Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 11
vitlaust veður heima. Svo hef ég komið til staða á hnettinum sem ég hefði aldrei komið á sem ferðamaður og það er mjög lærdómsríkt. Um tíma var ég í innanlands- fluginu með millilandafluginu og það þótti mér alltaf ofboðs- lega skemmtilegt. Í innan- landsfluginu hafði maður stundum tækifæri til að tala við farþegana,“ segir Greta og bætir við að flugfreyjur vinni líka nánast aldrei það starf sem þær eru ráðnar til að gera. „Við erum ráðnar sem öryggisverðir um borð. Við förum í þjálf- un í upphafi og fram- haldsþjálfun á hverju einasta ári varðandi ör- yggi. Sem betur fer þurfum við sjaldan að nota þá þjálfun og erum yfirleitt alltaf að sinna aukastarfinu sem er að þjónusta fólkið um borð.“ Nú ætlar hún að njóta lífsins Ákveðinn glamúr hefur alltaf fylgt flugfreyjustarfinu og segist Freyjurnar fimmtán Aftari röð frá vinstri: Þórdís Thoroddssen, Inga Helgadóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Vigdís Pálsdóttir, Greta Önundardóttir, Anna Kristjánsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Inga Sigurgeirsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Emma Krämer, Gyða Þórhallsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir, Ingi- björg Norðdahl, Líney Friðfinnsdóttir, Bára Björg Oddgeirsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir. fluginu en í kennslunni, þá gaf ég kennsluna upp á bátinn og fór í fullt starf sem flugfreyja og er búin að vera það síðan.“ Spurð hvernig vinna flugfreyju- starfið sé segir Greta að þetta sé tarnavinna og mjög stíf á meðan á henni stendur. „En það hefur þann kost að í upphafi ferðar veistu hvað þetta er langur tími. Það er líka ekki yfirvinna því ekki getum við farið fram í stjórnklefa og sagt við flug- mennina að við séum ekki búnar og beðið þá um taka einn hring,“ segir Greta og hlær. Hún segir flugfreyjustafið ævintýralegt og margt skemmtilegt sem því fylgi. „Ævintýrablærinn heillaði mig í upphafi og líka hvað það er óreglulegur vinnutími, mér fannst svo spennandi að vera ekki frá 9 til 5. Okkar vinnudagur er allt- af lágmark 10 tímar og allt upp í 15 tímar. Við höfum þar af leiðandi fleiri daga heima þó vinnuskyldan sé sú sama og hjá öðrum. Það er líka margt annað sem fylgir þessu starfi. Maður er kannski tvo sólarhringa í Ameríku í hita og sól á meðan það er Greta hafa fundið fyrir því. „Ég held að þessi glamúr ætti að fylgja öllum störfum. Það hefur verið ætlast til þess af okkur að við lítum vel út og séum vel snyrtar og ég held að það ættu allir aðrir að taka sér það til fyrirmyndar og vera eins fínir og þeir geta í vinnunni.“ Greta fór síðasta flugið sitt til Oslóar þann 9. mars. „Nú ætla ég bara að fara að njóta lífsins og eiga frí um helgar því við eigum bara eitt helgarfrí í mánuði. Vera heima um jól og páska og rifja upp kynnin bæði við fjölskyldu og vini því að svo oft hefur maður ekki getað tekið þátt í því sem þetta fólk er að gera. Svo ætla ég að ferðast um landið og prjóna á kvöldin,“ segir Greta kank- vís. „Við sem vorum að hætta verð- um áfram í Svölunum sem er félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja og höldum þannig tengslunum við þær sem eru að fljúga.“ Hópurinn sem var nú að hætta störfum sem flugfreyjur hefur unnið meira og minna saman alla tíð án þess þó að hittast mikið. „Þegar ég byrjaði hjá Flugfélaginu vorum við flugfreyjurnar 36 talsins og ég held að ég fari rétt með að þær séu í kringum 700 í sumar. Stundum hitt- ist þannig á að maður vinnur með sama fólkinu tvo daga í röð en yfir- leitt eru alltaf nýir starfsfélagar á hverjum degi. Við vorum allar orðn- ar yfirflugfreyjur og sumar okkar höfðu ekki unnið saman í tugi ára og sumar ekki sést á göngum í nokkur ár.“ Fyrstu vélarnar á söfnum Spurð hvort starfið hafi breyst mikið í hennar tíð jánkar Greta því. „Þegar við byrjuðum vorum við að fljúga í vélum sem eru á söfnum í dag. Það voru mikið lengri flug á þessum gömlu vélum. Flugtíminn hefur styst mikið og þar af leiðandi hefur þurft að breyta þjónustunni og þeim tækjum sem við vinnum með.“ Kveðjupartíið sem meðfylgj- andi myndir voru teknar í var veg- legt og kom Flugfreyjukórinn með- al annars og söng undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. „Svo spilaði Flugmannahljómsveitin sem er fjórir flugmenn og tvær flug- freyjur sem syngja með þeim. Fólki er ýmislegt til lista lagt,“ segir Greta að lokum og er augljóslega ánægð með hvernig til tókst að kveðja samstarfsfólk sitt til margra ára. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Í kveðjupartíinu voru flugfreyjubúningar frá ýmsum tímabilum til sýnis á gínum. „Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flug- freyja, hafa safnað saman búningum sem hafa verið notaðir í gegnum tíðina. Svölurnar hafa varðveitt þessa búninga og hefur það verið í höndunum á Bryndísi Guðmundsdóttur. Icelandair ætlar núna á næstunni að taka við búningunum og varðveita þá. Þeir keyptu 22 gínur til að klæðast búningunum. Við fengum gínurnar lánaðar fyrir partíið og klæddum þær í þessa gömlu búninga sem við höfum verið í flestum hverjum. Það voru líka þarna búningar sem voru ennþá eldri, áður en við byrjuðum,“ segir Greta. Hún á sér tvo uppáhaldsbúninga. „Annar var sumarbúningur sem við vorum með 1982-1983 sem var ljósblár með víðu pilsi, blússu og dökkblár jakki við. Hinn búningurinn var tekinn í notkun 1996. Hann er dökkblár með hvítri skyrtu og bláum hatti. Mér fannst hann alltaf rosalega dömulegur og gott að vinna í honum.“ Búningasagan til sýnis FLUGFREYJUBÚNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.