Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 4
Safnaðu 5 toppum af Merrild eða Senseo-pökkum og sendu Ölgerðinni fyrir 16. júní. Gullverðlaun að verðmæti 350.000 kr. Tískuráðgjöf í heilan dag með Karli Berndsen, 100 þúsund kr. úttekt í Debenhams, ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi o.fl. Fjöldi aukavinninga m.a. kaffivélar frá Heimilistækjum og ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 „Bjargráðasjóður hefur skýrar skyldur sam- kvæmt lögum og þær verða upp- fylltar. Það voru settar reglur við gosið undir Eyja- fjöllum í fyrra sem var starfað eftir og ég á ekki von á öðru en það verði hliðstæðar reglur eftir Grímsvatna- gosið. Þessa dag- ana eru sérfræð- ingar að meta tjónið og það er gert ráð fyrir að Bjargráðasjóður komi þarna að málum að því marki og sam- kvæmt þeim reglum sem honum ber skylda til. Þessi mál eru í eðlilegum farvegi,“ segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson þing- maður Framsóknarflokksins beindi fyrirspurn til Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra síðasta föstudag um fjárhagslegan stuðning við þá sem hann þurfa í kjölfar Gríms- vatnagossins. Að mati Sigurðar hefur dreg- ist um of að hleypa Bjargráðasjóði að málinu. Á íbúa- fundi á Kirkju- bæjarklaustri fyrir rúmri viku kom fram að Bjargráða- sjóður gæti ekki gert neitt því ríkisstjórn- in væri ekki bú- in að taka ákvörðun um að biðja hann um að koma að málum með sambærilegum hætti og hann gerði í Eyjafjallagosinu að sögn Sigurðar. „Í fyrra voru allir mjög fljótir upp á tærnar og sammála því að eyða allri óvissu. Það væri nóg að fólk lenti í tjóni, það þyrfti ekki líka að bíða eftir því að ríkisvaldið segði já eða nei um að senda Bjargráðasjóð á vettvang. Núna gekk gosið svo skart yfir, pressan hvarf og ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun,“ segir Sigurður. Hann er þó bjartsýnn á að greitt verði úr Bjargráða- sjóði til þeirra sem þess þurfa. „Það tel ég alveg fullvíst og hef ekki trú á því að almannasöfnunin sem er í gangi trufli að greitt verði úr sjóðnum. Það eina sem þarf að gerast er að ríkisstjórnin segi Bjargráðasjóði að koma að málum og lofa þeim fjárframlögum sem til þarf. Mér finnst bara algjört skilyrði að ríkis- stjórnin geri þetta einn, tveir og þrír og það viðbragðskerfi sem við eigum virki. Það er ekki hægt að halda fólki í óvissu. Tíminn er núna.“ ingveldur@mbl.is Bjargráðasjóður bíður Gott veður var í Neskaupstað um helgina, er bæjarbúar og gestir gerðu sér glaðan dag í tilefni sjómannadags- ins. Sumarið lét loksins sjá sig á Austfjörðum og sann- kölluð sólstrandarstemning var við höfnina í bænum, eins og hjá Hildi Ýri Gísladóttur og krökkunum Ragn- ari Páli og Viktoríu Sólveigu. Morgunblaðið/Kristín Ágústdóttir Sólstrandarstemning í Neskaupstað um helgina Sykurpúðar á sjómannadegi Á sjómanna- dagshátíðinni á Hvammstanga, sem haldin var í gær, vildi ekki betur til en svo að tveir björg- unarsveitarmenn gleymdust í sjón- um, þegar verið var að sýna björg- un á mönnum úr sjó. Þegar það upp- götvaðist var strax farið aftur út og þeir sóttir en þá höfðu þeir verið í sjónum í tæpan klukkutíma. Hvor- ugur þeirra er í lífshættu enda voru þeir báðir í þurrbúningum, en þeir voru kaldir og þreyttir eftir þennan mikla háska í hafinu. Gleymdust í sjón- um í klukkutíma Björgunarbátur á hafi úti. Hálfdán Björnsson, alþýðuvís- indamaður á Kvískerjum í Öræfum, var heiðraður á vorráðstefnu Nátt- úruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) um helgina fyrir ómet- anlegt framlag til náttúruverndar á Austurlandi. Hafa rannsóknir Hálf- dáns á lífríkinu, fuglum, skordýrum og plöntum, sérstaklega í Öræfum, mörgum verið hvati gegnum tíðina. Fór ráðstefnan fram á Djúpavogi á 40 ára afmæli NAUST. Hálfdán á Kvískerj- um heiðraður Heiðraður Hálfdán Björnsson á Kvískerj- um með verðlaunagripinn Bláklukkuna. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Á föstudaginn var lögð fram formleg tillaga frá efnahags- og skattanefnd um fjármögnun almennrar vaxtanið- urgreiðslu á þessu ári og því næsta þar sem gert er ráð fyrir skattlagn- ingu á lífeyrissjóði og fjármálastofn- anir. