Morgunblaðið - 06.06.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 06.06.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Sannkölluð ævintýraferð, þar sem farþegar skoða og fræðast um einstaklega töfrandi svæði Tyrklands. Ferðin hefst á 4ra nátta dvöl í Bodrum. Á fimmta degi er flogið til höfuðborgarinnar Ankara og ekið þaðan til Kappadocia í hinu einstaka landsvæði Görene þjóðgarðsins sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Það er ævintýri líkast að skoða þetta landsvæði þar sem meðal annars má sjá álfabyggðir, neðanjarðarþorp á mörgum hæðum, klaustur og kirkjur sem víða hafa verið höggvin í mjúkt berg- ið. Dvalið í Kappadocia og Konya í fimm eftiminnilega daga. Þá er ekið að einu frægasta náttúruundri Tyrk- lands, Pamukkale og dval- ið þar í eina nótt. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Töfrar Tyrklands Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Bodrum - Kos - Ankara - Kappadocia - Konya - Pamukkale Fararstjóri: Ólafur Gíslason 27. ágúst - 6. september Netverð á mann 273.200 á mann í tvíbýli 303.100 á mann í einbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3 - 4* hóteli með öllu inniföldu í Bodrum, hálfu fæði á öðrum stöðum. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Innanlandsflug. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Sjómannadagurinn var haldinn há- tíðlegur um land allt í gær með til- heyrandi ræðuhöldum og skemmti- dagskrá. Í Reykjavík var haldið upp á Hátíð hafsins og lögðu margir leið sína að gömlu verbúðunum þar sem ýmislegt var um að vera ásamt fjöl- breyttri skemmtidagskrá á hafnar- svæðinu. Ræður vöktu viðbrögð Haldnar voru ræður sem að þessu sinni einkenndust einkum af yfirvof- andi breytingum á stjórnun fiskveiða og ljóst þykir að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Meðal ræðumanna í Reykjavík var Ragnar Árnason, pró- fessor í fiskihagfræði við hagfræði- deild Háskóla Íslands, sem sagði m.a. að þau kvótafrumvörp sem nú bíða afgreiðslu þingsins muni koll- varpa gildandi kerfi fiskveiða, verði þau samþykkt. Greina mátti blendin og hávær viðbrögð áheyrenda við ræðu hans. Í Grindavík var haldin sjómanna- og fjölskylduskemmtun undir heit- inu Sjóarinn síkáti og fullyrða má að líf og fjör hafi verið á hátíðinni alla helgina, enda um að ræða fjölbreytta og líflega dagskrá. Þrátt fyrir að veðrið hafi leikið landsmenn misjafnlega eru hátíðar- haldarar samhuga um að vel hafi til- tekist með dagskrána í ár. Hátíðarhöld í skugga óvissu  Gleði og óvissa einkenndi skemmtidagskrá landsmanna  Flestir ræðumenn lýstu yfir áhyggjum sökum frumvarpa Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavík Á hafnarsvæðinu gátu börnin litið hina ýmsu furðufiska hafsins augum. Morgunblaðið/ Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður Þrautþjálfaðir björgunarsveitarmenn buðu börnum upp á siglingu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Sigurliðið í róðrakeppni sem haldin var á Pollinum á Akureyri var að vonum kátt með árangur sinn og lét gleðin ekki á sér standa við markið. Ljósmynd/Eyjafréttir Vestmannaeyjar Þessir ungu menn brugðu á leik í hátíðarhöldunum í Eyjum. Meðal ræðumanna í Reykjavík í gær var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í upphafi ræðu sinnar vitnaði ráðherrann í sálm Jóns Magnússonar og sagði daginn vera mikinn hátíðisdag þeirra sem sjávar- útvegi tengjast sem og þjóðarinnar allrar. Ráðherrann kom inn á þær lagabreytingar sem lagðar hafa verið fram á Alþingi af ríkisstjórninni um breytta skipan fisk- veiðistjórnar í landinu. Jón Bjarnason benti á í ræðu sinni í gær að á undanförnum áratugum hefur verið í umræðunni að íslensku sjávarplássin fari halloka fyrir ósveigjanlegum markaðslögmálum í meðferð aflaheimilda. „Hér eiga sam- félögin sjálf, íbúar þeirra, mikinn rétt til náttúruauðlindarinnar sem er fólgin í fengsælum fiskimiðum fyrir strönd byggðarlagsins og þann rétt ber okkur að virða,“ sagði Jón. Undir lok ræðu sinnar sagði ráðherrann: „Við munum ekki afhenda fiskveiðiauðlindina, hvorki til einstakra fyrir- tækja né ríkjasambanda.