Morgunblaðið - 04.06.2011, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.06.2011, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Okkar ástkæra og elskulega amma Sína er fallin frá og hugsum við með trega og söknuði til allra þeirra góðu stunda sem við átt- um með henni. Elsku amma, við erum ævin- lega þakklát fyrir að hafa haft þig svona lengi í okkar lífi, en nú er komið að leiðarlokum þínum. Þær voru margar yndislegu stundirnar sem við áttum á heim- ili ykkar afa Geirs í Dvergabakk- anum. Þar réðir þú ríkjum með góðmennsku og gjöfuglyndi. Þar var ýmislegt brallað og allt leyfi- legt, við fengum að gramsa í skápunum þínum og máta föt, þú sagðir okkur sögur frá því í gamla daga þegar þú varst ung, gafst okkur opal, tópas eða annað gotterí og svo var setið löngum stundum og við spiluðum löngu- vitleysu og svartapétur. Þau voru ófá skiptin sem við fengum hjá þér súkkulaðiköku og mjólk, þú varst alltaf að dekra við okk- ur. Öll bjuggum við hjá þér á unglingsárunum og er það ómet- anlegur tími í lífi okkar allra. Tími sem við gætum aldrei þakk- að nægilega fyrir. Þú varst alltaf svo ótrúlega hress og glöð og alltaf varstu svo sæt og fín. Aldrei sáum við þig öðruvísi en vel tilhafða, með vel lakkaðar neglur og fallega krull- að hárið. Húmorinn var aldrei langt undan og alltaf var hægt að hlæja og fíflast með þér. Þú varst sérstaklega athugul og mundir eftir ótrúlegustu hlutum. Efst í huga okkar er minning- in um þig amma, hversu ofboðs- lega fallega manneskju þú hafðir að geyma. Þú hafðir ómælda hlýju og fallega brosið þitt og kátína hafði svo jákvæð áhrif á allt fólk í kringum þig. Þú sýndir alltaf mikið æðruleysi, það var eiginlega sama hvað á gekk. Nægjusemina hafðirðu að leiðar- Jónasína Jónsdóttir ✝ Jónasína Jóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1926. Hún lést á Sóltúni 23. maí 2011. Útför Jónasínu var gerð frá Foss- vogskirkju 3. júní 2011. ljósi í hvívetna en þú leyfðir þér þó alltaf að lifa lífinu, t.d. að ferðast eða gera vel við þína nánustu. Þú varst alltaf sjálfstæð og orku- mikil áður en þú veiktist fyrir um þremur árum. Eðli- lega var erfitt fyrir atorkusama og sjálfstæða manneskju að vera svipt frelsinu svo snögglega eins og raun bar vitni. Við og ömmu- börnin þín nutum þess alltaf að kíkja í heimsókn til þín niður í Sóltún, þú varst alltaf svo áhuga- söm að vita hvað við værum að gera og hvernig krökkunum gengi í skólanum o.s.frv. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn, elsku amma. Þú varst orðin 84 ára og varst sátt við lífið fram til síðasta dags, en jafnframt varstu orðin sátt við að sofna svefninum langa. Við munum sakna þín sárt, elsku amma, en minningarnar munu lifa með okkur. Takk, amma Sína, fyrir allt og hvíl í friði. Guðný Jóna, Hermann Geir og Þóra Lind. Elsku besta langamma. Þegar ég frétti að þú værir dáin varð ég rosalega leið og fór að gráta. Ég sakna þín voðalega mikið. Stund- um hugsa ég að þú sért dáin og þá verð ég mjög leið og sár eins og núna þegar ég skrifa þessar línur. Ef ég mætti ráða mundi ég vilja að þú værir enn hjá okkur, en ég vona að þú sért komin á betri stað núna. Ég var alltaf svo spennt að koma til þín en nú get ég það ekki lengur. Við spiluðum mjög oft svartapétur en nú get- um við það ekki lengur heldur. Ég á enn bangsann sem þú gafst mér fyrstu jólin mín. Hann heitir Snússi og þegar ég knúsa hann finn ég að þú ert enn hjá mér. Ég mun aldrei gleyma því hversu kær þú varst mér og góð. Ég vildi bara segja þér hversu mikið ég sakna þín og hvað þú varst alltaf góð