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir tillögurnar vera forsendu- brest á kjarasamningunum sem gerðir voru og það verði metið á fundi þann 22. júní hvort forsendu- bresturinn sé slíkur að kjarasamn- ingarnir öðlist ekki gildi. „Það var gerð viljayfirlýsing í des- ember þar sem við samþykktum að koma að því að finna leiðir til fjár- mögnunar. Það eru himinn og haf milli fjármögnunar og skattlagning- ar. Ég gerði þeim grein fyrir því í nóvember að ASÍ myndi aldrei sam- þykkja það að lífeyrissjóðirnir yrðu skattlagðir. Ekkert samráð hefur verið haft við okkur. Þetta er ein- hliða aðgerð ríkisstjórnarinnar til að skerða réttindi þeirra sem eru á al- menna markaðnum. Það gengur þvert á loforð þeirra um að jafna líf- eyrisréttindi okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Ekkert samráð haft Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, tekur undir það með Gylfa að ekkert samráð hafi verið haft við þá eins og lofað var. „Það var aldrei sagt í þessari vilja- yfirlýsingu að samþykki lægi fyrir skattlagningu. Þetta er mjög hroð- virknislega gert og margt sem orkar tvímælis í þessari tillögu. Þarna eru fyrirtæki sem ekki komu að þessari viljayfirlýsingu gerð skattskyld en önnur sem komu að henni undanþeg- in skattinum. Við hefðum gjarnan viljað eiga þetta samstarf sem var búið að skrifa undir að ætti að eiga sér stað, en af því hefur ekki orðið. Fáum bara tilkynningu um nýjan skatt sem fyrirtækin eru ekki búin undir,“ segir Guðjón. Forsendubrestur kjarasamninga  Forystumenn ASÍ og Samtaka fjármálafyrirtækja segja nýjan skatt á lífeyris- sjóði og banka aldrei hafa verið hluta af viljayfirlýsingu með stjórnvöldum Morgunblaðið/Ómar Forsendubrestur Kjarasamning- arnir gætu verið í uppnámi. „Við tókum 12 km aukalega í dag. Við ætluðum að enda á Hnappavöllum en fórum 12 km lengra og byrjum þá þar á morgun,“ sagði Signý Gunn- arsdóttir, hlaupari í átakinu Meðan fæturnir bera mig, í gærkvöldi. Fjórði hlaupadagurinn var í gær og fóru þau þá frá Kirkju- bæjarklaustri að Hnappavöllum og hlaupa í dag þaðan og á Höfn. Signý segir hlaupið í gær hafa gengið mjög vel þrátt fyrir að þau hafi farið í gegnum öskusvæðið. „Við sett- um buff fyrir vitin og ég hljóp með sundgleraugu. Líkamlega séð var þetta besti dagurinn okkar.“ Tæplega fjórar milljónir voru komnar í söfnunina, sem er til styrkt- ar krabbameinssjúkum börnum, í gærkvöldi. Styrktarupplýsingar má finna á; www.mfbm.is. Tóku 12 kílómetra aukalega  Um fjórar millj- ónir hafa safnast Signý Með sund- gleraugu í ösku. Laganefnd Lögmannafélagsins er með til skoðunar tillögur efna- hags- og skattanefndar að fresta gildistöku skattsins á lífeyrissjóði og banka en fara þess í stað fram á fyrirframgreiðslu skattsins 1. nóvember, sem er sama dagsetn- ing og átti að leggja upphaflega skattinn á. Markmið tillögunnar virðist vera að komast framhjá bannákvæði stjórnarskrár um afturvirkni skatta. Stjórnar- skrárbrot? LAGANEFND LÖGMANNA- FÉLAGSINS SKOÐAR MÁLIÐ Jón Bjarnason Sigurður Ingi Jóhannsson  Þingmaður Framsóknarflokks gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að draga lapp- irnar í stuðningi við íbúa á gossvæðinu  Ráðherra segir málin í eðlilegum farvegi Mesta mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fólksbíll valt fjórum til fimm sinnum skammt fyrir norðan Hofsós aðfaranótt laugardagsins. Tvennt var í bílnum, kona og sjö ára drengur. Konan skarst nokkuð er rúða í bílnum brotnaði. Dreng- urinn var ómeiddur, hann skreið út úr bílnum eftir áreksturinn og gerði vegfaranda viðvart. Að mati lögreglu slapp hann eins vel og raun ber vitni þar sem afar vel var búið að öryggi hans í bíln- um. Var hann vel festur og sat að auki á sessu með áföstu baki. Kon- an var flutt fyrst á Sauðárkrók og þaðan á sjúkrahús á Akureyri. Sessa bjargaði dreng frá slysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.