Morgunblaðið - 06.06.2011, Side 8

Morgunblaðið - 06.06.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Sólin skein skært í efnahags- ogviðskiptaráðuneytinu fyrir helgi þegar ráðherrann tilkynnti að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði samþykkt fimmtu endur- skoðun efnahags- áætlunar Íslands og AGS.    Í tilkynningunnisagði að þar með stæði íslenskum stjórnvöldum heil- mikil lánafyrirgreiðsla til boða.    En hvað var sagt um endur-skoðun AGS áður en lands- menn kusu í vor um Icesave?    Á vef stuðningshóps Icesave-samninganna var fullyrt að samkomulag um Icesave væri „ein af forsendum samstarfsáætlunar- innar við AGS og fjármögnunar vinaþjóða á henni.“    Þetta er einnig sá áróður semglumdi dagana, vikurnar og mánuðina fyrir Icesave-kosning- arnar í eyrum kjósenda úr stjórn- arráðinu.    Fjöldi manna lét glepjast afáróðrinum og skyldi engan undra. Fólk á því ekki að venjast að stjórnvöld beiti slíkum vinnubrögð- um við að fá sitt fram. Að ekki sé talað um þegar unnið er að hags- munum erlendra ríkja og gegn hagsmunum Íslendinga.    Stjórnvöld áttu í samskiptum viðAGS, erlend matsfyrirtæki og aðra erlenda aðila fyrir Icesave- kosningarnar.    Þau hefðu því átt að vita betur oghljóta að ætla sér að útskýra hvernig á því stendur að engin af hrakspánum hefur gengið eftir. Árni Páll Árnason Hrakleg útreið hrakspánna STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 6 heiðskírt Akureyri 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 léttskýjað Vestmannaeyjar 8 heiðskírt Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 25 skýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 11 skýjað London 15 skúrir París 25 léttskýjað Amsterdam 18 skýjað Hamborg 26 léttskýjað Berlín 28 léttskýjað Vín 26 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 skúrir Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 12 alskýjað Montreal 17 alskýjað New York 20 skýjað Chicago 25 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:11 23:43 ÍSAFJÖRÐUR 2:17 24:46 SIGLUFJÖRÐUR 1:57 24:33 DJÚPIVOGUR 2:29 23:23 EM U21-árs landsliða í knattspyrnu fer fram í Danmörku 11. - 25. júní. Aron Einar Gunnarsson er ein af hetjum íslenska U21 landsliðsins. Í vor hófu Byggðasafn Reykjanes- bæjar og Fornleifafræðistofan ann- an hluta fornleifarannsókna á land- námsskála við Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Farið var í fyrsta áfangann árið 2009 en þá kom í ljós að um mjög áhugaverðar minjar væri að ræða. Þær hafa verið aldursgreindar til 8.-9. aldar. Rannsókninni lýkur næsta föstudag. „Þessa síðustu viku stefnum við að því að klára það sem við höfum opnað og það er um það bil hálfur skálinn sem bætist við þriðjung sem þegar er klár. Við er- um komin niður á gólfin og eigum eftir að éta okkur í gegnum þau en gólfin eru mjög þykk þannig að það yrði gott ef við næðum að klára það alveg. Á föstudaginn munum við síð- an tyrfa yfir,“ segir dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir rannsókninni. „Svo er það hefðbundin skýrslugerð sem tekur við og ég sendi sýni utan til grein- ingar til að staðfesta þennan háa ald- ur.“ Merkilegir gripir hafa fundist í skálanum, m.a perlur, hnífar, bein og heill kvarnarsteinn, efri hluti. „Það allra merkilegasta eru hálf- unnin búrhvalstönn og leirker sem aldrei áður hefur fundist í vík- ingaskála á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir rannsóknina snúast um það að skilja betur sjálft land- námið, hverjar voru forsendur þess. „Vinnukenningin er sú að menn þekktu til Íslands löngu áður en þeir fóru að nema það.“ ingveldur@mbl.is Tyrfa yfir rústirnar á föstudaginn  Síðasta vikan í fornleifarannsókninni í Höfnum  Skilja landnámið betur Fornleifar Frá vettvangi rann- sóknar við Kirkjuvogskirkju. Árlegt kvennahlaup ÍSÍ, kennt við Sjóvá, fór fram um helgina í 22. sinn. Um 15 þúsund konur tóku þátt á 84 stöðum um allt land og á um 18 stöðum erlendis. Um fimm þúsund konur hlupu í Garðabænum, um 1.700 í Mos- fellsbæ, sem er fjölgun um 400 milli ára. Þá hlupu 650 konur á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir, allt frá 2 km og upp í 20 km. Áður en lagt var af stað voru hlaupavöðvarnir hitaðir upp, eins og í Mosfellsbæ þar sem ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg 15 þúsund hlupu á um 100 stöðum um heim allan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.