Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2011 Reykjavík Art Gallery bryddar í sumar upp á þeirri nýbreytni að halda tvær sýningar sam- tímis í tveimur aðskildum söl- um í húsakynnum gallerísins á Skúlagötu 50. Í rauða salnum verða sýningar upprennandi listamanna sem eru að skapa sér nafn en í stóra salnum sýna þekktari listamenn verk sín. Það eru listmálararnir Ásta R. Ólafsdóttir og Bjarni Sigur- björnsson sem ríða á vaðið nk. laugardag, Ásta sýnir akrýlmyndir í rauða salnum en Bjarni olíu- málverk í þeim stóra. Sameiginleg yfirskrift sýn- inganna beggja er Fegurðin og fíflið. Báðar sýn- ingarnar verða opnaðar laugardaginn 4. júní. Myndlist Tvær sýningar: Fegurðin og fíflið Eitt verkanna á sýningunni. Spilmenn Ríkínís ríða á vaðið í sumartónleikaröð Gljúfra- steins sunnudaginn 5. júní 2011 kl. 16. Spilmennirnir munu syngja og leika þjóðlög á langspil, hörpu, gígju, gems- horn og symfón. Viðfangsefni Spilmanna hefur verið flutn- ingur tónlistar úr íslenskum bókum og handritum með hljóðfærum sem vitað er að til voru á Íslandi fyrr á öldum. Hvort tónlistin hljómar eins og þá er alls óvíst, en sá hljómur sem verður til þegar sungið er og leik- ið á þessi gömlu hljóðfæri kveikir tilfinningu í brjóstinu líkt og sofinn strengur sé sleginn að nýju. Aðgangseyrir er 1.000 krónur . Tónlist Spilmenn Ríkínís á Gljúfrasteini Spilað verður á langspil. Frum er nútímatónlist- arhátíð sem haldin er á Kjarvalsstöðum í júní ár hvert. Megináhersla há- tíðarinnar er að kynna meistaraverk nútíma- tónbókmenntanna fyrir tónlistarunnendum, verk sem þegar hafa sett mark sitt á tónlist- arsöguna en eru þó sjaldheyrð í tónleikahúsum Reykjavíkur. Kammerhópurinn Adapter stendur að Frum-hátíðinni í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Sýningar Listasafnsins skapa skemmtilega umgjörð fyrir tónlistina og gefa áheyrendum tækifæri á að upplifa nýja tónlist í víðara samhengi. Tónlist Tónlistarhátíð á Kjarvalsstöðum Kammerhópurinn Adapter. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Gefið hefur verið út ritgerðasafnið Ást er þjófnaður eftir Eirík Örn Norðdahl. Á heimasíðu Eiríks segir að bókin sé um höfundarrétt, þjófn- að og framtíðina í ótal, örlitlum hlut- um og að bókin hafi verið skrifuð, brotin um, prentuð og henni dreift á aðeins þrjátíu dögum, frá 10. apríl til 10. maí sl. Það var útgáfufélagið og bónusklúbburinn, eins og segir á síð- unni, Perspired by Iceland sem gaf bókina út í samstarfi við SLIS, Sum- arbúðir listhneigðra sósíalista og er þetta fyrsta prentaða bókin sem kemur út hjá forlaginu. Spurður um skilgreiningu sína á höfundarrétti segir Eiríkur Örn hann vera þann ramma sem höf- undar starfi innan. Annars vegar sé hann þeim til verndar svo þeir verði ekki hýrudregnir af útgefendum og hins vegar eigi hann að standa nýrri sköpun fyrir þrifum. „Þjófnaður er undirstaða allrar sköpunar, öll sköp- un ber í sér enduróm af annarri sköpun. Í fyrstu náði hann einungis til nokkurra ára en eftir því sem ný og gömul menning verður samofnari fjárhagslegum hagsmunum útgef- enda, tækjaframleiðenda og dreif- ingaraðila, til þeim mun lengri tíma nær hann,“ segir