Morgunblaðið - 06.06.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 06.06.2011, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Allt útlit er fyrir að hægrimenn taki við völdum í Portúgal eftir þingkosningarnar í gær. Fyrir kosningarnar sýndu nánast allar skoðanakann- anir að flokkur sósíaldemókrata, sem er hægra megin við miðju, myndi bera sigur úr býtum og fá nægjanlegan þingstyrk til þess að mynda samsteypustjórn með íhaldsflokknum CDS-PP. Fyrstu útgönguspár í gær staðfestu þessa nið- urstöðu. Þetta þýðir að Pedro Passos Coelho, leiðtogi sósíaldemókrata, mun taka við af José Sócrates, leiðtoga sósíalista, sem forsætisráðherra lands- ins. Sócrates baðst lausnar í mars þegar það kom á daginn að stjórn hans hefði ekki styrk til þess að koma frekari aðhaldsaðgerðum vegna skulda- kreppunnar gegnum þingið. Í framhaldinu varð Portúgal þriðja evruríkið, á eftir Grikklandi og Írlandi, til þess að leita eftir neyðarlánum frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum þar sem stjórnvöld gátu ekki endur- fjármagnað sig á skuldabréfamörkuðum með viðunandi kjörum. Gengið var frá tæplega 80 milljarða evra neyðarláni í maí og hafa bæði sós- íaldemókratar og CDS-PP skuldbundið sig til þess að gangast undir skilmála þess komist þeir til valda. Þeir fela meðal annars í sér niðurskurð fyrir um 3,5% af landsframleiðslu í ár og á því næsta en gert er ráð fyrir að landsframleiðslan muni dragast saman um 4% á þessu tímabili. Hægrisveifla í kosningum í Portúgal  Allt bendir til þess eftir þingkosningarnar í gær að Pedro Passos Coelho verði næsti forsætis- ráðherra  Stjórnarandstöðuflokkarnir mynda næstu stjórn  Skuldbundnir af neyðarláni ESB Reuters Kjördagur Kjósendur í Lissabon bíða eftir að röðin komi að þeim. Skuldakreppa og aðhald » Samkvæmt skilmálum neyðarláns ESB og AGS þarf næsta ríkisstjórn að ná fjár- lagahallanum úr 9,1% af lands- framleiðslu í fyrra niður í 3% árið 2013. » Búist er við að lands- framleiðslan dragist saman um 2% í ár og um önnur 2% á næsta ári. » Haft er eftir Coelho, væntanlegum forsætisráð- herra, að kreppunni muni ljúka innan 2-3 ára. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Fátt bendir til þess að Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, muni eiga aft- urkvæmt til landsins. Óttast er að hið pólitíska tómarúm sem kann að myndast hrökklist forsetinn endan- lega frá völdum leiði til meiriháttar átaka milli stríðandi fylkinga um völdin í landinu. Saleh særðist eftir að uppreisnar- menn gerðu árás á mosku við bæki- stöðvar hins umdeilda forseta á föstu- dag. Daginn eftir flaug forsetinn til Sádi-Arabíu þar sem hann fékk lækn- ishjálp vegna áverkanna sem hann hlaut í árásinni. Að sögn breska rík- isútvarpsins virðist Saleh ekki hafa slasast lífshættulega en samkvæmt heimildum BBC sást til hans þar sem hann gekk óstuddur úr flugvélinni. Hins vegar bar forsetinn sýnilega áverka á höfði og hálsi. Auk forsetans er sagt að aðrir háttsettir embætt- ismenn úr ríkisstjórn hans hafi flúið land á laugardag. Auk forsetans slasaðist forsætis- ráðherra landsins ásamt forsetum beggja deilda þingsins og öðrum háttsettum embættismönnum í árás- inni. Al Jaazeeera-sjónvarpsstöðin hafði eftir talsmanni stjórnvalda um helgina að varaforseti landsins, Abdo Rabu Mansur Hadi, færi með stjórn landsins þangað til Saleh sneri aftur. Stjórnvöld ítrekuðu jafnframt að Sa- leh væri við góða heilsu þrátt fyrir árásina og hann myndi snúa aftur. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar fögn- uðu uppreisnarmenn og aðrir and- stæðingar forsetans flótta forsetans í miðborg höfuðborgarinnar Sanaa í gær. Tíðindamaður AP-fréttastof- unnar sagði að mótmælendur hefðu dansað, sungið og slátrað búfénaði til þess að fagna endalokum ríflega þriggja áratuga valdasetu Saleh. Ein af meginástæðum þess að ekki er talið líklegt að Saleh snúi aftur er sú að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa lagt ríka áherslu á að hann segði sig frá völdum eftir að mótmælin gegn stjórn hans hófust fyrir alvöru fyrir nokkrum mánuðum. Þau hafa talað fyrir samkomulagi sem fæli í sér að hann myndi segja sig frá völdum gegn því að hann og fjölskylda hans fengju friðhelgi. Að sama skapi