokkrum sinn- um utan til að sjá liðið hans, Man. Utd, spila. Ferðin árið 2008 stendur upp úr þegar hann og Júlli bróðir hans fóru saman með okkur. Það varð eina ferðin þeirra saman og ég veit að pabbi mat það mikils. Ferðin sem við fórum saman sl. haust norður á Ólafsfjörð við opnun ganganna er mér kær, og ég veit að pabbi var himinlifandi með ferðina. Ég er stoltur af pabba og þeirri fjölskyldu sem hann kom á legg og hann elskaði mömmu af öllu hjarta. Á sínum síðustu ævi- dögum sást vel hve mikill karakt- er pabbi var, hann tókst á við erf- ið tíðindi af miklu æðruleysi og huggaði sína fjölskyldu á erfiðum tímum. Hann kvaddi þessa tilvist umvafinn sínum nánustu, elskað- ur og var sáttur við Guð og menn. Við munum standa við allt sem við lofuðum þér og hafa að leið- arljósi allt sem við lærðum af þér. Þú fórst á þann hátt sem þú vildir fara, með reisn og laus við þján- ingu. Guð varðveiti þig pabbi, ég elska þig og takk fyrir allt. Þinn sonur kveður þig með söknuði og orðunum „sjáumst síðar“. Ingi. Elsku pabbi, hér sit ég og upp í hugann koma fjölmargar góðar minningar um okkur saman. Síð- ustu dagar hafa reynst mér erf- iðir og átti ég ekki von á því að á þessum tímapunkti væri komið að kveðjustund. Sumarið fram- undan og ýmislegt sem við ætl- uðum að gera saman. En hlut- irnir eru fljótir að breytast og það gerðist í þínu tilfelli. Hins vegar hugga ég mig við það að fyrst ekkert var hægt að gera meira fyrir þig þá fékkstu að fara hratt og fljótt eins og þú orðaðir það við mig. Fyrir það er ég þakklátur, að þú þurftir ekki að kveljast meira. Síðustu ár höfum við unnið mikið saman og fyrir það er ég óendanlega þakklátur, eftir að við byrjuðum að byggja varstu mín stoð og stytta í öllu því verki, réttara sagt byggingastjórinn. Það var alveg sama hvað þurfti að gera; smíða, slípa, pússa, flísa- leggja, mála, tyrfa eða nefndu það þá varst þú mættur. Það var heldur ekki verið að gaufa við hlutina heldur gengið vasklega til verks, því þú varst víkingur til vinnu. Ég man alltaf þegar við vorum að byrja að byggja þá komst þú labbandi í grunninn beint af sjó og sagðir mér að þú ætlaðir að klára vertíðina, það væri einn túr eftir, og síðan væri sjómennsku þinni lokið. Ég held pabbi að þarna hafir þú séð fram á að geta hætt á sjó og haft nóg fyrir stafni. Síðustu ár vorum við fjölskyld- an dugleg að fara með þér og mömmu í sumarfrí og fengu krakkarnir mínir þá að njóta skemmtilegra samvista með ykk- ur. Við áttum sama uppáhaldsfé- lag í enska boltanum þ.e. Man. Utd, og þær ferðir sem við bræð- urnir fórum með þér til Man- chester á Old Trafford eru ógleymanlegar. Það voru ferðir sem þú hafðir mikla ánægju af og þær munu lifa með okkur bræðr- um um ókomna tíð. Eitt af því síðasta sem við gerðum saman var að horfa á Man. Utd taka á móti Englandsmeistaratitlinum á sjúkrahúsinu og sá ég að það var mikil gleðistund fyrir þig. Þú ætl- aðir reyndar ekki að horfa á leik- inn því að hjúkrunarkonurnar voru búnar að segja við þig að þú yrðir að hvíla þig. Þannig að ég var ekkert að kveikja á sjónvarp- inu en þegar að liðnar voru 10 mínútur af leiknum þá spurðir þú mig hvort ég ætlaði virkilega ekki að kveikja á sjónvarpinu! Það er tómlegt að koma í Bessahraunið þegar afa vantar, þetta upplifa börnin mín því að þú pabbi varst mikill afi. Þú hafð- ir mjög gaman af því að eiga osta- köku handa litla smiðnum þínum honum Heiðmari Þór. Ég á eftir að sakna orða Heiðmars Þórs þegar hann hrópaði alltaf þegar hann sá þig koma: „Afi er að koma, afi, afi, afi.“ Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, minning um þig mun lifa um ókomna tíð með okkur. Ég mun minna börnin mín á þig og rifja upp með Heiðmari Þór þegar hann verður eldri hvað þið gerðuð saman. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur og halda áfram að mæta á alla knattspyrnuleikina með Sigurði Arnari og Rögnu Söru sem er að feta sín fyrstu spor á vellinum. Við bræðurnir munum passa mömmu. Þau loforð sem þú tókst af mér munu standa. Þín verður sárt saknað. Magnús. Elsku Siggi þá er komið að kveðjustund, það er sárt að kveðja en gott að vita að þér líður betur. Ég kom fyrst inn á heimili ykkar Ernu fyrir 14 árum og var mér strax tekið opnum örmum. Meðan við Magnús bjuggum fyr- ir norðan voru samverustundirn- ar ekki margar en þér tókst þó að líta nokkrum sinnum inn hjá okk- ur þegar við vorum svo heppin að þið lönduðuð fyrir norðan. Þegar við fluttum svo til Eyja rétt fyrir jólin 1999 varst þú mættur fyrst- ur manna til að hjálpa okkur og strax farinn að setja jólaljós í gluggana svo það væri nú jólalegt á fyrstu jólum nafna þíns. Þegar við vissum að þið voruð að landa var rúntur tekinn á bryggjuna til að heilsa upp á þig og ekki var hægt að sjá að neinn aldursmun- ur væri á þér og ungu peyjunum sem voru með þér um borð. Þú varst alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd þegar þú