Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 43
DAGBÓK 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN, HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÉG ER AÐ REYNA AÐ LESA HVERNIG GENGUR? BURT MEÐ ÞIG! ÞÁ ÞAÐ ÉG ÆTTI AÐ HRINGJA Í BÓKASAFNIÐ OG SEGJA ÞEIM SANN- LEIKANN ÉG ÆTLA AÐ SEGJA ÞEIM AÐ ÉG HAFI TÝNT BÓKINNI ÞAÐ ER EFLAUST BEST AÐ HRINGJA OG SEGJA ÞEIM HVAÐ GERÐIST, ÞAU HLJÓTA AÐ SKILJA ÞAÐ... ...EÐA ÉG VERÐ DREPINN! ÉG MAN ÞEGAR ÉG VAR AÐ BYRJA AÐ GERA HOSUR MÍNAR GRÆNAR FYRIR HELGU ÞAÐ GEKK LENGI VEL FRAM OG AFTUR ÉG GEKK HEIM TIL HENNAR OG MAMMA HENNAR SENDI MIG AFTUR TIL BAKA GÓÐA NÓTT STRÁKAR, ÞAÐ VERÐUR MIKIÐ UM AÐ VERA Á MORGUN ÉG TRÚ ÞESSU EKKI, VIÐ MISSUM AF JÓLUNUM! ENGINN JÓLASVEINN EKKERT BEIN TIL AÐ NAGA ENGINN BOLTI ENGINN RJÓMI! EKKERT LEIKFANG EN VIÐ GETUM ALLAVEGANA HALDIÐ HITA Á ÞESSUM ÚTI- GANGSMANNI JÁ, ÞETTA ERU FRÁBÆR JÓL Ó GERT! MIG LANGAR EKKI AÐ SALTA ÞIG PADDAN ÞÍN LÁTTU ÞAÐ ÞÁ... SANDMAN HEFUR YFIRHÖNDINA ÉG FANN SVOLÍTIÐ SEM Á VÍST AÐ VERA MJÖG GOTT RÁÐ VIÐ HROTUM ÉG SAUMA TENNISBOLTA FASTAN Á BAKIÐ Á NÁTTFÖTUNUM ÞÍNUM SVO ÞÚ GETIR EKKI LEGIÐ BEINN ÞETTA HLJÓMAR ALVEG ÓTRÚLEGA KJÁNALEGA ÞETTA LÍTUR VEL ÚT *ANDVARP* Rúskinnstaska tapaðist Svört rúskinns- taska tapaðist fyrir utan eða inni í Hraunbæ 12 eða 12a, síðastliðinn laug- ardag. Í töskunni má finna hluti merkta eiganda. Vinsamlega hafið samband við Ásdísi í síma 861- 7555. Landsleikur í lokaðri dagskrá Ég vil benda á að það er mikið órétt- læti að landsleikur sé sendur út í lok- aðri dagskrá á Stöð 2. Fróðlegt væri að vita hve mörg % þjóðarinnar munu fylgjast með þessum landsleik. Gunnar Jakobsson. Ást er… … þegar hann lætur renna í slökunarbað Velvakandi Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum. Hann hafði verið að grufla í ættfræði, sagðist kominn af Gottskálki á Fjöllum og taldi til frændsemi. Skólavörðuholtið var víðs fjarri huga hans og sú kerling, sem þar býr. Nú var hann kominn norður í Norð- urþing og þaðan í ræðu forsætis- ráðherra á flokksráðsfundi krata: Gjafir voru gefnar hér svo guði er fyrir að þakka: Orðakonfekt, kjöt og smér kerling leggur á borð með sér, – en ekki kemur álverið á Bakka. Mér barst gott bréf frá Einari Þorgrímssyni fyrir skömmu. Þar segir hann frá því, að afi sinn og nafni (1896-1950), um margt merkur maður, hafi dvalist í Bandaríkjunum á kreppuárunum, oft við kröpp kjör. Þar orti hann: Er mig þjaka mæða og mein, mitt úr hugans kafi rís þá fögur eyja ein úti á reginhafi. Enn fremur segir: „Eitt sinn bað hann betur stæðan vin sinn um lán upp á 1 dollar fyrir mat. Vinurinn hló og neyddist afi til að þrífa herbergi vinar síns til að fá lánið. Hann orti: Eg er blauður orðinn þræll og mun trauðla gleyma. Væri auður vinur sæll að vera snauður heima.