Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.2011, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2011 Kvennalandsliðið í handknattleik stefnir að því komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta skipti. Til þess þarf það að slá út sterkt lið Úkraínu en fyrri leikur þjóð- anna fer fram á Hlíðarenda á morgun. „Ég tel okkur hafa fundið ákveðnar leiðir til að brjóta öfluga vörn úkra- ínska liðsins á bak aftur,“ segir Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari. »4 Kvennalandsliðið stefn- ir á HM í Brasilíu „Ég ætla að verða ein af þeim bestu í heiminum. Mig langar á Ólympíuleika og ég ætla að verða fyrst Íslend- inga til að landa ólympíu- gulli. Það er stórt markmið og mun kosta gríðarlega vinnu,“ sagði hin kornunga Arna Stefanía Guðmunds- dóttir eftir að hún vann gull í 400 m hlaupi á Smáþjóða- leikunum í Liechtenstein í gær. »3 Ætla að verða ein af þeim bestu Ísland og Danmörk mætast í undan- keppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 í kvöld. „Við eigum að gefa því svigrúm til að þróast og þroskast á næstu fjórum árum. Skref fyrir skref. En um leið minni ég á að það er alltaf réttur tími til að sigra Dani,“ segir í viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar. »2 Það er alltaf réttur tími til að sigra Dani Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mikil hátíðahöld fóru fram þegar börn, aðstandendur og starfsfólk héldu upp á hálfrar aldar afmæli Lyngáss síðastliðinn föstudag. Sjálf hátíðin fór vel fram og mátti greina mikla gleði og eftirvænt- ingu meðal gesta sem hátíðina sóttu. Fluttar voru ræður í tilefni dagsins og meðal ræðumanna má nefna Hrefnu Haraldsdóttur, fyrr- verandi forstöðukonu Lyngáss til 20 ára. Lyngás er dagvist fyrir börn og ungmenni á aldrinum eins og upp í 30 ára. Þar hefur verið starfsemi allt frá árinu 1961 þegar foreldrar og félagar Styrktarfélags vangef- inna, nú Ás styrktarfélag, lögðu grunninn að stofnun þess og er Lyngás því elsta starfrækta þjón- ustustofnun Áss. Lagt er upp með einstaklingsmiðaða þjónustu og er m.a. lögð megináhersla á þroska- og sjúkraþjálfun, félagsstarf og að- stoð við athafnir daglegs lífs. Þeir einstaklingar sem nýta sér þjónustu Lyngáss eru á ýmsum aldursskeiðum og sökum þess er starfsemin deildaskipt. Yngstu börnin, á aldrinum eins og upp í sex ára, eru á leikskóladeild þar sem m.a. er boðið upp á sam- verustund og áhersla lögð á að börnin skynji sig sjálf og umhverf- ið í bland við sjúkra- og þroska- þjálfun. Í efri deildum er starfrækt þjónusta og starfsemi fyrir ung- linga og ungmenni á aldrinum 16 til 30 ára. Upplifir mikla gleði Aðspurð hvernig börnin skynji undirbúning og framkvæmd af- mælishátíðarinnar segir Birna Björnsdóttir, forstöðukona Lyng- áss, „mikla kátínu ríkja meðal hópsins og mikið sé um söng og tónlist“. Ungmenni Lyngáss, með aðstoð starfsfólks, hófu undirbún- ing veisluhaldanna með því að skreyta ganga dagvistarheimilisins með ljósmyndum og fréttagreinum sem tengst hafa starfseminni í gegnum árin. Fyrir stofnun dagvistarheimilis- ins Lyngáss var tíðarandinn sá að einstaklingar voru sendir á viðeig- andi stofnun, sem oft skorti úrræði til að veita mikið fötluðum ein- staklingum nægjanlega þjónustu, segir Birna. Með breyttum tíð- aranda og því góða starfi sem unn- ið er á Lyngási er unnt að veita þá þjónustu og aðstoð sem þörf er á. Hálfrar aldar afmæli Lyngáss  Áratuga- löng sérhæfð þjónusta og aðstoð Morgunblaðið/Ómar Lyngás Ragna Sif Sigurðardóttir, Páll Kr. Pálsson og Bragi Ólafsson, þrír af þeim sjö listamönnum sem unnu að gerð málverksins, gáfu sér tíma frá hátíðahöldum til að láta ljósmyndara Morgunblaðsins mynda sig við málverkið. Ungmenni elstu deildar Lyngáss unnu að gerð málverks í samstarfi við myndlistarkonuna Margréti Zóphóníasdóttur og ber verkið heitið Djúpsjávardraumur. Verkið hafði áður verið sýnt á sýningunni „List án landamæra“ við góðar undirtektir. Á afmælishátíð Lyng- áss var verkið boðið til sölu og mun ágóðinn renna til starfsemi dagvistarheimilisins. Margrét seg- ist hafa fundið fyrir þeirri miklu gleði og vellíðan sem skapaðist er ungmennin unnu að málverkinu. „Það myndaðist gleðiorka, sett var á tónlist og þessi samvera gerði stundina svo fallega,“ segir Mar- grét að lokum. „Gert af meisturunum okkar“ DJÚPSJÁVARDRAUMUR 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Skjálftar mældust við Kötlu 2. Svaf hjá Schwarzenegger 3. „Ákaflega veikur maður“ 4. „Hræðileg lífsreynsla“  Nýverið kom út þreföld geislaplata með 60 sígildum íslenskum sjó- mannalögum. Börkur Gunnarsson, sjómaður dáðadrengur, lagðist yfir safnið og stefnir til hafs »48 Morgunblaðið/Alfons Sjómannslíf, sjómannslíf …  Skáldsagan Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson kemur út í Þýska- landi í sumar. For- lagið Osburg gef- ur verkið út í þýðingu Gerts Kreutzers sem einnig ritar formála. Í kynningu for- lagsins er bókinni lýst sem stórvirki eins helsta frumkvöðuls íslensku bókmenntanna. Morgunþula í stráum í Þýskalandi  Vegleg frétt er í hinu virta breska blaði The Independent um samstarf Bens Frosts og Brians Enos á Listahátíð en verkið Solaris verður flutt þar í kvöld í Hörpu. Daníel Bjarnason og Ben Frost eiga tón- listina en rætt er við Frost um samstarf hans og Enos og mögulegt framhald. Nánar er fjallað um tónleika kvöldsins í blaði dagsins. »47 Frost og Eno í Independent FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og suðvestan 8-15 m/s. Víða skúrir en él til fjalla. Hiti 5-13 stig, mildast austantil. Skýjað suðvestan- og vestanlands, annars bjartviðri. Á sunnudag Vestan 5-10 m/s en snýst í norðan 5-13 m/s síðdegis. Rigning um tíma norðan- og austanlands, en léttir til á Suður- og Vesturlandi. Hiti 5 til 15 stig. Á mánudag Fremur hæg norðvestanátt og víða léttskýjað, en 5-10 m/s og skýjað en þurrt að mestu norðaustanlands og austanlands. Hiti svipaður. VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.