Morgunblaðið - 06.06.2011, Síða 13

Morgunblaðið - 06.06.2011, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 LOFTSLAG Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jöklar landsins sýna glöggt áhrif hlýnandi loftslags og bráðna nú hratt. Í kjölfarið fylgja breyt- ingar á farvegum jökulfljóta eins og Skeiðará er skýrt dæmi um. Skeiðarárjökull hefur hopað mik- ið og nýtt landslag komið í ljós við jökulsporðinn. Áin hefur fundið sér nýjan farveg og er nú samferða Gígjukvísl til sjávar. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sagði þessa breytingu fyrir með um tíu ára fyrirvara. Hann á von á að áin Súla, sem kemur undan vestanverðum Skeiðarárjökli og rennur nú í Núpsvötn, muni einn- ig safnast til Gígjukvíslar þegar jökullinn hopar enn meir. Samgönguvirkið Skeiðarárbrú, lengsta brú landsins, stendur að mestu á þurru og er á sinn hátt táknmynd um afleiðingar hlýn- andi loftslags. Hún er orðin minnismerki um þann mikla farartálma sem Skeiðará var um aldir. Einungis Morsá og smálækir renna nú undir brúna löngu sem var vígð 1974 og opnaði með því hringveginn. Morgunblaðið/RAX Skeiðarárbrú Áhrif hlýnunar eru greinileg á Skeiðarársandi. Lengsta brú landsins stendur nú að mestu á þurru því Skeiðará breytti um farveg þegar Skeiðarárjökull hopaði. Minnisvarðinn á sandinum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tímabundnar sveiflur í hitafari, kuldaskeið og hlýskeið, geta villt mönnum sýn en langtímaþróun loft- hita stefnir upp á við, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Hann rifjaði upp að hér kom kuldaskeið og haf- ísár fyrir um 45 árum í kjölfar hlý- skeiðs. Páll sagði að sveiflur af þessu tagi væru náttúrulegar og mjög eðlilegar á norðurhveli jarð- ar. Sögulegar heimildir um haf- ísár á liðnum öldum styðja það og ber þeim vel saman við rannsóknir á ís- kjörnum úr Grænlandsjökli. Sveifl- urnar má rekja til samspils hafíssins á norðurhveli og sólgeislunar, að sögn Páls. Þegar skjannahvítar haf- ísbreiður norðurhjarans stækka eykst endurkast sólarljóssins. Við það verður orkutap sem veldur því að ísinn vex enn meira. „Þarna verða keðjuáhrif eða víta- hringur sem getur haldið lengi áfram,“ sagði Páll. Svo virðist sem þessi þróun standi að jafnaði í um 25- 35 ár áður en hún snýst við. Hlýskeið og kuldaskeið verða því nokkurn veg- inn til skiptis á hverju 60 ára tímabili. Sveiflan er þó ekki alveg regluleg, getur tekið 50-70 ár. „Þetta virðist þó vera ákaflega þýðingarmikill þáttur hér á norðurhveli,“ sagði Páll. Nálgumst líklega sveiflutopp Þegar keðjubundin meðaltöl hita- stigs eru skoðuð allt frá upphafi reglulegra hitamælinga Árna Thorla- cius í Stykkishólmi árið 1845 jafnast sveiflurnar út, en Páll telur að hitinn í Stykkishólmi sé mjög nærri með- altalshita á landinu. Ljóst er af lang- tímamælingunum að veður fer hlýn- andi hér á landi. „Það er greinileg stígandi sem lýsir sér í því að meðalhitinn á hverju 60 ára tímabili er alltaf lægri en á næsta 60 ára tímabilinu sem skarast við hið fyrra og byrjar 10 árum seinna,“ sagði Páll. Sveiflurnar á norðurhveli væri því ekki réttlætanlegt að nota sem rök gegn hnattrænni hlýnun. Sveiflna af þessu tagi gætir þó ekki á suðurhveli en þar hefur hlýnað jafnt og þétt frá upphafi mælinga 1880, lík- lega vegna þess að þar er útbreiðsla hafíssins allt öðruvísi en á norð- urhveli. Hlýnunin