varst í landi. Þegar þú hættir á sjónum vorum við Magnús að byrja að byggja og má segja að þú hafir verið byggingastjórinn okkar og gekkst í öll þau verk sem þurfti að gera og eigum við þér margt að þakka og margar frábærar minningar um þann tíma. Þú varst ótrúlega laghent- ur og fannst þér alltaf eitthvað að gera og nutum við oft góðs af og þegar þú vissir að Magnús væri að vinna eitthvað við húsið varst þú mættur. Vinkonur mínar stríddu mér á því að ég hefði garðyrkjumann því þú komst oft til að slá grasið, reyta arfa eða koma plöntum til. Nú þegar vor- aði ræddir þú við Heiðmar Þór, „litla smiðinn“ eins og þú kallaðir hann, hvort þið ættuð ekki að fara að klára að smíða pallinn saman og mátti varla sjá hvor væri spenntari. Elsku Siggi, þú fylgdist alltaf vel með fréttum og öllu því sem var að gerast í heiminum og átt- um við mörg samtölin um það og þá lást þú sko ekki á skoðunum þínum. Á sumrin vorum við dug- leg að fara saman í ferðalög og var sérstaklega gaman að fara norður á þínar heimaslóðir. Börnin nutu ekki síður en við þessara ferða enda höfðu þau þá ömmu og afa til að stjana við sig allan sólarhringinn. Elsku Siggi, þú naust þess að vera með afabörnunum þínum og þau með þér svo nú er ansi tóm- legt að koma í heimsókn og eng- inn afi til að taka á móti okkur. Þú varst mikill áhugamaður um fótbolta og duglegur að fylgjast með strákunum þínum keppa og hvattir þá áfram, það var því stoltur afastrákur sem skoraði sigurmark fyrir afa sinn í síðasta leik. Elsku Siggi, þakka þér fyrir alla umhyggjuna, ástúðina og hjálpsemina, sem aldrei mun gleymast. Guð veri með þér og vaki yfir þér um alla eilífð. Þín tengdadóttir, Ester. Elsku afi, við viljum kveðja þig með þessari bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við söknum þín. Sigurður Arnar, Ragna Sara og Heiðmar Þór. Elsku afi minn. Þú varst alltaf svo góður og hjálpsamur við alla, alltaf glaður og mér leið alltaf svo vel þegar við vorum saman og töluðum saman. Ég vil þakka þér fyrir það hvað þú varst góður við mig og líka fyrir allar bílferðirnar. Elsku yndislegi afi, ég elska þig og veit að þú ert alltaf hjá mér. Mundu mig og ég man þig og ég sakna þín sárt. Þín afastelpa, Eva Lind. Við viljum minnast Sigga Magg sem verið hefur nær dag- legur gestur í kaffistofu okkar í Olís til margra ára. Í honum bjó stórskemmtilegur félagi sem ávallt hafði skoðun á því umræðuefni sem rætt var þann daginn. Honum þótti nú mest um vert að ræða boltann og pólitíkina, en í báðum efnum hafði hann frekar ákveðnar skoð- anir. Oftar en ekki var hann skemmtilega orðheppinn um það sem rætt var og alltaf sérlega stutt í grínið. Hann mætti jafnan aðeins á undan hinum fastagest- unum í morgunkaffið og þar gafst gott færi til að kynnast bet- ur. Undanfarnar vikur hafði heim- sóknunum fækkað en alltaf bar karlinn sig vel hvað varðaði veik- indin og það sem þeim fylgdi. Sérlega vænt þykir okkur um þær kveðjur sem okkur bárust síðustu dagana áður en hann kvaddi. En fyrst og fremst verð- ur hans sárt saknað. Fjölskyldu Sigga sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sæmundur og Sigurður Þór. Sigurður Magnússon ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR RAGNAR BJARNASON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 28. maí. Útförin verður gerð frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 9. júní kl. 13.00. Guðrún Sverrisdóttir, Bjarni Sverrisson, Hanna María Oddsteinsdóttir, Árni Sverrisson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Hrólfur Jónsson, Gunnar Sverrisson, Karen Bergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS S. JÚLÍUSSON leigubílstjóri, Þinghólsbraut 10, Kópavogi, andaðist á Hrafnistu Boðaþingi mánudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu Boðaþingi, þar sem hann fékk góða umönnun. Jón E. Júlíusson, Stefanía Júlíusdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Hörður Júlíusson, Júlía J. Puiaob, Jóhanna Júlíusdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Trausti Júlíusson, Helga G. Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BARBARA MARÍA SUCHANEK, Ási, Hrunamannahreppi, lést á Fossheimum, Selfossi, þriðjudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Hrunakirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 14.00. Eiríkur Steindórsson, Helena Eiríksdóttir, Sigmundur Brynjólfsson, Steindór Eiríksson, Lilja Ásgeirsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Birkir Böðvarsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR SIGURÐSSON, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 2. júní. Útför nánar auglýst síðar. Valgerður J. Garðarsdóttir, Svanur M. Kristvinsson, Guðrún Garðarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergur Garðarsson, Nína Margrét Perry, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ríkarður Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.