Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 10
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Við erum fyrsta kynslóðinsem hefur valið flugfreyj-ustarfið að ævistarfi. Fyr-ir tveimur árum hætti annar hópur sem í voru tíu og núna vorum við fimmtán sem kvöddum,“ segir Greta Önundardóttir ein þeirra sem var að kveðja flugfreyju- starfið eftir rúm fjörutíu ár. „Þegar við byrjuðum var þetta þannig að flugfreyjur þurftu að hætta að vinna þegar þær giftu sig eða eignuðust börn. Um tíma var sett sú regla að flugfreyjur mættu ekki verða eldri en 35 ára,“ segir Greta og blaðamað- ur hváir við. „Ég er ekki hissa á því að þú sért hissa því manni finnst þetta algjörlega út í hött í dag – að það skuli hafa verið til starf sem var bara fyrir ungar stúlkur. En við höf- um alla tíð verið að fást við þessa ímynd. Það er talað um gömlu grá- hærðu kellingarnar í sambandi við flugfreyjustarfið en það er ekki gert í sambandi við aðrar starfsstéttir. Þar mega konur starfa til 67 ára ald- urs. Við erum mjög stoltar af því að vera búnar að koma þessu í þetta horf. Nú er þetta orðið virt ævi- starf.“ Stíf tarnavinna Greta hóf að starfa sem flug- freyja vorið 1968, þá 19 ára. „Ég var að útskrifast úr Kenn- araskólanum og mér fannst þetta al- veg upplagt sem sumarstarf með kennslunni því þá voru sumarfríin svo löng í henni. En eftir fjögur ár í kennslu á veturnar og flugi á sumrin voru launin orðin helmingi hærri í Fimmtán flugfreyjur fögnuðu starfslokum Fimmtán flugfreyjur kvöddu samstarfsfélaga sína með veislu 31. maí síðastlið- inn. Flugfreyjurnar voru allar búnar að vera rúm fjörutíu ár í starfi og að hætta ýmist vegna þess að þær voru komnar á aldur eða höfðu gert starfslokasamning við fyrirtækið. Ein þeirra var Greta Önundardóttir sem hóf að starfa sem flug- freyja 19 ára gömul og var meðal þeirra fyrstu til að gera þetta að ævistarfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugfreyjurnar Greta hélt smá tölu fyrir hönd hópsins sem steig allur á svið. Vinnufötin Hluti af þeim flugfreyjubúningum sem voru til sýnis. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Við Íslendingar eigum grínvefsíðurnar Baggalutur.is og Sannleikurinn.com. Þar er snúið út úr hefðbundnum frétt- um og aðrar skáldaðar bæði í gríni og glensi og sem háð um tiltekið efni sem er oft fáránlegt í sannleika sínum. Ameríska vefsíðan Theonion.com segir grínfréttir á ensku, ekki ólíkt fyrrnefndum íslenskum vefsíðum. Síð- an lítur út eins og alvöru fréttasíða en þegar nánar er að gáð sést að flest sem má lesa á henni er bull og vit- leysa. Þetta er ekki bara vefsíða því „fréttastöðin“ The Onion er líka með sjónvarpsfréttir og útvarpsfréttir, fluttar á ýktan amerískan hátt svo þær verða „raunverulegar“ en um leið bráðfyndnar. Á síðunni eru líka „bloggarar“ sem tjá skoðanir sínar á öllu og margir fréttaflokkar eins og tíðkast á alvöru fréttasíðum. Þetta er fín síða til að skoða ef mað- ur þarf að hlæja svolítið. Vefsíðan www.theonion.com. Reuters Í fýlu Þessum ungmennum veitti ekki af smá fyndnum fréttum. Gaman og alvara í grínfréttum Ný útgáfa Kortabókarinnar er komin út fyrir ferðafólk. Útgáfan byggist á viðamiklum Íslandsatlasi Máls og menningar og er þetta tólfta útgáfa Kortabókarinnar. Kortabókin inniheldur 60 ný kort á mælikvarðanum 1:300.000, sem gerð eru af Hans H. Hansen