Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Barátta Efnt var til „samevrópskra mótmæla“ á Austurvelli í gær. Haldnar voru ræður og sungin baráttulög. Markmiðið er að berjast fyrir raunverulegu lýðræði, að sögn mótmælendanna. Árni Sæberg Í árdaga baráttu verka- lýðsins fyrir hærri launum og bættum kjörum tókst komm- únistum að ná stjórn á þeirri baráttu með háværum mál- flutningi um mannvonsku at- vinnurekenda. Fyrirmynd að þessum vinnubrögðum var sótt til kommúnista í Rúss- landi, og samkvæmt fyrir- mælum þaðan var lögð sér- stök áhersla á, að halda jafnaðarmönnum frá völdum í verkalýðsfélögum. Öllum ráðum var beitt til að gera jafnaðarmenn áhrifalausa í þessari baráttu, sem snerist um völd kommúnista en ekki um kjör verkamanna. Jafn- aðarmenn um allan heim voru ofsóttir af húskörlum Stalíns og drepnir, hvar sem til þeirra náðist. Íslenskir jafnaðarmenn sluppu undan aftökusveitum Stalíns, að vísu naumlega stundum. Sem dæmi má nefna, að Stefán Pétursson slapp á síðustu stundu inn í danska sendi- ráðið í Moskvu, og einlægur jafnaðarmaður í röðum kommúnista, Einar Olgeirsson, var hætt kominn. Vissulega þurftu verkamenn að fá betri laun og betri lífskjör, en atvinnu- rekendur voru ekki allir illmenni og sennilega fæstir þeirra. Þrátt fyrir það, var kjarabaráttan rekin á þessum for- sendum að heita má alla 20. öldina. Það var ekki fyrr en undir lok aldarinnar, sem tveir áhrifamenn í þessum málum beittu sér fyrir breyttum vinnubrögðum, sem byggðust á skynsemi og þeirri hugs- un, að kjaramál skyldu leyst með sam- vinnu en ekki með illvígum átökum. Þetta voru þeir Guðmundur J. Guð- mundsson og Einar Oddur Kristjánsson. Þeirra sjónarmið og vinnubrögð hafa voru höfð að leiðarljósi fram til þessa. Kommúnistar og jafnaðarmenn hafa aldrei getað unnið saman af þeim ástæð- um, sem að nokkru eru raktar hér að of- an. Undir forystu núver- andi forsætisráðherra og með liðsinni nytsamra sak- leysingja innan Samfylk- ingar og VG hefur nú tek- ist að sundra þjóðinni aftur í andstæðar fylk- ingar í Icesave-málinu, kjaramálum, fisk- veiðistjórnunarmálum og fleiri málum. Annars veg- ar eru vondir atvinnurek- endur (útgerðarmenn og sjálfstæðismenn) og hins vegar góðir launþegar. Til þess að kynda undir þessari sundrungu stígur forsætisráðherra nú hvað eftir annað í ræðustóla á ýmsum samkundum Sam- fylkingar og jafnvel á Al- þingi og æpir á þjóðina og þingið að hætti Leníns um mannvonsku þeirra, sem ekki vilja fara hennar leiðir og kommúnista við úr- vinnslu vandamála. Það er hámark kald- hæðni, að „jafnaðarkonan“ Jóhanna Sigurðardóttir er nú gengin til liðs við þau öfl, sem aldrei hafa viljað vinna með jafnaðarmönn- um, þau öfl, sem helst hafa viljað ganga af jafnaðarmönnum dauðum. Það er hámark kaldhæðni, að jafn- aðarmenn skuli nú gengnir til liðs við gamla sovét-kommúnista, sem enn eru að berjast við, með litlum árangri, að hreinsa úr sér aðdáun sína á sovét- fyrirkomulaginu og hatur sitt á samstarfi við Bandaríkjamenn. Hingað til hefur Steingrímur J. Sigfús- son verið manna duglegastur við að svíkja öll sín kosningaloforð til að halda í ráðherrastól í skjóli Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Nú er Jóhanna að hamast við að þóknast kommúnistum. Er svona mikið til þess að vinna að troða Íslendingum inn í Evrópusambandið gegn vilja þeirra? Eftir Axel Kristjánsson »Undir for- ystu núver- andi forsætis- ráðherra og með liðsinni nyt- samra sakleys- ingja innan Samfylkingar og VG hefur nú tek- ist að sundra þjóðinni aft- ur … Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. Sundrungarástríða forsætisráðherra Nýi bankinn sem ríkið setti á fót til þess að bjarga því sem bjargað varð úr Landsbankanum er nú kominn með nafn gamla bankans. Með því er eigandinn, ríkið, sérstaklega að skírskota til gamla gjaldþrota bankans og 100 ára sögu hans. Í heilsíðuauglýs- ingu í Fréttablaðinu