Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Þá hefur hann Stefán stór- frændi minn kvatt þetta líf eftir erfiða glímu við illvígan sjúkdóm. Hann var heimagangur á heimili foreldra minna síðan ég man eftir mér og var ekki einungis litli bróð- ir móður minnar heldur einnig hennar besti vinur. Stebbi var skemmtilegur frændi og við smullum saman frá fyrstu tíð enda lá húmorinn hjá okkur á líkum nótum og við gátum spjallað út í eitt og hlegið dátt saman þegar þannig lá á okkur. Mér fannst alltaf búa í honum svo- lítill töffari, hvort sem hann mund- aði múrskeiðina, fór á alkunnum kostum við spilaborðið eða kom með eina af sínum skemmtilegu frásögnum af mönnum og málefn- um. Þegar ég horfði vantrúaður á hann, eins og gat nú komið fyrir væri frásögnin krydduð, sló hann botninn í hana með sinni óviðjafn- anlegu áherslu: „Þett́er satt,“ og þar með var sagan sögð. Stundum þegar hann var í stuði, taldi hann sig skara fram úr öðrum fjölskyldumeðlimum á ákveðnum sviðum. Þá var mér sérstaklega skemmt meðan mamma glotti og pabbi kallaði þetta „Austfjarðamontið“. Hann hafði orð á því endrum og eins að enginn gæti talað ensku líkt og hann, án þess að gefa einhver sýn- Stefán Frímann Jónsson ✝ Stefán Frí-mann Jónsson múrarameistari fæddist í Neskaup- stað 5. apríl 1938. Hann lést á Sjúkra- húsi Keflavíkur 27. maí 2011. Útför Stefáns fór fram frá Keflavík- urkirkju 3. júní 2011. ishorn af kunnátt- unni. Svo kom sá dagur að Stebbi mætti með vinafólk sitt frá Texas í mat til mömmu og þá hljómaði þessi stór- brotna enska tunga, töluð með þeim rosa- legasta suðurríkja- hreim sem ég hef nokkurn tíma heyrt úr íslenskum hálsi. Mikið gat ég hlegið að þessum óborganlegu töktum. Eitt sinn var Stebbi alveg gátt- aður á að ég skyldi ekki vera með- vitaður um að hann væri langbesti dansarinn í fjölskyldunni og reyndar taldi hann einungis Fred Astaire sér fremri. Ég hafði nú aldrei orðið vitni að fótafimi hans og stríddi honum þannig að ég teldi mig nú alveg jafn lipran á gólfinu. Eftir nokkrar rökræður féllumst við á að vera álíka færir þegar við gátum báðir borið vitni um að Sveina frænka í Flóanum vildi helst ekki dansa við aðra en okkur tvo þegar hún kom suður í heimsókn. Þegar ég var drengur og langt fram á fullorðinsár var einn af hornsteinum jólagjafaflóðsins hljómplata frá Stebba frænda. Oftast gat ég reiknað út hvaða verk myndi brjótast úr pappírn- um og alltaf spratt Megas fram ef hann hafði gefið út það árið. Stebbi kallaði hann reyndar aldrei annað en „meistarann“ og áleit hann yfirburðamann í íslenskri tónlist. Honum tókst skjótt að bæta mér í aðdáendahópinn en ekki gekk jafn vel með móður mína þó hann þrautspilaði „Á bleikum náttkjólum“ fyrir hana. Hún féll bara ekki í sömu stafi og við frændurnir og Stebba fannst það óskiljanlegt. Það gerðist þó einu sinni að hann kom mér veru- lega á óvart þegar úr jólapakkan- um birtist upprisusinfónía Gustafs Mahlers sem var nú ekki alveg minn tebolli. Þá taldi Stebbi kom- inn tíma til að ég færði mig upp á hærra plan enda var honum um- hugað um að tónlistarsmekkur frænda síns, sem var að gutla í hljómsveit, væri í þróun. Hvíl í friði, kæri frændi. Það voru forréttindi að eiga þig að og minning um góðan og einstakan dreng mun lifa með mér um ókomna framtíð. Jón Ben Einarsson. Elsku Stebbi minn. Nú ertu horfinn á braut og ég mun sakna þín. Ég vona að þér líði vel á þessu leyndardómsfulla ferðalagi sem hafið er. Ég kynntist þér í byrjun árs þegar ég tengdist fjölskyldu þinni. Sá tími var nógur til þess að sjá hvaða mann þú hafðir að geyma og til þess að mynda vináttubönd. Þú stóðst þig eins og hetja í veik- indum þínum og barst þig ávallt vel, við gátum skrafað um daginn og veginn og þær stundir voru dýrmætar. Ég sendi þér koss á vanga, þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Sif og börnum, Jóni og fjölskyldu, Þráni og dætrum, Kidda og Imbu. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Þinn vinur, Páll. Elsku hjartans Stebbi minn. Mikið sakna ég þín og sárt er að vita að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur í þessu lífi. Þú verður alltaf í mínu hjarta en ég veit að nú ertu kominn á annað tilverustig þar sem þú ert laus úr viðjum þeirra þrauta sem hafa herjað á þig. Þú tókst á við þann illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er með æðru- leysi og hógværð og þér var meira umhugað um líðan annarra. Við- mót þitt kenndi mér að vandamál hversdagsleikans verða að hjómi einu. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Þú varst mér sem annar faðir enda fékk ég að vera hluti af fjölskyldu þinni. Sumarbústaðaferðirnar voru einkar ánægjulegar, við vorum fé- lagar í minigolfi og í spilum en þú lést sem þú vissir ekki af vankunn- áttu minni heldur aðstoðaðir mig í hvívetna eins og raunin var í gegn- um árin. Vorið 2008 áttir þú sjö- tugsafmæli og héldum við fjöl- skyldan upp á það úti í Boston, sú ferð mun seint gleymast enda mikið hlegið og haft gaman. Samheldni fjölskyldunnar hef- ur ætíð verið í hávegum höfð og kvöldið sem Júróvisjónkeppnin var haldin var engin undantekn- ing, þú baðst þá um leyfi frá sjúkrahúsinu til þess að njóta kvöldsins með okkur, var þetta stuttu áður en þú kvaddir. Samverustundirnar verða nú tómlegar án þín en þitt skarð verður ekki fyllt. Það var mér ómetanlegt að fá að vera hjá þér undir það síðasta og halda í hönd þína líkt og þú leiddir mína í gegn- um tíðina. Ég bið góðan Guð að geyma þig og eins og þú sagðir oft sjálfur: „Love you.“ Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Sigrún (Lillú). Það er erfitt að geta ímyndað sér það að þú sért farinn úr þessu lífi, elsku bróðir minn. Þann 17. maí fékk ég sím- hringingu um það að þú værir all- ur og er það eitt erfiðasta símtal sem ég hef fengið á minni ævi. Ég var alltaf að vona, og reyndar hélt í vonina, að þú myndir sigra þennan sjúkdóm, en Heimir Guðmundsson ✝ Heimir Guð-mundsson vél- stjóri fæddist 12. ágúst 1958. Hann lést á sjúkradeild Vestmannaeyja 17. maí 2011. Útför Heimis fór fram frá Landa- kirkju Vestmanna- eyja 28. maí 2011. það reyndist ekki og mun ég syrgja þig um ókomna tíð. En ég hef minn- ingarnar um þig sem munu ylja mér um hjartaræturnar. Man þegar ég var smá gutti að alltaf fékk ég að fara með þegar þú varst eitt- hvað að snúast á dráttarvélunum og var það mikil upplifun fyrir lítinn snáða, að fara með stóra bróður í svoleiðis ævintýraferðir. En nú verður maður að vera sterkur fyrir þig og mun ég reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vera það. Megi guð geyma þig um alla eilífð. Andrés Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GÍSLÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Höfðagrund 11, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi. Magnús Ólason, Þóra Másdóttir, Hlöðver Örn Ólason, Sigríður K. Óladóttir, Þórður Sveinsson, Valentínus Ólason, Halldóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Viðey, Vestmannaeyjum, lengst af til heimilis á Langholtsvegi 144, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 8. júní kl. 13.00. Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Þórður Kristjánsson, Guðmunda Erla Sveinbjörnsdóttir, Gérard Vautey, Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, Íris Björnæs Þór, Erla, Örvar Hafsteinn, Marit Guðríður, Nils, Sólveig, Tómas Þór og fjölskyldur. ✝ KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR lézt á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 3. júní. Útförin verður auglýst síðar. Daníel Orri Einarsson. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS HÁKONARSON, Skeljagranda 7, Reykjavík, lést mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 13.00. Helga Hákonardóttir, Þór Garðarsson, Hildur Hákonardóttir, Þorgeir Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, EÐVARÐ ÁRDAL INGVASON frá Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss sunnu- daginn 29. maí. Jarðsungið verður frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd mánudaginn 6. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á deild Krabbameinsfélagsins á Skaga- strönd. Signý Magnúsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, JÓN TRAUSTI JÓNSSON, Njarðargötu 7, Reykjanesbæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnu- daginn 29. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 6. júní kl. 14.00. Hrefna Steinunn Kristjánsdóttir, Páll Janus Jónsson, Jón Kristbjörn Jónsson, Elísabet Stefánsdóttir, Katrín Líney Jónsdóttir, Ólafur Halldórsson, Halldór Traustason, Eydís Þórsdóttir, Eiríkur K. Þorbjörnsson, Svanhildur Þengilsdóttir, Hulda María Þorbjörnsdóttir, Bergþór Sigfússon, Kristbjörn Þór Þorbjörnsson, Guðríður Ingvarsdóttir, Birna Rut Þorbjörnsdóttir, Sverrir Þorgeirsson, Ágúst Þ. Þorbjörnsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Garðar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, GUÐRÍÐUR HELGADÓTTIR, Snorrabraut 56, áður Þórólfsgötu 8, Borgarnesi, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 1. júní. Guðrún Gestsdóttir, Sigurlaug Gestsdóttir, Fanney Gestsdóttir, Kristján Gestsson, Heiða Gestsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN VILMUNDSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands sunnu- daginn 29. maí. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín G. Arnardóttir, Kristófer Jóhannesson, Sigurjón G. Arnarson, Ásta L. Jónsdóttir, Árný Ösp Arnardóttir, Gísli Guðmundsson og barnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Hjaltastaðahvammi, Akrahreppi, Skagafirði, lést á dvalarheimili aldraðra, Heilbrigðis- stofnuninni Sauðárkróki, miðvikudaginn 1. júní. Sigríður Márusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.