við mig. Hvíl í friði, elsku langamma. Birta Björg. Elsku hjartans afi minn. Það er ólýsanlega sárt hversu fljótt þú kvaddir þennan heim og mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég stökk í afaholu. Ég á endalausar fal- legar og góðar minningar um þig sem ég mun halda fast í. Það verður ekki eins að fara í Litla húsið í skóginum án þín. Þú ert yndislegur í alla staði og hefur alltaf verið minn klettur og verður áfram. Eins og við öll barnabörnin vitum erum við og verðum alltaf englarnir þínir og finnst mér synd að þau sem á eftir koma fái ekki að upplifa afaholuna eins og við hin. Þín verður sárt saknað og þú verð- ur ávallt í hjarta mér. Ég trúi því að þú vakir yfir mér svo lengi sem ég lifi. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig, þarf ég bara að sitja og hugsa um þig þar er eins og að losni úr læðingi lausnir, öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér. Og ég veit að þú munt elska mig og geyma mig og gæta hjá þér. Þó ég fengi ekki að þekkja þig þú virðist alltaf geta huggað mig. Það er eins og þú sért hér hjá mér og leiðir mig um veg. Þegar tími minn á jörðu hér liðinn er og þá ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Elska þig. Þín Erna Sif. Kær vinur er fallinn frá. Við áttum ekki von á því að við værum að kveðjast í hinsta sinn, þegar við kvöddumst í apríl sl. Stefán starfaði bæði sem vél- stjóri á sjó og síðar sem véla- viðgerðarmaður í Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar við unnum saman þar. Það var ómetanlegt að vera vinnufélagi þinn, alltaf varstu tilbúinn að fórna þér fyrir starfið, sama hvort hringt var að degi eða nóttu, alltaf klár að leysa öll mál. Leiðir okkar skildi í VSV og við stofnuðum okkar eigið fyr- irtæki, þá var oft hringt í þig að leita ráða og fá aðstoð, þú komst með bros á vör og lausn- ir. Þrátt fyrir mikla vinnu alla Stefán Anton Halldórsson ✝ Stefán AntonHalldórsson fæddist á Eyr- arbakka 14. júní 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 27. maí 2011. Stefán var jarð- sunginn frá Landa- kirkju 3. júní 2011. tíð, hafðir þú mjög gaman af að spila golf, þar sýndir þú enn og aftur hvaða mann þú hafðir að geyma, aldrei æs- ingur þó að stefn- an væri röng eða púttið ekki í holu. Elsku Stebbi, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í leik og starfi, betri vin er ekki hægt að hugsa sér. Með söknuði og sorg kveðj- um við góðan vin og vottum Ernu, Dagmar, Friðriki, Sig- urði og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Viðar Elíasson, Guðmunda Bjarnadóttir. Stefán Halldórsson, baader- maðurinn okkar, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Ein- kenni Stebba Halldórs, eins og hann var jafnan kallaður, voru glaðværð, dugnaður og hlýja. Gleðin og hlýjan skein úr aug- unum þegar hann ávarpaði mig: „Sæll frændi“, en við fundum það út í einhverju spjallinu að við værum fjar- skyldir ættingjar. Eftir það kölluðum við hvor annan frænda. Stebbi Halldórs unni Vinnslustöðinni og vildi allt á sig leggja fyrir fyrirtækið. Hver einasta fiskvinnsluvél var hans „baby“, hún átti að snúast og skila fyrsta flokks flaki, vera til reiðu hvern einasta morgun, nýsmurð og beitt. Síldarvélarn- ar stóðu tilbúnar og biðu eftir fyrstu síldinni hvert haustið á eftir öðru, hver og ein klár í slaginn. Vélarhljóð þeirra var fullt af gleði og krafti og allar gengu þær eins og umsjónar- maður þeirra óskaði eftir. Hvert einasta viðfangsefni nálgaðist Stebbi Halldórs með bros á vör. Það átti jafnt við þegar mikið lá við og verkefnin ærin eða þegar