hafa bandarísk stjórnvöld lagt hart að for- setanum að fara frá völdum. Efna- hags- og pólitískur stuðningur Sádi- Arabíu og Bandaríkjanna hefur skipt sköpum fyrir ríkisstjórn Saleh en efnahagur landsins er nánast að hruni kominn auk þess sem pólitískur óstöðugleiki hefur verið viðvarandi. Mikil óvissa um framhaldið Fréttaskýrendur virðast á einu máli um að mikil óvissa sé um fram- hald mála í Jemen. Ef forsetinn snýr ekki aftur er líklegt að sonur forset- ans, Ahmed Saleh, reyni í krafti stöðu sinnar sem leiðtogi lífvarðasveitar forsetans að hrifsa til sín völdin. Mótmælin gegn Saleh hófust í Jemen í kjölfar uppreisna í Túnis og Egyptalandi fyrr í vetur. Í fyrstu voru mótmælin friðsamleg en snemma tók forsetinn að skipa mönn- um sínum að beita mótmælendur hörku. Átökin í landinu hörðnuðu svo til muna fyrir nokkrum vikum þegar hersveitir forsetans gerðu árásir á áhrifamikla ættbálkahöfðingja sem höfðu lýst yfir stuðningi við mótmæl- in. Ljóst má vera að miklu máli skiptir að valdaskipti í landinu verði friðsam- leg enda er hætt við því að valdabar- átta milli stríðandi fylkinga geti end- anlega rústað hinum afar bága efnahag landsins. Mótmælendur fagna sigri  Ólíklegt þykir að forseti Jemens muni eiga afturkvæmt eftir að hann flúði til Sádi-Arabíu um helgina  Óttast er að brotthvarfið kunni að leiða til borgarastríðs Reuters Fögnuður Andstæðingar forseta Jemens fögnuðu brotthvarfi hans á götum úti í höfuðborginni Sanaa um helgina. Gert Linder- mann, landbún- aðarráðherra Neðra-Saxlands í Þýskalandi, lýsti því yfir í gær að líklegt sé að kólí- gerlasýkingin sem hefur valdið uppnámi á meg- inlandi Evrópu og dregið að minnsta kosti 22 til dauða, sé komin frá baunaspírum sem eru ræktaðar nálægt borginni Uelzen. Búið er að stöðva framleiðslu fyrirtækisins sem ræktar baunaspírurnar sem taldar eru eiga sök á kólígerlasýk- ingunni en frekari rannsóknir á málinu munu fara fram í dag. Talsmaður ráðuneytisins segir að nú sé talið líklegt að baunaspír- urnar séu orsök matareitrunar- innar. Ljóst sé að mörg veitingahús þar sem gestir hafa veikst hafi not- að baunaspírur frá sama búgarð- inum í Neðra-Saxlandi. Talsmaðurinn sagði að þótt ekki sé búið að staðfesta endanlega að þarna séu upptök eitrunarinnar bendi allt til þess. Alls hefur 21 látið lífið í Þýska- landi og 1 í Svíþjóð. Þá hafa 2153 veikst í Þýskalandi, þar af 627 sem hafa þróað alvarlegt sjúkdóms- einkenni sem getur valdið nýrnabil- un. ornarnar@mbl.is Kólígerlasýkingin í Evrópu rakin til þýskra baunaspíra Þýskt grænmeti Á annað þúsund manns mættu í sex- tán ára afmælisveislu þýskrar stúlku í borginni Hamborg á föstu- dagskvöld. Samkvæmt Reuters- fréttastofunni þurfti að kalla til lög- reglu til þess að standa vörð um heimili stúlkunnar en hún hafði gert mistök þegar hún bauð til veislunnar með aðstoð sam- skiptasíðunnar Facebook. Í stað þess að senda boðið á lokaðan hóp vina sinna auglýsti hún afmælis- veisluna sem opinberan mann- fagnað. Seint á föstudag höfðu um 15 þúsund manns staðfest komu sína í veisluna en á endanum létu um 1600 manns sjá sig. Reuters hef- ur eftir lögregluyfirvöldum í Ham- borg að 11 manns hafi verið hand- teknir vegna ölvunar og pústra auk þess sem einhverjir hafi gerst sekir um brot á lögum um meðferð sprengiefna. Þrátt fyrir þetta segir lögreglan að hin óvænta veisla, sem fór fram fyrir utan hús stúlkunnar, hafi farið vel fram, en um 100 lög- reglumenn voru kallaðir út vegna mannfagnaðarins. ornarnar@mbl.is Þúsund manns í af- mæli táningsstúlku Jemen er fátækasta ríkið í araba- heiminum og hefur hið bága efna- hagsástand meðal annars verið hvati að mótmælum gegn stjórn Saleh forseta. Olía hefur verið helsta útflutningsvara Jemens en hins vegar náði framleiðslan há- marki um aldamótin og minnkandi tekjur hafa grafið undan stöðu efnahagsmála. Mikill skortur er á vatni í landinu og er talið að að- eins fjórði hver maður hafi að- gengi að fersku drykkjarvatni. Við þetta bætist að Jemenum fjölgar ört og er talið að þeir verði orðnir 40 milljónir eftir tuttugu ár en nú búa um 25 milljónir manna í land- inu. Hagkerfi á heljarþröm MIKILL VATNSSKORTUR OG SAMDRÁTTUR Í OLÍUFRAMLEIÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.