Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 H a u ku r 0 6 .1 1 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Hlynur Rafn Guðjónsson viðskiptafræðingur hlynur@kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Ársvelta 150 mkr. • Meðeigandi óskast að stóru ferðaþjónustufyrirtæki. Viðkomandi þarf að leggja fram um 50 mkr., sem gefur góða ávöxtun. • Heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 40 mkr. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Vel tækjum búið þjónustufyrirtæki með fasta samninga við opinberar stofnanir og einkaaðila um þjónustu utandyra. Ársvelta um 100 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og gjafavörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Lítil trésmiðja sem sérhæfir sig í gluggum og hurðum. Góð tæki. Hentar til flutnings út á land. Auðveld kaup. Búist er við að Alþjóðasamband flug- félaga muni lækka spár sínar um hagnað flugfélaga á heimsvísu fyrir árið 2011. IATA sendi í mars frá sér spá á þá leið að flugfélögin myndu á þessu ári skila um 8,6 milljörðum bandaríkjadala í hagnað. Ný spá verður kynnt á árlegum aðalfundi sambandsins sem fer fram í Singapúr í dag. Spáin í mars gerði ráð fyrir 52% lækkun hagnaðar frá fyrra ári, en í ljósi ýmissa áfalla segja fulltrúar IATA nú að jafnvel sú tala verði að teljast nokkuð bjartsýn. Að því er fram kemur í frétt BBC var flugiðn- aðurinn fljótari en menn höfðu búist við að ná sér aftur á strik eftir sam- drátt efnahagskerfisins á heimsvísu og nam hagnaður síðasta árs 18 millj- örðum dala. Yfirstandandi flugár á hins vegar að hafa farið mjög illa af stað á marga vegu. Olían stór biti Þannig hefur hækkandi olíuverð mikil áhrif. Spáin í mars gerði ráð fyr- ir 96 dölum á olíufatið, en síðan þá hefur heimsmarkaðsverð hækkað upp í um 110 dali á fatið. Hækkun sem nemur 1 dal á fat þýðir 1,6 milljarða kostnaðaraukningu fyrir fluggeirann á heimsvísu. Samkvæmt tölum IATA nemur eldsneytiskostnaður 30% af útgjöldum flugfélaga á þessu ári. Þá hafa hamfarir líka sett strik í reikninginn. Afleiðingar jarðskjálft- ans og fljóðbylgjunnar í Japan hafa minnkað eftirspurn eftir innanlands- flugi um 31% í þessu 3. stærsta hag- kerfi heims. Þá dróst alþjóðaflug til og frá Japan saman um 20%, en Jap- anski flugiðnaðurinn stendur undir um 10% af hagnaði flugfélaga á heimsvísu. ai@mbl.is Reiknað með minni hagnaði af flugi Reuters Svífandi Það er ekki eintóm sæla að reka flugfélag í þessu árferði. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hárgreiðslustofan Circus Circus er með nýrri fyrirtækjum í mið- borginni og ekki er liðið ár síðan stofan var opnuð á Laugavegi 86. Benedikt Rafn Rafnsson er einn af eigendum stofunnar. „Það sem var lagt upp með var að hafa ekki aðeins hárgreiðslustofu heldur bjóða líka upp á landsins besta úr- val af hágæðahárvörum. Við erum því að tvinna saman verslun og hársnyrtistofu,“ segir hann en þá sem koma inn á hárgreiðslustof- una rekur oft í rogastans að sjá allt framboðið af hárvörum. Að baki rekstrinum standa tvö pör sem þekkst hafa í áratug. Benedikt er í því hlutverki að halda utan um markaðsmál og bókhald en starfar annars hjá auglýsngastofu á öðrum stað við Laugaveg. Hann segir ýmsa þætti hafa ráðið því að Laugavegurinn varð fyrir valinu. „Við fundum þetta góða húsnæði til leigu og hafði mikið að segja að hér voru fyrir innréttingar sem hentuðu okkur og þýddi að þurfti ekki að leggja í mikinn kostnað áður en við hæfum reksturinn. Síðan mát- um við líka kosti þess hversu mik- ill umgangur er af fólki um götuna og líf allt í kringum hárgreiðslu- stofuna. Við sjáum enda að fjöldi gangandi vegfarenda og ferða- manna lítur inn í búðina og kaupir sér hárvörur. Margir nota svo tækifærið til að panta tíma í klipp- ingu.