hefur verið í takt við aukningu gróðurhúsalofttegunda. Þróunin hefur líka verið hægari á suðurhveli en hér fyrir áhrif víðáttu- mikilla hafa. Páll sagði að vegna hlý- skeiðsins sem nú stendur yfir á norð- urhveli væri heitara hér en ætti að vera vegna gróðurhúsaáhrifanna einna. Hann kvaðst ekki verða hissa ef í ljós kæmi að við værum nú að nálgast toppinn á yfirstandandi hlý- indaskeiði sem hófst fyrir svo sem 15 árum. Síðan færi að draga úr hlýind- um og eitthvað gæti kólnað, þótt ekki yrði jafn kalt og var fyrir uppsveifl- una. Leiðin lægi því alltaf upp á við þegar litið væri á heildarmyndina. Veðrið og atvinnuvegirnir Páll sagði að áhrif hlýnunar, hvort sem er á stærð jökla eða yfirborð sjávar, væru nokkurn tíma að koma fram. Sjávarhæð vex bæði vegna þess að leysingavatn rennur til sjávar þeg- ar jöklar bráðna og eins vegna þess að hafið þenst út eftir því sem það hitnar. Hitaþenslan hefur veruleg áhrif á hæð sjávarborðs. Hlýindin hafa mikil áhrif á lífríkið, ekki síst gróðurinn. Fyrir hvert stig sem hlýnar að ársmeðaltali eykst grasspretta um nálægt 15%. Meðan menn ástunduðu vetrarbeit, einkum sauðfjár, minnkaði heyþörfin að vetri um 15% með eins stigs hitahækkun. Því var ekki fjarri því að hagur sauð- fjárbænda batnaði um 30% fyrir hvert stig sem hlýnaði á árum áður. Páll sagði að greinileg tengsl væru á milli hitastigs í Stykkishólmi og þjóð- arframleiðslu Íslendinga á árunum 1870-1940, þegar landbúnaður og sjávarútvegur voru meginstoðir at- vinnulífsins. Þessar atvinnugreinar eru mjög háðar náttúrunni. Frá og með seinni heimsstyrjöldinni varð at- vinnulífið fjölbreyttara og áhrif nátt- úrusveiflna á þjóðarhag urðu ekki eins augljós eftir það. Erfiðara er að átta sig á áhrifum hlýnunar á sjávarútveg en land- búnað, að sögn Páls. Hann sagði að sér sýndist að með eins stigs með- altalshlýnun sjávar hefði þorskafli vaxið um 30-40%. Hlýnunin stuðlar að auknum þörungavexti í hafinu sem er undirstaða lífsins þar. Áhrif hlýn- unar eru því að mati Páls áþekk og áberandi mikil í undirstöðu- atvinnuvegum Íslendinga til margra alda, landbúnaði og fiskveiðum. Greinileg stígandi í hitanum  Hlýskeið og kuldaskeið verða nokkurn veginn til skiptis á hverju 60 ára tímabili  Mögulega er að nálgast toppurinn á hlýindaskeiðinu sem hófst fyrir um 15 árum Morgunblaðið/RAX Hey Fyrir hvert stig sem hlýnar að ársmeðaltali eykst grasspretta um ná- lægt 15%, að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Páll Bergþórsson. Meðalhiti í Reykjavík var 5,9°C í fyrra og hefur aðeins einu sinni verið marktækt hærri, það var árið 2003, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Árin 1939 og 1941 var hitinn jafnhár og árið 2010. Árið í fyrra var 15. árið í röð sem hiti hafði verið yfir með- allagi í Reykjavík. Meðalhiti ársins 2010 var 5,4°C í Stykkishólmi, en nærri lætur að hitastig þar sé nálægt meðalhita á landinu öllu, að mati Páls Bergþórssonar, veð- urfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Árið í fyrra var það næsthlýjasta síðan mælingar hófust í Stykk- ishólmi árið 1845. Lítið eitt hlýrra varð árið 2003. Heimild: www.vedur.is Hiti yfir meðal- lagi 15 ár í röð Morgunblaðið/Einar Falur Stykkishólmur Reglulegar hita- mælingar hérlendis hófust þar 1845. Hamskipti lífríkis og landslags

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.