í síðustu viku áréttar Landsbankinn þetta og þar stendur „við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar“. Einmitt, já, en skipti bankinn nokkuð um hugarfar? Er þetta ekki bara gamalt úldið vín á göml- um belg? Fyrst áherslan er sú að bankinn hafi haldið nafninu og hafi þannig séð ekki flúið fortíð- ina, hvers vegna bætir þá bankinn ekki viðskiptavinum gamla bank- ans og ríkissjóði það tjón sem sviksamlegt hugarfar bankans olli, nú þegar Landsbankinn seg- ist vera hvítþveginn af gömlu hug- arfari og syndum þess og telur sig þess umkominn að gefa millj- arðatugi króna? Rétt er að rifja aðeins upp sögu peningamarkaðssjóðanna. Þús- undir landsmanna áttu sparifé sitt í peningamarkaðssjóðum Landsbankans. Þegar bankinn féll í október 2008 setti rík- issjóður 63 milljarða króna inn í þessa sjóði. Eftir því sem næst verður komist hafa um 40 milljarðar króna af þessu fé verið afskrifaðir sem tapað fé. Skattgreiðendur fá reikninginn og verða að borga hann. Ef Landsbankinn hefur virkilega skipt um hugarfar, væri þá ekki eðlilegt að endurgreiða skattgreiðendum 40 milljarðana? Einstaklingarnir sem áttu fé í pen- ingamarkaðssjóðum Landsbankans töpuðu liðlega 30% af fé sínu þrátt fyrir framangreind inngrip ríkissjóðs. Það tap sýnist geta verið um 60 milljarðar króna. Væri það ekki til marks um nýtt hugarfar að bæta fólki eftir því sem unnt er tap sitt? Það er ótrúlega óskammfeilið af bankanum að hefja auglýsingaherferð og ætla að bæta ímynd sína með því að leika Hróa hött svona í ljósi þess að „þeir sem stolið var frá“ voru ekki beinlínis fógetinn í Nottingham. Egill Helgason segir á vef sín- um 10. september 2010 að pen- ingamarkaðssjóðirnir hafi verið ein stærsta svikamilla Íslands- sögunnar. Í DV 23. apríl 2010 er viðtal við Helga Kr. Hjálmsson, formann Landssambands eldri borgara. Helgi er ómyrkur í máli og segir að bankarnir hafi hagað sér eins og skepnur. Hann bendir á að auk þess fjár sem eldri borg- ararnir töpuðu í peningamark- aðssjóðunum hafi þeir tapað um 30 milljörðum króna sem bundnir voru í hlutafé í bönkunum. Hann rekur dæmi þess að menn hafi verið gerðir út frá bönkunum til þess að hringja í gamla fólkið og fá það til þess að fá peningana sína út af öruggum sparireikn- ingum inn á peningamark- aðssjóðina. Helgi segir orðrétt í viðtalinu: „Bankarnir höguðu sér alveg eins og skepnur. Ef starfs- menn vissu af einhverjum pen- ingum inni á bók, þá hringdu þeir og kynntu sig sem ráðgjafa og fengu bónusa fyrir. Þetta var al- gjörlega siðlaust.“ Í október 2008 er viðtal í Morg- unblaðinu við eldri hjón, Ómar Sigurðsson og Sigurbjörgu Ei- ríksdóttur. Fyrirsögnin er: „Segir starfsmenn hafa sagt ósatt um peningamarkaðsbréf“. Í við- talinu er svo rakið hvernig bankinn beitti þjón- ustufulltrúa hjónanna fyrir sig til þess að fá þau til þess að færa sparifé sitt úr öruggum reikn- ingi í peningamarkaðsbréfin. Viðtalið er ljót saga um bankamenn sem leyfðu sér að hnýsast í reikninga viðskiptavina bankans og hringja í þá og blekkja og fá prósentur fyrir. Bankinn greiddi starfsmönnum bónus fyrir óknyttina. Það væri til merkis um iðrun og yfirbót, sem er vissulega annað og betra hugarfar, ef bank- inn endurgreiddi þeim fyrst sem trúðu honum fyrir sparifé sínu og hann tældi og vélaði áður en farið er af stað í siðferðilega frekar vafasama ímyndarherferð á kostnað skattgreiðenda og gamals fólks. Í hverju liggur hið endurbætta hugarfar sem bankinn státar sig af? Enn sem komið er verður því miður ekki séð að Lands- bankinn kunni að skammast sín. Eftir Kristin H. Gunnarsson » Það er ótrú- lega óskammfeilið af bankanum að leika Hróa hött í ljósi þess að „þeir sem stolið var frá“ voru ekki beinlínis fógetinn í Nott- ingham. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fyrrv. alþingismaður. Landsbankinn kann ekki að skammast sín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.