“ Og er þá þess auðvitað að gæta, að vísan er ort vestra svo að heima merkir á Íslandi. Vegna frétta af varðhundum og bréfberum upp á síðkastið þykir mér rétt að rifja upp Varð- halds englana eftir Bólu- Hjálmar: Ólafur mér í augum vex illa hjá þjóðar vegi settur, hefur á búi hunda sex, hver þeirra er gestadjöfull réttur; rífa þeir hesta, fólk og fé, freyðir grimmdin úr opnum ginum. Eigandinn er þó sagt að sé sjöfalt skæðari öllum hinum. Ég hitti Jennu Jensdóttur, rit- höfundinn góðkunna, á gangi frammi á Seltjarnarnesi, fríska og ljúfa eins og ævinlega. Hún kenndi mér þessa draumavísu: Ef forakt, öfund, hatur, hroki hafast að í vitundinni verða siðvit, von og gleði viðskila á lífsleiðinni. Hér kemur svo limra eftir Kristján Karlsson: Sól skín á borð og bekki bjartari en ég þekki. Annars er myrkur manninum styrkur meðan hann lagast ekki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Orðakonfekt, kjöt og smér Líklega telja allir þeir, sem sækj-ast eftir þingsetu, sjálfa sig merkari en flest annað fólk, svo að ekki sé á þá minnst, sem kjöri ná. En þeir fara misjafnlega vel með hið mikla sjálfsálit sitt. Stundum hrekkur eitthvað úr munni þeirra eða penna, sem kemur upp um það. Eitt dæmi er úr áramótagrein í Alþýðublaðinu 31. desember 1942 eftir Stefán Jóhann Stefánsson, for- mann Alþýðuflokksins. Eftir þrá- tefli á Alþingi milli formanna stærstu flokkanna, þeirra Her- manns Jónassonar og Ólafs Thors, en hvorugur gat unnt hinum þess að verða forsætisráðherra, hafði Sveinn Björnsson ríkisstjóri í nóv- ember 1942 skipað utanþingsstjórn. Stefán Jóhann skrifaði um hina nýju ráðherra: „En hitt er þó vitað, að flesta þá menn, er stjórnina skipa, skortir leikni hinna æfðu stjórnmálamanna.“ Var „leikni hinna æfðu stjórn- málamanna“ óspart höfð í flimt- ingum næstu árin. Annað dæmi var það, sem Gísli Sveinsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði á Þingvöllum að kvöldi 17. júní 1944 við Vestur- Íslendinginn Valdimar Björnsson: „Ja, mikið er á eins manns herðar lagt að stofna lýðveldi á Íslandi.“ Gísli hafði sem forseti sameinaðs þings stjórnað athöfninni fyrr um daginn, þegar lýðveldi var stofnað og forseti þess kjörinn. Mikið gys var gert að oflæti Gísla. Eftir að hann var skipaður fyrsti sendiherra Íslands í Noregi, barst utanríkisráðuneytinu íslenska dulmálsskeyti frá Pétri Benedikts- syni sendiherra, sem var maður gamansamur. Þegar það var ráðið, reyndist textinn vera: „Á að stofna lýðveldi í Noregi?“ Ekki fór heldur á milli mála, við hvern Björn Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins og frændi minn af Guðlaugsstaðakyni, átti, þegar hann sagði eftir lát Ólafs Thors á gamlársdag 1964: „Nú er bara einn skemmtilegur maður eftir á Alþingi.“ En til er það einnig, að þingmenn geri ekkert til að leyna sjálfsáliti sínu og metnaði. Jón Baldvin Hannibalsson lýsti til dæmis eitt sinn yfir á samkomu gamalla nem- enda íslenskra í Edinborgarháskóla: „Ég er eini Íslendingurinn, sem hef lært til þess að verða forsætisráð- herra.“ Í baráttunni fyrir þingkosn- ingarnar 1987 skopaðist Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra mjög að þessari yfirlýsingu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesg@hil.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Drjúgir með sig Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.