hann. Eiríkur Örn bætir við að höfundarrétti sé stund- um beitt á furðulegan hátt og t.d. sé bandaríski afmælissöngurinn í „eigu“ fyrirtækisins Time Warner sem rukki fleiri þúsund dollara fyrir notkun á laginu. Lagið sé þó að minnsta kosti 118 ára gamalt og hafi líklega verið stolið að mestu leyti. Netið hefur áhrif Eiríkur Örn segir bæði netið og stafræna tækni almennt hafa áhrif á höfundarrétt þar sem framleiðendur stjórna tækjum og tólum. Til dæmis hafi fólk verið svipt upptökutakk- anum sem finna mátti á myndbands- tækjum og kassettutækjum, hann sé ekki til staðar á DVD-spilurum eða MP3-spilurum. Þrátt fyrir það sé löglegt að afrita efni fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Eiríkur Örn segir að það sé ljóst að vernda þurfi höfunda fyrir mis- notkun á verkum þeirra og um leið gera þeim kleift að sjá fyrir sér með skrifum sínum. Hann segir þó jafn ljóst að netið og sú dreifing sem eigi sér stað á verkum þar auki tekjur listamanna frekar en minnki því listamenn eigi auðveldara með að koma sér á framfæri án þessi að eitt- hvert yfirvald sé að skipta sér af. Höfundur hefur skyldur Að sögn Eiríks Arnar vísar titill bókarinnar í að öll sköpun sam- anstandi af bæði ást og þjófnaði. Ekkert listaverk fæðist í tómi heldur séu þau öll sprottin hvert af öðru og því sé ekkert þeirra frumlegt í þeirri merkingu að það eigi sér enga fyrir- mynd. „Rétt eins og það er svo gott sem enginn hljómagangur nýr, það er samhengið sem hann birtist í sem gerir hann frumlegan og/eða góðan,“ segir Eiríkur Örn. Hann segir tit- ilinn einnig vísa í þann misskilning að höfundarréttur sé eignarréttur á einhvern hátt. „Maður „á“ ekki sköpunarverk sem maður hefur fært heiminum, heimurinn á það. Eins og kvikmyndagerðarmaðurinn Godard benti á þá hefur höfundur engan rétt, einungis skyldur,“ segir hann að lokum. Hægt er að kaupa bókina á heima- síðu Eiríks Arnar, www.nordda- hl.org, og fæst hún bæði prentuð og á rafrænu formi. Morgunblaðið/Sigurgeir S Eiríkur „Maður „á“ ekki sköpunarverk sem maður hefur fært heiminum.“ „Öll sköpun ber í sér endur- óm af annarri sköpun“  Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl gefur út ritgerðarsafnið Ást er þjófnaður Kanadíski tónlistarmaðurinn Leon- ard Cohen hlaut á dögunum spænsk bókmenntaverðlaun, Príncipe de Asturias de las Letras, sem veitt eru rithöfundum sem ekki skrifa á spænsku. Cohen, sem er á 77. ári, fékk verðlaunin fyrir að hafa velt mannlífi og vanda þess fyrir sér í áratugi, en dómnefndin nefndi að- eins söngtexta hans, en ekki bæk- urnar sem hann hefur gefið út. Í áliti dómnefndar segir að textar Cohens hafi haft áhrif á þrjár kynslóðir fólks um allan heim með ljóðum og tónlist sem steypt sé saman í ævistarf sem hafi varanlegt gildi. Asturias- stofnunin veitir ýmis verðlaun ár- lega, þar á meðal fyrir bókmenntir, vísindi og listir. Verðlaunin eru stytta eftir katalónska listamanninn Joan Miró og um tíu milljónir króna. Meðal þeirra sem fengið hafa verð- launin hingað til eru Günter Grass, Arthur Miller, Woody Allen, J.K. Rowling og Daniel Barenboim. Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem hann hlýtur fyrir ævistarf sitt á árinu. Í apríl hlaut hann viðurken- ingu Glenn Gould stofnunarinnar fyrir að auka bókmenntalegt vægi í alþjóðlegri poppmenningu. Cohen verðlaun- aður Hlaut spænsk bók- menntaverðlaun fyrir texta sína Cohen Skáld án tíma. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Tónskáldið og gítarleikarinn Guð- mundur Steinn Gunnarsson sendi ný- lega frá sér plötuna Horpma sem Carrier Records í New York gefur út. Að sögn Guðmundar Steins er Horpma tónverk fyrir mörg plokkuð og hömruð strengjahljóðfæri og er leikið á gítarskyld hljóðfæri, fjóra mismunandi sembala og gömul hljómborðshljóðfæri, 27 hljóðfæri í heildina. „Þau eru öll stillt á ákveð- inn hátt, þetta er svona náttúrulegt yfirtónakerfið svo hljómurinn er mjög sérstakur. Þegar þú ert ekki búinn að stilla þig inn á það getur það hljómað falskt í fyrstu en svo venst eyrað því,“ segir Guðmundur Steinn. Hann segir að titill tónverks- ins vísi í að hljóðfærin 27 séu eins og eitt hljóðfæri, nokkurs konar harpa, eða Horpma, með 54 strengjum í allt. Guðmundur segir verkið, eins og önnur tónverk sem hann hefur samið undanfarin fimm til sex ár, með ákveðið hrynkerfi sem hann hefur verið að þróa og líkir eftir náttúrulegri hrynjandi. Hann seg- ist t.d. vinna með eitthvað sem hljómar eins og skoppandi boltar en notar ekki hefðbundið nótna- kerfi til að skrá hljóðin heldur nýtir nótnaskrift sem hann hefur þróað í tölvu. Hljóðfæraleikararnir horfa svo á hluti hreyfast á tölvuskjá og gefa myndirnar hrynjandina til kynna. Verkið sneiðmynd af tónlistarlífinu Guðmundur Steinn vann nýlega samkeppni um nýtt tónverk sem haldin var í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Að sögn Guð- mundar var auglýst eftir kammer- verki fyrir 4-16 hljóðfæraleikara. „Ég bara sendi inn eins og aðrir og svo var dómnefnd sem valdi vinn- ingshafa. Það kom mér mikið á óvart að vinna og ég er ekki bara að segja það, ég var hissa,“ segir Guðmundur og hlær við. Hann seg- ir að sér finnist líka ákveðin ábyrgð fylgja sigrinum vegna þess að hann ímyndi sér að dómnefnd líti á efnið sem hún fær sem nokkurs konar sneiðmynd af því sem er að gerast, hans hlutverk sé því að upplýsa hana um það með tónverki sínu. Róttæk nýsköpun Guðmundur Steinn hefur starfað meðal annars með Benna Hemm Hemm, Stórsveit Nix Nolte og Njútón og er einn af stofnendum tónskáldafélagsins S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík, sem hann hefur spilað í tengslum við. Auk þess hefur hann stofnað kvart- ettinn Ferstein. „Það er svona bandið mitt núna. Ég hef reynt á undanförnum árum að einbeita mér alfarið að framúrstefnutónlist og spuna, ekki af vanvirðingu við aðra tónlist heldur hef ég viljað gefa mig allan í það sem mér finnst vera rót- tæk nýsköpun. Þar sem verið er að ráðast að rótunum í tónlistarlega tungumálinu sem unnið er með og umbreyta því,“ segir Guðmundur Steinn að lokum. Ráðist að rótum tónlistartungunnar Morgunblaðið/Eggert T́ónskáld Guðmundur Steinn Gunnarsson vinnur á jaðrinum. Reyndar er þetta ekki bók sem maður les frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu 41 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.