Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.) Forritið Photoshop er notað afmiklum móð til að fínpússa útlit fyrirsætna á myndum og láta okkur hin halda að þær séu flekklausar og fullkomnar. Stundum er jafnvel gengið svo langt í að „lagfæra“ hlut- föll líkama og andlits að útkoman stríðir nánast gegn náttúrulög- málum, eins og t.d. í auglýsingum tískuframleiðandans Calvins Klein fyrir nokkrum árum. Þar var galla- buxnafyrirsæta sýnd svo mittismjó og með svo langa spóaleggi að þeir hefðu ekki getað borið búkinn uppi í raunveruleikanum. Það eru svona álíka raunsæ hlutföll og á Barbie- dúkkum, en einhvern tíma var reikn- að út að miðað við líkamshlutföll hennar væri Barbie 3,17 metrar á hæð ef hún notaði skóstærð númer 39. x x x Ávefsíðunni Flickmylife.com birt-ust fyrir skemmstu myndir sem sýna áberandi mikinn mun á líkams- vexti Egils „þykka“ Einarssonar, annars vegar í kynningarmyndbandi fyrir nýju símaskrána, og hinsvegar á mynd sem tekin var við sama tæki- færi og „prýðir“ forsíðu bókarinnar. Þar má augljóslega sjá hvernig mitt- ið á honum er látið líta út fyrir að vera mjórra til að líkaminn sé eins og „V“ í laginu, sem þykir víst álíka eftirsóknarvert meðal karla og „stundaglasvaxtalag“ meðal kvenna. x x x Daginn sem ég ranka við mérteiknandi á mig kviðvöðva hengi ég mig,“ sagði Egill þegar þetta var borið undir hann í Frétta- blaðinu. Svo setti hann fram heldur veika skýringu um að myndin hafi verið þjöppuð niður í annað snið í myndskeiðinu og því virki „stóri G- maðurinn“ breiðari um mittið þar. Þetta er hallærislegt, en Egill þarf svo sem sjálfur ekkert að skammast sín. Hann lítur nefnilega vel út án hjálpar Photoshop enda er hann í góðu formi. En eins og með aðrar fyrirsætur, sem eru alveg nógu mjó- ar án þess að það sé ýkt í Photoshop, þá er dregin upp glansmynd framan á símaskránni sem stemmir illa við raunveruleikann. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 óperu, 8 sjáv- ardýr, 9 hamingja, 10 streð, 11 bölva, 13 fyrir innan, 15 reifur, 18 ráfa, 21 verkfæri, 22 létu af hendi, 23 raka, 24 harð- brjósta. Lóðrétt | 2 styrk, 3 hetja, 4 kom auga á, 5 ungi lund- inn, 6 hæðir, 7 skordýr, 12 tangi, 14 handsami, 15 fíkniefni, 16 styrkta, 17 tími, 18 eyja, 19 burð- arviðir, 20 vætlar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sníða, 4 loppa, 7 ábati, 8 kæpan, 9 ryk, 11 alda, 13 órór, 14 skjót, 15 hönk, 17 tómt, 20 arg, 22 kolin, 23 rýjan, 24 reiða, 25 torga. Lóðrétt: 1 snáfa, 2 íhald, 3 akir, 4 lokk, 5 pipar, 6 arnar, 10 ymjar, 12 ask, 13 ótt, 15 hikar, 16 nældi, 18 ósjór, 19 tunga, 20 anga, 21 grút. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 4. júní 1832 Íslendingum var boðin þátt- taka í þingi Eydana (íbúa eyja sem heyrðu undir Danmörku). Þetta var eitt af fjórum stétta- þingum sem áttu að skila til- lögum um lýðræðislegri stjórnarhætti. Konungur skip- aði tíu íslenska fulltrúa til þingsetu. 4. júní 1904 Hornsteinn var lagður að húsi Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, síðar Menntaskólans á Akureyri. Húsið var tekið í notkun um haustið og er enn í notkun. 4. júní 1957 Hulda Jak- obsdóttir var kjörin bæjarstjóri í Kópavogi og tók við af eiginmanni sínum, Finnboga Rúti Valdimarssyni. Í viðtali við Þjóðviljann sagði hún: „Ég hefði helst viljað vera laus við þetta.