Morgunblaðið - 06.06.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.06.2011, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Hamskipti lífs og lands 1 Mánudagur 6. júníHitinn vex og vex Mikið hefur hlýnað hér á landi á undanförnum árum.Vísindamenn spá áframhaldandi hlýnun út þessa öld. Svonefnd gróðurhúsaáhrif bætast við náttúrulegar sveiflur í veðurfari. Áhrifa aukinna hlýinda gætir víða í náttúrunni. 2 Þriðjudagur 7. júníViðkvæmu sílaæturnar Varp lundans í Vestmannaeyjum hefur misfarist mörg ár í röð og hið sama má segja um kríuna á Snæfellsnesi. Þetta á við víðar. Báðar tegundir reiða sig á sandsíli við ungauppeldi. 3 Miðvikudagur 8. júníHlýnun sjávar hefur áhrif Nýliðun sandsílis brást árin 2005 og 2006 og hefur að mestu verið lélegt síðan. Ýmsar skýringar eru uppi um ástæður, m.a. hækkun á sjávarhita en hann hefur hækkað mikið frá árinu 1996. 4 Fimmtudagur 9. júníFækkar í björgunum Niðurstöður fuglatalninga sýna að bjargfugli hefur fækkaðmjög frá árinu 2005. Ástandið er mismunandi eftir stofnum.Álkan er t.d. að hverfa af Hornströndum. Stór hluti heimsstofnana halda sig hér við land. 5 Föstudagur 10. júníJöklarnir bráðna ört Jöklar landsins bráðna hratt í hlýindunum. Nýtt landslag kemur undan jökulsporðunum þegar þeir hörfa. Farvegir jökulfljóta breytast. Breytingarnar erumjög greinilegar til dæmis við sunnanverðanVatnajökul. 6 Laugardagur 11. júníMikill vöxtur í gróðri Gróðurinn tekur vel við sér þegar hlýnar í veðri. Sjálfsáið birki og víðir spretta nú upp víða um land, þökk sé auknum hlýindum og beitarfriðun. Með hærri hita hækka gróður- mörk og öll ræktun skilar betri árangri. 7 Þriðjudagur 14. júníHristi af sér pöddufælni Með hærra hitastigi batna lífsskilyrði smádýra. Pöddur sem áður bárust hingað og drápust úr kulda þrífast nú vel. Meðal þeirra eru skaðvaldar. Þeir sem eru með pöddufælni ættu að hrista hana af sér. Gróðurhúsaáhrifin Mönnum hefur lengi verið ljóst að svonefndar gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa þau áhrif að hitastig á jörðinni hækkar með auknum styrk þeirra. Vísindamenn hafa lengi varað við þróuninni. Komandi kynslóðir Íslendinga mega vænta hlýnandi loftslags, einkum á veturna, og fleiri úrkomudaga ef svo fer sem horfa þykir um loftslagsbreytingar. Vetur munu stytt- ast, vorin koma fyrr og haustin verða mild- ari. Það mun rigna meira og snjóa minna. Áhrifa hlýinda undanfarinna ára gætir nú þegar í náttúrunni. Mikil gróska er í jarðar- gróða. Sjálfsprottið birki og víðir spretta upp á nýjum svæðum og er það m.a. rakið til hlýnunar auk beitarfriðunar. Hlýindin hafa líka aukið árangur af landgræðslu, skóg- rækt og annarri ræktun. Breytingar á jökl- um eru líka mjög áberandi. Sjávarhiti hefur hækkað meira og örar við Íslandsstrendur en menn bjuggust við. Breytingar á lífríkinu í sjónum, svo sem brestur á viðkomu sandsílis við suður- og vesturströndina, hafa haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir sjófuglastofna á borð við lunda og kríu á þeim slóðum. Sumum fugla- tegundum hefur fjölgað mikið, t.d. gæsum, og nýjar tegundir hafa numið land. Smádýr af ýmsu tagi eru að sækja í sig veðrið og ljóst að pöddum innandyra og ut- an mun fjölga. Nýir skaðvaldar á borð við asparglyttu og spánarsnigil eru boðberar þess sem kann að gerast. Morgunblaðið fjallar í dag og næstu daga um þau hamskipti sem eru að verða á landslagi og lífríki Íslands vegna hlýn- andi loftslags. Blaðamennirnir Guðni Ein- arsson og Rúnar Pálmason byrja greinaflokkinn með um- fjöllun um breytingar í lofts- lagi og hvers má vænta í fram- tíðinni, að mati vísindamanna. Næstu daga verður greint frá miklum breytingum sem eru að verða í fuglalífi lands- ins, auknum sjávarhita og áhrifum hans á lífríkið í sjón- um, mikilli grósku í jarð- argróða landsins ekki síst skógum landsins. Í lokin verð- ur fjallað um miklar breyt- ingar í smádýralífi landsins. Lífið og landið taka hamskiptum Hamskipti lífríkis og landslags Morgunblaðið/Elín Esther

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.