“ Borga fyrir streymið Því er ekki hægt að neita að leigu- verðið er hærra á Laugavegi en víða annars staðar í borginni og Benedikt segir að vitaskuld hafi aðstandendur Circus Circus hugs- að sig vandlega um áður en þeir tóku stökkið. „Við lögðumst í ít- arlega útreikninga og áætlanagerð til að lágmarka alla áhættu, og sáum fljótt að þetta væri skyn- samlegasti kosturinn. Leigan er eflaust lægri á Smiðjuveginum en þar fær maður ekki sama streym- ið af fólki.“ Reksturinn hefur gengið ágæt- lega það sem af er, en Benedikt greinir samt að reksturinn getur verið viðkvæmur fyrir ýmsum ytri þáttum og hlutir sem gerast ofar eða neðar á Laugaveginum geta haft áhrif á Circus Circus. „Ég heyri það t.d. af verslunareig- endum hérna í kringum okkur að þeir fundu fyrir töluverðum áhrif- um af því þegar verslunin 17 fór úr húsinu hér beint á móti og minnkaði fólksumferð um svæðið.“ Vandi Laugavegarins segir Benedikt að sé annars ekki skort- ur á bílastæðum eða hvort götur eru hafðar opnar eða lokaðar fyrir bílaumferð. Það sem þurfi sé að byggja upp góða og fjölbreytta þjónustu og verslun sem laði fólk í bæinn. Þar styðji hvert framfar- skref við það næsta. „Þrátt fyrir allt er Laugavegurinn mjög góður staður fyrir verslun, en hann gæti verið mikið betri.“ Ákvörðun Benedikt reiknaði vandlega út kosti og galla þess að vera í miðbænum. „Við sáum fljótt að þetta væri skynsamlegasti kosturinn. Leigan er eflaust lægri á Smiðjuveginum en þar fær maður ekki sama streymið af fólki.“ Laugavegurinn góður en gæti verið betri  Opnuðu hárgreiðslustofu og verslun síðasta sumar og una sér vel á Laugaveginum  Þykir bæta upp nokkuð dýra leiguna að hafa líf og umgang í kringum fyrirtækið Benedikt kemur auga á einn stóran annmarka við að reka hárgreiðslu- stofuna á Laugavegi frekar en t.d. í Kringlunni eða Smáralind: Það virð- ist skorta á heildarmarkaðssetningu fyrir svæðið sem verslunar- og þjónustustað. Hann bendir á hvernig stóru verslunarmiðstöðvarnar hafa frá upphafi staðið fyrir heilsteyptum auglýsingaherferðum til að festa sig í sessi sem „betri leið til að versla“ eða áfangastað þar sem fá má „allt í einni ferð“. „Kringlan og Smáralind virðast eiga mikið auglýs- ingafé og nota á mjög útsjónarsaman hátt, en á Laugaveginum er hver í sínu horni.“ Benedikt segir að oft væri eins og borgaryfirvöld og aðrir hags- munaaðilar ynnu ekki í takt og verslunareigendur væru einnig oft ekki sammála um hvernig best væri að haga málefnum verslunar í miðborg- inni. Það væri hins vegar til mikils að vinna ef allir á svæðinu gætu snú- ið bökum saman. Hver verslun í sínu horni SKORTUR Á SAMSTILLTRI MARKAÐSSÓKN Morgunblaðið/Heiddi Iðandi Það er iðulega líf og fjör í miðborginni og ágætur straumur af fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.