“ khj@mbl.is Afhendum ekki fiskveiðiauðlindina Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, var aðalræðumaður á Patreksfirði í gær. Í ræðu sinni vék forsetinn m.a. að umræðunni um stjórnun fiskveiða og sagði hana hvorki þurfa að vera mjög langa né flókna. „Hvernig mun Vestfjörðum og öðrum sjávarbyggðum vegna í nýrri skipan? Bendi svarið til verri stöðu hefur smíði kerfisins líklega brugðist. Slíkur er í raun kjarni málsins og vert að árétta hann á sjómannadegi,“ sagði Ólafur Ragnar m.a. Forsetinn benti á í ræðu sinni að sú skipan sem fest verður í sessi þurfi að efla samstarfsvilja allra sem helga sjávarútvegi og fiskvinnslu krafta sína og m.a. þess vegna sé áríðandi að um greinina náist varanleg sátt til frambúðar. Sökum þess hve samofin sjómennskan hefur verið Vestfjörðum í gegnum árin sagði herra Ólafur Ragnar að „Vestfirðir væru prýðilegur prófsteinn á kosti og galla sérhvers kerfis fiskveiðistjórn- unar. Sú skipan ein mun reynast farsæl til lengdar sem stuðlar að öflugum sjávarútvegi hér fyrir vestan.“ khj@mbl.is Verði staðan verri þá hefur kerfið brugðist Aflaheimildir á Vestfjörðum munu skerðast um 3.700 þorskígildistonn á ári ef fyrirhuguð lög um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu komast að fullu til fram- kvæmda. Jafngildir þetta samanlögðum aflaheimildum Drangsness, Bíldudals, Hólmavíkur, Tálknafjarðar, Brjánslækjar og Suðureyrar. Ef frumvörpin verða að lögum munu tapast um 100 störf en sjómenn á Vest- fjörðum eru um 400 og fiskverkafólk um 460 talsins. Þetta kemur m.a. fram í yfirlýsingu sem Útvegs- mannafélag Vestfjarða sendi frá sér í gær í tilefni sjó- mannadagsins og formaður félagsins, Einar Valur Kristjánsson, ritar und- ir. Vitnar hann þar í meginniðurstöður úttektar sem félagið lét gera á áhrifum þess að sjávarútvegsstefna stjórnvalda verði lögfest. „Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr Stjórnarráðinu fyrir sunnan í til- efni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi. Þetta er dapurlegt og sann- arlega allt annað en atvinnulíf og launafólk á Vestfjörðum þarf á að halda á erfiðum tímum,“ segir í yfirlýsingu vestfirskra útvegsmanna. bjb@mbl.is Um 100 störf tapast á Vestfjörðum Ræðuhöld voru einnig á Akur- eyri í gær þegar sjómannadag- urinn var hald- inn þar hátíðleg- ur. Geir Kr. Aðalsteinsson, forseti bæjar- stjórnar Akur- eyrar, flutti ávarp þar sem hann lagði áherslu á að atvinnulíf lands- byggðarinnar byggi yfir traustum undirstoðum. „Snúa þarf við þeirri þróun sem orðið hefur öll hin síðari ár og ekki síst síðustu mánuði og misseri að stoðunum sé kippt undan atvinnulífi á landsbyggðinni og störfin öll smám saman soguð á suðvesturhornið,“ sagði Geir. Í ræðu sinni benti hann á þau fjölda- mörgu áföll sem þéttbýlisstaðir víðsvegar um landið hefðu orðið fyrir í kjölfar „þess mikla sogkrafts sem höfuðborgarsvæðið virðist hafa“. Brýnt sé að breyta þessu og til þess verði allir að leggjast á eitt. khj@mbl.is „Sjómenn eru sómi, sverð og skjöldur þjóðarinnar“ Á Ólafsvík fóru jafnframt fram hátíðarhöld í tilefni dagsins og hélt Gylfi Magnússon fiskverkandi ræðu fyrir viðstadda. Í upphafi ræðu sinnar í gær rifjaði Gylfi upp sín yngri ár þegar hann m.a. vann við gerð veiðarfæra. Í ræðunni kom hann jafnframt inn á fiskveiðistjórnunarkerfið og sagði að nú væru hartnær 30 ár liðin frá þeirri ákvörðun að setja fiskveiðar í kvóta. Gylfi benti á að sökum mikilla tækninýjunga í fiskveiðum og þróunar í veiðarfærum hafi verið nauðsynlegt að setja veiðunum hömlur í formi kvóta. „Það er sama hvaða kerfi hefur verið í gangi, alltaf hafa einhverjir verið óánægðir. Nú hafa verið lögð fram ný lög á Alþingi um fiskveiði- kerfið og ekki er útlit fyrir að meiri ánægja verði með það,“ sagði Gylfi í ræðu sinni og bætti við að „vonandi geta sjómenn og útgerðarmenn aðlag- ast því eins og áður.“ khj@mbl.is Óánægja hefur alltaf verið til staðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.