hann kom upp á skrifstofu til að segja mér eitt- hvað sem honum lá á hjarta. Erindi hans á skrifstofuna voru ekki að óska eftir miklu fyrir sig, heldur hvernig eitt og ann- að mætti betur fara í starfsem- inni. Hann fylgdi þeim erindum eftir með hlýju en ákveðni. Það er mikil gæfa fyrir Vinnslustöðina að eiga og hafa átt starfsmenn eins og Stebba Halldórs. Starfsmenn sem leggja metnað sinn og sál í að hlúa að starfseminni og fram- gangi félagsins. Félag eins og Vinnslustöðin er ekkert annað en árangur af eljusemi þess fólks sem lagði grunninn að því sem það er í dag og framtíðin er fólgin í dugnaði og sam- viskusemi starfsfólksins. Höldum minningu Stebba Halldórs hátt á lofti með því að fara að dæmi hans og mæta glöð og reif til verkefna dagsins og látum nokkur létt skot fljóta með, með hrossahlátri á eftir. Fyrir hönd Vinnslustöðvar- innar og samstarfsfólks votta ég fjölskyldu Stebba Halldórs samúð okkar. Blessuð sé minn- ing hans. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður, ömmu og tengdadóttur, LILJU JÚLÍUSDÓTTUR, Ásavegi 32, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-2 á Landspítalanum í Fossvogi. Ólafur Guðmundsson, Júlía Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Helgi Ólafsson, Birgir Rúnar Óskarsson, Guðrún Sigurjónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru MARGRÉTAR BENEDIKTSDÓTTUR, Ljósheimum, áður til heimilis að Árvegi 2, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima og Kumbaravogs fyrir einstaka umönnun. Megi Guðs blessun fylgja ykkur öllum. Guðrún Halldórsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Guðmundur Eiríksson, Benedikt Eiríksson, Helga Haraldsdóttir, Ingvar Daníel Eiríksson, Eygló Gunnarsdóttir, Óli Jörundsson, Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, Bjarni Einarsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR, Húnabraut 7, Blönduósi. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og umönnun- arfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir hjúkrun hinnar látnu á liðnum árum. Þórunn Pétursdóttir, Kristján Rúnar Pétursson, Pétur Arnar Pétursson, Helga Lóa Pétursdóttir, Guðrún Soffía Pétursdóttir, Guðjón Guðjónsson, ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinar- hug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU ENGILBERTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki Heimahlynn- ingar og starfsfólki á dag- og lyfjadeild Sjúkrahúss Akureyrar fyrir alúð og frábæra umönnun. Gunnar Árnason, Elísabet Björg Gunnarsdóttir, Sigurgeir Vagnsson, Björgvin Árni Gunnarsson, Patcharee, Gunnar Viðar Gunnarsson, Kristín Ólafsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR KETILSDÓTTUR, Hjallalundi 15b, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri, kvenfélaga Akureyrarkirkju og Hörgdæla og kirkjukórs Möðruvallaklausturs- prestakalls. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý- hug og vináttu við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Eirar. Anna Júlíana Sveinsdóttir, Rafn A. Sigurðsson, Einar Sveinsson, Margrét Heinreksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU ÖGMUNDSDÓTTUR. Starfsfólki líknardeildar á Landspítala Landa- koti eru færðar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Ögmundur Gunnarsson, Rannveig Stefánsdóttir, Gunnar Freyr Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, JENS JÓHANNESSONAR húsasmiðs, Löngulínu 7 í Garðabæ. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðrún María Harðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.