“ Hulda var fyrsta konan sem gegndi bæjarstjórastarfi hér á landi. 4. júní 1959 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, var stofnuð til að hafa forystu í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum réttindum og bættri aðstöðu í þjóðfélag- inu. 4. júní 2010 Svifryk í Reykjavík mældist 1.445 míkrógrömm í rúm- metra, vegna öskufoks frá Eyjafjallajökli. Á Hvolsvelli mældist mengunin 2.662 mík- rógrömm. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég ætla að halda upp á það ásamt eignmanni mínum, Jakobi Þorsteinssyni, sem varð fimmtugur í mars á þessu ári. Við ætlum að bjóða vinum og vandamönnum heim í glæsilegan dögurð (e. brunch) þar sem við bjóðum fólki m.a. að skála í freyðivíni, svamla í heitum potti, nú eða bara að róla sér í barnarólunni úti í garði,“ segir Erla Ruth Harðardóttir, leikari og kennari. Hún hefur rekið söng- og leiklistarskólann Sönglist frá árinu 1998 ásamt Ragnheiði Hall söngkennara. Erla Ruth útskrifaðist frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1981, eftir það lá leið hennar til Bret- lands þar sem hún lauk prófi í leiklist frá Guildford School of Acting. Hún er einna þekktust fyrir leiklistina og hefur leikið með fjölmörg- um leiklistarhópum og má þar nefna Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. Erla á fjögur börn, þrjá stráka og eina stelpu. „Undanfarið ár finnst mér ég hafa elst svo mikið, mér skilst þó á konu sem ég þekki að eftir árið muni ég ekki gera neitt annað en yngjast aftur,“ segir Erla hlæj- andi og ætlar að ríghalda í þá hugmynd. janus@mbl.is Erla Ruth Harðardóttir 50 ára í dag Býður gestum í pottinn Ellen Ósk Hólmarsdóttir, Hildur Dagný Guðmunds- dóttir, Selma Natasha Guð- mundsdóttir og Björgvin Valur Grant héldu tombólu við verslun Hagkaupa á Ak- ureyri og aðra við Bónus í Naustahverfi. Þau söfnuðu 8.292 krónum sem þau styrktu Rauða krossinn með. Á myndina vantar Björgvin Val. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú nýtur þess að vera í hópum þar sem samfélagsleg norm halda ekki aftur af þér eða stjórna. Slakaðu á. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsigl- ingu milli þín og ástvinar þíns. Láttu at- hugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Veldu orð þín af kostgæfni. Haltu þig við það sem þér ber og láttu aðra um að leita eftir græna grasinu hinum megin. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gættu þess að taka engu sem sjálf- sögðum hlut ella muntu iðrast þess síðar. Ekki reyna að ráðskast með fólk og láttu ekki aðra ráðskast með þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Þú ert virkilega sannfærandi þegar þú tekur þig til. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það kemur þér á óvart hversu hratt vinnudagurinn líður ef þú beinir orku þinni þangað sem hún er best metin. Hugsaðu um sjálfan þig fyrst og fremst. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Orð þín og verk hafa vakið athygli og þeir eru margir sem vilja feta í fótspor þín. Þú ert með hugann við fjárhagsstöðu þína. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vinur gæti rétt þér hjálparhönd við að flytja búnað þinn eða eigur. Eitthvað kemur ánægjulega á óvart í kvöld. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Eftirvæntingin er jafnmikilvæg og afrekið sjálft. Hafðu þetta stöðugt í huga og gerðu það sem í þínu valdi stendur til að draumar þínir geti ræst. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Aðstoðar þinnar er þörf, ef stórt og mikið verkefni á að vinnast í tæka tíð. Með öðrum orðum, það hjálpar ekki að fela sig í myrkrinu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er auðveldara að gleyma en fyrirgefa en í dag reynist hvort tveggja vanda- samt. Hamingjusamt heimilislíf hjálpar þér að einbeita þér að framanum og fjárhagnum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samskipti þín við annað fólk ættu að ganga sérstaklega vel í dag. Sýndu fyllstu gætni þegar skilmálar eru settir og skoðaðu smáa letrið. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 1 8 4 4 2 7 9 7 5 8 2 7 6 1 6 9 2 4 9 7 5 4 1 4 7 1 5 6 4 1 8 3 5 6 4 2 6 1 8 2 1 5 3 9 3 4 2 1 5 6 1 9 5 5 7 6 1 4 4 1 9 8 5 8 7 2 4 7 5 6 9 2 1 7 2 5 4 6 2 8 4 9 3 7 5 1 6 6 9 3 2 1 5 8 7 4 1 7 5 6 4 8 9 2 3 3 1 8 7 6 9 4 5 2 4 2 6 8 5 3 7 9 1 9 5 7 4 2 1 3 6 8 5 3 2 1 9 4 6 8 7 8 6 9 3 7 2 1 4 5 7 4 1 5 8 6 2 3 9 1 9 3 4 5 2 6 8 7 2 4 7 3 8 6 5 1 9 5 6 8 1 9 7 4 2 3 4 3 9 2 6 1 7 5 8 6 5 1 9 7 8 3 4 2 7 8 2 5 3 4 9 6 1 9 2 6 7 1 5 8 3 4 8 7 4 6 2 3 1 9 5 3 1 5 8 4 9 2 7 6 5 3 7 4 2 9 1 6 8 4 1 2 6 7 8 9 3 5 6 8 9 5 3 1 7 2 4 8 6 4 2 9 3 5 1 7 9 2 1 7 5 6 8 4 3 7 5 3 1 8 4 6 9 2 2 4 6 8 1 5 3 7 9 3 7 5 9 6 2 4 8 1 1 9 8 3 4 7 2 5 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 4. júní, 155. dagur ársins 2011 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Flottasta spilið. Norður ♠109875 ♥Á975 ♦G ♣987 Vestur Austur ♠D42 ♠K63 ♥1062 ♥K843 ♦854 ♦7 ♣Á1062 ♣KDG54 Suður ♠ÁG ♥DG ♦ÁKD109632 ♣3 Suður spilar 5♦. Vestur spilar út ♣Á og aftur laufi í öðrum slag. Suður trompar og svínar strax í hjarta. En austur á kónginn og finnur eitrað tromp til baka. Hvað er til ráða? Umsjónarmenn hins daglega fréttablaðs á Norðurlandamótinu kusu þetta áhugaverðasta spilið. Þeir Runi Mouritzen (Færeyjum) og Artur Malin- owski (Noregi) stóðu við samninginn eftir þessa vörn. Báðir tóku trompin til enda og þrýstu á vestur í þremur litum. Vestur verður að halda í ♥10x og síð- asta spil hans er þá annaðhvort ♣10 eða ♠D. Ef vestur fórnar ♠D má einfald- lega svína fyrir ♠K (eins og Runi gerði), en hendi vestur laufi lendir austur í svartlitaþvingun þegar ♥Á er tekinn (og þannig vann Artur spilið). Flott hjá báðum, en flottast hjá Sví- anum Frederic Wrang. Skoðum það á morgun. Hlutavelta Flóðogfjara 4. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.50 0,5 7.53 3,5 13.57 0,5 20.10 3,9 3.16 23.37 Ísafjörður 4.01 0,3 9.52 1,8 16.04 0,3 22.06 2,2 2.28 24.35 Siglufjörður 6.14 0,1 12.40 1,2 18.21 0,3 2.08 24.21 Djúpivogur 4.58 1,9 11.07 0,4 17.28 2,2 23.44 0,6 2.34 23.18 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. a4 Rc6 8. Be3 Be7 9. 0-0 0-0 10. f4 Dc7 11. Kh1 He8 12. Dd2 Bd7 13. Rb3 Ra5 14. Rxa5 Dxa5 15. Bd3 Dh5 16. Hf3 Da5 17. Hg3 Hac8 18. Hf1 Kh8 19. Df2 Bc6 20. e5 dxe5 21. Bb6 Db4 22. fxe5 Rh5 23. Hh3 Dg4 24. Kg1 Rf4 25. Hg3 Rxd3 26. cxd3 Db4 27. Ra2 Dxa4 28. Dxf7 Bf8 29. d4 Be4 30. Rc3 Dc2 31. Rxe4 Dxe4 Staðan kom upp í atskákarhluta Am- ber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Aserinn Vugar Gashimov (2.746) hafði hvítt gegn Vassily Iv- ansjúk (2.779). 32. Bc5! Hxc5 33. Dxf8+! og svartur gafst upp enda mát í næsta leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.