korta- gerðarmanni, höfundi Íslandsatlass- ins. Einnig eru í bókinni fjörutíu kort af hinu ört stækkandi höfuðborgar- svæði og öðrum þéttbýlisstöðum, auk upplýsinga um söfn, sundlaugar, tjaldsvæði, golfvelli og bensín- stöðvar. Aftast er ítarleg nafnaskrá. Endilega … … kynnið ykkur landið af korti Með hækkandi sól og björtum sumarkvöldum skríða lands- menn út úr húsum sínum, taka fram grillin og matreiðslan flyst að hluta til út undir bert loft. Ástæða er til að minna á reglur um meðferð matvæla svo koma megi í veg fyrir að heimilisfólk og gestir grillmeistarans fái matarsýkingu.  Þvoið hendur áður en hafist er handa við tilreiðslu kjöts og annarra matvæla og eftir snertingu við hrátt kjöt.  Gætið þess að kjöt eða safi úr kjöti komist ekki í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu svo sem grænmeti og kaldar sósur.  Við grillun er mælt með því að nota tvær tengur; eina fyrir hrátt kjöt og aðra fyrir grillað kjöt.  Setjið kjötið ávallt á hreint fat að lokinni grillun. Góð regla er að fjarlæga það fat sem hráa kjötið var á þegar allt kjötið er komið á grillið. Með því að fylgja þessum ráðleggingum má koma í veg fyrir mengun á grilluðu kjöti og meðlæti s.s grænmeti, kartöflum og sósum og grillmáltíðin í faðmi fjölskyldu og vina skilur eftir sig góðar minningar. Við grillun er mikilvægt að logi leiki ekki um matvælin þannig að þau brenni. Brenni yfirborð matvælanna geta myndast skaðleg og krabbameinsvaldandi efni. Það er því mikilvægt að skera frá alla brennda hluta áður en matvælanna er neytt. E. coli-sýkingin í Þýskalandi hefur vakið athygli og ótta meðal neytenda. Það er þó ekkert sem bendir til þess að grænmeti sem hefur verið á markaði hérlendis hafi verið mengað. Mat- vælastofnun vill samt sem áður benda á mikilvægi hreinlætis við meðferð á grænmeti og ávöxtum.  Gætið ávallt fyllsta hreinlætis við meðferð á grænmeti og ávöxtum í eldhúsinu.  Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun og gætið þess að jarðvegur sem stundum fylgir grænmeti berist ekki í önnur matvæli.  Þrífið hnífa, skurðarbretti, vinnuborð og hendur vandlega eftir meðhöndlun og skurð á öllum matvælum. Hafið ávallt hreinlætið í fyrirrúmi við eldamennskuna hvort sem matreiðslan fer fram inni í eldhúsi eða úti undir beru lofti. Dóra S. Gunnarsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun Örugg matvæli – allra hagur! Gætum að grillinu! Meðferð kjöts og grænmetis Morgunblaðið/Golli Grillað „Við grillun er mikilvægt að logi leiki ekki um matvælin þannig að þau brenni.“ Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Mikill áhugi var á uppboði í Beverly Hills á laugardagskvöldið þar sem leikarinn Larry Hagman, sem lék m.a. J.R. í sjónvarpsþáttunum Dall- as, seldi ýmsa hluti úr sínum fórum. Silfursleginn hnakkur seldist m.a. fyrir 80 þúsund dali, 9,2 milljónir króna. Þá seldist málverk af Jim Davis, sem einnig lék í Dallas- þáttunum, fyrir 38 þúsund dali. Hagman, sem er 79 ára að aldri, var sjálfur viðstaddur uppboðið, lýsti munum fyrir viðstöddum og fylgdist síðan með boðunum. Alls seldust munirnir á hálfa milljón dala. Fólk Engu gleymt Larry Hagman er enn með J.R.-taktana á hreinu. Gömul Dallas-stjarna Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. Nýjar vörur Kvartbuxur, túnikur og bolir. Mikið úrval af sundfatnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.